Þjóðviljinn - 02.02.1990, Page 15
Ég elska þig
- segir höndin með fálmandi
fingur
og strýkur þétt um ávala
hryssulend
í þröngum kjól. -
Guð, hvað þú ert viðbjóðslegur
- segir höndin granna með
neglurnar dimmfjólubláu
og hringir kristaltœrum
ísmolum í hálfu glasi
með gegnumstungnu
kirsuberi. -
Hinn besti
heimur
- Er þetta þá kaldhœðin bók?
„Nei, það held ég ekki, en mér
hefur verið sagt að það sé svolítil
svartsýni í henni. Draumurinn sé
allur á burt. Ég held að það sé
kannski rétt en mér finnst það
ekki endilega þurfa að þýða böl-
sýni.“
- Fyrsta Ijóðið er eins og árás:
„Með hamslausa grceðgi að
leiðarljósi t og tryggðir með heil-
agri einfeldni / aka þeir upp og
niður malbikaða kúluna ..."
„Ég er að yrkja um umferðina
á hraðbrautunum og hún er
svona! Dásamlegasta fólk getur
orðið snarvitlaust þegar það er
sest undir stýri og komið út á veg.
Það er auðvitað mitt val að byrja
bókina á þessu ljóði og slá ákveð-
inn tón með því, en ég er einn af
þessu fólki. Við erum frek og ár-
ásargjörn og guð má vita hvað, en
við eigum okkur, eins og stendur
seinna í þessu sama kvæði, þrátt
fyrir allt draum um annað en
þessa hamslausu græðgi.
Okkur dreymir öll um yfir-
skyggðan stað, í skjóli fyrir út-
blæstri bílanna. Og það er þang-
að sem við leitum - inn í okkur.
Að því leyti er þessi bók ekki
hugsuð sem konkret ferð á ein-
hvern stað, þetta er líka ferð inn í
sjálfan mig. Til þessarar heima-
slóðar. Til þessarar nostalgíu,
sem er erfitt að halda í fyrir mið-
aldra fólk sem hefur gengið í
gegnum persónulega og hug-
myndafræðilega kollsteypu.
Þetta er ekki ádeilubók á
græðgi eða lífsflótta, ekki með-
vitað að minnsta kosti. Mér finnst
lykillinn að henni vera í ljóðinu
„Bær undir felli“, kvæðinu um
ekkjuna. Þar segir að þrátt fyrir
allt séu einhver gildi til. Þó að
hugsjónir okkar falli og trú okkar
hverfi og ást okkar blikni, þá er
eitthvað til sem er mikils virði, til
dæmis þessi rausnarbúskapur
hjartans sem ekkjan bjó undir
fellinu. Fólkið sem gefur, fólkið
sem tekur á móti. Það er gott að
hugsa til þess.“
- En ekkjan er dáin. - Segir
þetta Ijóð ekki, ásamt fleiri Ijóð-
um, að þessi gömlu gildi hafi kal-
ið í lífsgœðakapphlaupinu og
eftirsókninni eftir vindi?
„Má vera að þetta sé einhvers
staðar undir niðri í bókinni. En
ég hef samt trú á að tíminn sem
við lifum á sé ekki verri en aðrir
tímar. Ég meina jafnvel að hann
sé betri. Ég er eins og Altunga í
Birtingi, ég held að við lifum í
þeim besta heimi allra heima, á
þeim besta tíma sem hefur ver-
ið.“
- En þú yrkir sannarlega ekki
ástarljóð til nútímans í þessari
bók.
„Nei nei, ekki heldur til fortíð-
arinnar. Og ég sé heldur ekki
neitt sælunki opna faðminn á
móti mér í framtíðinni. Ég er
fyrst og fremst að lýsa nútíman-
um í bókinni, bregða upp mynd-
um af því sem er, án ádeilu og
annars boðskapar en þess að við
eigum að vera góð. Ég er ekki að
móralísera. Ég er lélegur móral-
isti.
Ég hef hitt fullt af fólki, bæði
sem barn og fullorðinn, sem mér
þykir gott að hafa hitt. Ég hef
komið á marga staði sem minna
mig á þetta fólk. Ég kem á nýja
staði þar sem ég sé sams konar
fólk. Fólk sem er gott, skrítið,
skemmtilegt. Fólk sem er kynd-
ugt, fólk sem er leiðinlegt. Allan
þennan kokkteil. Þetta er afskap-
lega einfalt. Nema málið sé miklu
flóknara!"
- Stundum dettur manni líka í
hug málshátturinn glöggt er gests
augað við lestur bókarinnar.
„Skoðun mín á íslandi hefur
samt ekki breyst svo mikið í sjálfu
sér við dvölina erlendis, en ég er
kannski opnari fyrir því að tjá
hana. Þegar maður er ekki inni í
daglegu argaþrasi, sér ekki ís-
lensk dagblöð á hverjum degi,
heyrir ekki nag um pólitík og
dægurmál, þá fær maður fjar-
lægari viðhorf - og kannski þok-
ukenndari. Skarpari sjón ein-
hvers staðar en þokukenndari
annars staðar."
- Mér finnst þú stundum segja
að við keppum of harkalega að
lífsgœðunum - „... allt ofvel þekki
ég hjónin sem náðu ekki að gera
fokhelt áður en þau skildu“ segir í
Ijóðinu „Breiðholt“.
„Ég ætla síst af öllu að halda
því fram að íslendingar þurfi ekki
þak yfir höfuðið," segir skáldið
enn í vörn, „þeir búa í afskaplega
veðrasömu landi og þurfa góð
hús. En það er sorgarsaga þegar
húsbyggingarnar „seilast í barm-
inn / krækja í budduna / jafnvel í
hjartað“ eins og þarna segir líka.
Og það er sama sorgarsagan og
þeirra sem reyndu að koma yfir
sig þriggja stafgólfa baðstofum
með skarsúð og féllu fram á
strenginn í torfristunni, dauðir.
Við komumst ekki hjá því að
búa í húsum. Það er bara slæmt
að það skuli vera svona mikil
fyrirhöfn að byggja þau, og sorg-
legast af öllu að sumir skuli ekki
ná því. Hitt er annað mál að
samfélagið gæti gert fólki það
léttara.
En Reykjavík er falleg og hrein
borg, allt önnur en hún var fyrir
áratug - og skemmst að minnast
ráðhússins sem ég á einhvern
tíma eftir að yrkja um!“
Þegar nöf n verða
nöfnin tóm
- Manni gæti dottið í hug til
dœmis í kvœðinu „Reykholt“, að
þér hafi stundum þótt erfitt að
vera sonur þessarar þjóðar og lifa
upp til fortíðarinnar.
„Já, en ég lít ekki á það sem
sorgarsögu, og ég er ekki land-
flótta þess vegna. Mér finnst ég
alveg samboðinn Hvítársíðunni.
Mér þykir mjög gaman að koma í
Reykholt, sérstaklega eftir að
þeir hættu að láta fjóshauginn
renna þvert yfir veginn heim að
staðnum. Þeir lögðu nefnilega
niður fjósið - Jónas Árnason
skrifaði helvíti skemmtilegt
leikrit um það.“
- Mérfinnst aðþú sért stundum
að segja í Heimsókn á heimaslóð
að við séum búin að gleyma fortíð
ókkar, kunnum ekki lengur sögu-
rnar sem voru sagðar einu sinni.
Pú kemur hins vegar sem gestur
og kannt allar gömlu sögurnar.
„Já, það eru mjög skýr kyn-
slóðaskipti í landinu sem ég nátt-
úrlega finn fyrir persónulega. í
Borgarfirði eru börn jafnaldra
minna orðin bændur, og þau hafa
eðlilega annað viðhorf og önnur
tengsl við land og sögu en ég.
Þeim þykir ég áreiðanlega ekki
minna skrítinn en mér þykir þau.
Ég er vonandi ekki að leggja
neinn dóm á uppeldi minnar kyn-
slóðar á börnum sínum, en það er
alltaf svolítið tragískt þegar sögur
gleymast. Vanræksla - ef það er
rétta orðið - er alltaf milli kyn-
slóða.
Ég er ekki að álasa fólki fyrir
að stagla ekki á álfa- og huldu-
fólkssögum þangað til bömin
vissu ekkert annað, en það er
alltaf sorglegt að sjá að til dæmis
nafn á stað sem hafði merkingu
fyrir mig og mína kynslóð og
tengdist sögu er orðið nafnið
tómt og á sér enga sögu. Svo eru
líka önnur nöfn sem tengjast nýj-
um sögum sem ég hef enga hug-
mynd um. Það er kannski jafn-
sorglegt.
Ég er ekki að dæma, ég er að
reyna að lýsa persónulegum
söknuði sem verður eins og högg
þegar ég kem svona sjaldan
heim.“
Leyndar sveiflur
rófubeinsins
- Af hverju yrkir svona bull-
andi hagmœltur maður eins og þú
án ríms og að mestu leyti án
stuðla?
„Ég veit það ekki. Ætli það sé
ekki krafa nútímaljóða? Samt er
ég í þessari bók og Vatnaskilum
líka að reyna að hreinsa mig af
öllum meðvituðum stælum mód-
ernismans, sem koma fram í
óskiljanlegum ljóðum, samheng-
islausum setningum og óleysan-
legu táknmáli. Það eru til góð og
vond nútímaljóð og ég legg engan
dóm á þá aðferð, ég er bara að
reyna að fara aðra leið. Ég er að
reyna að einfalda, og eins og þú
sérð eru mörg ljóðin frásögur,
þær eru mér hugstæðar.
Þetta er smekksatriði, en ég er
orðinn leiður á formyrkvuðum
ljóðum þar sem skilningurinn á
ekki að myndast á yfirborði vit-
undarinnar heldur einhvers stað-
ar niðri í rófubeini.
Ég er líka að reyna að opna
sjálfan mig, bæði tilfinningalega
og vitsmunalega og það geri ég
betur, finnst mér, með því að lýsa
yfirborði vitundarinnar en rófu-
beininu og leyndum sveiflum í
því.“
- Hver er munurinn á þessari
nýju bók og Vatnaskilum?
„Ég held að Heimsókn á
heimaslóð sé að formi til opnari
bók. Að einhverju leyti fjalla þær
um svipað efni, það að eldast,
koma til baka - en uppgjörinu við
karlmennskuna lauk í Vatna-
skilum, og það eru minni hjaðn-
ingavíg í þessari bók. Hún er ekki
eins sjálflæg, ég er meira að yrkja
um annað fólk en sjálfan mig. Ég
get ímyndað mér að Heimsóknin
sé hamingjusamari bók.
Svona eru skáldin - stundum
glöð og stundum döpur!
Þegar ég var að skrifa Vatna-
skil var ég ennþá að streitast á
móti því að verða atvinnurit-
höfundur, ennþá að basla við að
halda í viðurkennda, borgaralega
atvinnu. Þar með þurfti ég ekki
að takast í alvöru á við það að
verða rithöfundur, ég gat falið
mig á bak við það að ég hefði svo
mikið að gera. Þeirri hólmgöngu
er allavega lokið. Ég er búsettur í
Danmörku þar sem ekkert er að
gera annað en að skrifa, helst all-
an daginn! Það gerir mig svolítið
hamingjusaman.“
Tryggvi stenst
alla raun
Böðvar hefur setið við alllengi
og skrifað leikrit upp úr fyrri
bindunum tveim af ævisögu
Tryggva Emilssonar, Fátæku
fólki og Baráttunni um brauðið.
Stendur til að sýna það á Akur-
eyri í vor, frumsýning verður lík-
lega í apríl. Var erfitt að vinna
leikrit upp úr þessum bókum?
„Já, og fyrst og fremst að leysa
meginvandamál sviðsins sem er
tíminn. Það líður svo langur tími í
bókunum. Aristóteles setti á sín-
um tíma upp forskrift fyrir leik-
skáld sem kvað á um að leikrit
ættu að gerast á sólarhring, og
þetta er alveg rétt hjá honum.
Það er vont fyrir leikrit að gerast
á miklu lengri tíma.
Tökum bara eitt dæmi. Sá hluti
sögunnar sem ég nota tekur yfir
sextán-sautján ár. Þar þroskast
Tryggvi úr bami í stálpaðan ung-
ling og loks í fullorðinn mann.
Þetta er ekki hægt að sýna öðm-
vísi en með þrem leikurum. En til
þess eru viðfangsefnin að takast á
við þau, og ég efast ekki um að
leikstjóri og leikarar leysa þenn-
an vanda.
í samtölunum reyni ég að vera
trúr texta Tryggva. Ég skrifa ekki
nýtt leikrit í lausum tengslum við
söguna eins og oft er gert þegar
frásagnir eru settar á svið eða
kvikmyndaðar. Mér fannst orð-
færið þurfa að vera í samræmi við
bækurnar, en þar er lítið um
beina ræðu - nánast ekki neitt -
þess vegna varð ég að vinna
samtöl upp úr textanum. Það var
ekki alltaf auðvelt verk og ég veit
auðvitað ekki hvemig hefur tek-
ist til, en það var gaman að glíma
við það.“
- Hvernig fannst þér bœkur
Tryggva standast þennan ná-
kvœma lestur?
„Sá hluti sem ég vel úr bókun-
um, tveir þriðju hlutar af Fá-
tæku fólki og fram undir miðju af
Baráttunni um brauðið, stenst
hvað sem er. Tryggvi er makalaus
frásögumaður. Hann eys af
brunni langrar hefðar sem hann
er alinn upp í, en hann er sérstak-
lega auðugur bæði af frásagnar-
gleði og máli. Hann stenst alla
skoðun.
Það sem kemur manni mest á
óvart í bókunum eru viðhorf
Tryggva til lífsins, hvað hann er
lífsglaður og laus við beiskju,
þrátt fyrir allt sem hann er að
segja frá. Og svo er merkilegt að
gallharður verkalýðsjaxl og bók-
stafstrúarmaður raunsæisins
skuli geyma trú á huldufólk og
drauga í brjóstinu eins og aðra
nágranna úr æsku. Það hafa
áreiðanlega verið draugar og
huldufólk í Norðfirði, en ekki
held ég að Lúðvík hafi talað við
það.
En þó að Tryggvi hafi lifað við
aðstæður aftan úr grárri forn-
eskju er hann maður nýrra tíma,
og það kemur furðu snemma
fram. Meginþráður leikritsins er
einmitt stéttlæg vitundarvakning
hans sem hann lýsir svo vel í
bókum sínum. Hvernig hann sem
kotungur, lifandi á hungurmörk-
um ásamt föður sínum og ráðs-
konu hans, upplifir að það stenst
ekki allt sem honum er sagt um
heiminn. Heimurinn er ekki svo-
leiðis. Tryggvi er uppreisnarmað-
ur og fagnar breytingum, en fólk-
ið í kringum hann vill að allt sé við
það sama - eins og kemur fram í
hinum makalausu væntingum um
að Rússakeisari sé ekki dáinn!
Tryggvi nefnir eina persónu
sérstaklega sem vörðu á þessari
leið. Það er dóttir ráðskonunnar
sem kemur til að eignast bam í
kotinu. Hún var þjónusta á gisti-
húsi þar sem gert var ráð fyrir að
stúlkurnar gengju í sæng með
gestum, kemur ófrísk til móður
sinnar en gerir samt uppreisn
gegn skítnum og kjörum sem
henni finnast ekki mannsæm-
andi. Það verður Tryggva lær-
dómsríkt að sjá þessa stóru, ó-
frísku stúlku sem kemur og rífst, í
staðinn fyrir að beygja sig. Það
verður næring fyrir uppreisnar-
manninn í honum. Svo þróar
hann uppreisn sína áfram í pólit-
íska sannfæringu og stéttabar-
áttu.
Tímabilið sem Tryggvi lýsir er
átakasamt og sögulegt. Þarna er
lagður grundvöllur að nútíma
velferðarsamfélagi á íslandi og
aldrei varð neitt eins og áður. Það
varð í rauninni bylting. Sagan
sem hann segir og sem ég reyni að
fella í leikritsform er ekki bara
saga hans sjálfs heldur saga lands
og lýðs.
- Verður þetta þá ekki geysi-
fjölmenn sýning?
„Jú, það þyrfti eiginlega bæði
land til að leika hana á og lýð til
að leika, ef vel ætti að vera. Ég
hlakka til að sjá hvernig leikstjór-
inn minn leysir það mál, en ein-
hvem tíma verða þrengsli á svið-
inu.“
- Hvað er framundan hjá þér?
„Núna þegar ég kem heim til
Danmerkur ætla ég að setja upp
hillu í eldhúsið hjá mér. Svo ætla
ég að ganga frá skáldsögu sem ég
er langt kominn með að skrifa og
leggja hana á hilluna. Ætli ég
haldi svo ekki áfram að finna mér
einhver verkefni til að lifa af,
skrifa fleiri sögur, leikrit, ljóð og
reyna að selja það einhverjum
menningarlega sinnuðum útgef-
anda.“
Við biðjum gæfuna að fylgja
honum. SA
Föstudagur 2. febrúar 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍ0A 15