Þjóðviljinn - 29.03.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.03.1990, Blaðsíða 2
FRETTIR Vegaáœtlun Kreppan bitnar á framkvæmdum Breytingar á vegaáætlun: Vegna ástands efnahagsmála og aðhaldsaðgerða aukastframlög til vegaframkvœmda ekki á þessu ári eins og stefnt var að ályktunartillögunni segir að með vegna aðhaldsaðgerða í verð- mála í ár. í vegaáætlun fyrir árin Lögð hefur verið fram á Alþingi þingsályktunartillaga á vegum rfldsstjórnarinnar um breytingar á vegaáætlun sem hafa munu í för með sér að sú aukning sem sam- gönguráðherra Steingrímur J Sigfússon hafði stefnt að í vega- framkvæmdum verður ekki. Samkvæmt ályktuninni verða framlög til vegamála í ár heldur lægri en síðustu tvö ár en heldur hærri en þau voru á árinu 1987. í athugasemdum með þings- samþykkt vegaáætlunar á Al- þingi síðast liðið vor hafi verið mörkuð sú stefna að ráðist skyldi af auknum krafti í ýmis stórverk- efni, svo sem jarðgöng, stórbrýr og framkvæmdir á höfuðborgar- svæðinu. Stefnumörkun þessi hafi byggt á auknu fé til vega- gerðar þannig að þessi verkefni væru möguleg ásamt hefðbundn- um verkefnum. Við þau þröngu efnahagsskilyrði sem nú ríki og lagsmálum, sem ma. tengist ný- gerðum kjarasamningum, hafi hins vegar ekki reynst unnt að auka fjármagn til þessara hluta í ár. Árið 1987 fóru samtals í fjár- veitingum og lánsfé 4,4 miljarðar til vegamála hér á landi, 4,8 milj- arðar árið 1988, 4,7 miljarðar árið 1989 og samkvæmt fram- lagðri þingsályktunartillögu munu fara 4,5 miljarðar til vega- 1989-1990 var hins vegar gert ráð fyrir að 5,3 miljarðar færu til vegamála en sú upphæð var síðan lækkuð í 4,6 miljarða og í fjár- aukalögum er gert ráð fyrir enn meiri lækkun upp á 79 miljónir. Af þessum sökum verður ekki komist hjá að endurskoða áætl- unina fyrir yfirstandandi ár, segir í athugasemdum. Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra sagði ályktunina fela í sér að dregið væri úr fjár- veitingum til allra meginútgjalda- þátta miðað við þá vegaáætlun sem samþykkt var í fyrravor. „Þetta þýðir í sem stystu máli að í stað þess að auka framkvæmdir verulega eins og ætlunin var, verða framkvæmdir svipaðar á þessu ári og þær hafa verið und- anfarin tvö ár og nokkru meiri en árið 1987,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon samgönguráðherra. -hmp Virðisaukinn Fyrsta inn- heimta góð Um 900 miljónir innheimtar í tolli áfyrsta gjald- daga en 40 miljónir í vanskilum. Óvissa um skil á fyrsta almenna gjalddaga þann 5. apríl Guðrún Ásta Sigurðardóttir deildarstjóri I fjármálaráðu- neytinu segir fyrstu innheimtu virðisaukaskatts i tolli þann 15. mars hafa gengið nokkuð vel. Alls innheimtust 900 miljónir króna í virðisaukaskatti fyrir janúar og febrúar á þessum fyrsta gjald- daga frá því virðisaukaskatturinn var tekinn upp en um 40 milljónir eru enn útistandandi. í fjármálaráðuneytinu biðu menn spenntir eftir því að sjá hver skilin á vsk. í tolli yrðu en ákveðinn frestur var gefinn á greiðslu vsk. af innflutningi til að- lögunar fyrir innflytjendur. Guð- rún Ásta sagði ráðuneytið frekar sátt við þessa niðurstöðu. Á þriðjudag sendi ríkisskatt- stjóri síðan út gíróseðla til al- mennra greiðenda virðisauka- skatts sem hefur gjalddaga þann 5. apríl. Nokkuróvissaríkirífjár- málaráðuneytinu um inn- heimtuna þar sem ákveðinn hluti heildarinnheimtu endurgreiðist til fiskvinnslu og húsbyggjenda og ákveðinn hluti virðisauka- skatts greiðist einnig til baka vegna matvæla. Sérfræðingar ráðuneytisins reikna með að brúttóinnheimta verði um 6 miljarðar á mánaðar- grundvelli og að eftir endur- greiðslur standi eftir um 3,5 milj- arðar í ríkiskassanum. Bolli Bollason hagfræðingur í fjár- málaráðuneytinu segir spennandi að sjá hvernig virðisaukaskatts- kerfið virki með tilliti til endur- greiðslukerfisins, en vildi ekkert segja um það fyrr en niðurstaða lægi fyrir eftir fyrsta gjalddaga. Annar gjalddagi virðisauka- skatts er 5. júní. _hmp fslensklr matreiðslu- og framreiðslunemar gerðu góða ferð til Stafangurs í Noregi á dögunum þar sem þeir tóku þátt í Norðurlandakeppni nema í þessum greinum. Framreiðslunemarnir unnu sína keppni og matreiðslunemarnir urðu númer tvö í sínum flokki. í gær var |',:>'m haldið hóf í Holiday Inn og sjást þeir hér á myndinni talið frá vinstri: Helga Björg Finnsdóttir og Fjóla Guðnad' ; matreiðslunemar, Sigrún Kr. Magnúsdóttir frkvstj. Sambands veitinga- og gistihúsa sem tók þátt í skipulagningu keppninnar, Halldór Malmberg leiðbeinandi framreiðslunemanna og gullverðlaunahafarnir með bikarinn á milli sín: Gunnar Már Geirsson og Arnar Þór Vilhjálmsson. Mynd: Jim Smart. Mengun Fengu ekki fjárveitingu Hollustuvernd ríkisins hefur ekki aðstöðu til aðfylgjast með PCB- mengun hér á landi Við sóttum um fjárveitingu fyrir 2-3 árum tfl þess að kanna hvar eiturefninu PCB hefði verið fargað hér á landi en fengum synjun. Við höfum þess vegna ekki haft aðstöðu til að fylgjast með því sem skyldi, sagði Olafur Pétursson forstöðumaður mengunarvarna hjá Hollustu- vernd ríkisins í viðtali við Þjóð- viljann í gær. Það hefur komið fram í fréttum að eigendur jarðarinnar Eiðis á Langanesi hafa höfðað mál á hendur bandaríska hernum vegna mengunar af völdum raf- þétta og rafspenna sem innihéldu eiturefnið PCB. Tækjunum var fargað á sorphaugum hersins á Heiðarfjalli á árunum 1956-69 en þá rak herinn ratsjárstöð á fjall- inu. Er talið að 5 miljónir rúm- metra í fjallinu séu mengaðir og mun mengunin berast í grunnvatnið eftir nokkur ár. Sú spurning hefur vaknað hvort sambærileg mengun hafi átt sér stað á öðrum athafnasvæðum bandaríska hersins hér á landi, til dæmis á Straumsnesfjalli, Stokksnesi eða í Hvalfirði. Ólafur Pétursson sagði að starfs- menn Hollustuverndar grunaði að tækjum sem innihalda PCB hefði verið fargað víða um land og ekki bara af bandaríska hern- um. „Þetta lá lengi í þagnargildi en á undanförnum árum hefur hafist umræða um PCB-mengun. Við mældum slíka mengun á Austur- landi fyrir allnokkru og í Sunda- höfn í fyrra en höfum ekki haft aðstöðu til að fylgjast með þróun- inni. Okkur grunar að tækjum sem innihalda PCB hafi víða ver- ið fargað hér á landi. Við höfum ekki haldið uppi reglubundinni könnun á því,“ sagði Ólafur. -ÞH Stefnumót í Iðnó Leikarar Þjóðleikhússins bregða í dag undir sig betri fætinum og flytja leiksýninguna Stefnumót úr Þjóðleikhúsinu í Iðnó vegna endurbóta á Þjóðleikhúsinu. Svo skemmtilega vill til að þrír leikar- anna hófu leikferil sinn sem at- vinnuleikarar við frumsýningu á Kaupmanni í Feneyjum í Iðnó í mars 1945, þannig að þeir eiga núna 45 ára leikafmæli. Þetta eru þeir Róbert Arnfinnsson, Bald- vin Halldórsson og Gunnar Eyjólfsson. Aðrir leikarar í sýn- ingunni geta einnig minnst fyrri leiksigra í Iðnó. Grímutölt í Reiðhöllinni Á morgun, föstudag, verður keppt í Grímutölti í Reiðhöllinni en þátttakendur verða að hlíta þeirri reglu að knapi má ekki þekkjast og verður því að skreyta sig og hest sinn að vild. Við verð- Frá æfingu á Hjartatrompetinum. Hjartatrompet íslenska leikhússins Nýtt íslenskt atvinnuleikhús frumsýnir í kvöld nýtt íslenskt leikrit. Leikhúsið kallast íslenska leikhúsið, en markmið þess er að setja upp íslensk verk og hvetja unga rithöfunda til leikritunar. Leikritið sem frumsýnt verður í kvöld er eftir Kristínu Ómarsdóttur og nefnist „Hjartatrompet". Leikstjóri er Pétur Einarsson. Að íslenska leikhús- inu standa auk þeirra Kristínar og Péturs leikararnir Guðlaug María Bjamadóttir, Halldór Björnsson, Þórarinn Eyfjörð og Þórdís Arnl- jótsdóttir auk Höllu Helgadóttur búningahönnuðar og Ingileifar Thorlacius leikmyndateiknara. Sýnt er í Leikhúsi Frú Emilíu í Skei- funni 3C og hefst sýning kl. 20.30. Næstu sýningar eru á laugardag og sunnudag en leikritið verður aðeins sýnt 12 sinnum. launaafhendingu fella knapar grímu. Keppt er í tveimur flokk- um, flokki fuilorðinna og í flokki 16 ára og ungri. Fyrir fimm efstu sæti í báðum flokkum verður veittur bikar til eignar. Þetta er í annað skipti sem keppt er í þess- ari grein á vegum Reiðskólans og vann fuglahræða fyrstu verðlaun fyrir búning í fyrra skiptið. Grímutöltið hefst kl. 21. Skilafrestur að renna út Frestur til að skila verkum í verð- launasamkeppni á sviði lista meðal ungs fólks rennur út 31. mars. Það er Listahátíð í Reykja- vík sem stendur að keppninni með stuðningi íslandsbanka, sem kostar framkvæmd hennar og leggur til verðlaunafé að upphæð 400 þúsund krónur. Þátttakendur geta skilað inn hverju sem er, svo fremi sem það með nokkru móti getur talist einhverskonar list. Þegar hafa borist á þriðja hundr- að verk í keppnina; ljóð, sögur, myndverk, tónsmíðar, kvik- myndir og dansverk. Stjórn List- ahátíðar hefur þó lýst yfir sér- stökum áhuga á verkum sem samin eru út frá grunnhugmynd- inni „íslendingur og haf“, en það er einungis ábending en ekki skil- yrði fyrir þátttöku. Þátttakendur skulu vera 19 ára og yngri og er þá miðað við skiladag. Verk má senda eða skila á skrifstofu Lista- hátíðar, Gimli við Lækjargötu, 101 Reykjavík. Brynja Bene- diktsdóttir, formaður Bandalags íslenskra listamanna, er í forsæti dómnefndar. Úrslit verða kunn- gerð við opnun Listahátíðar í júní í sumar. Sendiráð hættir Sendiráð Þýska alþýðulýðveldis- ins á Islandi að Ægissíðu 78 hættir starfsemi sinni frá og með 1. apríl nk. Starfsemin flyst í sendiráð DDR í Osló, Drammensveien 111 B, 0273 Osló 2, sími 43 12 80. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 29. mars 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.