Þjóðviljinn - 02.02.1990, Síða 20
Kvi kmyndagerð
á
tímamótum
Kvikmyndagerðarmenn hafa
minnst þess með ýmsum hætti
undanfarna daga að tíu ár eru lið-
in síðan samfelld kvikmyndagerð
hófst hér á landi. Frumsýning
„Lands og sona“ í janúar 1980 er
látin marka þessi tímamót og fer
vel á því. Einsog bent var á í sjón-
varpsþættinum „Síðustu tíu árin -
kvikmyndagerð á tímamótum"
sem sýndur var s.l. mánudags-
kvöld er efnið í „Landi og son-
um“ að vissu leyti táknrænt fyrir
íslenska kvikmyndagerð: ungi
sveitamaðurinn tekur sig upp og
flytur á mölina þar sem óvissan
bíður hans. íslenskir Iistamenn
eru farnir að fást við kvikmynda-
gerð, listform nútímans, sem
býður líka upp á mikla óvissu.
Þátturinn, þau Guðný Hall-
dórsdóttir og Halldór Þorgeirs-
son stjórnuðu, var einkar
skemmtileg upprifjun á því sem
gert hefur verið þennan fyrsta
áratug. Það var mjög gott að sjá
þarna samankomin mörg eftir-
minnilegustu atriðin úr þessum
kvikmyndum sem óneitanlega
eru orðnar að hluta af menn-
ingararfinum. Kristín Pálsdóttir
sagði í þættinum að kvikmynd
væri varanleg fjárfesting - við
gætum sýnt hana aftur eftir þrjú
ár eða þrjátíu - og með sama rétti
má segja að kvikmyndin sé var-
anleg eign þjóðarinnar í menn-
ingarlegum skilningi, rétt einsog
bókmenntirnar margumtöluðu.
Þeir tímar hljóta að koma að ís-
lensk kvikmyndasaga verði
kennd í skóium og nemendur
skikkaðir til að sjá Skytturnar og
Með allt á hreinu og Húsið eða
einhverjar aðrar og skrifa um þær
ritgerðir. Við vitum ekki hvaða
myndir koma til með að lifa
lengst, en kennurum framtíðar-
innar verður áreiðanlega engin
vorkunn að moða úr íslensku
klassíkinni.
Stærst er þó hlutverk kvik-
myndanna í samtíma sínum og
það veit sá sem allt veit að okkur
veitir ekki af innlendri kvik-
myndagerð til að vega örlítið upp
á móti amríska hænsnafóðrinu
sem við erum mötuð á daglega. í
sjónvarpsþættinum ti'ttneftida
kom fram að íslenskar bíómyndir
eru aðeins 0,03% þeirra mynda
sem boðið er upp á í kvikmynda-
húsunum hérlendis. Engin furða
þótt mörg okkar virðist lifa í sold-
ið skrýtnum heimi, stundum.
Kvikmyndalistin er nefnilega
einn af þessum speglum sem við
skoðum okkur í þegar við leitum
að heppilegri ímynd handa okkur
að lifa með.
Ingólfur Margeirsson sagði í
þættinum að íslenskar kvikmynd-
ir væru of oft byggðar á skáld-
verkum en ekki frumsömdum
handritum og fannst honum það
Ijóður á ráði kvikmyndagerðar-
manna, þeir væru ekki nógu
frumlegir. Mér fannst þetta
skjóta svolítið skökku við og
fletti upp í kvikmyndahandbók
Halliwells, íslenska viðaukanum,
sem út kom í fyrra hjá kilju-
klúbbnum Uglunni. Þar eru tald-
ar upp 28 myndir, frumsýndar
1980 og síðar, og af þem sýnist
mér að 6 séu gerðar eftir skáld-
sögum, allar hinar byggi á frum-
sömdum handritum. Við getum
svo bætt Kristnihaldi undir Jökli
og Magnúsi við þessa upptaln-
ingu og þá verður hlutfallið 7 á
móti 23. Er það nokkuð mikið?
Ég hugsa að í ýmsum tilvikum sé
það heldur svona skynsamlegt að
leita til bókmenntanna, a.m.k.
þangað til handritsgerðarmönn-
um okkar vex fiskur um hrygg -
svo sorglega oft er það einmitt
hugmyndin, sagan, sem klikkar.
Það er ekkert alltof gott hljóð-
ið í íslenskum kvikmyndagerðar-
mönnum um þessar mundir, sbr.
viðtal við Þorstein Jónsson í
Þjóðviljanum s.l. laugardag, en
þeir hafa þó alls ekki gefið upp
vonina um bjartari tíma og
aukinn skilning ráðamanna á
mikilvægi kvikmyndalistar.
Menn benda gjarnan á að það sé
alltof lítið að framleiða eina eða
tvær kvikmyndir á ári, með því
móti nýtist hvorki starfsfólk né
tækjabúnaður sem skyldi og
ómögulegt sé að halda kvik-
myndagerð uppi sem atvinnu-
grein. Takist það ekki er auðvit-
að viðbúið að fagmennirnir flytj-
ist af landi brott og reyni að
meika það annarsstaðar.
Á tímamótum líta menn í tvær
áttir: afturábak og áfram. Ég
held að við getum nokkuð vel við
unað þegar við lítum yfir þennan
Iiðna áratug - auðvitað hefði
margt getað verið betra, auðvitað
var margt gert af vanefnum og
árangurinn eftir því. En þegar
þessar myndir birtast á sjón-
varpsskjánum, nokkurra ára
gamlar, einsog átt hefur sér stað
að undanförnu, er oftar en ekki
um fagnaðarfundi að ræða og
nýjar kynslóðir kunna vel að
meta a.m.k. sumt - hláturinn er
varla hljóðnaður á mínu heimili
eftir sýninguna á Stellu í orlofi
ekki alls fyrir löngu.
Þegar við horfum fram á veg-
inn er þar náttúrlega fullt af ljón-
um. Óskum ljónaveiðurum góðr-
ar ferðar. Okkar sjálfra vegna.
Hrátt kjöt
Leikfélag Reykjavíkur sýnir í Borg-
arleikhúsi:
KJÖT eftir Ólaf Hauk Símonarson.
Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir.
Leikmynd og búningar: Messíana
Tómasdóttir.
Lýsing: Egill Örn Ámason.
Leikhfj óð: Ólafur Öm Thoroddsen.
Leikendur: Þröstur Leó Gunnarsson,
Hanna María Karlsdóttir, Ragn-
heiður Elfa Arnardóttir, Árni Pétur
Guðjónsson, Elva Ósk Ólafsdóttir,
Stefán Jónssón, Þorsteinn Gunnars-
son.
Undirbúningur að hverri
leiksýningu felst ekki aðeins í
æfingum og tæknilegum frágangi
verksins sem bíður þess að lifna
fyrir áhorfendum. Hann felst
ekki síður í þauihugsaðri og víð-
tækri kynningu á verkinu, vakn-
ingu á áhuga áhorfenda, undir-
búningi á viðtökum, sölu-
mennsku í besta skilningi orðsins
sem drífur fólk í leikhús þegar
sýningar eru komnar í gang og
verðleikar verksins sannast fyrir
áhorfendum. Leikfélag Reykja-
víkur hefur unnið ákaflega skipu-
lega að kynningu á nýju verki
Ólafs Hauks Símonarsonar sem
leit dagsins ljós í liðinni viku á
stóra sviðinu í Kringluhverfinu.
Að vísu mun Kjöt vera nær
tveggja ára gamalt og koma ein-
hvers staðar milli Bílaverkstæðis
Badda og Gauragangs á verka-
skrá Óla frá síðustu árum.
Símonarson,
Ólafur Haukur
Það er engum blöðum um það
að fletta að höfundurinn er stóra
vonin í verkefnavali beggja
leikhúsanna á þessu ári. Eftir
vinsældir Bílaverkstæðis Badda
eygðu menn í leikhúsunum von
um að fram væri stigið fullveðja
leikskáld, afkastamikið og alþýð-
legt, maður í stað Kjartans Ragn-
arssonar eða Guðmundar Steins-
sonar, kraftur sem kallaði al-
menning í leikhúsin. Og víst er
það að Ólafur er orðinn býsna
flinkur í samsetningu leikrita.
Orðræðan spinnst hratt áfram í
riti hans, hann er fundvís á ný-
stárlegar umgerðir um kunnugleg,
atvik úr lífi þjóðarinnar, oft
skarpur á mannleg viðbrögð og
breyskleika sem hann glæðir
átakamætti á fagmannlegan hátt.
Að sama skapi og væntingar
leikhúsmanna til skáldsins og vel-
gengni verka hans á sviði aukast
tekur að greina strengi í skáld-
skap frá einu verki til annars,
skyldleika í þema, minnum og
persónugerðum. Og eftir því sem
þeim fjölgar fyrir augum fastra
leikhúsgesta vaxa kröfumar og
vandi skáldsins eykst.
Stofur, verkstæði,
kjallarar
Rými í leikritum Óla em alltaf
aðþrengd, sprengihólf sem hann
stefnir í andstæðum öflum. Hann
er hugfanginn af hversdagslegu
hrjúfu fólki, stóryrtu og grófu.
Alltaf lúrir á bak við persónuróf
hans stéttskipt samfélag, grimmt
og beiskjufullt. Hann er opinskár
í uppbyggingu verka sinna, leynir
litlu og er hraður í framvindu
átaka sem leysast oft á ofsafeng-
inn og einfaldan hátt. Minnihátt-
ar persónur í leikjum hans em oft
dregnar fáguðum og skýrum
dráttum, en meginpersónur em
gjarnan þverúðarfullar og mót-
sagnakenndar, óljósar bak við
glerharða skurn, allt að því ógeð-
felldar í andúð sinni á heiminum.
Þetta virðist vera miðlægt vanda-
mál í skáldskap hans og beinist
athygli hans einkum að karl-
mönnum með þessi persónu-
einkenni.
Kjörbúö
Velflest verk sín seinni árin
hefur Óli staðsett vel og vendi-
lega í núinu. Núna tekur hann
stökk aldarfjórðung aftur í tím-
ann og setur dramað niður á upp-
hafsár Viðreisnarinnar. Þess gæt-
ir nokkuð í Kjöti þótt það sé tæp-
ast nægilega nýtt til að undirbyg-
gja verkið og nánast framhjá því
litið í sviðsetningu leiksins og
leikmynd. Ég lenti í umræðum
fyrir skemmstu við fólk sem starf-
ar við leikhús sem talaði um það
sem sjálfsagðan hlut að leik-
stjórar veldu sér leikmyndahöf-
unda til samstarfs. Ég er þessu
ósammála og tel það sannast í
sýningu Kjöts að oft eru leik-
stjórar glámskyggnir á hverjir eru
hæfastir til samstarfs. Leikmynd
Messíönu fyrir þessa sýningu er
vissulega glæsileg þótt formgerð
hennar minni óþægilega bæði á
leikmynd Grétars Reynissonar
fyrir Milli skinns og hörunds og
leikmynd Þórunnar Þorgríms-
dóttur fyrir Hús Vernhörðu
Alba. En hún er fullkomlega á
skjön við tíma verksins eins og
búningarnir í öllum aðalatriðum
og vinnur beinlínis gegn átaka-
mætti þess og grunnhugmynd.
PÁLL BALDVIN
BALDVINSSON
Ólafur er nefnilega ratvís mað-
ur með afbrigðum sem skáld og
hefur alla tíð verið, einkum á
myndir. Þegar hann sér fyrir sér
drama í kjörbúð með kjötvinnslu
í einkarekstri á árinu 1963 þá hitt-
ir hann á gjöful mið. Og það er
alger forsenda fyrir fullum mögu-
leikum textans að sú sýn sé í
heiðri höfð til hins ítrasta. Hefðu
þær stöllur mátt fletta aðeins upp
í sögunni og sjá dæmi um slíkan
ofurrealisma í sýningum einmitt
þessa tíma á The Kitchen eftir
Wesker og The Connection eftir
Jack Gelber. Kynngi kringum-
stæðna býr einmitt í vinnuat-
höfnum og því sem spjallað er
yfir salatgerð, slögum og kjötsagi
í þrengslum og storkinni fitu. Og
þótt slíkur afkimi í þjóðarsálinni
sé dimmur og skáldið reiki um
hann með vasaljós í niðamyrkri
svo geislinn flökti um innrétting-
arnar, honum verði um of star-
sýnt á staka fleti,þjófótta gálu úr
bragga, auðnuleysingja með
stuttan fót, miðaldra einstæða
konu og son hennar, streber í
undirtyllustarfi, þá er ekki
ástæða til að tapa heildarmynd
verksins og vinna sem best úr
henni. Annars eru verkinu ekki
gerð full skil. Og þegar við bætist
að verkið er fulllauslegt og uppg-
jör þess ómarkvisst, þá er enn
meiri ástæða til að styrkja það
öllum fáanlegum stoðum. Og
verkinu er ekki sýndur sá sómi í
þessari sviðsetningu.
Salat úr
skemmdum ávöxtum
Þegar stillt er upp persónum í
Kjöti er ljóst að Ólafur vill skoða
ranghverfuna á þeim tíma sem
um stundarsakir hefur verið
gylltur gamansemi og rómantík.
Tími Viðreisnarinnar var fullur af
grátlegum dæmum um misrétti,
fátækt og ranglæti. Þegar Malla
lýsir braggalyktinni og hvaða
móttökur hún fær í skólanum
einn daginn er hún að lýsa for-
dæmingu fátæktar og eymdar
sem var dregin úr sveitunum inn í
kofaræksni og kjallara Reykja-
víkur Sjálfstæðisflokksins. Það
ríkti hér misrétti. Hér er það ekki
klætt í rokkogról, braggaróman-
tíkina. Salvör, Álli, Beggi og
Marta eru líka öll manneskjur
sem er ýtt niður í samfélaginu.
Einstæðingsskapur og sjálfsbjörg
markar þau öll. Forsendur lífs
þessa fólks koma allar í ljós og
birtast meira og minna fyrir at-
beina Alla sem ræður rflcjum í
þessari kjörbúð af því hann er
skemmtibarn eigandans. Og
hann drottnar í skjóli þessa veika
valds, tekur sér konur, keng-
beygir móður sína og vin. Sá
ferski blær menntasakóladrengs-
ins sem slysast inn í þessa vald-
borg snertir hann ekki og hefði sú
andstæða mátt vera skýrari. Víst
verður hefnigirni sonar á hendur
móður full fyrirferðarmikil í texta
verkefnisins, sambandsleysi við
föður algert, ást/hatur á konum
ofljóst. Það ríkja í verkinu stíl-
legar ýkjur sem skaða það og
beina athygli frá þeim grunn-
efnivið sem skáldið dregur sam-
an. Beina athygli áhorfenda fram
á við í verkið svo vel má sjá hvert
stefnir.
Innréttingar
Þessari augljósu stefnu fylgja
leikararnir með klárum leik,
valda vissulega misvel hraðri
ferðinni, en leika sýninguna á
hressilegum nótum og skýrum.
Stundum vinnur sá leikmáti
beinlínis á móti textanum eins og
gjarnan gerist þegar ekki er hugs-
að nægilega um undirbyggingu í
átökum. Til dæmis verður ljóð-
rænn texti, en Óli verður alltaf
póetískur fyrir munn persóna
sinna þegar uppgjör hefst, kylli-
flatur og út úr kú í munni þeirra
Þrastar og Elvu. í annan stað
veldur þessi leikmáti því að skýr-
ingar, sem sumar eru ofljósar á
framferði persónanna, koma
áhorfandanum fyrir augu sem
gamalkunnar klisjur í stað þess
að verða sjálfsásökun eða af-
sökun, skýring á breytni þeirra.
Leikurinn leiðir heldur ekki til
lykta ýmsa þá þræði sem hafa
skipt verulegu máli í framvindu
hans fyrsta og annan þátt, svo
samofnir sem þeir annars eru
meginþræði verksins, sögu Alla
sem karlmanns, stjómanda, elsk-
huga, sonar, vinar, harðstjóra.
Návígi leikhússins
Það er mikið talað um návígi
leikhússins þessa dagana. Borg-
arleikhúsið er okkur sagt hannað
með það fyrir augum að þar
standi leikarinn í beinu sambandi
við áhofandann. Hér gat að líta
dæmi þess að sviðsrými leiddi
leikstjórn og hönnuð á villigötur.
Hér skorti þrengsli og um leið ná-
vígi. En innileiki skapast ekki af
arkitektúr. Hann verður til fyrir
skilning listafólks á viðfangsefni
sínu. Hæfileika þess til að geisla
reynslu sinni og getur þá stundum
nálgast það að vera list. Ekki svo
að skilja að það takist svo vel til í
gölluðu verki í gallaðri sýningu.
En hér vinna allir af fagmennsku.
Þröstur er hinsvegar veikur í hlut-
verki Alla sem sá öxull sem allt
snýst um. En þessir hörðu/veiku
karlmenn hans Óla eru líka erfið-
ir í túlkun, kaldir og heitir til
skiptis, fullir af stríðafullri upp-
reisn sem hér býr undir hreinu
borði reglumannsins. Þröstur
ræður einfaldlega ekki við hlut-
verkið. Hanna María líður svip-
brigðalítil um sviðið og fær ekki
að taka til hendinni, þótt það
hefði óneitanlega styrkt hugsun
leiksins að láta henni ekki verk úr
hendi falla. Ragnheiður Elfa er
mædd eins og Marta Biblíunnar,
annar kvenmaður sem sýnilega er
í huga skáldsins sá starfsmaður
sem heldur búðinni gangandi.
Ámi Pétur er Beggi, annar þræll,
skýr persóna og vandvirknislega
unnin þótt brigður verði á helti
hans. Stefán og Elva koma hér
fram sem þroskaðir kraftar, bera
uppi skýrar persónur frá upphafi
til enda og gaman er að sjá jafn
vel afmarkaða útganga af sviðinu
og Stefán leikur sér að þarna eða
svo góðan performans sem Elva
sýnir. Allt er þetta gott og bless-
að. En hvers vegna var það ekki
bara miklu betra? Hvers vegna
var það ekki alveg ótrúlega gott?
Eftir á að hyggja er þetta leikrit
eins og hakkið, vöðvi sem er mar-
inn niður. Það er efniviður í góð-
an rétt. Það verður að nostra við
matseldina, gæta vel að upp-
skriftinni, vanda hana á hverju
stigi eldamennskunnar. Hér
tókst miður en efni stóðu til. p|,|,
20 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 2. febrúar 1990