Þjóðviljinn - 31.03.1990, Blaðsíða 6
Lög um afhendingu sjúk
Sigurður Þór Guðjónsson skrifar
í læknalögum er tóku gildi 1.
júlí 1988 segir svo í 16. grein:
„Lækni er skylt að afhenda
sjúkraskrá, alla eða að hluta,
sjúklingi eða forráðamanni ef
það þjónar ótvíræðum hagsmun-
um sjúklings.
Leiki vafi á nauðsyn afhend-
ingar sjúkragagna eða þyki
ástæða til vegna ákvæða laga
þessara um þagnarskyldu er
lækni heimilt að afhenda land-
lækni einum sjúkragögn sem
trúnaðarmál til frekari fyrir-
greiðslu.
Ráðherra setur nánari reglur
um afhendingu og varðveislu
sjúkragagna og röntgenmynda að
fengnum tillögum landlæknis og
Læknafélags lslands.“
Læknar hundsa lögin
Sama dag og Iögin tóku gildi
krafðist ég þess í nafni þeirra að
fá afhentar gamlar sjúkraskrár
um mig á geðdeild Borgarspítal-
ans, þar sem Hannes Pétursson
er yfirlæknir og á Kleppsspítalan-
um, þar sem yfirlæknir er Tómas
Helgason. Þetta gerði ég til að
ganga úr skugga um hver væri í
reynd réttur sjúklinga hvað
sjúkraskrár varðar.
f svari Tómasar Helgasonar
sagði að hann hefði snúið sér „til
landlæknis til þess að leita
leiðbeininga hans um hvernig
haga skyldi framkvæmd í sam-
bandi við 16. grein hinna nýju
læknalaga. Pegarþessarleiðbein-
ingar hafa borist mun ég svara
bréfi yðar... “
Hannes Pétursson synjaði hins
vegar að afhenda sjúkraskrána.
„...Sjúkraskrár eru ekki af-
hentar af geðdeild Borgarspítal-
ans, en aðilum bent á að þeir geti
haft samband við embætti land-
læknis í slíkum tilfellum“.
Þessa afgreiðslu taldi ég ekki í
samræmi við 16. grein læknalaga.
Gerði ég Hannesi grein fyrir því
áliti mínu og ítrekaði beiðni mína
um afhendingu. Hannes Péturs-
son svaraði engu.
Ég leitaði því til umboðsmanns
alþingis í ársbyrjun í fyrra. Þann
29. desember s.l. felldi hann svo-
hljóðandi úrskurð í lok rök-
studdrar skýrslu:
„Það er því niðurstaða mín, að
fara beri með umrædda beiðni
Sigurðar Þórs Guðjónssonar um
afhendingu sjúkraskráa sam-
kvæmt fyrirmælum 1. og 2. mgr.
16. gr. Iæknalaga nr. 53/1988.
Eru það tilmæli mín, að land-
læknir og heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytið sjái til þess
að nefndum lagareglum verði
fylgt, að því er beiðni Sigurðar
varðar.“
Þess skal getið að umboðsmað-
ur tók ekki afstöðu til merkingar
orðalagsins að „afhenda" sjúkra-
skrá. Alit umboðsmanns sendi ég
Hannesi Péturssyni og fór enn
fram á að fá sjúkraskrá mína. En
Hannes hefur því engu sinnt.
Umboðsmaður alþingis fjallaði
eingöngu um mál Hannesar. En
ég hef einnig ítrekað beiðni mína
til Tómasar Helgasonar um af-
hendingu sjúkraskráa en hann
svarar ekki.
Landlæknir hefur tjáð mér að
nefndir yfirlæknar synji afhend-
ingu sjúkraskránna og hann
kunni engin ráð til að ná þeim úr
höndum þeirra. Þess vegna ritaði
ég nýlega heilbrigðisráðherra
bréf þar sem ég bað hann að sjá til
þess að farið verði að tilmælum
umboðsmanns alþingis og gild-
andi lögum verði framfýlgt þegar
í stað. En ráðherra lýsir einnig
yfir vanmætti sínum.
Breytingartillaga
um 16. greinina
Nú hefur heilbrigðisráðherra
lagt fyrir alþingi frumvarp til laga
um breytingu á læknalögum nr.
53 1988. Þar er gert ráð fyrir að
16. greinin hljóði svo:
„Sjúkraskrá er eign heilbrigð-
isstofnunar þar sem hún er færð
eða læknis sem hana færir.
Lækni er skylt að afhenda
sjúklingi eða umboðsmanni hans
afrit sjúkraskrár, alla eða að
hluta. Sama gildir gagnvart opin-
berum aðilum, sem lögum sam-
kvæmt athuga kæru sjúklings eða
umboðsmanns vegna læknismeð-
ferðar. Gildir þetta einnig um
sjúkraskrár sem færðar eru fyrir
gildistöku þessara laga.
Nú telur læknir að það þjóni
ekki hagsmunum sjúklings að af-
henda framangreindum aðilum
afrit af sjúkraskrá og skal læknir
þá án tafar afhenda landlækni af-
rit sjúkraskrárinnar til frekari
fyrirgreiðslu.
Landlæknir skal innan fjögurra
vikna ákveða hvort viðkomandi
fái afrit sjúkraskrárinnar.
Ráðherra setur nánari reglur
um afhendingu og varðveislu
sjúkraskráa að fengnum tillögum
landlæknis og Læknafélags ís-
lands.“
Á því er enginn vafi að mál mitt
hjá umboðsmanni alþingis átti
nokkurn þátt í því að menn tóku
að endurskoða 16 grein lækna-
laga nr. 53 1988. Þess vegna vil ég
nota tækifærið og hugleiða þessa
lagagrein almennt og sérstaklega
fyrirhugaða breytingu á henni.
Vona ég að það geri þing-
mönnum ekki erfiðara fyrir að
taka afstöðu og alþýðumanna að
skilja eðli þessa máls er snertir
hvert mannsbarn í landinu.
Áður en lengra er haldið skal
tekið fram að orðin „sjúkraskrá",
„sjúkraskýrsla“ og „sjúrnall" eru
notuð sem samheiti í þessari rit-
gerð og merkja safn hvers kyns
skráðra gagna um sjúklinga.
Röntgenmyndir og önnur hlið-
stæð óskráð sjúkragögn eru hér
ekki til umræðu.
Hvað merkir
að „afhenda“
í 16. gr. læknalaga sem nú hafa
verið í gildi í 20 mánuði stendur
skýrum stöfum: „Lækni er skylt
að afhenda sjúkraskrá“
...o.s.frv.
Maður skyldi ætla að lögmerk-
ing orða og orðasamband geti
ekki vikið mjög langt frá mál-
fræðimerkingu. Nú þýðir orða-
iagið að „afhenda“ einfaldlega
það að „láta af hendi“ en ekki
„afnot“ eða „afrit“ af einhverju.
Það skilja allir. Talað var um af-
hendingu íslensku handritanna.
Þess vegna er eðlilegt að einstak-
lingar sem krafist hafa afhending-
ar sjúkraskráa, lfti þannig á að
„afhending“ merki afhendingu
eftir orðanna hljóðan, en ekki
eitthvað allt annað. Þess vegna
gætu sjúkraskrárnar farið út af
heilbrigðisstofnunum og þær hafi
ekki meira af þeim að segja; yfir-
ráðarétturinn færist frá sjúkra-
stofnun til sjúklings. í bréfum
mínum til Hannesar og Tómasar
lagði ég þennan skilning í orðalag
16. gr. læknalaga enda liggur
hann röklega og málfræðilega
beint við. Og mér lék einmitt
hugur á að vita hvort sá skilning-
ur yrði viðurkenndur. Að sjálf-
sögðu hefði ég gert aðrar kröfur
eftir öðru og ótvíræðara orðalagi.
Ef það var vilji löggjafans að
„afhending" merkti „afnot“ eða
„afrit“ af sjúkraskrá er orðalagið,
eins og það er skráð, vítaverð
ónákvæmni, er leiðir almenning í
villu og bakar einstaklingum
óþarfa angur. Það var kastað
höndum til þessarar lagasetning-
ar og það bitnar á engum nema
sjúklingum. Og því fer fjarri að
fyrirhugaðar breytingar á 16.
grein læknalaga eyði öllum van-
köntum hennar, rökleysum og
takmörkunum. Mun ég nú sýna
fram á það.
Ólíkar forsendur
Til að byrja með er nauðsyn-
legt að skilja hvað liggur að baki
þeirri hugsun að fólk fái yfirleitt
að sjá sjúkraskýrslur sínar. Hún
er eingöngu mannréttindaleg og
rís upp af þeirri viðurkenningu
allra menningarsamfélaga að það
séu einhver veigamestu mann-
réttindi hvers manns að einkalíf
hans sé virt. Mannréttinda-
hugsun nútímans krefst þess að
einstaklingar fái að vitra hvað um
þá er skráð af opinberum stofn-
unum. Krafan um aðgang að eða
afhendingu á sjúkraskýrslu á því
ekki læknisfræðilegar forsendur.
En forsenda þess að læknar eða
sjúkrastofnanir geri skýrslur og
geymi þær er auðvitað eingöngu
læknisfræðileg. Þetta liggur í
augum uppi. Og þessir ólíku út-
gangspunktar skapa mótsagnir er
valda ýmiss konar ágreiningi.
Hvers vegna á
að geyma sjúkraskrár?
En hvers vegna á að geyma
sjúkraskrár eftir að sjúklingur út-
skrifast? Margir læknar telja
raunar að langtíma geymsla á
sjúkraskrám þjóni engum til-
gangi svo um þetta eru a.m.k.
skiptar skoðanir. En ástæðurnar
hljóta væntanlega að vera mikil-
vægar.
Hverjar eru þær? Hafa læknar
rökstutt þær? Þekkja alþingis-
menn þau rök? Það er blátt áfram
engin leið fyrir þingmenn að
smíða heilstæða löggjöf um með-
ferð sjúkraskráa nema ótvíræð
rök komi frá Sæknum um nauð-
syn geymsiu á þeim löngu eftir
útskrift sjúklings, jafnvel eftir
andlát hans. Þetta grundvallar-
atriði varðar alla landsmenn og
því á slíkur rökstuðningur ao
koma fram opinberlega. Þarna
flækjast e.t.v. inn í málið þriðju
„hagsmunimir“ ef hagsmuni
skyldi kalla: tregða voldugra al-
þjóðlegra kennivalda til að gefa
eftir yfírráð sín á sviðum þar sem
þau hafa verið einráð. Auðvitað
skerðir það völd lækna að þurfa
allt í einu að taka tillit til sjúkl-
inga um afhendingu sjúkraskráa.
Neitun þeirra á afturvirkni 16.
greinar læknalaga stafar einmitt
af svona „tregðuhagsmunum".
Margra ára sjúkraskrár um nán-
ast alla þjóðina em geymdar á
heilbrigðisstofnunum. Lög um
afhendingu þeirra væra tilgangs-
laus ef þau væra ekki afturvirk.
Tregðu viðbrögð af þessu tagi
þjóna hvorki sjúklingunum né
vísindunum. Þau miða eingöngu
að því að viðhalda völdum lækna
í þjóðfélaginu. Það skyldi þó
aldrei vera að tregðulögmálið sé
einnig að einhverju leyti að verki
í langtíma geymslu sjúkraskráa.
Alþingismönnum ber auðvitað
að skilja hvers kyns gervi
hagsmuni valdahópa frá raun-
veralegum hagsmunum samfé-
lagsins þegar þeir setja lög í al-
mannaþágu.
Eignaréttur
á sjúkraskrám
Sjúkraskýrslur skipa sérstöðu
meðal þeirra persónulegu upp-
lýsinga er stofnanir samfélagsins
hafa undir höndum um þegnana.
Á þeim eru svo nærgöngular og
persónulegar upplýsingar að þær
eru nánast framlenging af okkur
sjálfum. Þær eru um starfrænt á-
sigkomulag líkama okkar, skynj-
ana, hugana og tilfinninga, en allt
þetta er bókstaflega við sjálf. Slík
skrásetning heggur miklu nær
sjálfsímynd okkar en t.d. upplýs-
ingar um eignir okkar og pen-
inga, jafnvel trúarskoðanir og
pólitískar meiningar. Skoðanir
okkar eru ekki við sjálf en líkamir
okkar og tilfinningar eru það. í
lögum um skráningu og meðferð
persónuupplýsinga nr. 121/1989
segir t.d. í 4. grein, að óheimil sé
skráning ýmissa upplýsinga um
einkamálefni einstaklinga, svo
sem um litarhátt, kynþátt,
stjórnmálaskoðanir, trúarbrögð,
hvort maður hafi verið granaður,
ákærður eða dæmdur fyrir refsi-
verðan verknað, kynlíf og heilsu-
hagi, lyfja-, áfengis- og vímuefn-
anotkun, veruleg félagsleg
vandamál.
Það er sem sagt bannað að skrá
álíka upplýsingar og eru í sjúkra-
skrám nema með alveg sérstök-
um lögum. Svo persónulegar og
viðkvæmar eru slíkar upplýsingar
taldar og því nauðsynlegt að
vernda fólk fyrir skráningu
þeirra. (Þess má geta að ég veit
með vissu um geðsjúrnal, þar
sem tengsl sjúklings við „komm-
únista“ vora tíunduð.) Það er því
augljóst að sjúkraskýrslur eru
nærgöngulustu einkamálaskýrsl-
ur sem til eru í þjóðfélaginu.
Réttur fólks tii að kynna sér þær
og fá þær afhentar er því hvergi
mikilvægari.
Að mínum dómi skiptir form-
legur eignaréttur í sjúkraskrám
litlu eða engu máli. Hann yrði
ávallt skilyrðum bundinn. Og
það veltur á öllu hver þau skilyrði
eru.
Hugsanavilla
í lögunum
Eins og ég hef bent á era ástæð-
urnar fyrir því að fólk eigi
heimtingu á afhendingu sjúkra-
skráa eingöngu mannréttinda-
legar, en nauðsyn þess að geyma
skrárnar eingöngu læknisfræði-
legar, ef þær era þá nokkrar. Þess
vegna era þessi feitletraðu orð í
16. grein læknalaga beinlínis
hugsanavilla: „Lækni er skylt að
afhenda sjúkraskrá, alla eða að
hluta, sjúklingi eða forráða-
manni ef það þjónar ótvíræðum
hagsmunum sjúklings“. Frá
mannréttindasjónarmiði í lýð-
ræðisþjóðfélagi hlýtur það ávallt
að vera réttur hvers manns að
komast í skýrslur stofnana eða
einstaklinga um einkamál hans.
Sá réttur er í eðli sínu ótvíræður.
Annars yrði hann einskis virði.
Það er því fyrsta hugsanavillan að
þessi réttur fólks til að kynna sér
skjöl um einkamál þeirra sé ekki
ávallt talinn ótvíræður. Orðið
„sjúklingur“ er óþarft í þessari
umræðu þó það sé oft notað hér
af vana, því málið snýst ekki um
„sjúklinga“ vegna sjúkdóma
þeirra, heldur um rétt þegnanna
yfirleitt varðandi skýrslur um
einkahagi þeirra, sem í þessu
sérstaka tilfelli eru reyndar
sjúkraskrár. Önnur hugsanavill-
an leiðir af hinni fyrri: að læknir
eigi að meta rétt sjúklings í þessu
sambandi. Það nær í ljósi þessar-
ar rökræðu engri átt að læknir út
frá læknisfræðilegum forsendum
meti mannréttindanauðsyn sjúkl-
ings, sem hér er ranglega kölluð
„hagsmunir", nauðsyn sem er í
eðli sínu alveg ótvíræð.
Orðalag 16. greinarinnar felur
raunar í sér að læknir geti neitað
með öllu að afhenda skýrslurnar:
ef hann telur ótvírætt að það
þjóni ekki „hagsmunum sjúkl-
ings“ og telji á því engan vafa. Þá
þyrfti hann ekki einu sini að af-
henda landlækni gögnin til frek-
ari fyrirgreiðslu. í framkvæmd
þýðir þessi fyrirvari að réttur
sjúklings til að fá afhenta sjúkra-
skrá, hvaða merking sem lögð er í
afhendinguna, er kominn undir
alræði læknisins og honum er í
lófa lagið að beita því hvenær sem
honum býður svo við að horfa.
Af þessum sökum er breytingart-
illagan um þetta efni til mikilla
bóta. Hún kemur í veg fyrir geð-
þótta neitanir lækna. En land-
lækni er þá gert að skera úr um
„hagsmuni sjúklings“ og fær til
þess ákveðinn frest. Nú er land-
læknir reyndar læknir og mót-
sögnin er felst í því að læknir meti
mannréttindi einstaklinga er eftir
sem áður óleyst.
Það er viðbúið að læknar komi
skýrslum til landlæknis beinlínis
til að losna við þá óþægilegu
ábyrgð að taka sjálfir ákvörðun
um afhendingu. Og verður land-
6 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 31. mars 1990