Þjóðviljinn - 29.03.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 29.03.1990, Blaðsíða 11
_______SKÁK_____ Gönguhrólfar og setuliðsmenn Stundum kemur það fyrir að skákmeistaramir hugsa svo fast og leika svo djúpa og snjalla leiki að vesæll áhorfandi veit ekkert hvað um er að vera. Þá hættir maður að horfa á sýningarborðin en fer að virða meistarana fyrir sér og fylgjast með atferli þeirra. í grófum dráttum má skipta skákmönnum í tvo flokka. Skák- menn í öðrum flokknum em sí- fellt á iði, virðast hugsa lítið en standa upp, ganga um og skoða stöðurnar á öðrum borðum. í þessum hópi er Rússinn Dol- matov. Hann gengur nær látlaust um gólf hægum skrefum, ca 2 km á klukkustund, þannig að hann fer um 10 km í umferð. Hann gengur að vísu svo hægt að hann yrði tvo daga að ganga eina venjulega Keflavíkurgöngu. Landi hans Ivanov er miklu hvat- legri. Hann skálmar um og svei- flar höndunum lítillega, er líklega að gera einhverjar líkamsæfing- ar. Að vísu gengur hann minna en Dolmatov en er miklum mun fljótari þannig að hann yrði ekki nema hálfan dag að ganga frá Keflavík. Aðrir eru í setuliðinu. Jón L. Árnason situr t.d. prúður og óhagganlegur allan tímann og sést ekki hvort honum líkar stað- an vel eða illa. En Bandaríkja- maðurinn Browne er einn sá á- kafasti setumaður sem augum getur að líta. Hann situr af öllu afli við borðið og teflir svo kapps- amlega að það er eins og hann þurfi að ljúka skákinni áður en heimsendir skellur yfir. Hann stendur aldrei upp nema til að ná sér í kaffi og ómælt af sykri saman við, sem hann stappar beinlínis saman við kaffið með teskeið. Svona kröftugar setur kosta nefnilega mikla orku. Karl Þorsteins byrjaði vel, m.a. með góðum sigri yfir Browne en síðan komu nokkur slæm töp. í níundu umferð komst vinningsvélin hans aftur í gang og hann lagði Rússann Ivanov. Fyrri hluti skákarinnar einkenndist af miklum tilfærslum en hvorugur lagði til beinnar atlögu. Eftir drottningakaup kom á daginn að staða Karls var betri. Hvítt: A. Ivanov Svart: Karl Þorsteins Sikileyjarvörn 1. e4 - c5 2. Rf3 - e6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - d6 6. f4 - a6 7. Df3 - Db6 8. Rb3 - Dc7 9. Bd3 - b5 10. a4 - b4 11. Rdl - Rb-d7 12. Rf2 - Bb7 13. Bd2 - a5 14. 0-0 - Be7 15. c3 - bxc3 16. Bxc3 - 0-0 17. Dh3 - e5 18. Ha-cl - Dd8 19. Bb5 - exf4 20. Hf-dl - Db6 21. Bd4 - Rc5 22. Df5 - Bc8 23. Dxf4 - Be6 24. Hc3 - Hf-d8 25. Rd2 - Rh5 26. Df3 - Rf6 27. b3 - Db7 28. e5 - Dxf3 29. HxD - dxe>5 30. Bxe5 - Rg4 Þessi staða er býsna vandasöm en skemmtileg. Hvítur á mögu- leika á að skapa sér fjarlægt frí- peð á drottningarvæng og ætlar sér að sækja að a-peði svarts. Þá hefði hann tvö samstæð frípeð og ætti vísan vinning. En miðtaflið er ekki búið þótt drottningarnar séu horfnar. Hvíta kóngsstaðan er dálítið varasöm ensvarti kóng- urinn á hinn bóginn fullkomlega öruggur. Framundan eru miklar tilfæringar þar sem svörtu menn- irnir ná betur saman en þeir hvítu. Hvítur má nú alls ekki drepa á g4, 31. Rxg4 vegna Bxg4 og tapar skiptamun. Svartur hót- ar nú Rxf2 og Rc-e4 til að nýta sér að Rd2 er leppur. 31. Bc7 - Hd4 32. Rc4 - Hxdl 33. Rxdl - Re4 Hér ætti hvítur að leika 34. Bb6 eða 34. h3 Bc5+ 35. Khl Rg-f6 og svartur stendur betur. Hann á möguleikann Bd5 með áfram- haldandi þrýstingi á kóngsvæng hvíts. 34. Re3 - Bc5 35. Bb6 - Re5 Með þessum góða leik tekst svarti að halda svartreita bisk- upnum sínum og viðhalda leppun riddarans á e3. Hvítur verður að drepa riddarann. 36. RxeS - Bxb6 37. Rc4 - ... Ekki gekk 37. Bc6 Hc8 38. Bxe4 Hcl+ 39. Hfl Bxe3+ og hvítur verður mát. 37. ... - Rxc4 38. Bxc4 - ... Eða 38. bxc4 Hd8 og vinnur. 38. ... - Rd2 39. Hg3 - Rxc4 40. bxc4 - f5 Lokastaðan. Riddarinn er svo þrælslega leppaður að engin leið er að losna og svartur vinnur hann einfaldlega með f5-f4. Það hefði engu breytt þótt hvítur hefði leikið hróknum til h3 í 39. leik því þá kæmi He8 og og f5-f4. Þessi ágæti sigur Karls er vonandi merki þess að hann sé aftur kom- inn í stuð. Þröstur Árnason hefur teflt vel á mótinu og lagði Þjóðverjann Brendel í níundu umferð með snarpri kóngssókn. Hvítt: O. Brendel Svart: Þröstur Árnason Við komum til leiks þegar leiknir hafa verið 22 leikir. Hvít- ur seildist eftir peði en sá biti verður honum til lítillar gleði því svartur nær nú óstöðvandi kóngs- sókn. Menn hvíts ná illa saman og allir svörtu mennirnir komnir á vettvang. 23. Be4 - c3 Svartur hótar einfaldlega Db4 (b3) Da3 og Db2 mát. Svar hvíts er þvingað. 24. a3 - cxb2 27. Ka2 - Dxd4 25. Hd3 - Hc3 28. Bd3 - Da4 26. Hxc3 - Bxc3 Þetta er staða þar sem mislitir biskupar nýtast vel til sóknar. Svartur er eiginlega manni yfir því hvíti biskupinn er vitagagns- laus. Hvítur á ekkert eftir nema nokkrar örvæntingarfórnir. 29. f6 - b4 30. Bxh7+ - Kh8 31. fxg7+ - Kxg7 Hvítur gafst upp því mátið blasir við. Snaggaralegur sigur hjá Þresti. Hvítt: Tómas Björnsson Svart: R. Wessmann Tómas Björnsson hafði svart gegn Svíanum R. Wessmann og fékk þessa stöðu upp eftir tólfta leik. Svartur var að leika Da5-b6 en hefði betur farið í kaup á e5. T.d. 12...Dxe5 13. fxe5 Rd5 14. Bxe7 Rxe7 15. Bb5 og það hlýtur að kosta svart a.m.k. peð að losa um sig. Þetta var þó skárri kost- urinn því Tómas lék: 13. Ra4 - Dc6 Ekki 13. ... Db4 vegna 14. Hd4 og eftir Rd7 15. Hxb4 Rxe5 16. Bxe7 hefur hvítur unnið mann. 14. Bb5 - Rd7 Svartur grípur til örþrifaráða því engin önnur eru til. Eftir 14. ... Dxg215. Hh-gl Dxh216. Bxf6 Bxf6 17. Dxf6 hefur hvítur unnið mann og mátar fljótlega. 15. De2 - ... Nú á svarta drottningin engan reit á borðinu, er eiginlega “mát á miðju borði“. Svartur lét hana því flakka fyrir tvo létta menn: 15. ... - Bxg5 16. Bxc6 - Bxf4+ 17. Kbl - bxc6 en Tómas vann örugglega þótt Svíinn þvældi taflið áfram í tut- tugu leiki. Jón Torfason fMómnuiNM FYRIR 50 ÁRUM Nýtt tímarit hefur hafið göngu sína. Mál og menning hefur hafið útgáfu á nýju tímariti, er koma á í stað ársritsins Rauðra penna er átt hefur miklum vinsældum að fagna, og litla tímaritsins, sem fylgt hefur bókum félagsins. Nafn nýja tímaritsins er „Tímarit Máls og menningar", og er fyrsta heft- ið nýkomið út Ritstjóri Tímaritsins er Kristinn E. Ándrésson. f DAG 29. mars fimmtudagur. 88. dagur ársins. Sólarupprás í Reykjavík kl. 6.57- sólarlag kl. 20.10. Viðburðir Iðja, félag verksmiðjufólks á Ak- ureyri stofnaö 1936. Heklugos 1947. DAGBÓK APÓTEK Reykjavfk: Helgar- og kvöldvarsla lyfjabúöa vikuna 23. til 29. mars er í Laugarness Apóteki og Árbæjar Apóteki. Fyrmefnda apótekiö er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22 til 9 (til 10 frídaga). Siðarnef nda apótekiö er opiö á kvöldin 18 til 22 virk daga og á laugardögum 9 til 22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík...........sfmi 1 11 66 Kópavogur...........slmi 4 12 00 Seltjarnarnes.......slmi 1 84 55 Hafnarfjörður.......sími 5 11 66 Garðabær............sími 5 11 66 Slökkvillö og sjúkrabflar: Reykjavík...........sími 1 11 00 Kópavogur...........sími 1 11 00 Seltjamarnes........sími 1 11 00 Hafnarfjörður.......sfmi 5 11 00 Garðabær............sfmi 5 11 00 LÆKNAR Læknavaktfyrir Reykjavfk, Seltjarn- arnes, og Kópavog er í Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til kl. 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, síma- ráðleggingarog tímapantanir ísíma 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfja- þjónustu eru gefnar i simsvara 18888. Borgarspftallnn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspftal- Inn: Göngudeildin er opin kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarspítalans eropin all- an sólarhrínginn simi 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garöaflöt sími65666, upplýsingar um vaktlækna Sfmi51100. Akureyrl: Dagvakt kl 8 til 17 á Lækna- miðstöðinni sfmi: 23222, hjáslökkvilið- inu sfmi 22222. hjá Akureyrar Apóteki sími 22445. Farslmi vaktlæknis 985- 23221. Keflavfk: Dagvakt. Uppjýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna sfmi 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartfmar. Landspftalinn: Alla daga 15 til 16 og 19 til 20. Borgarspftal- Inn: Virkadaga 18:30 til 19:30, umhelg- ar 15 til 18 og eftir samkomulagi. Fæð- ingardelld Landspítalans: 15 til 16. Feðratími 19.30 til 20.30. Öldrunar- lækningadelld Landspftalans Hátúni 10 B. Alla daga 14 til 20 og eftirsamkomu lagi. Grensásdeild Borgarspitala: Virka daga 16 til 19, helgar 14 til 19.30. Heilsuverndarstöðln við Barónsstíg opinalladaga 15 til 16og 18.30 til 19.30. Landakotsspftali: Alla daga 15 til 16 og 18.30 til 19. Barndelld: Heimsóknirann- arraenforeldrakl. 16til 17daglega. St.Jósefsspftaii Hafnarfirði: Alladaga 15 til 16 og 19 til 19.30. Kleppsspftal- inn: Alla daga 15 til 16 og 18.30 til 19. Vestmannaeyjum: Alla virka daga 15 til 16 og 19 til 19.30. Sjúkrahús Akra- ness: Alladaga 15.30 til 16og 19til 19.30. Sjúkrahúsið Húsavfk: Alla daga 15 til 16 og 19.30 til 20. YMISLEGT Hjálparstöð RKÍ: Neyðarathvarf fyrir unglinga, Tjarnargötu 35. Sími: 622266, opiö allan sólarhringinn. Sátfræðlstöðin. Ráðgjöf ísálfræði- legum efnum. Sími: 687075. MS-félagið, Álandi 13. Opið virkadaga frá kl. 8 til 17. Sfminn er 688620. Kvennaráðgjöfln Hlaðvarpanum Vest- urgötu 3. Opið þriðjudaga kl. 20 til 22, fimmtudaga 13.30 til 15.30 og kl. 20til 22, sfmi 21500, sfmsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra, sem orðiö hafa fyrir sifjaspellum, sfmi 21500, sfm- svari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beintsamband við lækni/hjúlrunarfræð- ing á miðvikudögum kl. 18 til 19, annars símsvari. Samtök um kvennaathvarf, sfml 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrirkonur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrirnauðgun. Samtökin 78. Svarað er f upplýsinga- og ráðgjafarslma fólags lesbfa og homma á mánudags- og fimmtudags- kvöldum kl. 21 til 23. Sfmsvari á öðrum tímum. Siminn er 91-28539. Bllanavakt rafmagns- og hitaveitu: simi: 27311. Rafmagnsveita bilanávaktsími: 686230. Rafvelta Hafnarf jarðar: Bilanavakt, sfmi: 652936. Vlnnuhópur um sif jaspellamál. Sfmi 21260allavirkadagakl. 13til 17. Lögfræðlaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt f síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Oplð hús" krabbameinssjúkllnga Skógarhlíð 8 er „Opið hús“ fyriralla krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögum kl. 17 til 19. Samtök áhugaf ólks um alnæmls- vandann sem vilja styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið f sfma 91 -2240 alla virka daga. Stfgamót, miðstöð fyrir konur og böm sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ráðgjöf, fraeðsla, upplýsingar. - Vestur- götu3, R. Sfmar: 91 -626868 og 91 -626878 allan sól- arhringinn. GENGIÐ 26. mars 1990 Bandaríkjadollar............. 61,70000 Sterlingspund................ 99,47900 Kanadadollar................. 52,41000 Dönsk króna................... 9,42340 Norsk króna................... 9,31180 Sænsk króna................... 9,97090 Finnskt mark................. 15,24770 Franskur franki.............. 10,68210 Belgískur franki.............. 1,73630 Svissneskur franki........... 40,55210 Hollenskt gyllini............ 31,96480 Vesturþýskt mark............. 35,96930 Itölsk líra................... 0,04885 Austurrískur sch.............. 5,11080 Portúg. escudo................ 0,40690 Spánskur peseti............... 0,56210 Japanskt jen.................. 0,39535 Irskt pund................... 96,02700 KROSSGATA Lárétt: 1 merkjamál 4 bundin 6 þvinga 7gras- flötur 9 fals 12 morkna 14skagi15þreýtu16 krafsi 19 hljóði 20 gagnslaus21 formóð- irin Lóðrátt: 2 kúga 3 milli- bil 4 löngun 5 eyði 7 flækjur8berja10ko- sinn11 lumma13to- gaði 17 greinar 18 sefa Lausn á sfðustu krossgátu Lárótt: 1 póll4þefa6 áir 7 lakk 9 ábót 12 vitur 14nfa15ern16lfkan 19seim20unir21 narra Lóðrótt: 2 óra 3 laki 4 þráu5fró7lánast8 kvalin10brenna11 tindra13tfk17fma18 aur Fimmtudagur 29. mars 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.