Þjóðviljinn - 02.02.1990, Side 5
FÖSTUDÁGSFRÉTim
"B—,—i“H s7 : “ t m ‘
Sjónvarpið
Ofsögumsagt
um andlát
Þjóðviljans
Ingimar Ingimarssonfer
með ósannindi ífrétta-
tíma sjónvarpsins
Ingimar Ingimarsson frétta-
maður flutti sérkennilega frétt í
kvöldfréttum sjónvarpsins í gær-
kvöld um erfiða stöðu Blaða-
prents. Var þar ofsögum sagt af
erfiðri skuldastöðu fyrirtækisins
auk þess sem rangt var farið með
eigendur þess: sagði Ingimar að
það væru Alþýðuflokkur, Al-
þýðubandalag og Framsóknar-
flokkur, en Blaðaprent er í eigu
þriggja dagblaða: Alþýðublaðs-
ins, Þjóðviljans og Tímans. í lok-
in þótti fréttamanni við hæfi að
taka það sérstaklega fram, að
Þjóðviljinn seldist mjög illa þessa
dagana og að dagar hans væru
senn taldir, án þess að minnast á
stöðu hinna blaðanna. Stað-
reyndin er hins vegar sú að Þjóð-
viljinn er nú í sókn og bætti við sig
800 nýjum áskrifendum í áskrift-
arátaki í nóvember síðastliðnum.
Af þessum þrem blöðum hefur
Þjóðviljinn lang mesta útbreiðslu
á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Fréttamennska af þessu tagi
flokkast undir gróusögur og
illmælgi og ætti ekki að vera ríkis-
fjölmiðli samboðin.
-ólg
Skipadeild
Flutningar
aldrei meirí
Rekstrartekjur námu
rúmum 2,8 miljörð-
um króna á árinu
1989. Raunhœkkun
um tœp 10%
Flutningar Skipadeildar Sam-
bandsins hafa aldrei verið meiri í
sögu deildarinnar en á síðasta ári
en þá fluttu skip hennar samtals
542 þúsund tonn. Rekstrartekjur
námu rúmum 2,8 miljörðum
króna sem er 32% aukning frá
árinu 1988. Miðað við byggingar-
vísitölu nemur raunhækkunin
tæpum 10%.
Aukning varð í öllum vöru-
flutningum Skipadeildarinnar að
undanteknum olíuflutningum
innanlands. Heildaraukningin
nemur rúmum 6% miðað við árið
á undan en séu olíuflutningar
undanskildir er aukningin tæp
19%. Innflutningur jókst um2%,
útflutningur um 29%, eigin
strandflutningur um 47%, flutn-
ingar erlendis um 22% en sam-
dráttur í olíudreifingu innanlands
nam tæpum 10%. Þá varð 20%
aukning á flutningum gáma um
vöruafgreiðslu Skipadeildarinnar
við Holtabakka.
í árslok 1989 voru 9 skip í
rekstri Skipadeildar Sambands-
ins. Fjögur þeirra eru í eigu þess,
þrjú á þurrleigu með íslenskar
áhafnir og tvö á tímaleigu með
erlendar áhafnir.
-grh
Sameiginlega framboðið
ABR á næsta leik
Framsóktífög Kvennaframboðið œtla að bjóðafram í eigin nafni.
Birtingarmepm vilja reyna áfram. ABRfundar um málið á þriðjudag
Alþýðubandalagið í Reykjavík
tekur afstöðu til þess á þriðju-
dag hvort flokkurinn býður fram
eigin lista í borgarstjórnarkosn-
ingunum f vor, eða hvort reynt
verður til þrautar að ná
samkomulagi við Alþýðuflokkinn
og óháða kjósendur um sameigin-
legt framboð.
Framsóknarflokkurinn og
Kvennaframboðið hafa hafnað
öllum hugmyndum um sameigin-
legt framboð minnihlutaflokk-
anna í borgarstjóm Reykjavíkur
og óháðra kjósenda. Sú niður-
staða fékkst á fundi sem fulltrúar
minnihlutaflokkanna og fulltrúar
Birtingar héldu með sér í fyrra-
kvöld.
Stefanía Traustadóttir, for-
maður Alþýðubandalagsins í
Reykjavík, sagði í samtali við
Þjóðviljann að hún gæti ekki séð
fyrir sér hvor kosturinn yrði ofan
á, sérframboð eða sameiginlegt.
„Ég mundi persónulega hvetja
íss að ABR byði fram G-
igjer ekki tilbúin að vinna
þeim forsendum sem
ðuflokkurinn setur sem skil-
WOg það hefur sýnt sig í við-
mn að þeim verður ekkert
<íð,“ sagði Stefanía. -
Þassi skilyrði Alþýðuflokksins
eru m.a að fram fari opið próf-
kjjan meðal allra kosningabœrra
manna í.Reykjavík, og að minni-
hlfftaflofekarnir leggi sjátfa sig í
rapn niður á kjörtímabilinu.
Arthur Morthens hjá ABR
sa^ðftt vera þeirrar skoðunar að
sá* möguleiki væri fyllilega fyrir
handi að Alþýðubandalagið, Al-
þýðuflokkurinn og óháðir kjós-
endur byðu sameiginlega fram.
Ef það ætti að verða að veruleika,
yrðu flokkarnir hins vegar að slá
af kröfum sínum.
Kjartan Valgarðsson hjá Birt-
ingu sagði að félagið hefði ekki
gefist upp á hugmyndinni um
sameiginlegt framboð. „Birting
bíður eftir afstöðu ABR í þessu
máli. Við munum taka afstöðu
eftir að niðurstaða ABR liggur
fyrir,“ sagði Kjartan.
Sigríður Dúna Kristmunds-
dóttir frá Kvennalistanum sagði
engan grundvöll vera fyrir sam-
eiginlegu framboði minnihlutafl-
okkanna, enn væru sömu kvenn-
apólitísku forsendurnar fyrir sér-
lista Kvennaframboðsins og þeg-
ar til þess var stofnað.
„Fyrst forsendurnar hafa ekki
breyst á síðastliðnum átta árum á
ég ekki von á því að það gerist á
þeim fáu vikum sem eru til kosn-
inga,“ sagði hún.
Sigríður Dúna sagði að ekkert
benti til þess að sameiginlegt
framboð minnihlutaflokkanna
myndi hnekkja veldi Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík. Rödd
Kvennaframboðsins hefði meira
vægi eins og hún hljómar í dag en
Sjoppurnar eru oft í nágrenni skóla og í mörgum tilfellum hefur sjoppufæði komið í stað vandaðra
heimilismáltíða að degi til hjá skólakrökkum. Mynd Kristinn.
Tannverndardagurinn 1990
11 tonn af sælgæti á dag
Sífellt nart skemmir tennur
Reikna má með að neysla ís-
lendinga á sælgæti sé rúm
4.000 tonn á ári eða meira en 11
tonn á dag, sem samsvarar rúm-
um 17 kg á mann á ári eða 1,5 kg á
mann á hverjum mánuði.
í dag, föstudaginn 2. febrúar,
er Tannverndardagur 1990 og að
þessu sinni mun Tannverndarráð
leggja aðaláhersluna á umfjöllun
um matarvenjur íslendinga. Ein-
kunnarorð dagsins eru „Sífellt
Andri BA
Boðið upp á sandkola
Bandarísk stjórnvöld hafa veitt
íslenska úthafsútgerðarfé-
laginu heimild til að hefja vinnslu
á sandkola um leið og tilskilin
gjöld hafa verið grcidd. Heimild-
in var veitt eftir að erindi þess
efnis var lagt fram á fundi ís-
lenskra og bandarískra embættis-
manna í Washington á flmmtu-
dag. Beiðni útgerðarfélagsins um
þorskvinnsluleyfí til handa Andra
BA, í samvinnu við handarískt út-
gerðarfélag, var hins vegar hafn-
að á sama fundi.
í fréttatilkynningu frá utan-
ríkisráðuneytinu segir að á þessu
ári sé 163 þúsund tonna kvóta af
sandkola úthlutað til samstarfs-
verkefna. Að mati bandaríska
viðskiptaráðuneytisins mun það
magn duga erlendum vinnslu-
skipum fram á mitt ár. Um þessar
mundir stunda skip frá Pólandi,
Kóreu, Sovétríkjunum og Kín-
verska alþýðulýðveldinu vinnslu
á sandkola undan ströndum
Bandaríkjanna.
Á fundinum á fimmtudag var
gefið í skyn að við óbreyttar að-
stæður yrði ekki úthlutað þorsk-
kvóta til vinnslu erlendra fyrir-
tækja í samvinnu við bandarísk
fyrirtæki síðar á þessu ári.
-gb
í óraunhæfu samkrulli með öðr-
um flokkum. . _gb
nart skemmir tennur“.
Fræðsluefni hefur verið sent í
skóla og þeim tilmælum er beint
til skólastjóra, kennara og heilsu-
gæslufólks að í dag á tannvernd-
ardaginn, eða einhvern annan
dag sem betur hentar, verði fjall-
að um tannvernd í skólum.
Aðstoðarfólk tannlækna mun
veita upplýsingar og leiðbeina
fólki um tannvernd m.a. í stór-
mörkuðum í Reykjavík í dag og á
morgun. Þá hafa tannlæknar á
Akureyri og Sauðárkróki skipu-
lagt fræðslu.
Hér á landi mun vera ein
sjoppa fyrir hverja 300-400 íbúa
og sums staðar er sjoppa fyrir
hverja 150-200 íbúa. Til saman-
burðar má geta þess að í Helsinki
eru um 500 sjoppur, sem sam-
svarar einni sjoppu fyrir hverja
1200 íbúa. Þá má geta þess að
íslendingar drekka þrisvar sinn-
um meira magn af gosdrykkjum
heldur en Svíar eða sem svarar
einni og hálfri dós á mann á dag
og þá eru ekki taldir með ávaxta-
drykkir, en þeir eru all misjafnir
að gæðum.
-Sáf
Föstudagur 2. febrúar 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5
Loðna
Veiði um
miðjan dag
Ágætis veiði útaf
Eystrahorni
Agætis veiði var á loðnumiðun-
um út af Eystrahorni í fyrradag
en þá fengu 9 bátar alls 7.620
tonn. Um miðjan dag í gær höfðu
6 bátar tilkynnt um samtals 5.190
tonn og trúlega hafa einhver skip
fengið afla eftir það.
Að sögn Ástráðar Ingvars-
sonar er þetta í fyrsta skipti á
vertíðinni sem veiði hefur verið
um miðjan dag stafar það af því
að loðnugöngurnar eru komnar
inn á grunnslóð. Þegar göngurnar
voru fyrir Norðurlandi og djúpt
út af Austfjörðum stakk loðnan
sér aftur á móti niður í hafdjúpin
þegar byrjaði að birta og varð
ekki veiðanleg að nýju fyrr en
dimma tók.
Búast má við frekari veiði í dag
ef veður verður skaplegt og enn-
fremur er gert ráð fyrir fleiri
skipum á miðin en þau hafa verið
fá það sem af er vikunnar. Það
helgast af því að áhafnir margra
skipanna tóku helgarfrí um síð-
ustu helgi og hafa síðan verið að
tínast á miðin hvert á fætur öðru.
-grh
Kjarasamningar
Bankamenn að
samningaborðinu
Bankamenn og viðsemjendur
þeirra mættu til fyrsta samninga-
fundar um kaup og kjör í gær-
morgun. Á fundinum var farið
yfir kröfugerð bankamanna og
samninganefndunum var síðan
skipt upp í vinnuhópa til að fara
yflr einstök mál.
Kröfur bankamanna hljóða
m.a. upp á tíu prósent launa-
hækkun við upphaf samnings,
sem er mun hærra en aðrir launa-
hópar eru að semja um núna.
Enda voru kröfurnar mótaðar
áður en núlllausnin svonefnda
kom fram, að sögn Yngva Arnar
Kristinssonar, formanns sam-
bands bankamanna. „En við
erum ekki ónæmir fyrir því sem
er að gerast í kringum okkur,“
sagði Yngvi.
Bankamenn munu leggja
áherslu á ýmsar sérkröfur sem
þeir telja mikilvægar. Þar á með-
al eru launakerfisbreytingar sem
miða að því að rétta launakerfið
af vegna launaskriðs á árunum
1987 og 1988.
Vinnuhópamir tóku til starfa
strax að afloknum samninga-
fundinum í gær og halda áfram
vinnu sinni í dag. Næsti samn-
ingafundur verður síðan haldinn
einhvem næstu daga.
-gb