Þjóðviljinn - 31.03.1990, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 31.03.1990, Blaðsíða 16
HM 1995 Áhættan er Kópavogs Efkostnaður við HM- höllinafer úr böndum lendir það á Kópavogi. Svavar Gestsson: Tel framlag ríkisins myndar- legt. Afstaða Sjálfstceðis- manna breytir engu Fari kostnaður vegna bygging- ar íþrótta- og skólahúss fyrir HM í handknattleik úr böndunum, iendir aukakostnaðurinn alfarið á bæjarsjóði Kópavogs. Hvernig sem allt fer borgar ríkið aðeins verðbættar 300 miljónir króna. Eins og Þjóðviljinn skýrði frá í gær hafa bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í Kópavogi risið öndverðir gegn drögum að samn- ingi um kostnaðarskiptingu ríkis og bæjar vegna byggingar íþrótta- og skólahúss. Sjálfstæð- ismenn gagnrýna harkalega að nkið skuli aðeins borga 300 milj- ónir og hóta að rifta samningnum ef þeir komast í meirihluta í vor. „Afstaða Sjálfstæðismanna í Kópavogi breytir engu fyrir okk- ur. Við höldum viðræðum okkar við Kópavog áfram og ég reikna með að íþróttahúsið vegna HM í handknattleik rísi þar,“ sagði Svavar Gestsson, menntamála- ráðherra, í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. Svavar sagðist telja að framlag ríkisins til íþróttahússins væri myndarlegt. „Við verðum að athuga að við erum að tala um kostnað vegna bæði íþróttahallar og skóla. Framlag ríkisins til íþróttahallar- innar er hátt að mínu mati. Rík- inu ber ekki skylda til að taka þátt í kostnaði við byggingu íþrótta- mannvirkja, en við getum rétt- lætt þetta vegna loforða fyrri rík- isstjórna," sagði Svavar. -gg Menning M-hátíð á Vesturlandi M-hátíðsettíReykholtiámorgun. Hátíðinhaldinvíttogbreittum Vesturland fram á haust M-hátíðin verður haldin á Vesturiandi að þessu sinni og verður sett í Reykholti á morgun. Hátíðinni verður svo haldið áfram um allt Vesturland í vor og í sumar og lýkur ekki fyrr en í haust, en þá fer aðalhluti hátíðar- innar fram á Akranesi. Oll sveitarfélög á Vesturlandi hafa staðið að undirbúningi hátíðar- innar í samvinnu við mennta- málaráðuney tið. Setningarhátíðin í Reykholti hefst eftir hádegið á morgun, en um kvöldið verður menningar- dagskrá í Hótel Borgarnesi. Síð- an verður hvert byggðarlagið af öðru með dagskrá í tengslum við M-hátíðina. Hátíðin verður í. Stykkishólmi 7. apríl, Breiðabliki á Snæfells- nesi 19. apríl, í Búðardal 4. maí, Ólafsvík 5. maí, Grundarfirði 12. ogl3. maí, á Akranesi sömudaga og á Hellissandi 16. og 17. júní. Aðalhluti dagskrárinnar á Akra- nesi fer fram í haust. Svavar Gestsson menntamála- ráðherra sagði í gær að hann teldi nauðsynlegt að M-hátíðin yrði fastur liður á fjárlögum. „Þannig myndi Alþingi viður- kenna gildi þessara hátíða, sem eru í raun byggðastefna í menn- ingarmálum. Nú fjármögnum við þetta með sparnaði í ráðuneyt- inu,“ sagði Svavar. M-hátíð hefur verið haldin fjórum sinnum áður. ~gg AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1980-1. fl. 15.04.90-15.04.91 kr. 2.598,14 *lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs ferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, mars 1990 SEÐLABANKIÍSLANDS I I 1 isniifl>itiíftiniaT5ifíKnsinunKiPi ■ Mm *> ’Y' S) K: OPINN FUNDUR! UM BYGGINGU SKÓLA- OG ÍÞRÓTTAHÚSS í KÓPAVOGSDAL í ÞINGHÓLI, HAMRABORG 11, MÁNUDAGINN 2. APRÍL KL.20.30 Framsögu hafa: Logi Kristjánsson, form. Breiðabliks, Valþór Hlöðversson bæjarfulltrúi, Heiðrún Sverrisdótt- ir, formaður skólanefndar grunnskóla og Heimir Páls- son, formaður bæjarráðs. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ í KÓPAVOGI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.