Þjóðviljinn - 31.03.1990, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 31.03.1990, Blaðsíða 10
Veitingahús Okrað á gestum / verðlagskönnun Verðlagsstofnunar kemur íIjós að allt að370% verðmunur er á sömu tegund drykkjar meðal veitingahúsa. Frjáls álagning á áfengi hefur leitt til hærra verðs AUt að 370% verðmunur er á sömu tegund drykkjar meðal veitingahúsa. Þannig kostar til dæmis 25 cl. glas af gosdrykk 57 krónur þar sem það er ódýrast en hæsta verð er 268 krónur. Þá kostar flaska af Tuborg minnst 250 krónur en mest 400 krónur. Þetta kom ma. fram í nýafstað- inni verðkönnun Verðlagsstofn- unar á verði drykkjarvara í veitingahúsum. Samkvæmt nið- urstöðum hennar ættu þeir sem leggja leið sína í veitingahús í þeim tilgangi að væta kverkarn- ar, að geta sparað sér vænan skilding með því að gera verð- samanburð áður en lagt er af stað. Þann 1. október sl. var verð- A Gullnu ströndinni við Svartahaf Búlgaríufélagið á íslandi, sem er kynningar- og ferðafélag, mun efna til hópferðar til Búlgar- íu í vor. Lagt verður af stað 23. maí og komið aftur 12. júní, eða seinna ef fólk vill framlengja dvöl- ina. Ferðast verður í viku í rútu um Búlgaríu og síðan dvalist í 13 daga á hóteli á Gullnu ströndinni við Svartahaf. Farið verður í skoðunarferðir um Sofiu og ná- grenni, Rila-klaustrið heimsótt, en það er einskonar þjóðarhelgi- dómur Búlgara. Komið verður í Búlgarskir dansarar í léttri sveiflu. Rósadalinn til þess að vera við rósauppskeruhátíðina, en slík há- tíð er hvergi annarsstaðar haldin í heiminum. Ekið verður um hið sögufræga Shipka-skarð yfir Balkan- fjallgarðinn, þar sem lokaorrust- an við Tyrki fór fram árið 1878 þegar Búlgarar losnuðu undan nærri fimm alda oki Tyrkja. Komið verður við í klaustri og litlu þorpi í fjöllunum á leiðinni til borgarinnar Veliko Tarnovo. Þá verður haldið til borgarinnar Rouse á bökkum Dónár, farið í siglingu um ána. Síðasta daginn verður svo ekið um hin frjósömu héruð Dónársléttunnar til borg- arinnar Shoumen. Seinni hluta dvalarinnar í Búlgaríu er svo eytt á fyrsta flokks hótelum á Gullnu strönd- inni, en boðið er upp á marg- skonar skoðunar- og skemmtiferðir, m.a. með lysti- skipi til Istanbúl. Fararstjóri verður Margrét Sigþórsdóttir. Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við söluskrifstofu Flug- leiða í Kringlunni. Vinnuskóii Reykjavíkur Vinnuskóli Reykjavíkur auglýsir eftir leiöbeinendum við starfa við Vinnuskólann í sumar. Starfstími skólans er frá 1. júní til 31. júlí. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu í verk- stjórn og þekkingu á gróðurumhirðu og öðrum verklegum störfum. Reynsla í starfi með ung- lingum er líka æskileg. Ennfremur er sérstaklega auglýst eftir leiðbeinendum fyrir hóp fatlaðra ungmenna sem þurfa mikinn stuðning í starfi. Umsóknareyðublöð eru afhent í Ráðningar- stofu Reykjavíkurborgar, Borgartúni 3, sími 622648. Þar eru einnig gefnar upplýsingar um starfið. Umsóknarfrestur er til 20. apríl n.k. Vinnuskóli Reykjavíkur Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Bergþóra Jónsdóttir frá Súðavík Hlyngerði 7 lést á Borgarspítalanum fimmtudaginn 29. mars. Kristín Ólafsdóttir Jón Hallsson Margrét Ólafsdóttlr Guðmundur Ámundason barnabörn og barnabarnabörn lagning á áfengi í veitingahúsum gefin frjáls. Af því tilefni gerði Verðlagsstofnun verðkönnnun á allmörgum tegundum af áfengi, gosdrykkjum og kaffi á rúmlega 80 veitingahúsum á höfuðborgar- svæðinu, ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum í lok september og aðra könnun í byrjun mars. Verðkönnunin leiddi einnig í ljós að meðalhækkun á léttum og sterkum vínum í veitingahúsum er á bilinu 5% - 8% umfram þær hækkanir sem orðið hafa hjá ÁTVR síðan álagning var gefin frjáls. Meðalhækkun á bjór er hins vegar um 10% umfram hækkanir hjá ÁTVR. Kaffi hefur að meðaltali hækkað um rúm 10%, en engin hækkun hefur orð- ið á innkaupsverði þess á tímabil- inu. Meðalhækkun á glasi af gos- drykk er um 5% og er sú hækkun aðeins minni en verðhækkun frá gosdrykkjaframleiðendum hefur verið. -grh Sjómannaskólinn í Reykjavík hefur nýlega tekið í notkun fullkominn siglingasamlíki í stað þess gamla sem fyrir var. Kaupverð var um 35 miljónir króna og er það von skólans að sú fjárfesting skili sér aftur til þjóðarinnar með öruggari siglingum hér við land sem erlendis, færri árekstrum skipa og ströndum, öruggari skipstjórn og hafnsögu. Á myndinni eru þeir Hreiðar Sigurbjörnsson, fjær, og Eiríkur Gautsson nemar á 3. stigi að prófa gripinn. Mynd: Kristinn. I NÝR VETTVANGUR Kosningamiðstöð Nýs vettvangs verður opnuð í dag, laugardaginn 31. mars kl. 14.00 að Þingholtsstræti 1, Bankastrætismegin. Mætum á nýjan vettvang með lúðraþyt og söng. Breyttir tímar - betri borg! Nýr vettvangur, Þingholtsstræti 1, pósthólf 444,121 Reykjavík símar 625524 - 625525. FORSÆTISRÁÐHERRA FORSETI ÍSLANDS BISKUP ISLANDS Áskorun til íslendinga Krabbameinsfélagið efnir nú um helgina í þriðja sinn til „Þjóðarátaks gegn krabbameini", með hliðstæðum hætti og gert var árin 1982 og 1986. Fyrir fé sem safnaðist fyrir átta árum var hægt að stórbæta aðstöðu félagsins með kaupum á húsinu að Skógarhlíð 8. Söfnunin fyrir fjórum árum gerði félaginu kleift að takast á við ný verkefni svo sem heima- hlynningu krabbameinssjúklinga og rannsóknir í sameinda- og frumulíffræði. Að þessu sinni er átakið undir kjörorðinu „Til sigursl". Því fé sem nú safnast á að verja til fræðslu um heilbrigða lífshætti, til stuðnings við krabbameinssjúklinga og til rannsókna á krabbameini. Við undirrituð vi[jum hvetja fólk til að styðja Krabbameinsfélag íslands í þessari nýju sókn gegn krabbameini, þeim sjúkdómi sem herjar á landsmenn en hægt er að verjast og jafnvel sigrast á.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.