Þjóðviljinn - 02.02.1990, Page 7

Þjóðviljinn - 02.02.1990, Page 7
Herveldi á hverfanda hveli Tillögur Bandaríkjaforseta umfœkkun í herliði Bandaríkjamanna á erlendri grund bera vitni um samdrátt í herveldi Bandaríkjanna í kjölfar hnignunar sovéska heimsveldisins Herstöðvar Bandaríkjamanna erlendis hafa ekki aðeins gegnt því hlutverki að vera mótvægi við hemaðarstyrk Sovétmanna. Þær hafa líka tryggt hagsmuni Banda- ríkjamanna og auðveldað þeim að hafa áhrif á þróun mála út um allan heim. Eftir heimsstyrjöldina síðari beittu Bandaríkjamenn hernað- arstyrk sínum og efnahagsveldi til að koma fram sem lögregla heimsins. Sovétmenn reyndu líka í samkeppni við Bandaríkjamenn að breiða út áhrif sínu heims- homanna milli. Bæði Bandaríkjamenn og So- vétmenn réttlættu íhlutun sína oft og einatt með því að þeir væru að forða viðkomandi frá hinu risa- veldinu. Bandaríkjamenn studdu jafnvel hina verstu einræðisherra undir því yfirskini að þeir væru að bjarga þjóðum þeirra undan harðstjórn kommúnismans og Sovétmenn þóttust vera að rétta vanmegna þriðjaheimsríkjum hjálparhönd í baráttunni gegn heimsauð valdinu. Nú þegar Sovétmenn hafa gef- ist upp á þessum leik koma Bandaríkjamenn til með að lenda í vandræðum með að réttlæta að hafa fjölmennan her í útlöndum. Á sama tíma fer efnahagsveldi Bandaríkjanna hnignandi sem birtist meðal annars í halla á utanríkisverslun og á ríkisfjár- lögum sem hafa gert Bandaríkja- Viðfarögð við nkMskwttnum Viðbrögð við tillögum Banda- ríkjaforseta um fækkun í Evrópu- herjum risaveldanna og lokun nokkurra bandarískra herstöðva í Evrópu og Asíu hafa yfirleitt verið jákvæð. Stjórnmálamenn bæði í Evr- ópu og Bandaríkjunum höfðu krafist þess að Bandaríkjastjórn sýndi samningsvilja í afvopnun- arviðræðum við Sovétmenn í ljósi þeirra breytinga sem orðið hafa í Austur-Evrópu. Bent hefur verð á að ef Banda- ríkjamenn komi ekki til móts við Sovétmenn þá kunni staða Gor- batsjovs að veikjast heimafyrir. Hann hefur beitt sér fyrir afvopnunar- og slökunarstefnu Sovétmanna í andstöðu við so- véska harðlínumenn sem telja slíkt veikleikamerki. Ef Banda- ríkjamenn drægju ekkert úr eigin vigbúnaði myndu harðlínumenn í Sovétríkjunum knýja fram stefn- ubreytingu og vígbúnaðarkapp- hlaupið hefjast á ný. Með tilllögum sínum kemur Bush til móts við Sovétmenn sem gefur Gorbatsjov kærkomið tæk- ifæri til að sýna gagnrýnendum sínum heima fyrir að afvopnunar- stefna hans hefur borið árangur. í Bandaríkjunum í Bandaríkjunum hafa löngum verið sterk öfl, sérstaklega innan Demokrataflokksins, sem viija draga stórlega úr vígbúnaði Bandaríkjamanna og hernaðar- umsvifum þeirra erlendis. Um- bótaviðleitni Gorbatsjovs Sovét- leiðtoga og fall kommúnista- stjórna í Austur-Evrópu hefur gefið þessum öflum byr undir báða vængi. Jafnvel þótt tillögum Bush hafi almennt verið vel tekið í Banda- ríkjunum vilja margir áhrifa- menn þar ganga mun lengra í nið- urskurði til hermála. Leiðtogar demokrata létu í ljós sár vonbrigði þegar Bush birti fjármálafrumvarp stjórnarinnar þar sem aðeins er gert ráð fyrir óverulegum niðurskurði til her- mála. Þeir segja að nú eigi að nota tækifærið og beina fjár- magni frá hermálum til velferðar- mála. Þess í stað ætlar Bush að veita auknu fé til kjamorkuvíg- búnaðar í staðinn fyrir það sem sparast við að leggja niður her- stöðvar og fækka hermönnum. Jim Sasser demókrati, sem er formaður fjármálanefndar öld- ungadeildarinnar, sakaði Bush um kaldastríðsstefnú þegar for- setinn lagði fjárlagafmmvarp sitt fram. Búist er við að frumvarpið taki miklum breytingum í meðförum AÐ UTAN menn að skuldugustu þjóð heims. Þótt Bandaríkin séu enn öflugasta iðnríki heims hefur þeim ekki tekist að snúa þessari þróun við. í Bandaríkjunum gerast þeir æ háværari sem krefjast þess að efnahagsvandinn verði leystur með stórfelldum niðurskurði til hermáia. Ákvörðun Bush Bandaríkja- forseta að fallast á fækkun í bandaríska herliðinu í Evrópu gegn því að Sovétmenn dragi her sinn til baka er merki um hnign- andi herveldi Bandaríkjamanna samhliða minnkandi spennu í heiminum. Sama er að segja um fækkun í Asíuher Bandaríkja- manna. Á hinn bóginn sýnir áhersla Bush á aukinn kjarnorkuvígbún- að og tregða hans til að ræða af- vopnun í höfunum á, að sterk öfl innan Bandaríkjanna berjast gegn hemaðarhnignun þeirra. þingsins og að demokratar knýi fram stóraukinn niðurskurð til hermála. Sumir fréttaskýrendur telja að það sé einmitt ein helsta ástæðan fyrir því að Bush leggi ekki til meiri samdrátt í hermál- um en raun ber vitni. Hann geri sér grein fyrir að það verði að gera málamiðlun við demokrata og hafi því áætlað ríflega í þennan útgjaldalið. í Sovétríkjunum Sovéskir embættismenn hafa látið í ljós ánægju yfir tillögum Bush um gagnkvæma fækkun í Evrópuherjum. Gennady Gera- simov talsmaður sovéska utan- ríkisráðuneytisins kallar þær1 skref í rétta átt. Sovétmenn hafa hins vegar ráðist á tillögur hans um að auka útgjöld til kjarnorku- vígbúnaðar og geimvama. Sovétmenn hafa að undan- förnu kallað fjölda hermanna burt frá Austur-Evrópu og frek- ari fækkun í Austur- Evrópuherjum þeirra var fyrir- sjáanleg jafnvel þótt Bandaríkja- menn hefðu ekki fallist á að fækka í herliði sínu í Evrópu. Nýjar stjórnir í ríkjum Austur- Evrópu hafa sett fram kröfur um brottflutning sovésks herliðs. So- vétmenn hafa nú þegar fallist á að kalla allan her sinn burt frá Ung- verjalandi og samningaviðræður standa yfir um brottflutning herja þeirra í Tékkóslóvakíu. Sovétmenn segjast stefna að því að hafa enga hermenn á er- lendri grund í náinni framtíð. Þeir koma til með að leggja hart að Bandaríkjamönnum að fylgja fordæmi þeirra svo að engir er- lendir hermenn verði í Evrópu um aldamótin. Evrópa Bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu almennt lýst yfir stuðn- ingi við tillögur Bush. Manfred Wörner aðalritari Atlantshafs- bandalagsins segir að tillögurnar njóti víðtæks stuðnings í banda- laginu. Utanríkisráðherrar Atlants- hafsbandalagsins verða að sam- þykkja tillögumar formlega áður en þær verða lagðar fram í af- vopnunarviðræðunum í Vín. Ríkisstjórnir Vestur-Evrópu hafa verið undir miklum þrýstingi að undanförnu að sýna árangur í afvopnunarmálum nú þegar jámtjaldið milli Austur- og Vestur-Evrópu hefur rofnað. Ánægja hægrisinnaðra stjórn- málamanna með slökun í sam- Bandarískur hermaður sýnir þýskum börnum vopn sín á heræfingu fyrir skömmu. Tillögur Bandaríkjaforseta Nýjar afvopnunartillögur Bush Bandaríkjaforseta fela í sér að bæði Sovétmenn og Bandaríkja- menn skeri niður herafla sinn í Evrópu þannig að hvorir um sig hafi 195.000 hermenn í Mið- Evrópu. Bush kynnti tillögumar fyrst fyrir Gorbatsjov Sovétleiðtoga með símtali á miðvikudag og skýrði svo frá þeim í stefnuræðu sinni í fyrrakvöld. Sovétmenn hafa nú 565.000 - 570.000 hermenn í Evrópu utan Sovétríkjanna og Bandaríkja- menn hafa 305.000 hermenn í allri Evrópu, þar af 255.000 - 260.000 í Mið-Evrópu. Samkvæmt tillögum Banda- ríkjaforseta er gert ráð fyrir að Bandaríkjamenn hafi um 30.000 manna herlið í Bretlandi, Ítalíu og Tyrklandi auk 195.000 í Mið- Evrópu. Heildarherafli Banda- ríkjamanna í Evrópu yrði því 225.000 eftir fækkunina. Þetta er nokkuð meiri niður- skurður en samkvæmt fyrri til- lögum Bush frá því í maí þegar hann lagði til að Bandaríkjamenn og Sovétmenn hefðu hvorir 275.000 manna herafla í Evrópu. Bandarísk stjórnvöld segjast mótfallin enn meiri fækkun í Evr- ópuher Bandaríkjanna þótt So- vétmenn kunni að draga enn frekar úr herafla sínum þar. Bush sagði í stefnuræðu sinni að hann væri sammála bandamönnum Bandaríkjanna í Atlantshafs- bandalaginu að nauðsynlegt væri að hafa bandarískan her í Evrópu og það byggðist ekki eingöngu á veru sovéska hersins í Austur- Evrópu. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi Bandaríkjastjórnar verður fækk- un í herafla þeirra í Evrópu með- al annars fólgin í að leggja niður níu bandarískar herstöðvar í Evr- ópu. Þrjár þeirra eru í Bretlandi, tvær í Tyrklandi, tvær í Grikk- landi, ein á ftaiíu og ein í Vestur- Þýskalandi. Samkvæmt frumvarpinu á líka að leggja niður fjórar stöðvar í Asíu. Útgjöld til kjarnorkuvíg- búnaðar verða hins vegar aukin til að vega upp á móti samdrætti í hefðbundnum herafla. skiptum risaveldanna og fækkun í Evrópuherjum þeirra er samt nokkuð blandin. Stefna þeirra á liðnum árum hefur að miklu leyti byggst á hræðsluáróðri um ógn- ina úr austri. Þeir hafa lagt mikla áherslu á mikilvægi veru bandarísks herliðs í Evrópu og beitt sér fyrir hernað- aruppbyggingu til að sporna við herveldi Sovétríkjanna. Hægri- menn hafa fælt kjósendur frá því að greiða jafnaðarmönnum og öðrum vinstriflokkum atkvæði á þeirri forsendu að þeir vilji veikja landvamir. Nú gilda þessi rök ekki lengur. Ýmislegt bendir til að kjósend- ur í að minnsta kosti Vestur- Þýskalandi og Bretlandi séu að sveiflast til fylgis við jafnaðar- menn. Þetta sést meðal annars á nýafstöðnum fylkiskosningum í Saarlandi þar sem vestur-þýskir jafnaðarmenn unnu stórsigur. Skoðanakannanir í Bretlandi sýna líka mikla fylgisaukningu Verkamannaflokksins á kostnað íhaldsmanna. RAGNAR BALDURSSON Ákvörðun Bandaríkjamanna um að leggja niður þrjár her- stöðvar í Bretlandi kemur íhalds- mönnum þar sérstaklega illa. Þeir hafa alltaf haldið því fram að stöðvarnar séu bráðnauðsynlegar fyrir varnir Bretlands og barist hatrammlega gegn kröfum stjórnarandstæðinga um að þær verði lagðar niður. Margrét Thatcher forsætisráð- herra Bretlands leggur ríka áherslu á að vestrænar þjóðir megi ekki slaka á vígbúnaði sín- um þrátt fyrir umbætur í Austur- Evrópu. Bandaríkjastjórn sá sig því nauðbeygða til að fullvissa bresku stjórnina um að engin frekari fækkun bandarískra her- manna væri fyrirhuguð í Bret- landi. í Asíu Stjórnmálamenn í Asíu hafa almennt túlkað áætlun Banda- ríkjaforseta um að fækka her- stöðvum í Asíu sem svo að það sé skref í áttina til að allt bandarískt herlið hverfi að lokum burt frá Asíu. Bandarískar herstöðvar í Asíu eru ekki nema að hluta til mót- vægis við sövéskan hemaðarstyrk þar. Eina hernaðaraðstaða So- vétmanna í Asíu utan eigin ríkis er í flotamiðstöðinni í Cam Ranh flóa í Víetnam. Að undanfömu hafa þeir dregið mjög úr flota- styrk sínum þar og hann almennt ekki talinn ógna öryggi í álfunni. Fjölmennur her Bandaríkja- manna í Suður-Kóreu er þar til mótvægis við hernaðarstyrk Norður-Kóreumanna en ekki So- vétmanna. Bandaríkjamenn hafa herstöðvar á Filippseyjum fyrst og fremst vegna náinna sögulegra tengsla Filippseyinga við Banda- ríkin og herstöðvarnar í Japan eru tilkomnar vegna sigurs Bandaríkjamanna yfir Japönum í heimstyrjöldinni síðari og varn- arsáttmála sem þeir gerðu síðar við Japana. Bandaríska herliðið í Asíu er nú fyrst og fremst talið gegna því hlutverki að viðhalda valda- jafnvægi í álfunni. Stjómmála- leiðtogar í Suðaustur-Asíu og Suður-Asíu hafa látið í ljós ótta við aukinn hernaðarmátt Japana sem verði aftur öflugasta herveldi Asíu ef Bandaríkjaher hverfi á brott. Ragnar Baldursson Föstudagur 2. febrúar 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.