Þjóðviljinn - 31.03.1990, Blaðsíða 11
Vistfrœði
I
Páfaboðskapur um umhverfismál
Vistfrœðivandinn er siðfrœðilegt viðfangsefni, málefnifátœkuríkjanna eitt stœrsta umhverfisverkefnið
Nýársávarp Jóhannesar Páls
II páfa fyrir árið 1990 sem hann
flutti á heimsfriðardeginum 8.
des. 1989 hét: „Friður við Guð
skapara: Friður við allt sköpunar-
verkið." Hann sagðist vona, að
einnig þeir sem ekki deila sömu
trúarskoðunum geti fundið í orð-
um hans „sameiginlegan grund-
völl til íhugunar og athafna."
Páfi vitnaði til sköpunarsögu
Biblíunnar og ítrekaðra orða um
að sköpunarverkið væri „harla
gott“. Síðan fól Guð manninum
og konunni að bera ábyrgð á
jörðinni og „útfæra sköpunina
nánar“, ef svo má að orði kom-
ast, með þeim hæfileikum og gáf-
um sem mannkyninu eru gefnar
umfram aðrar tegundir lífs.
Maðurinn hefur frjálsan vilja
og ákvað að rjúfa það samræmi
sem Skaparinn hafði komið á
með því að syndga gegn þvf. Jó-
hannes Páll II leggur síðan frekar
út af þessum dæmisögum um það
hvernig maðurinn firrtist sjálfan
sig og síðan vistkerfið í heild. Við
það hafi heimurinn orðið til-
gangslaus í augum margra. Síðan
hafi upprisa Krists og hið nýja líf
opnast, sköpunin hafist að nýju.
Veröld hrörnunar og syndar geti
nú heyrt til liðnum tíma og
mannkynið skyggnst inn í
leyndardóm framtíðarinnar, þeg-
ar áætlunin um að sameina alla
hluti í honum tekst í fyllingu tím-
ans. Páfi ráðleggur fólki að íhuga
vistfræðivandann á þessum
grundvelli Ritningarinnar, eink-
um til að átta sig á samhenginu
milli athafna mannsins og allrar
sköpunarinnar.
Snúi maðurinn baki við sköp-
unarverkinu, segir Jóhannes Páll
II, þá tekur hann þátt í að magna
óreiðu, sem hefur óhjákvæmi-
legar afleiðingar á umhverfi
hans. Sé maðurinn ekki í friði við
Guð, þá getur jörðin ekki verið í
friði...
Páfi bendir á, að sama djúpa
tilfinning ríki hjá kristnum
mönnum og þeim sem ekki trúa á
Guð, um það að jörðin „þjáist“.
Síaukin eyðing náttúrunnar sé
öllum ljós. Orsök þessa sé hegð-
un þess fólks, sem sýnir kalt af-
skiptaleysi gagnvart þeim þörfum
samræmis og reglna sem stjórna
sjálfri náttúrunni, samræmi og
reglum sem eru huldar og þó
hægt að gera sér í hugarlund,
skynja og skilja að nokkru leyti.
Hvernig á að bregðast við og er
hægt að bæta fyrir skaðann? Jó-
hannes Páll II leggur áherslu á,
að til að leysa umhverfisvandann
á viðunandi hátt dugi hvorki að
koma á betri stjórnun né nýta á
skynsamlegri hátt auðlindir jarð-
ar. Mannkynið þurfi að komast
að rótum vandans og horfast
fullkomlega í augu við þá sið-
ferðilegu kreppu sem sé orsökin.
Skemmdir á umhverfinu séu að-
eins ein af mörgum alvarlegum
hliðum á því stórfellda vanda-
máli.
Umhverfisvandinn:
Siðrænt vandamál
Boðskapur páfa er langt mál og
kemur víða við. Meðal annars
fjallar hann um hætturnar á mis-
beitingu tækni og vísinda, þrátt
fyrir alla þá kosti sem framfarir
veita. Hagnýting ýmissa upp-
götvana í iðnaði og landbúnaði
hafa leitt af sér skaðleg langtím-
aáhrif. Þetta hefur fært okkur
heim sanninn um að við getum
ekki gripið inn í einn þátt
vistkerfisins án þess að hugleiða
áhrif þess á aðra og velferð fram-
tíðarkynslóðanna.
Páfi rekur orsök gróðurhúsa-
áhrifanna, fjallar um þéttbýlis-
myndunina og auknar orkuþarf-
ir, iðnaðarúrgang, eldsneytisn-
otkun, útrýmingu skóglendis,
notkun eiturefna við ræktun og
gegn meindýrum osfrv. Hann
stingur upp á leiðum til að hamla
gegn óæskilegum áhrifum en
tengir málin ævinlega grundvall-
arþemanu: Siðfræðinni.
Skortur á virðingu fyrir lífinu
er djúptækasta og alvarlegasta
meinsemdin. Hann sýnir sið-
ferðilega þáttinn sem liggur að
baki mengun og spjöllum í öllu
mynstri vistfræðinnar. Hagsmun-
ir framleiðslunnar eru oft teknir
framyfir virðingu verkamanns-
ins, hagrænir þættir hafa forgang
umfram velferð einstaklingsins
og stundum heilla þjóða. í tilvik-
um af þessu tagi eru mengun og
vistfræðilegur vandi afleiðing af
óeðlilegri og smækkandi lífssýn,
sem stundum leiðir til algerrar
fyrirlitningar á manneskjunni.
Páfi hefur sérstakar áhyggjur
af öllum þeim leiðum sem opnast
hafa í líffræðilegum tilraunum og
hugsanlegri misnotkun á þeim
sviðum. Hann bendir á, að við
getum á þessu stigi málsins ekk-
ert fullyrt um afleiðingar tilrauna
með nýjar dýra- og plöntuteg-
undir, hvað þá ef farið er að gera
tilraunir með manninn sjálfan. Á
jafn viðkvæmum sviðum og þess-
um er það augljóst, að andvara-
leysi um siðfræðilegar viðmiðan-
ir, eða höfnun á þeim, gæti leitt
mannkynið út á þröskuld sjálfs-
eyðingarinnar.
Virðingin fyrir lífinu, og fyrst
og fremst, segir Jóhannes Pálí II,
fyrir hinni mannlegu persónu, er
grundvallarforsenda heilbrigðar
þróunar í efnahagsmálum, tækni
og vísindum.
Fátæktin:
Umhverfisvandamál
Jörðin er sameiginleg arfleifð
jarðarbúa, sameign, segir páfi.
Raunvísindi, guðfræði og
heimspeki líta líka á veröldina
sem samhljómandi heild, „kosm-
os“, sem háð er innri lögmálum.
Mannkynið er kallað til að rann-
saka þetta samræmi og nýta það
með hliðsjón af samhengi allra
þátta.
Ávextir jarðar eru því handa
öllum. Það óréttlæti er hins vegar
augljóst, að forréttindahópur
fárra heldur áfram að safna upp
auðæfum og blóðmjólkar auð-
lindir jarðar, meðan stórir hópar
jarðarbúa lifa við lægstu hugsan-
leg lífsskilyrði. Orðrétt segir í ný-
ársboðskapnum: „í dag kennir sú
ógnun umhverfishruns, sem er
yfirvofandi, hve græðgi og eigin-
girni - bæði persónuleg og sam-
eiginleg - eru mikil andstæða við
skipulag sköpunarinnar, skipan
sem einkennist af því að allt er
innbyrðis hvort öðru háð.“
Allt segir páfi þetta beina
augum manna að nauðsyn þess
að samhæfa betur á alþjóðavett-
vangi nýtinguna á auðlindum
jarðar. Umhverfisvandamál
þekki engin landamæri og sé því
ekki hægt að leysa án samvinnu
ríkja. Hins vegar komi margir
þættir í veg fyrir skjótan árangur
á þessu sviði, t.d. öfgakennd
þjóðernishyggja og efnahagslegir
hagsmunir.
Hins vegar sé öllum ríkjum
mikilvægt að tryggja íbúum sín-
um að þeir séu lausir við hættur af
efnaúrgangi og mengunarvöldum
innanlands. Páfi telur, að bæta
þurfi í Mannréttindaskrá Sam-
Laugardagur 31. mars 1990 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 11
Jóhannes Páll II páfi segir að litið
gagn sé í tilraunum til bættrar
stjómunar umhverfismála og
skynsamlegrar nýtingar á auð-
lindum jarðar, ef ekki sé höggvið
að rótum meinsins: Siðfræðilegri
kreppu mannkyns. Fátæktin í
heiminum sé ein gleggsta afleið-
ingin. Úrbætur í þeim efnum séu
forsendur raunverulegrar um-
hverfisverndar: Friðar við jörðina
og sköpunarverkið.
einuðu þjóðanna rétti manna til
öruggs umhverfis.
Páfi segir orðrétt í nýársboð-
skapnum: „Það verður líka að
taka fram, að viðunandi jafnvægi
í umhverfismálum næst ekki
nema ráðist sé til atlögu við þau
samfélagsform sem fátæktin birt-
ist í um allan heim.“ Ójöfn skipt-
ing landgæða og fátækt á lands-
byggðinni leiðir til svæðabund-
innar landeyðingar. Þegar í þrot
er komið streymir svo sveitafólk-
ið í fátækrahverfi stórborganna
sem hafa engan viðbúnað til að
taka við því. Á sama hátt eru
sum mjög skuldsett lönd þriðja
heimsins að eyðileggja náttúru-
auðæfi sín til að geta framleitt út-
flutningsvörur, jafnvel svo að
ekki verður um sárin búið að
nýju. Við þessar aðstæður er eng-
in sanngirni í því að varpa
ábyrgðinni á þróunarlöndin ein
vegna þeirra afleiðinga sem lífs-
bjargarviðleitni þeirra hefur í för
með sér.
Fræðsla er
undirstaðan
Jóhannes Páll II leggur áherslu
á að fræðsla um ábyrgð í um-
hverfismálum sé brýn, ábyrgð á
sjálfum sér og eigin gerðum,
ábyrgð gagnvart öðrum og
gagnvart jörðinni. Og þessa
fræðslu megi ekki byggja á til-
finningasemi eða óskhyggju. Til-
gangur hennar geti hvorki verið
pólitískur né hugmyndafræðileg-
ur. Hún megi ekíri byggjast á
höfnun á nútímaheiminum eða
draumi um einhvers konar „para-
dísarheimt“. Sönn fræðsla og
uppeldi í umhverfismálum þurfi
að byggjast á gerbreyttum að-
ferðum í hugsun og framkvæmd-
um. Trúarsamfélög, samtök og
stjórnvöld gegni þar mikilvægum
hltuverkum. Fyrstu fræðsluna
eigi samt allir að hljóta innan fjöl-
skyldunnar, þar sem barnið læri
að virða náunga sinn og elska
náttúruna.
Páfi leggur líka áherslu á feg-
urð náttúrunnar „og jafnvel
borga“, eins og hann segir. Hann
er sjálfur mikill útilífsmaður og
bendir á að tengsl við náttúruna
fylli fólk af orku á ný, auk þess
sem hugleiðingar um mikilfeng
hennar séu róandi og hjálpi fólki
að finna frið. Hins vegar sé líka
mikilvægt að skipuleggja þéttbýli
á manneskjulegan hátt, gott
borgarskipulag sé mikilvægt um-
hverfisverndarverkefni. Virðing
fyrir upprunalegum landkostum
og einkennum sé forsenda fyrir
skynsamlegri landnýtingu og
skipulagi.
Páfi beinir orðum sínum jafnt
til trúleysingja og kristinna
manna og segist vonast til að allir
geti verið sammála um þann
breytta hugsunarhátt sem þurfi
að vera grundvöliur raunverulegs
árangurs í umhverfisvernd. En
rómversk-kaþólsku fólki bendir
hann sérstaklega á að 1979 hafi
hann útnefnt heilagan Frans frá
Assísi verndardýrling þeirra sem
fást við vistfræðileg viðfangsefni.
Hann hafi sinnt málefnum fá-
tækra og dýr og fuglar hafi laðast
að honum, auk þess sem hann
hafi talað um bróður sól og systur
tungl, samsamað sig heildarsam-
ræmi náttúrunnar.
ÓHT
ÞRÁNDUR
SKRIFAR
Skyldi
þeim ekki
leidast?
Sturla Kristjánsson sem einu
sinni var fræðslustjóri í Norður-
landskjördæmi eystra er einhver
mesti kerfisskelmir sem sögur
fara af. Eins og á stóð taldi Sverr-
ir Hermannsson þáverandi
menntamálaráðherra rétt að reka
undirmann fremur en að fara
sjálfur. Skólamönnum á Norð-
Áusturlandi var eftirsjá í mannin-
um en hið sama verður ekki sagt
um Sverri Hermannsson er hann
fór úr menntamálaráðuneyti yfir í
Landsbanka. Bankastjóranum
hefur reynst afar erfitt að gleyma
því að hann er ekki lengur í pó-
litík, og er iðinn við segja ráða-
mönnum til um mál sem eru ekki
lengur á hans könnu.
Og nú eru einhver ár síðan
fræðslustjórinn varð að taka pok-
ann sinn. í millitíðinni hefur
undirréttur dæmt honum
myndarlegar skaðabætur, en vék
að vísu að því um leið að hegðun
hans f embætti hafi kannski ekki
verið í nákvæmu samræmi við hið
kórrétta ritúal. Tveimur
menntamálaráðherrum á eftir
Sverri, Birgi ísleifi Gunnarssyni
og Svavari Gestssyni, þótti þó
skynsamlegra að semja við
manninn en að þvarga við hann á
seinna dómsstigi og hefði mátt
ætla að þar með væri ævintýrið
úti, en það er öðru nær.
Til er embætti sem nefnist
ríkislögmaður og ber einn starfs-
maður ríkisins þennan titil.
Verksvið ríkislögmanns mun
vera að standa í málastappi fyrir
ríkið við þá aðila úti í bæ sem
ástæða þykir til að ónáða með
lagakrókum, eða taka til varnar
fyrir ríkissjóð gegn mönnum á
borð við Björn á Löngu- mýri og
Sturlu Kristjánsson, sem hafa
kjark til að múðra ef þeir telja á
sér brotið. Ekki er vitað til að
embætti þessu séu ætluð afskipti
af pólitík eða að segja ráðherrum
fyrir verkum. Nú bregður aftur á
móti svo við að frá því kemur
skýrsla til fjárveitinganefndar Al-
þingis þar sem tveimur núverandi
ráðherrum eru ekki vandaðar
kveðjurnar. Hvort sem það er nú
tilviljun eða ekki þá hittist svo
merkilega á að embætti Ríkislög-
manns kann utan að allar rök-
semdir Sjálfstæðisflokksins, í
Sturlumálum og það svo rækilega
að Sjálfstæðisflokkurinn “hebbði
ekki gert það betur sjálfur“ eins
og kallinn sagði, og gerir þær að
sínum.
Sem vonlegt er þóttu ráðherr-
um menntamála og fjármála
þetta nokkur tíðindi, enda mun
afar sjaldgæft að lögmaður í starfi
snúist gegn skjólstæðingi sínum
án þess að af hljótist leiðindi. Fór
enda svo að menntamálaráð-
herra taldi í umræðum á Alþingi
koma til greina að ríkið réði sér
lögmenn á hinum frjálsa markaði
til þeirra verkefna sem ríkislög-
maður á að sinna, við lítinn
fögnuð Sjálfstæðisflokksins.
Víkur nú sögu þessari í tvær
ólíkar áttir. Fer Þrándur fyrst í
eigin smiðju frá 10. mars sl. en
þar er haft eftir fyrrum forseta
hæstaréttar (áður birt í Morgun-
blaðinu) að hann sé það sem
hann kallar “mikill sjálfstæðis-
maður“ og hafi viljað haga dóm-
arastarfi sínu í samræmi við það.
Hitt dæmið er úr Pressunni í
fyrradag og segir frá því að Har-
aldur nokkur Hannesson, for-
maður Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar, sé í leyni-
legum þjónustu bræðrafélags-
skap með yfirmönnum í borgar-
kerfinu, en fyrir einhverjar und-
arlegar tilviljanir eru yfirmenn
þessir næstum allir trúverðugir
sjálfstæðismenn eins og Harald-
ur. Jafnframt segir frá því að
þennan bræðra- félagsskap yfir-
manna, sem semja við Starfs-
mannafélagið um kaup og kjör,
hafi Haraldur fengið í lið með sér
til að verjast falli úr formanns-
stóli í umræddu félagi. Bæði eru
þessi dæmi nokkuð kyndug.
Dómari í æðsta dómstóli þjóðar-
innar, sem samkvæmt stjómar-
skránni á að vera óháður
framkvæmda- og löggjafarvaldi
sem stjórnmálaflokkarnir fara
með, hagar störfum sínum í sam-
ræmi við pólitískar skoðanir sem
einn þeirra boðar, og formaður
Starfsmannafélagsins segir orð-
rétt að hann telji það “aldeilis
ekki“ óeðlilegt að fá atbeina yfir-
manna til að halda völdum í stétt-
arfélagi sem semur við þá.
Eins og fyrri daginn er um-
hyggja Þrándar fyrir vinstri
mönnum söm við sig og vaknar
því spuming ættuð úr frægu ljóði:
Skyldi þeim ekki leiðast að láta
bankastjóra, dómara, embættis-
menn og verkalýðsforingja
Sjálfstæðisflokksins, í því bákni
sem flokkurinn segist vilja burt,
láta tilganginn helga meðalið til
að gera hvort tveggja: viðhalda
bákninu og ráða því?
Þrándur