Þjóðviljinn - 29.03.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.03.1990, Blaðsíða 5
FORVAL ALÞÝÐUBANDALAGSINS í REYKJAVÍK Sigrún Valbergsdóttir leikstjóri Sigrún Valbergsdóttir er 42 ára, fædd í Hafnarfirði, en ólst upp í Reykjavík. Hún laukstúd- entsprófi frá Verslunarskóla ís- lands 1968 og útskrifaðist úr Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1970. Hún starfaði í V-Þýskalandi í 5 ár sem ritari við háskólann í Aac- hen og stundaði nám í leikhúsf- ræðum við Kölnarháskóla 1975- ‘78. Eftir heimkomu til íslands hefur hún stundað margháttuð störf við leiklist. Um 6 ára skeið var hún framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra leikfélaga en gegnir nú hálfu starfi hjá safna- og listadeild menntamálaráðu- neytisins. Sigrún er formaður Leiklistarsambands íslands, situr í leikhúsráði Alþýðuleikhússins og í stjórn Alþjóða áhugaleik- hússráðsins. Hún hefur leikstýrt 12 leikritum í áhuga- og atvinnu- leikhúsum. Sigrún er gift, á 2 börn og býr fjölskyldan í Vestur- bænum. - Hverjar eru megináherslur þínar í borgarmálum? - Þær snúast um menningarmál hvers konar, uppeldis- og dag- vistarmál, en líka umferðarmál og mengunarvarnir. Ég tel skipta miklu máli að hér í Reykjavík verði reist félagsheimili, menn- ingarmiðstöð, svolítið með öðru sniði en Gerðuberg, sem er gott og gilt. Ég læt mig dreyma um hús þar sem leiksýningar geta átt innhlaup og átt samastað um langt skeið, myndlistar- og kvik- myndasýningar geta farið fram og fólk notið veitinga. Það væri æskilegt að borgin gæti sinnt listastarfsemi enn meir, bæði atvinnu- og áhugafólks. Dagvistir barna eiga að vera forgangsmál, þessi sígilda krafa um að næg dagvistarpláss séu til að nægja eftirspurn og að vistin sé það sveigjanleg að foreldrar geti átt aðgang að þeim eins og hentar sveigjanlegum vinnutíma. Fólk þarf líka að geta komið börnum sínum í dagvist óháð sambúðar- formum. Umferðarmál hér í Reykjavík eru í miklum ólestri og mengun orðið hið versta vandamál. Ætli Hafnarstræti sé ekki orðin meng- aðasta gata Evrópu? Gera þarf átak til að leiða bílana framhjá miðbænum og setja lög og reglur um útblástur bifreiða. Borgaryf- irvöld geta þrýst á slíkt. Ég er reyndar að hugsa um annað en pólitíkina núna, er á kafi í að skipuleggja M-hátíð á Vesturlandi í vor, hún hefst í Reykholti á laugardaginn kl. 14 og heldur svo áfram um Vestur- land fram á vor og haust. ÓHT FRAMBJÓÐENDAKYNNING 3 Gunnlaugur Júlíusson hagfrœðingur GunnlaugurJúlíussoner37 ára, frá Móbergi í Rauðasands- hreppi, V-Barð. Hann laukbú- fræðikandídatsprófi frá Bænda- skólanum á Hvanneyri 1975 og starfaði siðan um 5 ára skeið við sjómennsku og búskap og sem búnaðarráðunautur í Eyjafirði og áVestfjörðum. Hann dvaldist við framhalds- nám í landbúnaðarhagfræði í Sví- þjóð og Danmörku um nokkurra ára skeið, starfaði síðan sem hag- fræðingur Stéttarsambands bænda í 3 ár, en vinnur nú að sérstökum verkefnum fyrir land- búnaðarráðuneytið. Gunnlaugur hefur verið í Alþýðubandalaginu frá 1975 og Birtingu frá 1989. Hann hefur setið í stjórn Sam- taka íslendinga á Norðurlöndum (SÍDS), í stjórn Sambands ís- lenskra námsmanna erlendis (SÍNE), sem varamaður í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) og er nú í stjórn Dansk- íslenska félagsins og stjórn byggðahreyfingarinnar Útvarð- ar. Gunnlaugur hefur sinnt ýms- um félags- og trúnaðarstörfum fyrir bændasamtökin og var með- al annars í 2 ár formaður fyrir ritaranefnd Norrænu bændasam- takanna (NBC). Gunnlaugur býr ásamt konu og tveim börnum í Fossvogshverfi. - Hvað vilt þú leggja áherslu á í borgarmálum? - Tveir flokkar eru mér efstir í huga: Annars vegar fjöl- skyldupólitík, það er að segja launamál, dagvistir, málefni aldr- aðra osfrv. Eg vil að borgaryfir- völd einbeiti sér að málefnum fjölskyldunnar í víðu samhengi. Hins vegar er það umhverfis- stefnan. Hún lýtur bæði að ásýnd borgarinnar og því umhverfi sem fólkið hrærist í. Tvö dæmi um hættulega þróun í því efni eru hinar óhugnanlegur ráðagerðir um að malbika Fossvogsdalinn og svo það hvernig gamli miðbær- inn er að trosna upp. - Nú ert þú virkur í byggða- hreyfingunni Útverði. Hvað viltu segja um samskipti Reykjavíkur og landsbyggðar? - Sá yfirgangur sem borgar- stjóri hefur sýnt nágrannabyggð- arlögunum og hrokinn í garð landsbyggðarinnar er yfirgengi- legur. Landsbyggðin þarf sína höfuðborg og eins þarf Höfuð- borgin sinn bakhjarl og þar þarf að vera samvinna og jafnvægi á milli. - Nú ert þú félagi í Birtingu. Hvernig líst þér á þá þróun sem orðið hefur með Nýjum Vettvangi og sumirfélagar þínir þar styðja? - Birting hefur verið skemmti- legur vettvangur fyrir gefandi umræðu um pólitíska hugmynda- fræði og nýja fleti á þeim vett- vangi. Því miður náðist ekki að sameina fólk um að samfylkja öllum íhaldsandstæðingum og mér fannst ekki freistandi að styðja Nýjan vettvang, þegar ekki var lengur um þann mögu- leika að ræða því þetta mál er allt annars eðlis. Haraldur Jóhannsson hagfrœðingur Haraldur Jóhannsson hagfræð- ingur er 63 ára, fæddur í Reykjavík, en upp alinn á Akranesi. Hann var formaður stjórnar Út- flutningssjóðs 1957-60, lektor í hag- fræði við Háskólann í Malaja 1964-68 og við Háskólann á Witwatersrand í Jóhannesarborg 1969-71 og hagfræð- ingur hjá Framkvæmdastofnun ríkis- ins en hefur síðan unnið sjálfstætt. Hann hefur skrifað fjölda greina í blöð og tímarit og samið og þýtt um tuttugu bækur. - Hvers vegna gekkstu til for- valsins? - Vegna þess, að nokkrir sem ég hvatti til þátttöku gáfu ekki kost á sér. Að vanda, og af fullri þörf, hefur Al- þýðubandalagið lagt megináherslu á velferðarmál, einkum barna og aldr- aðra, en mér finnst kominn tími til að skoða að nýju skipan bæjar- og sveitarstjórnarmála á höfuðborgar- svæðinu, t.d. sameiningu Reykja- víkur, Kópavogs og Seltjarnarness í eitt borgarfélag, og þá með hverfa- skiptingu ,-ogjafnvelGarðabæjarog Mosfellsbæjar. Þá tel ég, að fjölga beri borgarfulltrúum í Reykjavík að óbreyttri skipan mála. Þeir eru nú færri en þingmenn borgarinnar, og mun það einsdæmi um höfuðborg. Þá tel ég, að Reykjavíkurborg beri að ganga til samstarfs við aðiia sem hyggja á gerð ganga undir Hvalfjörð. Sú samgöngubót kæmi Reykjavík best. - Hvað finnst þér um staðsetningu ráðhússins og kúluna yfir hitaveitu- geymunum á Öskjuhlíð? - Ráðhúsinu var illa valinn staður. f því tilliti mætti benda á, að Arnar- hóll er ekki sá útivistarstaður sem hann áður var. Ég er hins vegar ekki eins óánægður með veitingastaðinn yfir hitaveitugeymunum eins og flest- ir Alþýðubandalagsmenn, þótt íburð- ur sé of mikill. f vaxandi ferðamanna- borg kann hann að eiga nokkurn rétt á sér. - Hvað finnst þér um Birtingu og Nýjan vettvang? - Sótt var á um framboð þeirra frá vinstri til hægri, ef svo má að orði komast, bæði í Alþýðubandalaginu og Alþýðuflokknum. Framboð þeirra er þannig flótti frá sósíalískum og al- þýðlegum stefnumiðum beggja flokk- anna. Til framboðsins gengur líka fólk úr öðrum flokkum, jafnvel Sjálf- stæðisflokknum. Engin, alls engin stefnumál hafa verið sett fram, og segir það sína sögu. - Heldur þú, að Birting klofni úr Alþýðubandalaginu? -Ég er þess fullviss, að þorri Birtingarmanna verður kyrr. Og skrifað stendur, að einn iðrandi synd- ari veki meiri fögnuð en 99 réttlátir. - Á landsfundinum í haust æsktir þú aukaaðildar Alþýðubandalagsins að II Alþjóðasambandinu? - Já, og raunar allt frá 1978. Á það sér langan aðdraganda. Allt frá 1951- 52, þegar ég skrifaði í Þjóðviljann flokk greina, „Línur frá Lundúnum“, hef ég viljað aðlögun hefðbundinna sósíalískra stefnumiða að íslenskum aðstæðum. Óbeinlínis varð ég upp- hafsmaður þess, að Sósíalistaflokkur- inn samdi sér nýja stefnuskrá um 1960, „Leið íslands til sósíalisma“. Ég tel, að hinar sögulegu ástæður fyrir aðskilnaði Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins séu brott fallnar. En ítarlegar málefnalegar umræður þurfa að fara á undan samfærslu flokkanna. Tilraunir til niðurfellingar A-lista í Reykjavík nú og lokkun Al- þýðuflokksins frá sósíaldemókrat- ískum stefnumiðum þjónar ekki þeim tilgangi. Varla fyrirverður Alþýðu- flokkurinn sig fyrir velferðarríkið, sem sósialdemókratískir flokkar hafa lagt mest til? Páll Valdimarsson línumaður Páll Valdimarsson er35 ára.'af Akranesi, og stundaði þarsjó- mennsku og verkamannavinnu þartil hannfluttisttil Reykjavíkur 1977. Síðan hefur hann aðallega starfað hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og er þar nú línumaður. Hann gekk til liðs við Alþýðubandalag- ið á Akranesi 1974 og sat þar m. a. í stjórn. Sem félagi í ABR situr hann í stjórn verkalýðsmálaráðs og í borgarmálaráði, í atvinnu- málanefnd Reykjavíkurborgar og í miðstjóm Alþýðubandalags- ins. Hann á sæti í stjórn Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar og er yfirtrúnaðarmaður félagsins hjá Reykjavíkurborg. Páll býr með konu sinni og einu barni í Þingholtunum. - Hvað er þér efst í huga varð- andi áherslur í borgarmálum? - Hér vantar samfelldan skóla- dag fyrir 6-12 ára böm. Það þarf að koma í veg fyrir að skólar og almenn þjónusta verði rekin á vegum einkaaðila, þetta á að vera hluti af samneyslunni eins og hingað til. í atvinnumálum þarf breytta stefnu. Hér hafa að meðaltali verið um 1000 manns atvinnu- lausir undanfarin 2 ár. f sumar bætast við um 2000 skólanem- endur sem þurfa að fá vinnu til að flosna ekki upp frá námi. Það þarf meiri framleiðsluiðnað í Reykjavík. Ég tel líka kominn tíma til að þetta stór-Hafnarfjarðarsvæði sem ég kalla, með Reykjavík og svefnbæjum nágrannabyggðar- laganna, verði sameinað í eina hverfaskipta höfuðborg. - Hvað um framboðsmál og klofning í Reykjavík? - Mér fannst yfirlýsing ÆFR furðuleg, það félag ætti frekar að skerpa á pólitíkinni, gera hana róttækari, í stað þess að verða kratískari. Ég hef ekki alveg átt- að mig á því hvert Birting var að fara upp á síðkastið, en nú virðist leið þeirra félagsmanna vera greið í Alþýðuflokkinn og þá skapast ef til vill vinnufriður í Al- þýðubandalaginu svo það geti snúið sér að því að vera sósíalísk- ur verkalýðsflokkur eins og það var stofnað til að vera. - Hvað segirðu um síðustu kjarasamninga? - Ég var á móti þessum löngu bindingum í þeim, sem voru 10 mánuðum of langar, vegna þenslu sem getur skapast á síð- ustu mánuðum ársins. Ég er hræddur um að fólk eigi eftir að sjá eftir þessu. Þegar samning- arnir renna út á næsta ári og lægstu laun nema 43 þús. kr. þá mun fólk sjá mikla gjá milli þeirra sem verst eru settir og hinna. Hugsanlegt álver á líka eftir að setja strik í þennan reikning. Ágústsdóttir borgarfulltrúi Guðrún Ágústsdóttir er 43 ára Reykvíkingur. Hún lauk Kvenna- skólaprófi 1964 og hefur m.a. starfað við Hjúkrunarskóla (s- lands. Hún hefur verið aðstoðar- maður menntamálaráðherrafrá haustinu 1988. Hún gekk í Alþýðubandalagið 1974 og settist þá í borgarmála- ráð, var stjórnarformaður SVR 1978-‘82 og kosin borgarfulltrúi ABR 1982 og aftur 1986. Hún hefur m.a. setið í félagsmála- ráði, skipulagsnefnd Reykjavík- urborgar og bygginganefnd aldr- aðra. Hún hefur setið í stjórn ABR, m.a. sem varaformaður, og í framkvæmdastjórn og mið- stjórn flokksins. Hún starfaði með Rauðsokkahreyfingunni frá 1970 og hefur setið í fram- kvæmdanefnd um launamál kvenna frá 1983. Guðrún á 3 börn og býr í Árbæjarhverfi. - Hverjar eru helstu áherslur þínar í borgarmálum? - Stjórnun borgarinnar þarf að verða lýðræðislegri og í meiri tengslum við íbúana. Alþýðu- bandalagið hefur lengi lagt til að stofnuð verði hverfaráð í Reykja- vík, sem fjalli um öll málefni við- komandi hverfis, geri tillögur og geti haft áhrif á forgangsröðun verkefna. Á sama hátt er mikil- vægt að skipta Reykjavík í skóla- hverfi til að færa ábyrgð og vald til fólksins sjálfs. Sú þróun er hættuleg sem nú hefur leitt til þess að alltof mikið vald er í tveim höndum borgarstjórans. Áherslumar eru kolrangar í borgarmálunum núna. Einn ljót- asti bletturinn á ferli Sjálfstæðis- flokksins er skortur á íbúðum með mismikla þjónustu fyrir aldraða borgarbúa. Engin ný sér- hönnuð leiguíbúð hefur verið tekin í notkun frá vordögum 1986. Þrátt fyrir tillögur okkar á hverju ári um heimilisþjónustu fyrir aldraða um helgar er slík þjónusta enn bönnuð í Reykja- vík. Af öðrum félagsmálum eru dagvistarmálin brýnust, Reykja- vík stendur sig verst allra höfuð- borga á Norðurlöndum hvað varðar dagvistarrými. Umhverfismálin era eitt brýn- asta verkefni næstu ára og þar skiptir stefnan í umferðarmálum miklu máli. 50% loftmengunar eru vegna einkabflaumferðar. Við eigum flesta bfla pr. íbúa. Stórbæta þarf almenningsam- göngur og þar verður að leita nýrra leiða. Ég lít á það sem mjög brýnt verkefni nasstu ára að halda áfram viðræðum við íhaldsand- stæðinga um samblástur gegn því. En hvernig sem ffamvindan verður er ég fús til allra góðra verka sem flokkurinn kann að fela mér. ÓHT Fimmtudagur 29. mars 1990 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA :5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.