Þjóðviljinn - 29.03.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.03.1990, Blaðsíða 4
þlÓÐVIUINH Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Byggðamál Evrópu Innan Evrópuráösins eru reglulegir fundir hóps sem fjallar um byggðamál. Á 25. fundi hópsins 6.-8. mars sl. voru samhljóða samþykktar tvær ályktanir sem bera með sér, hve stuðningsmenn virkrar byggðastefnu í álfunni leggja mikla áherslu á viðhald þróttmikils dreifbýlis og endurnýjun lífsmagns, þar sem það er í hættu eða hefur farið dvínandi. Þessar áherslur eru fróðlegar til hliðsjónar við þá neikvæðu umræðu sem geisað hefur um málefni dreifbýlisins hér- lendis, þar sem lögð er áhersla á að meta eftir kaldri pen- ingahyggju augnabliksins þau verðmæti sem felast í starfi og menningu byggðanna. Lagt er eindregið til í þessum ályktunum innan stofnana Evrópuráðsins, að stjórnvöld á hverjum stað styðji landbún- aðinn í því að selja fullunna vöru og efla nýgreinarog „hóf- lega“ ferðaþjónustu, sem byggist á staðbundnum og „ekta“ verðmætum. Er með því átt við hana sem andstæðu lúxus- ferðalaga og staðlaðrar þjónustu í stíl borga og uppskrúf- aðra ferðamannastaða. Sérstaklega er þó hvatt til þess að þróaður verði í dreifbýli smáiðnaður sem leggi kapp á fram- leiðslu hágæða-matvöru. Loks eru ríkisstjórnir Evrópuland- anna hvattar til að leggja fram fé til eflingar þessari þróun. Hver einasti ræðumaður á þessari ráðstefnu Evrópuráðs- ins mælti með aukinni valddreifingu til byggðanna sjálfra. Slíkt er álitið eitt frumskilyrði þess að magna á ný lífskraft dreifbýlisins og skapa eðlilegt jafnvægi milli þéttbýlisstaða og sveitanna. A það var bent, að landbúnaðarstefna sumra iðnríkjanna í Evrópu hefur haft í för með sér alvarlega hnign- un fátækari héraða álfunnar. Frakkinn Alain de la Moussaye gerðist síðan helsti talsmaður þess, að skotið yrði til ráð- herranefndar Evrópuráðsins áskorun um að láta einskis ófreistað til að stöðva þá þróun að landsbyggðin væri lögð í eyði og órækt, sem nú er til dæmis gert með því borga bændum fyrir að framleiða ekki. Hér kveður við dálítið annan tón en þann sem heyrist víða í íslenskri byggðaumræðu þessa stundina. Á það má minna, að hér hefur ríkisvaldið keypt og leigt framleiðslurétt af bændum, til að skapa jafnvægi milli framboðs og eftirspurn- ar, en einnig með landnýtingarsjónarmið í huga. Við það bætast svo samningar vegna riðuveiki. Það er athyglisvert, að um 20% kindakjötsframleiðslunnar á íslandi eru nú „geyrnd" með þessum hætti, hafa verið „lögð til hliðar" eins og það nefnist erlendis. Bændur hafa samið við ríkisvaldið um nær 12 þús. tonna framleiðslu af kindakjöti á ári til 1992, en framleiðslan nemur nú um 9500 tonnum. Innanlands- neyslan nemur um 8500 tonnum. Ástæða er til að hafa verulegar áhyggjur af þeim óvirka rétti til framleiðslu sem tryggður er og nemur alls um 3500 tonnum umfram eftirspurn núna. Þessi réttur verður virkur á ný að verulegu leyti og það verður hlutverk bændasamtaka og ríkisvaldsins að finna lausn á því vandamáli. Nú er undir- búin samningagerð þessara aðila og í því sambandi vekur athygli sú hugmynd Hauks J. Halldórssonar, formanns Stéttarsambands bænda, sem hann kynnti á umhverfismál- aráðstefnu Húsgulls á Húsavík, að ráða bændursem starfs- menn Landgræðslu ríkisins og Skógræktar ríkisins. Hún er í samræmi við þau baráttumál Evrópusambands bænda að gera bændastéttina að landvörðum Evrópu. Til þess að svo geti orðið þarf að breyta áherslum í menntun og leiðbeining- aþjónustu bænda. Það fer vel á því að þeir hafi frumkvæði í þeim efnum og eðlilegt að þeir kosti nokkru til sjálfir, þar sem um framtíðaratvinnu og hagsmuni stéttarinnar og byggð- anna er að tefla. Sumir hafa, og oft ógætilega, notað orðið „eyðibýla- stefna" yfir hverja þá aðgerð sem leitt hefur til samdráttar í hefðbundinni landbúnaðarframleiðslu. Menn gleyma því þá gjarnan, hve ör grisjun hefur verið í sveitum alla þessa öld. Hins vegar er augljóst, að grisjun byggðar má víða ekki verða meiri, svo að þjónustukjörnum stafi ekki hætta af. Spurningin er, hverjir verða til að fylgja eftir og styðja hug- myndir formanns Stéttarsambandsins, sem gætu valdið straumhvörfum í viðhaldi byggðar og endurheimt land- gæða. KLIPPT OG SKORIÐ MORGUNBLAÐID SUNNUDAGUR 25. MARZ 1990 ongum síálfviljug /1 ^ í dauoann svo undarlega sj eins og hetjurnar (j unum sem vissu f, voru að fara að g> gerðu þær samt. hvötin er sterk. Þai ur allt til þess að verði Danmörk orði landi, þeir eru meii famir að tala um i Region Nord. Þej verða leyst upp gel Þjóðveija komið of mörku. Og ég get vilji flytja hingað. I fleiri um hvem Þýskalandi en Dani vegna ættu þeir el Ég er bara á móti þ rriann-Jensen og fél frábært. Sumum þ taka of cjjúpt í á lexti og myndii: Páll Pókson „ÞEGAR ÉG hitti Martin A. Hansen fyrst var cins og við hefðum alltaf þekkst, því við áttum sameiginlega vini í ís- lendingasögunum, við vorum vanir að umgangast forn- hetjurnar. Þegar honum bauðst svo að rita bókina um ís- land skrifaði hann mér og sagðist ekki vilja fara nema ég kæmi með honum. Og ég varð himinlifandi, enda fátt sem mig Iangaði frekar ...“ Og snemmsumars árið 1952 sk»-«ltJ málarinn Sven Havsteen-Mikkelsen og ritÞ^41 in A. Hansen á jeppa um misvon','• ’ ' söfnuðu heimildum otr A' ' ui aruin siu1" AÐ'.S^tVRA° V ■angaveltur i nenningan Kringen, Dansk Vejr >g síðast en ekki síst Rejse pá Is- jjjland. Reyndar sagði Martin aldrei að samt að þ\ ekki síst stæðum ei^^HSTnuna. Og ég er viss um að Martin hefði stutt mig í þessu. r Það.er undarleg tilhuesun að til- Dagbœkurnar — Sven Havsteen-Mlkkelsen b»kumar sem hann faerlr islendlngum að gjðf j um skriðnir f svefnpokana eflir erfiðan dag byijaði MartJ frá og gat verið að (tólf klukkustundir stanslaust..." | Uffe og hænurnarfimm Við erum alltaf öðru hvoru að fá fregnir af því, að Uffe Elleman-Jensen, utanríkisráð- herra Dana, hefur fengið sér hlutverk í lífinu. Það er að segja íslendingum og öðrum Norður- landaþjóðum í EFTA, að þeir eigi að sækja strax um aðild að Evrópubandalaginu. EFTA- viðræðurnar séu kák og vitleysa og muni ekki leiða til neins. Jón Baldvin og aðrir utanríkis- ráðherrar á Norðurlöndum eru fyrir sinn hatt fjúkandi vondir yfir þessum ummælum ráðherrans danska og Jón Baldvin er í sinni geðshræringu farinn að líkja hon- um ómaklega við ævintýra- skáldið FI.C.Andersen, sem samdi ágæta sögu um eina fjöður sem varð að fimm hænum sem dóu úr ástarsorg til merkilegs hana. Og nú gætu djúpsálarfræð- ingar spurt: tákna hænurnar fimm Norðurlöndin sem munu fyrr dauð iiggja en verða af ástum hanans glæsta í Brussel? Reykjavíkurbréf í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins um helgina var minnst á þetta mál og bætt við ummæli utanríkisráðherrans danska álits- gerð frá dönskum iðnrekendum, sem einnig hallast að því að ekki sé um annað að velja fyrir EFTA- ríki en beina aðild að Evrópu- bandalaginu. Höfundur Reykja- víkurbréfs tekur enga skýra af- stöðu til þessa mats, en það er augljóst á spurningaröð sem| hann beitir fyrir sig, að hann er nokkuð hallur undir það að Dan- ir hafi rétt fyrir sér. Danir ganga í dauðann Nú vill svo til að í sama tölu- blaði Morgunblaðsins er viðtal við Sven Havsteen-Mikkelsen, sem kynntur er sem einn af helstu myndlistarmönnum Dana. Sven Havsteen-Mikkelsen er mikill andstæðingur Evrópubandalags- ins, sá er kjarni máls í viðtalinu og fram dreginn í dramatískri fyr- irsögn: „Göngum sjálfviljug í dauðann“.Þar með á hann við Dani í EB. Ekkert verið að skafa utan af því semsagt. Listamaðurinn danski á ættir að rekja til íslands og hefur taugar til íslendinga og honum er mikið niðri fyrir þegar hann vill vara okkur við að fylgja fordæmi Dana í Evrópumálum.Hann segir: „Það er undarleg tilhugsun að tilheyra þjóð í upplausn. Oll okk- ar saga hefur gengið út á að forð- ast að vera gleypt af keisurum, herkonungum og einræðisherr- um í suðri, en núna göngum við sjálfviljug í dauðann. Með þessu er fortíð okkar og menningararf- leifð varpað fyrir róða, hvorki meira né minna. Og það er sorg- legur vitnisburður um þjóð sem hefur átt einhverja mestu hugs- uði á norðurhveli, menn eins og Grundtvig, Jakob Knudsen og Martin A. Hansen, að hún skuli vera búin að gleyma uppruna sín- um. Við höfum gleymt því að við höfum einhverju að tapa. Við höfum selt okkur vegna þess að við erum búin að týna niður sögu okkar og allt snýst núorðið um peninga. Sjálfsagt er til fólk á öllum Norðurlöndum sem þekkir ekki önnur verðmæti en peninga, en það eru örugglega hvergi eins margir og í Danmörku. Andstað- an við Evrópubandalagið vex í Noregi og ég trúi því ekki um ís- lendinga að þeir eigi eftir að selja sig.“ Svo er allt búið Listamaðurinnn heldur áfram: honum finnst það kaldhæðnislegt að meðan Eystrasaltslöndin eru að berjast fyrir sjálfstæði sínu skuli Danir „gera allt til að missa sitt“. Honum finnst öll ganga Dana í Evrópubandalaginu vera einskonar sjálfseyðingarhyggja, við veljum, segir hann, útþurrk- unina. Hann býst við því að Dan- mörk verði einskonar þýskt hér- að í framtíðinni. í lotulok segir hann: „Sumum þykir ég kannski taka of djúpt í árinni, en þegar maður. gefur frá sér sjálfsákvörðunar- réttinn og fer að lúta skipunum frá Brussel, þá er allt búið, svo einfalt er það“ Auðn og tóm í sálinni Þetta er römm lesning. Lista- maðurinn danski dregur með sterkum litum og í skýrum línum fram þann sársauka sem leynist með mörgum smáþjóðar- mönnum nú um stundir: allsherj- ar minnisleysi grípur þjóðarinn- ar, sú þjóðemishyggja eða sú ræktun þjóðarvitundar sem var snar hluti persónuleikans, hún hefur rýmað mjög, horfið hjá mörgum. Og í staðinn kemur ekkert annað en litlaus þæginda- sókn. Og þá spyrja menn rétt sem fyrr var spurt: hvert er þá orðið okkar starf? Til hvers vorum við að paufast við að vera til, hvers vegna gerðust íslendingar ekki Danir fyrir löngu og Danir Þjóð- verjar? En svo er annað. Látum lista- manninn þusa Taki menn eftir því, að það er listamaður sem talar. Hann fær vel að njóta sín í blaðinu stóra, það er gert vel við viðtalið og hvergi dregið úr boðskapnum. Og við leyfum okkur að halda því fram, að enginn muni finna hjá sér þörf til að andmæla þeim menningarlegum þjóðræknisvið- horfum smáþjóðarmanns, sem Sven Havsteen-Mikkelsen boð- ar. Einmitt vegna þess að hann kemur úr menningargeiranum. Skáld og listamenn hafa leyfi til að hafa „ópraktísk" viðhorf af þessu tagi. Það er í lagi. Það er svona mál út af fyrir sig. Aftur á móti er líklegt að allt öðrum augum yrði litið á danskan stjórnmálamann sem talaði sömu tungu og flytti sama boðskap og listamaðurinn. Menn væru fljótir að segja sem svo, að hann hefði nú ekki fylgst með tímanum þessi. Hann væri allur á kafi í gamalli þjóðernisrómantík. Gott ef hann boðaði ekki í reynd skað- lega tortryggni milli þjóða. Og altént væri hann úr takti við hátt- virta kjósendur sem vilja sín þæg- ilegheit og engar refjar um sögu og menninga og svoddan. Meira en svo. Hér á íslandi er þegar talað í þessum dúr um þá stjórnmálamenn sem hugsa með svipuðum hætti og danski lista- maðurinn sem telur að þjóð sín gangi nú lostug og sjálfviljug í dauðann. Gáum að þessu. ÁB þJÓÐVILJINN Síðumúla 37-108 Reykjavík Sími:68 13 33 Símfax:68 19 35 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H.Torfason. Fróttastjóri: SiguröurÁ. Friðþjófsson. A&rir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Garðar Guðjónsson, GuðmundurRúnarHeiðarsson, HeimirMárPétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Lilja Gunnarsdóttir, ÓlafurGíslason, ÞrösturHaraldsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Augiýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi- mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir. Símavarsia: Bára Sigurðardóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðsiu- og afgrei&siustjóri: Guðrún Gísladóttir. Afgrei&8la: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtuma&ur: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Sí&umúla 37, Reykjavík, sími: 68 13 33. Símfax:68 19 35. Auglýsingar: Síðumúla 37, sími 68 13 33. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Askriftarvorð á mánuði: 1100 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 29. mars 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.