Þjóðviljinn - 02.02.1990, Side 26
Kjarvalsstaðir, 11-18 daglega,
austursalur: Kjarval og landið, verk e/
Kjarval í eigu Rvíkurborgar. Vestur-
salur: Tolli (Þorlákur Kristinsson) olí-
umálverk. Vesturforsalur: Guðný
Magnúsdóttir, leirverk. Austurforsal-
ur, Bragi Þór Jósefsson, Ijósmyndir.
Síðasttöldu sýn. þrjárstandatil 11.2
MYNDLISTIN
Alþýðubankinn, Akureyrl, Ruth
Hansen, málverk. Sýn. lýkur í dag,
opið á afgreiðslutíma bankans.
FÍM-salurinn, Garðastræti 6, Haf-
steinn Austmann, vatnslitamyndir,
opn lau kl. 14.TN20.2.14-18dag-
lega.
Gallerí 11, Hlynur Helgason, Frá-
stöðum, opn í kvöld kl. 20. Til 15.2.
14-20daglega.
Listasafn ASÍ v/ Grensásveg, Ljós-
brot, Ljósmyndafélag framhalds-
skólanema opnar sýn lau kl. 14. Til
11.2.16-20 virka daga, 14-20 helgar.
Llstasafn ísiands, allir salir, verk í
eigu safnsins (1945-1989) .12-18
alla daga nema mán. kaffistofa opin á
sama tíma. Aðgangur ókeypis.
Listasafn Einars Jónssonar opið
helgar 13.30-16, höggmyndagarður-
innalladaga11-17.
Listasafn Sigurjóns, járnmyndir Sig-
urjóns og gjafir sem safninu hafa bor-
ist undanfarin ár. Bókmenntadagskrá
su. Sjá hitt og þetta. Lau og su 14-17,
þri 20-22.
Gallerí RV (Rekstrarvörur) Réttar-
hálsi 2, Daði Guðbjörnsson, olíu-
myndir og grafík, opn í dag. Til 23.2.
8-17virkadaga.
Hafnarborg, Hf, Hið græna myrkur,
sýning á verkum f imm norskra mál-
ara. Síðasta sýningarhelgi, opið 14-
19.
Guðmundsdóttir píanóleikari og
Gunnar Gunnarsson flautuleikari
leika tónlist e/ Albert roussel, Georg-
es Höe og Francois Borne. Tónl.
standa um 1/2 klst. aðgangur
ókeypis.
Kammerhljómsveit Akureyrar held-
ur Vínartónleika í iþróttaskemmunni
á Akureyri su kl. 17. Verk e/ Lehár,
Ziehrer og Johann Strauss yngri og
eldri. Einsöngvari er Sigrún
Hjálmtýsdóttir sópransöngkona,
stjórnandi Waclaw Lazarz.
Norræna húslð, dagskrá með
Bellmanssöngvum lau kl. 20:30 í ti-
lefni af því að 250 ár eru liðin f rá fæð-
ingu Bellmans. Sænski vísnasöngv-
arinn Axel Falk og gítarleikarinn
Bengt Magnusson skemmta. Dag-
skráin verður flutt á sal Mennta-
Norræna húsið, anddyri: Túlkanir-
Ijósmyndir Bruno Ehrs af höggmynd-
um, opn lau. Til 11.2.12-1D su, 9-19
aðra daga. Kjallari: Aurora 3,
samsýn. ungra norrænna lista-
manna, opn lau kl. 15. Til 11.3.14-19
daglega.
Nýhöfn, Hafnarstræti 18, Guðrún
Einarsdóttir, olíuverk. Til 14.2.10-18
virka daga, 14-18 helgar.
SafnÁsgríms Jónssonar, Bergstað-
astræti, ÞingvallamyndirÁsgríms.
Helgar, þri og fi 13:30-16 fram í feb.
Safnahúsið, Selfossi, Hringur Jó-
hannesson, málverk, opn lau kl. 14.
TÍI11.2..
Sjómlnjasafn íslands, Vesturgötu 8
Hf. Opið helgar 14-18, e/ eftir
samkomulagi.
Slunkaríkl, Isafirði, Jean-Paul
Franssens, myndlist, sýn. í tilefni að 5
ára afmæli Slunkaríkis. Til 18.2. fi-su
16-18.
SPRON, Álfabakka 14, Gunnsteinn
Gíslason, múrristur. Til 27.4.9:15-16
mán-fö.
Þjóðminjasafnlð, opið þri, fi, lau og
su 11-16.
TÓNLISTIN
Hafnarborg, Hafnarfirði, eftirmið-
dagstónleikar sun kl. 15:30. Guðrún
skólans á Akureyri su kl. 15, og í Nor-
ræna húsinu mán kl. 20:30. Aðgöng-
umiðasala á tónl. í Norræna h. hefst í
dag í bókasafni hússins.
Hótel ísland, Jasskvöld í Café Island
í kvöld 23:30. Tómas R. Einarsson og
félagar.
Heiti potturinn, Duus húsi, sun
21:30, Ómar Einarsson og tríó með
Guðmundi Ingólfssyni.
LEIKLISTIN
Leikfélag Reykjavíkur, Ljós
heimsins, litla sviðinu í kvöld og lau.
Höll sumarlandsins, stóra sviðinu lau
kl. 20. Töfrasprotinn lau og su kl. 14.
Kjöt, í kvöld og su kl. 20.
Þjóðleikhúsið, Heimili Vernhörðu
Alba su kl. 20, síðasta sýn. Lítið fjöl-
skyldufyrirtæki í kvöld og lau kl. 20.
ÍÞRÓTTIR
Karfa. Úrvalsdeild: Þór-UMFN sun.
kl. 15.30, ÍBK-UMFT kl. 16.1 .d.kv.:
(BK-UMFGfös. kl. 20, ÍS-Haukar, (R-
UMFN mán kl. 20.1 .d.ka.: ÍA-UMFB,
UMFL-Snæfell fös. kl. 20.30, (S-
UMFBIau.kl. 14, Víkverji-UMSB kl.
15.30.
Handbolti. 1 .d.kv.: Fram-FH sun. kl.
19, Víkingur-Valurkl. 20.15, KR-
Grótta kl. 21.30.2.d.ka.: UMFN-Þór
fös. kl. 20, Valur b-Þór lau. kl. 16.30.
2.d.kv.: Þór-(BK fös. kl. 20.30.
HITT OG ÞETTA
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, -og
höfum ekki ennþá f undið okkur veg-
inn, kynning á verkum Guðbergs
Bergssonar su kl. 15. Anna Einars-
dóttirog Ingrid Jónsdóttir f lytja
nokkra kafla úr skáldsögum Guð-
bergs, Þorvaldur Kristinsson velur
efnið og kynnir. Guðbergur les úr
óbirtum verkum sínum. Dagskráin
stendur í um klst.
Myndllsta-og handíðaskóli (slands
fimmtugur, hátíðarsamkoma í Þjóð-
leikhúsinu lau kl. 14: Bjarni Daníels-
son skólastjóri MHf flytur ávarp, nem-
endur úrTR flytja tvo þætti úr Píanó-
kvintett e/ Sjostakovitsj. Sex Ijósa-
perurað láni, erindi BjörnsTh.
Björnssonar listf ræð. Björk Jónsdóttir
messosópran, nemandi í Söngskóla
R. syngur við undirleik David Know-
les, ávarp Svavars Gestssonar, Sex-
tettjassdeildarTónlsk. F(H leikur,
nemendur Listdansskóla Þjóðlh.
sýna f rumsaminn dans við tónlist
Gísla Helgasonar, Bera Nordal, Sig-
mundur Guðbjarnarson og Helga
Hvað á að gera um helgina?
Ögmundur Jónasson,
formabur BSRB
Það veltur auðvitað á því hvort við náum að ljúka samningsgerðinni,
en takist það reyni ég að bardúsa eitthvað allt annað. Ég mun reyna að
hafa það notalegt og lesa sitthvað annað en prósentutölur.
Hjön/arflytja ávörp, Nemendur LlH
lesa úr Tímanum og vatninu e/ Stein
Steinarr, Jónas Pálsson, Hólmfríður
Sigurjónsdóttirog ÞórVigfússon
flytja ávörp,Brynja Víf ilsdóttir dansar
úrballettinum Þyrnirósviðtónlist
Tsjækovskís, Sigrún Sandra Ólafs-
dóttir dansar úr ballettinum Paquita
viðtónlist Minkus. Kynnirverður
Edda Ólafsdóttir.
Félag eldri borgara í Reykjavík og
nágrenni, Göngu-Hrólfarhittast að
Nóatúni 17 lau kl. 11. Opið hús í Goð-
heimum, Sigtúni3su,kl. 14frjálst,
spil og tafl, dansað frá kl. 20. Snúður
og snælda, leiklistarhópurfél. gengst
fyrir námskeiði sem hefst mán, uppl.
á skrifstofu fél.
Félagsvist og gömlu dansarnir á
hverju föstudagskvöldi ÍTemplara-
höllinni, Tíglarnir leika fyrir dansi, allir
velkomnir.
Ferðafélag íslands, dagsferðir su kl.
13: Reynisvatnsheiði (milli vatna).
600 kr. frítt fyrir börn m/fullorðnum.
Skíðaganga í Innstadal, 900 kr. Brott-
förfrá Umf.miðst. austanmegin.
Hana nú leggur upp í laugardags-
gönguna frá Digranesvegi 12 kl. 10 i
fyrramálið. Nýlagað molakaffi.
Útlvlst, sunnud kl. 13: Þjóðháttaferð,
Njarðvíkurfitjar-Kotvogur, 800 kr.
stoppað á Kópavogshálsi og við
Sjóminjasafnið í Hf, allir velkomnir.
Létt skíðaganga í framhaldi af námsk.
síðasta su, byrjendur velkomnir, 600
kr. stoppað við Árbæjarsafn. Brottför í
ferðirnarfráUmfmiðst.bensínsölu.
Ráðsfundur l.ráðs ITC á íslandi
verður haldinn að Holliday Inn lau og
hefst með skráningu kl. 9. Yfirskrift
Sæmd er hverri þjóð. Auk hefðb. fé-
lagsmála er f ræðsla um húsbréfa-
kerf ið á dagskrá, Sigríður Berglind
Ásgeirsdóttir ráðuneytisstj. Félagsm-
álaráðun. flytur. Fræðslu um
heyrnarleysi flytur Unnur Muller
Bjarnason ITC Ýr, Unnur Konráðs-
dóttir ITC Björkinni flyturfræðsl. um
framkomu í ræðustól. Fundarlok
áætluð 16:30.
Spilavist Barðstrendingafélagsins
verður su kl. 14 að Skipholti 70. Kaffi
og meðlæti á eftir.
Nýir fjölmidlar fæöast
Það er spennandi að fylgjast
með því hvernig hinum nýfrjálsu
þjóðum Austur-Evrópu tekst að
feta hinn ýmist ókannaða eða'
löngu týnda veg frelsis og lýð-
ræðis. Að sjálfsögðu fer þeim það
afar misjafnlega enda aðstæður
mismunandi.
Eins og oft hefur verið bent á
eiga íbúar Tékkóslóvakíu sér
einna lengsta og heillegasta lýðr-
æðishefð þeirra þjóða sem nú
fagna frelsinu. Hún kemur þó
ekki í veg fyrir það að fyrstu
skrefin á lýðræðisbrautinni eru
nokkuð fálmkennd og ein-
kennast af ringulreið og flumbru-
gangi.
Þannig hafa sprottið þar upp
fjölmargir flokkar og ekki
heiglum hent að henda reiður á
því fyrir hvað hver stendur. Það
er búið að stofna tvo jafnaðar-
mannaflokka, þrjá flokka kristi-
legra demókrata, einn bænda-
flokk, tvo frjálslynda flokka,
flokk umhverfisverndarsinna,
þjóðernisflokka bæði á Mæri og í
Slóvakíu og einnig flokka sem
takmarkast við einstök héröð.
Við þetta bætist að kommúnista-
flokkurinn er enn starfandi og
FJÖLMIÐLAR
einnig einhverjir þeir smáflokkar
sem hann hafði í vasanum en
þótti ekki rétt að leggja niður
meðan hann hafði völdin.
Það er því engin furða þótt
bandaríski lögfræðingurinn sem
var á ferð í Prag fyrir skömmu
væri ringlaður. Þetta var kona, af
tékknesku bergi brotin, og hafði
verið send af stjórn einhvers
sjóðs í Bandaríkjunum með
150.000 dollara til að styrkja
ábyrgan, traustan og andsósíal-
ískan hægriflokk í kosningunum
sem halda á í júnímánuði. Eftir
vikudvöl í Prag var hún enn rugl-
aðri en þegar hún kom til landsins
því hún hafði rekist á marga góða
hægrimenn sem voru hver í sínum
flokki, að því er virtist eingöngu
vegna persónulegra deilna.
En þetta á víst að fjalla um fjöl-
miðlun og svo skal líka vera því í
ástandi eins og nú ríkir í Tékkó-
slóvakíu hlýtur frjáls fjölmiðlun
að vera ofarlega á dagskrá alþýðu
manna. Að sjálfsögðu hafði
Flokkurinn haft einkarétt á
blaðaútgáfu og barið niður af
hörku allar tilraunir andstöðuafla
til að koma á fót blöðum og tíma-
ritum. Reyndar höfðu áður-
nefndir smáflokkar einnig fengið
að halda úti blöðum sínum. Þegar
spilaborgin hrundi svo á fáum
dögum brugðust smáflokkarnir
við með því að gerbreyta mál-
flutningi blaða sinna. Þau halda
að vísu áfram að túlka málstað
síns flokks en eru um leið opin
fyrir umræðu og gagnrýni, í þeim
fer fram lifandi umræða. Sum
blöð lögðu hins vegar upp
laupana.
En að sjálfsögðu töldu and-
stöðuöflin nauðsynlegt að koma
sér upp eigin málgögnum. Flokk-
arnir hafa byrjað að gefa út blöð
og málgagn jafnaðarmanna, Rétt-
ur fólksins, er nú gefið út í Prag
eftir að hafa verið í útlegð um
margra áratuga skeið.
Flaggskip hinna nýju fjölmiðla
er þó tvímælalaust Alþýðutíðindi
(Lidové noviny) en það hóf
göngu sína sem mánaðarrit árið
1988. Yfirvöld neituðu útgefend-
um þess þó ávallt um útgáfuleyfi
ÞRÖSTUR
HARALDSSON
og svöruðu hverju tölublaði með
sektum eða fangelsun útgefenda
og ritstjóra. í októbermánuði sl.
voru ritstjóri blaðsins, Jiri Ruml,
og aðstoðarritstjóri hans, Rudolf
Zeman, handteknir og ýmis skjöl
á skrifstofum blaðsins gerð upp-
tæk. En maður kom í manns stað
og nóvemberblaðið komst á göt-
urnar. Þann 17. nóvember var
veldi kommúnista fallið og
nokkrum dögum síðar var þeim
Ruml og Zeman sleppt. Þann 5.
desember fengu Alþýðutíðindi
loks hið langþráða útgáfuleyfi og
fyrsta tölublaðið seldist í 600.000
eintökum.
Síðan hafa hlutirnir gerst hratt
og frá og með áramótum kemur
blaðið út tvisvar í viku. Útgef-
endur stefna að því að gefa blaðið
út daglega frá og með marslokum
og í framhaldi af því er ætlunin að
gefa út aukablað um bókmenntir
á laugardögum og einnig er haf-
inn undirbúningur að stofnun
bókaforlags. Upplagið er nú hálf
miljón eintaka og það er enginn
vandi að losna við það, segja út-
gefendur.
En að sjálfsögðu lendir svona
blað í ýmsum byrjunarerfið-
leikum. Enn þarf að glíma við
ýmsa drauga úr fortíðinni því þótt
veldi Kommúnistaflokksins sé
hrunið stendur þjóðfélagið og
kerfið sem hann hefur byggt upp
enn að miklu leyti óhaggað. Það
háir td. Alþýðutíðindum og öðr-
um blöðum hversu skammt
Tékkóslóvakía er á veg komin í
þróun prenttækni. Einnig hefur
póstþjónusta landsins enn einka-
rétt á dreifingu prentaðs máls og
hún er svifasein og dýr. Fyrir vik-
ið þarf að loka fyrir skrif í blaðið
tveimur sólarhringum áður en
það kemur fyrir augu kaupenda.
Það er því efst á stefnuskrá út-
gefenda að gefa blaðið út með
hagnaði og afla stuðnings er-
lendis frá til þess að geta fjárfest í
nýjum tækjakosti og koma sér
upp dreifingarkerfi sem er óháð
póstþjónustunni.
Alþýðutíðindi segjast fylgja
Borgaralegum vettvangi að mál-
um í kosningabaráttunni en þau
samtök eru einskonar regnhlífar-
samtök nýju flokkanna og koma
fram sem fulltrúar þeirra í samn-
ingum við yfirvöld landsins, ríkis-
stjórnina og leifarnar af Flokkn-
um. Ruml ritstjóri segir hins veg-
ar að blaðið muni kappkosta að
útskýra flokkana og stefnuskrár
þeirra fyrir lesendum sínum og
gera þeim þannig kleift að velja
og hafna. Sjálfstæði og gagnrýni
eru einkunnarorð Alþýðutíðinda
sem ekki hafa enn birt eina ein-
ustu auglýsingu.
- 26 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ | Föstudagur 2. febrúar 1990