Þjóðviljinn - 31.03.1990, Blaðsíða 9
Guðmundur Árni Jóhann
Hafnarfjarðarlistar
Framboðum fækkar
Endurnýjun í efstu sætum Sjálfstœðisflokks
og Alþýðubandalags. Valgerður og Tryggvi
hafa sætaskipti á A-listanum
Ef valdahlutföll haidast óbreytt
í bæjarstjórn Hafnarfjarðar má
búast við að þrír til fjórir nýir
bæjarfulltrúar sitji í bæjarstjórn-
inni á næsta kjörtímabili. Endur-
nýjun í efstu sætum er mest hjá
Sjálfstæðisflokknum, en minnst
hjá Alþýðuflokknum. Útlit er
fyrir að framboðum fækki.
Alþýðuflokkurinn á fimm
bæjarfulltrúa og er sterkasti
flokkurinn í bæjarstjórn. Bæjar-
fulltrúamir fímm skipa eftir sem
áður fímm efstu sæti A-listans, en
Valgerður Guðmundsdóttir og
Tiyggvi Harðarson hafa sæta-
skipti. Guðmundur Árni Stefáns-
son bæjarstjóri verður efstur,
Jóna Ósk Guðjónsdóttir, forseti
bæjarstjómar í öðm sæti, Ingvar
Viktorsson í þriðja sæti, Valgerð-
ur í fjórða og Tryggvi í fimmta.
Sjáifstæðisflokkurinn á fjóra
bæjarfulltrúa og þar má sjá ný
andlit í efstu sætum. Jóhann G.
Bergþórsson var í fjórða sæti
1986, en verður nú oddviti Sjálf-
stæðismanna. Ellert Borgar Þor-
valdsson verður í öðm sæti, Þor-
gils Óttar Mathiesen í því þriðja,
Hjördís Guðbjörnsdóttir bæjar-
fulltrúi í fjórða sæti og Magnús
Gunnarsson verður í fimmta sæti.
Árni Grétar Finnsson og Sólveig
Ágústsdóttir víkja úr bæjar-
stjórn.
Magnús Jón Árnason, eini
bæjarfulltrúi Alþýðubandalags-
ins, verður áfram í efsta sæti G-
listans, en fær nýtt fólk með sér í
næstu fjögur sæti.
Framsóknarflokkurinn kom
ekki að bæjarfulltrúa síðast. Ní-
els Árni Lund verður í efsta sæti
B-listans, en hann var í fjórða
sæti 1986. Magnús Biamason,
Malen Sveinsdóttir, Ágúst B.
Karlsson og Jómnn Jörundsdótt-
ir verða í 2.-5. sæti.
Kvennalistinn á heldur engan
fulltrúa í bæjarstjóm Hafnar-
fjarðar og enn er óvíst hvort kon-
urnar bjóða fram að nýju.
Ekkert hefur heyrst um fram-
boð Frjálsa framboðsins, sem
fékk bæjarfulltrúa í síðustu kosn-
ingum. Félag óháðra borgara
bauð einnig fram síðast, náði
ekki bæjarfulltrúa og býður ekki
fram nú. Sömu sögu er að segja
um Flokk mannsins.
-gg
G-listinn í
Magnús Jón Ámason verður áfram í efsta sæti G-
listans í Hafnarfirði, en annars er röð frambjóðenda
þessi: 2. Ingibjörg Jónsdóttir félagsfræðingur, 3.
Lúðvík Geirsson blaðamaður, 4. Guðrún Ámadóttir
forstöðumaður, 5. Hólmfríður Ámadóttir talkennari,
6. SvavarGeirssontrésmiður, 7. Þórelfur Jónsdóttir
dagvistarfulltrúi, 8. Sólveig Brynja Grétarsdóttir
bankamaður, 9. Bergþór Halldórsson yfirverkfræð-
ingur, 10. Símon Jón Jóhannsson framhaldsskóla-
kennari, 11. Hersir Gíslason nemi, 12. Hulda Run-
Hafnarfirði
ólfsdóttir fyrrverandi kennari, 13. Soffía Vilbergs-
dóttir starfsstúlka, 14. Sigríður Bjamadóttir bað-
vörður, 15. Jón Rósant Þórarinsson sjómaður, 16.
Bjöm Guðmundsson trésmiður, 17. Sigurbjörg
Sveinsdóttir baðvörður, 18. (na lllugadóttir fram-
haldsskólakennari, 19. Sigrún Guðjónsdóttir mynd-
listarmaður, 20. Bergljót Soffía Kristjánsdóttir bók-
menntafræðingur, 21. Bragi V. Bjömsson verslun-
armaður, 22. Þorbjörg Samúelsdóttir verkakona.
Hafnarfjörður
Bærinn hefur tekið
stakkaskiptum
Magnús Jón Árnason, formaður bæjarráðs: Kosið um áframhaldandi
uppbyggingarstefnu meirihlutans. Mikilvægtað styrkja stöðuAlþýðu-
bandalagsins. Höfum gert stórátak í félagsmálum og atvinnumálum
Það er sama hvert litið er, bær-
inn hefur tekið stakkaskiptum á
kjörtímabilinu. Kosningarnar í
vor munu snúast um hvort halda
á þessari uppbyggingarstefnu nú-
verandi meirihluta áfram. At-
kvæði Alþýðubandalagsins hafa
ráðið úrslitum á þessu kjörtíma-
bili og nú er mikilvægt að styrkja
stöðu G-listans, segir Magnús Jón
Árnason, bæjarfulltrúi Alþýðu-
bandalagsins og formaður bæjar-
ráðs í Hafnarfirði, í samtali við
Þjóðviljann.
„Alþýðubandalagið og Al-
þýðuflokkurinn hafa lagt áherslu
á félagsmálin á þessu kjörtímabili
eftir langvarandi stöðnun í þeim
efnum undir stjórn Sjálfstæðis-
flokksins. Við höfum lyft grettis-
taki í félagsmálum," segir Magn-
ús Jón.
Hann bendir á að dagheimilis-
pláss í Hafnarfirði eru nú nær
helmingi fleiri en þau voru fyrir
fjórum árum. Leikskólaplássum
hefur fjölgað um 68 af hundraði á
tímabilinu.
Biðlistar
að hverfa
„Það er enginn vafi á að við
höfum gert stórátak í dagvistar-
málum. Biðlistar forgangshópa
eru að hverfa og við þurfum nú að
fara að snúa okkur að öðrum
hópum. Við munum halda áfram
á þessari braut ef við fáum til þess
umboð.
Sömu sögu er að segja í skóla-
málum. Framlög til grunnskól-
anna hafa aukist um 200 prósent
frá fyrra kjörtímabili ef miðað er
við verðlag ársins í ár og grunn-
skólafermetrum hefurfjölgað um
33 af hundraði. Framlög til við-
halds hafa tvöfaldast.
Við höfum aukið þjónustu við
grunnskólanemendur með ýmsu
móti.
í íþróttamálum get ég nefnt að
við höfum lokið við byggingu
sundlaugar í Suðurbæ. Þar var
Sjálfstæðisflokkurinn búinn að
vera að dúlla í fimm ár og hefði
þurft 25 ár til viðbótar til þess að
ljúka byggingunni miðað við fjár-
veitingarnar þá.
Það hefur verið byggt við
Haukahúsið og komið upp að-
stöðu fyrir Björk þar. í dag vígj-
um við svo glæsilegt íþróttahús í
Kaplakrika. Við höfum einnig
lagt fjármagn í uppbygginguna á
Haukasvæðinu á Ásvöllum, en
þar verður næsta stórverkefni í
íþróttamálum."
Atvinnumál
„Félagslegum íbúðum hefur
fjöígað verulega í Hafnarfirði á
undanförnum árum. Við höfum
byggt eins margar félagslegar
íbúðir og Húsnæðisstofnun hefur
samþykkt.
Ég hef svipaða sögu að segja
um fegrunarmál, menningarmál,
atvinnumál og fleira. Þetta blasir
við Hafnfirðingum hvarvetna.
Varðandi atvinnumálin vil ég
nefna sérstaklega að við byrjuð-
um á því þegar við komumst til
valda að rífa upp fiskmarkað og
hann hefur gjörbreytt fiskvinnsl-
unni í bænum. Fjölmörg fyrirtæki
stunda nú ýmsa sérhæfða fisk-
vinnslu og auk þess höfum við
laðað nokkur smærri fyrirtæki í
bæinn. Það má segja að þessi
gamli útgerðarbær hafi verið
endurreistur á fjórum árum,
enda er hér snöggtum minna
atvinnuleysi en víða annars stað-
ar,“ segir Magnús Jón.
Magnús Jón Árnason: Ég trúi ekki öðru en að þessar kosningar muni
snúast um bæjarstjórnarmál. Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar
á ekki aðild að ríkisstjórninni, en Sjálfstæðisflokkurinn segist ætla að
fella okkur á henni. Mynd Kristinn.
Skuldirnar
Þessi uppbygging hefur kostað
gífurlega mikið. Á gagnrýni
Sjálfstæðisflokksins vegna skuld-
asöfnunar ekki rétt á sér?
„Þetta hefur vissulega kostað
mikið. En þegar Sjálfstæðismenn
gagnrýna okkur fyrir skuldasöfn-
un gleyma þeir að geta þess að
þeir hafa samþykkt allar þessar
framkvæmdir og hafa yfirleitt
viljað bætaum betur. Efvið hefð-
um samþykkt tillögur þeirra við
gerð fjárhagsáætlana væru skuld-
irnar enn hærri.
Skuldir bæjarins hafa aukist og
gerðu það sérstaklega á síðasta
ári, sem var metár í framkvæmd-
um. Það skilja líka allir að þegar
maður stendur í framkvæmdum
verður maður að taka lán. En
skuldastaða Hafnarfjarðarbæjar
er alls ekki óeðlileg. Fjárhags-
staða bæjarins er traust og skuld-
irnar hverfandi litlar miðað við
önnur sveitarfélög.
Ég vil líka minna á að við höf-
um haldið útsvarinu í lægsta
þrepi, 6,7 prósent. Álögur á at-
vinnuvegina hafa heldur ekki
hækkað á kjörtímabilinu og eru
með því lægsta sem þekkist."
Þú segir að það verði kosið um
áframhaldandi uppbyggingu nú-
verandi meirihluta. Óttastu ekki
að óvinsæl ríkisstjórn muni hafa
áhrif á úrslit kosninganna?
„Sjálfstæðismenn viðurkenna
að við höfum gert margt vel. En
þeir segjast ætla að hamra á fjár-
hagsstöðu bæjarins og fella okkur
svo á ríkisstjórninni.
Ég trúi hins vegar ekki öðru en
að þessar kosningar muni snúast
um bæjarstjórnarmál. Ég er
bjartsýnn og hef ekki trú á öðru
en að bæjarbúar kunni að meta
það sem við höfum gert. Meiri-
hlutinn í bæjarstjóm Hafnarf-
jarðar á ekki aðild að ríkisstiórn-
inni,“ segir Magnús Jón Áma-
son. “88
i
i
Laugardagur 31. mars 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9