Þjóðviljinn - 02.02.1990, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 02.02.1990, Qupperneq 9
Aurora 3 Samsýning 20 ungra norrænna listamanna opnuð í Norræna húsinu á laugardaginn Alltaf kemLirbeturog beturí Ijós, hvílíkan ávinning við (slend- ingar höfum af norrænu sam- starfi á sviði menningarmála og þá sérstaklega á sviði myndlist- ar. Þærfjölmörgu norrænu sýn- ingar sem hingað hafa borist á síðustu árum, hafa komið ís- lenskri myndlist í tengsl við um- heiminn með nýjum hætti. Nú hefur Norræna listamiðstöðin í Sveaborg í Finnlandi sent okkur merkilegafarandsýningu með verkum 20 ungra myndlistar- mannafrá Norðurlöndunum fimm. Sýningunnierætlað að gefa mynd af þeim straumum sem eru áberandi meðal ungra listamanna nú um stundir. í formálsorðum í sýningarskrá bendir Maaretta Jaukkuri rétti- lega á að hér á Norðurlöndum hafi menn gjarnan hneigst til þess að líta á listamenn í rómantísku ljósi. Að listamaðurinn sé eins konar miðill, er miðli ákveðinni hugljómun og sýn á veruleikann, án þess að kanna rökrænar for- sendur sköpunarstarfsins. Þessi rómantísku viðhorf hafa hins vegar verið á undanhaldi hjá yngri kynslóð listamanna, segir Maaretta, þar sem menn hafa meira gripið til húmors og íroníu eða sögulegs og vistfræðilegs sjónarhorns á veruleikann. Jafn- framt bendir Maaretta á að það sem nú er að gerast í myndlistinni sé eins konar niðurstaða þess sem áður var komið og spanni allan skalann frá abstraktlist til raun- sæis, þar sem áberandi séu vanga- veltur um forsendur myndlistar- innar sem slíkrar og þá lista- mannsins um leið. Þeir tuttugu norrænu lista- Kamelklettur og vinur minn listin, málverk eftir dönsku listakonuna Lillian Polack. Ljósm. Jim Smart. menn sem taka þátt í sýningunni voru valdir af fimm listfræðingum frá öllum Norðurlöndunum fimm ásamt með Maarettu Jaukkuri og fulltrúum Listamiðstöðvarinnar. íslensku listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru Georg Guðni, Guðrún Hrönn Ragnars- dóttir, Kristinn G. Harðarson og Svava Björnsdóttir. Sýningin var upphaflega sett upp í Sveaborg og Atheneum í Helsinki, en sýn- ingin í Norræna húsinu er smækk- uð útgáfa sem Ólafur Kvaran hef- ur valið. Sýningin í Norræna húsinu verður opnuð kl. 15 á laugardag og verður opin daglega kl. 14-19 til 11. mars. -ólg Föstudagur 2. febrúar 1990 . NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.