Þjóðviljinn - 02.02.1990, Page 4
Gunnlaugur Júlíusson er á beininu
Hér duga engar
hrossalækningar
Tölur hagfræðinga um tap neytenda af innflutningsvernd landbúnað-
arins eru gróflega ýktar og byggðar á röngum forsendum segir hag-
fræðingur Stéttarsambands bænda
Þórólfur Matthíasson forstöðu-
maður Hagfræðistofnunar Há-
skólans héit því fram í tímaritinu
Vísbendingu í júní síðastliðnum,
að innflutningsvernd landbúnað-
arins kostaði neytendur á bilinu
10-15 miljarða króna á ári.
Hvernig metur þú þessa niður-
stöðu, og ef hún er röng, hvert
telur þú þá að þetta hiutfallslega
óhagræði sé á milli innlendrar og
eriendrar landbúnaðarfram-
leiðslu?
í upphafi er rétt að gera sér
grein fyrir því að íslenskur land-
búnaður býr við verulega inn-
flutningsvemd, þar sem innflutn-
ingur á helstu matvælum er bann-
aður meðan innlend framleiðsla
fullnægir eftirspurn. Hitt er svo
deginum ljósara að landbúnaður
í öllum nálægum löndum sem við
beram okkur gjarna saman við
býr einnig við innflutningsvernd
sem framkvæmd er með einum
eða öðrum hætti. Slíkt er talinn
eðlilegur hlutur til að tryggja við-
hald nauðsynlegrar matvæla-
framleiðsiu innanlands. Stað-
reyndin er semsagt sú að þeir sem
hafa ekki nægan mat, hafa harla
laklega stöðu á ýmsan hátt.
Til að mæla áhrif opinberra af-
skipta, þar með talið innflutn-
ingsverndar á verðmyndun land-
búnaðarafurða, hefur verið þró-
að svokallað PSE reiknigildi
(Procducers Subsidy Equivalent)
eða „ígildi niðurgreiðslna fyrir
framleiðendur“. Þessi aðferð
mælir hve hátt hlutfall af fram-
leiðendaverði væri nauðsynlegt
að bæta bændum ef öll opinber
afskipti, þar með talin innflutn-
ingsvernd, yrðu afnumin.
I töflu 1. era gefin dæmi um
þróun þessara mála í nokkrum
erlendum löndum og ríkjabanda-
lögum.
Tafla 1. PSE útreikningur í nokkrum
löndum: 1981 1985 1986
Kanada 23.5 39.6 45.7
USA 17.7 26.1 35.4
EB 31.7 39.7 49.3
Ástral. 10.2 15.3 15.3
Japan 53.1 66.7 75.0
Þórólfur Matthíasson reiknar
innflutninsverndina á þann veg
að hann tekur hið sænska PSE
gildi og yfirfærir það á íslenskan
landbúnað. Hann gerir hinsvegar
þá grandvallar reikniskekkju að
hann reiknar PSE hlutfallið af
heildarsmásöluverði en ekki
verði til framleiðenda. Því
reiknar hann út frá um helmingi
of háum grunni, og verður út-
koman eftir því. Einnig er hann
með inn í dæminu áhrif alls stuðn-
ings við landbúnaðinn, en ekki
einungis innflutningsvemdina.
PSE hefur ekki verið reiknað
út fyrir íslenskan landbúnað, það
liggur í augum uppi að það er
nokkuð hátt. Hvort það er óeðli-
lega hátt í samanburði við önnur
lönd s.s. Norðurlönd, EB og
Kanada, er annað mál, sem ég
get ekki sagt til um á þessu stigi
málsins. Hinsvegar er rétt að gera
sér grein fyrir að þessi aðferð er
alls ekki óumdeild. Hún var í
upphafi þróuð innan OCED sem
einföld mæliaðferð, en þegar var
farið að nota hana í pólitískum
tilgangi, t.d. innan GATT við-
ræðnanna, þá hafa orðið um hana
miklar deilur, því hún leggur ein-
ungis mat á hluta þeirra atriða
sem skipta máli. Því er þetta ekki
nein einhlít aðferð, heldur tilraun
til að átta sig á ákveðnum hlutum
án samhengis við aðra.
Hvað innflutningsverndin er
metin á ein og sér get ég ekki sagt
til um, því leggja þarf mat á bæði
tekjur og gjöld í því dæmi, til að
niðurstaðan verði af einhverju
viti. Þessi talnameðferð sem hér
hefur verið lýst að framan, er gott
dæmi um þau vinnubrögð sem
tíðkast í umræðu um landbúnað-
armál. Annað hliðstætt dæmi má
nefna frá því þegar margnefnd
skýrsla Hagfræðistofnunar Há-
skólans um þróun matvælaverðs
var til umfjöllunar, en þá fullyrti
höfundur hennar að út úr niður-
stöðum hennar mætti lesa að verð
innlendra landbúnaðarafurða
væri það hátt að það gæfi svigrúm
fyrir innfluttar samkeppnisvörar
þannig að þær væru seldar á
óeðlilega háu verði, ef verðþróun
þeirra væri borin saman við verð-
lag á öðrum innflutningi. Þegar
skýrslan er skoðuð kemur í ljós
að þegar fjallað er um innfluttar
vörar sem eru í samkeppni við
innlendar, þá er urn að ræða
kaffi, sælgæti og bjór. Dæmi svo
um það hver sem vill hvort þessir
vöruflokkar (kaffi, sælgæti og
bjór) séu í beinni samkeppni við
landbúnaðarafurðir, eins og
haldið var fram af höfundi. Þriðj a
dæmið sem hægt er að nefna, er
frá því í fyrra þegar gert var mikið
mál úr þeim órökstuddu fullyrð-
ingum Þorvaldar Gylfasonar að
kaupmenn gætu selt innfluttar
kartöflur á 35 kr/kg. Út frá þeim
forsendum var síðan heildarinn-
flutningsrndin reiknuð upp á
hundrað milljóna. Þegar síðan
kom að því að kartöflur vora
fluttar inn, þá kostuðu þær ekki
35 kr/kg. heldur milli 80 og 90
kr/kg. Reyndar flutti Hagkaup
inn ársgamlar kartöflur, sem
vora heldur ódýrari, en alls ekki
sambærileg vara. Engu að síður
lætur prófessorinn úr Háskólan-
um eins og allar hans fullyrðingar
séu heilagur sannleikur, þótt þær
hafi verið marghraktar.
Svona vinnubrögð era náttúr-
lega óþolandi, og það er deginum
ljósara að ef að umræður um
framtíð landbúnaðar á íslandi
eiga að grandvallast á slíkum
vinnubrögðum, næst ekki um
hana neinn friður.
Ef óhagræði af innflutnings-
banninu er ekki fyrir hendi, þarf
íslenskur landbúnaður þá að ótt-
ast erlenda samkeppni?
Þegar spurt er hvort íslenskur
landbúnaður standist eða stand-
ist ekki erlenda samkeppni, þá
skiptir meginmáli hvað átt er við
með orðinu samkeppni. Óheft
samkeppni við heimsmarkaðs-
verð sem er yfirleitt undir raun-
virði vegna útflutningsbóta og
undirboða stenst ekki nokkur
landbúnaður í hinum vestræna
heimi. Til sæmis er EB mjög var-
ið gegn undirboðum erlendis frá.
Það er talið svo mikilvægt að vera
sjálfum sér nógur um helstu teg-
undir matvæla, út frá öryggis- og
heilnæmissjónarmiðum, að eðli-
legt sé að kosta nokkra til. Einnig
hefur landbúnaðurinn verið ein
mikilvæg forsenda þess að við-
halda og framfylgja þeirri byggð-
astefnu, sem stjórnvöld hafa
markað.
Einnig má gefa því gaum, þeg-
ar rætt er um samkeppni við er-
lendar vörur, að íslenskar land-
búnaðarafurðir eru framleiddar
með mjög hörðum skilyrðum
varðandi eiturefna- og lyfjanotk-
un. Þessar reglur era mjög mis-
munandi eftir löndum, og það
þekkist, eins og t.d. í Hollandi og
Bandaríkjunum, að talið sé eðli-
legt að ná niður vöruverði með
öllum tiltækum ráðum, og era öll
meðöl leyfileg í því sambandi. Ég
ræddi sl. haust við þýskan bónda,
sem situr í stjórn bændasamtaka
EB. Hann sagði að almenningur í
Evrópu væri farinn að líta á hol-
lensk matvæli sem annars flokks
vöru, vegna þeirra aðferða sem
notaðar era við framleiðsluna. í
viðbót er fiskur, sem veiddur er
undan ströndum Hollands,
flokkaður sem lakari vara vegna
þeirrar mengunar sem er í sjón-
um undan ströndum Hollands.
Telur þú að það hafi verið rétt
ráðstöfun að banna framsal eða
sölu á fullvirðisrétti milli bænda?
Þegar rætt er um á hvem hátt
eigi að fara með fullvirðisrétt og
yfirfærslu hans milli fram-
leiðenda, til að óhjákvæmileg
þróun geti átt sér stað innan land-
búnaðarins, þá skiptir miklu máli
hvort fullyrðisrétturinn er lík-
legur til að standa um lengri eða
skemmri tíma. Það er óeðlilegt
að hann gangi kaupum og sölum
þegar tilvist hans hefur einungis
verið ákveðin til tiltölulega
skamms tíma. Á sama hátt er
óeðlilegt að sala fullvirðisréttar
geti orðið á þann hátt að hann
þróist andstætt því sem talið er
eðlileg þróun innan landbúnað-
arins t.d. með staðsetningu
vinnslustöðva og markaða í huga.
Fullvirðisréttur er nú leigður
milli manna samkvæmt ákveðnu
viðmiðunarverði, þannig að tölu-
verð hreyfing er á honum milli
bænda.
Telur þú að núgildandi kerfi í
verðlagningu búvara stuðli að
nauðsynlegri hagræðingu í
greininni, þannig að sem hag-
kvæmust nýting landkosta náist
fram á hverjum stað miðað við
landgæði, nálægð við markað
o.s.frv.?
Það má vafalaust um það deila
hvort það verðlagningarkerfi sem
notað er við verðlagningu land-
búnaðarafurða stuðli að
nauðsynlegri hagræðingu í
greininni. Þegar farið er í viðbót
við hagræðinguna að tala um ná-
lægð við markað og nýtingu land-
kosta, þá er málið orðið miklu
flóknara en svo, að auðvelt sé að
ná því fram með verðlagningu
einni saman. Á hinn bóginn verð-
ur að gæta að því að verðlagning-
in er í sjálfu sér samningur, þar
sem framleiðendur og neytendur
semja um ákveðinn grandvöll til
að byggja verðútreikninga á.
Tekið er mið af þróun fyrri ára
við gerð þessa módels, þannig að
tryggt á að vera að sú hagræðing
og hagkvæmniaukning sem á sér
stað skili sér til neytenda. T.d.
má nefna að á sl. hausti lækkaði
kjarnfóðurliður í mjólkurgrund-
velli um 20% og í sauðfjárgrand-
velli um 15% á grandvelli nýrra
upplýsinga sem gáfu til kynna
minni aðfanganotkun.
Ég er á þeirri skoðun að ór-
aunhæft sé að ætlast til þess að
verðlagningin ein og sér geti náð
fram þeim markmiðum sem
minnst var á, ekki síst með tilliti
til þeirra mörgu skilyrða sem
landbúnaðaðinum era sett, svo
sem byggðastefna, öryggissjón-
armið, umhverfissjónarmið o.fl.
Að ná fram slíkum markmiðum
er hlutverk þeirrar landbúnaðar-
stefnu sem mörkuð er á hverjum
tíma, þar sem hægt er að beita allt
öðram og markvissari aðferðum
en verðlagningunni til að ná sett-
um markmiðum.
Telur þú að það sé hægt eða
æskilegt að fækka óhagkvæmum
býlum og smábýlum og stækka
önnur og nota hugsanlegar tekjur
af innflutningstollum búvara til
þess að gera uppgjafarbændum
kleift að hætta búskap án efna-
hagslegs tjóns?
Því hefur verið haldið fram af
talsmönnum innflutningsaflanna
að með því að flytja inn ódýrar
vörur erlendis frá, tolla þær hæfi-
lega þannig að þær væru ennþá
ódýrari en íslenskar afurðir, þá
mætti ná í fjármagn til að örva
ákveðna þróun í landbúnaði. í
þessum hugmyndum felst grand-
vallar þversögn. Ef flutt væri inn
ódýrt svínakjöt og kjúklingar, og
skattlagðir eilítið, þá myndi inn-
flutta kjötið ryðja því innlenda út
af markaðnum. Það hefði í för
með sér birgðasöfnun á innlendri
kjötframleiðslu og ný og stærri
vandamál, þótt búið væri að
kaupa einhverja út. Þannig væri
kominn af stað vítahringur sem
ekki væri hægt að komast út úr
nema með sprengingu.
Það er gallinn á þessari inn-
flutningsumræðu allri að menn
virðast sjaldnast hugsa hana til
enda, eða eru alltaf að velta tekj-
uhliðinni fyrir sér. Nema því að-
eins að menn telji það nálgast allt
að því mannréttindabrot að vera
búsettur annarsstaðar en á
Reykjavíkursvæðinu, eins og íað
hefur verið að í blaðagreinum.
Því er einnig hægt að velta fyrir
sér, hvort það sé einhlítt að hafa
stækkun búa að markmiði. Bú
eru hér mjög misjöfn að stærð og
mikill mismunur milli búgreina. I
mjólkurframleiðslunni hefur
langstærstur hluti bænda bú-
skapinn að aðalatvinnu, en þver-
öfugt í sauðfj árræktinni, þar er
hlutastarf við búskapinn mjög al-
gengt. Ég sé ekki að það sé á
nokkurn hátt af hinu slæma að
fólk afli sér tekna til hliðar við
búskapinn, ef það vill og hefur
möguleika á. Því er það ekkert
einhlítt markmið að stefna að
stækkun búa í sjálfu sér, enda
þótt að það geti víða verið hag-
kvæmur valkostur. Samrekstur
bænda á ýmsum véiabúnaði þyrf ti
að vera miklu meiri en hann er í
dag, þannig að nýtingu hans
mætti gera miklu hagkvæmari.
Landbúnaðurinn verður að fá
tækifæri til að þróast með ákveð-
in langtímamarkmið í huga svo
sem aukna hagkvæmni, bætta
landnýtingu og markvissa
byggðastefnu. Desperat aðgerðir
óþolinmóðra og skammsýnna
stjórnmálamanna era ekki það
sem þarf til að ná árangri.
4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 2. febrúar 1990