Þjóðviljinn - 31.03.1990, Blaðsíða 14
DAGSKRÁ ÚTVARPS OG SJÓNVARPS
VIÐ BENDUM Á
Umhverfis
Vikivaka
Sjónvarpið sunnudag kl. 21.30
Umhverfis Vikivaka nefnist
heimildamynd um gerð hinnar
samnorrænu óperumyndar Viki-
vaka, en hún var tekin upp við
Geysi í Haukadal í fyrra haust.
Óperan byggir á sögu Gunnars
Gunnarssonar, Atli Heimir
Sveinsson samdi tónlistina, Thor
Vilhjálmsson er höfundur texta,
Hannu Heikinheimo leikstýrði
og Hrafn Gunnlaugsson er fram-
leiðandi. Rætt verður við þessa
menn alla saman og fleiri að-
standendur myndarinnar.
Starri í Garði
Útvarp Rót laugardag kl. 14.00
Utvarp Rót hefur vaknað til lífs-
ins að nýju og í dag hefst þar
nokkurra þátta viðtal við Þor-
grím Starra, bónda í Garði í Mý-
vatnssveit. Starri er landskunnur
fyrir róttækar skoðanir sínar og
baráttu fyrir jöfnuði. Hann kem-
ur víða við í þessum fyrsta þætti
og segir mönnum umbúðalaust til
syndanna ef þeir eiga það skilið.
Ragnar Stefánsson er umsjónar-
maður þáttarins. Rótin sendir út
á FM 106.8.
Háðfugl frá
Tékkó
Rás 1 laugardag kl. 14.00
Leslampinn er að þessu sinni
helgaður tékkneska háðfuglinum
og skáldsagnahöfundinum Bo-
humil Hrabal. Hann hefur um
árabil verið einn ástsælasti rithöf-
undur Tékka, enda þótt hann
hafi löngum átt í útistöðum við
yfirvöld í heimalandi sínu.
Völundarhús
listanna
Rás 1 sunnudag kl. 14.00
í þessum þætti verður fjallað um
Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands og verður sjónum einkum
beint að handíðakennslunni í
skólanum. Rætt verður við nem-
endur og kennara í textfldeild,
keramíkdeild og grafískri hönn-
un.__________________
Áferð
og flugi
Stöð 2 laugardag kl. 12.35
Steve Martin, John Candy og
fleiri geta veitt afruglaraeigend-
um ágæta skemmtun í hádeginu í
dag þegar Stöð tvö sýnir myndina
Á ferð og flugi (Planes, trains and
automobiles). Myndin segir frá
brösóttum samskiptum tveggja
manna sem hittast af tilviljun við
fremur óyndislegar aðstæður.
Allt endar þetta þó vel.
Dagskrá útvarps- og sjón-
varpsstöðvanna, fyrir
sunnudag og mánudag, er að
finna í föstudagsblaðinu,
Helgarblaði Þjóðviljans.
SJÓNVARPIÐ
13.30 íþróttaþátturinn
14.00 Enska knattspyrnan: Liverpool -
Southampton. Bein útsending.
16.00 Meistaragolf.
17.00 Islenski handboltinn. Bein útsend-
ing.
18.00 Endurminningar asnans (9 og
10) (Les mémoires d‘un Ane) Lokaþátt-
ur. Teiknimyndaflokkur ettir samnefndri
sögu Sophie Rostopchine de Ségur.
Sögumaöur Árni Pétur Guðjónsson.
Þýöandi Ólöf Pétursdóttir.
18.25 Fiskimaöurinn og kona hans
(Storybreak Classic) Bresk barnamynd.
Sögumaður Edda Þórarinsdóttir. Þýö-
andi Hallgrímur Helgason.
18.50 Táknmálsfréttir
18.55 Fólkið mitt og fleiri dýr (4) (My Fa-
mily and other Animals) Breskur
myndaflokkur. Þýðandi Guðni Kolbeins-
son.
19.30 Hringsjá Dagskrá frá fréttastofu
sem hefst á fréttum kl. 19.30.
20.30 Lottó
20.35 ‘90 á stöðinni Æsifréttaþáttur í um-
sjá Spaugstofunnar. Stjórn upptöku
Tage Ámmendrup.
20.55 Allt i hers höndum ('Allo, ‘Allo)
Breskur gamanmyndaflokkur. Þýðandi
Guðni Kolbeinsson.
21.20 Fólkið í landinu Frá Saigon í
Kringluna. Sigmar B. Hauksson raeðir
við Ara Huynh. Ari er víetnamskurflótta-
maöur sem kom hingað til lands meö
tvær hendur tómar en á nú, ásamt fjöl-
skyldu sinni, veitingastað í borginni.
Framleiðandi Plús film.
21.45 Einkamáladálkurinn (Classified
Love) Bandarisk bíómynd frá 1986.
Leikstjóri Don Taylor. Aðalhlutverk Mic-
hael McKean, Stephanie Faracy og
Dinah Manoff. Þrír framagosar í New
York treysta á einkamáladálka dagblað-
anna til þess að komast í kynni viö hitt
kynið. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir.
23.15 í sjálfheldu (To Kill a Clown)
Bandarísk bíómynd frá árinu 1972. Leik-
stjóri George Bloomfield. Aðalhlutverk
Alan Alda, Blythe Danner, Heath Lamb-
erts og Eric Clavering. Ung hjón taka á
leigu hús fjarri mannabyggðum.
00.35 Útvarpsfréttir f dagskrárlok.
STÖÐ2
09.00 Með afa.
10.30 Jakari Teiknimynd.
10.35 Glóálfarnir Falleg teiknimynd.
10.45 Júlli og töfraljósið Skemmtiieg
teiknimynd.
10.55 Denni dæmalausi Fjörug teikni-
mynd.
11.30 Perla Mjög vinsæl teiknimynd.
11.45 Klemens og Klementína Leikin
barna- og unglingamynd.
12.00 Popp og kók Endurtekinn þáttur frá
því í gær.
12.35 Á ferð og flugi Ágæt gamanmynd
með Steve Martin, John Candy, Laila
Robbins, Michael McKean og Kevin
Bacon.
14.05 Frakkland nútímans Fræðsluþátt-
ur.
14.35 Fjalakötturinn. Hvarfið við Gálga-
klett Picnic at Hanging Rock. Saga
þessi gerist um aldamótin síðustu og
segir frá þremur skólastúlkum sem fara í
skógarferð ásamt kennara sínum. Aðal-
hlutverk: Rachel Roberts, Dominic Gur-
ad og Helen Morse. Leikstjóri: Peter
Weir
16.25 Kettir og húsbændur Endurtekin
þýsk fræðslu- og heimildarmynd. Seinni
hluti.
17.00 Handbolti Umsjón Jón Örn Guð-
bjartsson og Heimir Karlsson.
17.45 Falcon Crest Bandariskur fram-
haldsmyndaflokkur.
18.35 Bflaþáttur Stöðvar 2 Endurtekinn
þáttur frá 14. mars sl.
19.19 19.19 Fréttir.
20.00 Sérsveitin Mission: Impossible.
Spennandi framhaldsmyndaflokkur.
20.50 Ljósvakalíf Lokaþáttur.
21.20 Kvikmynd vikunnar. Illa fariö með
góðan dreng Turk 182. Ungur Brook-
ynbúi grípur til sinna ráða er slökkvilið
New York borgar neitar að veita mikið
slösuðum bróður hans bætur vegna
hetjudáðar sem sá síðarnefndi vann
undir áhrifum áfengis á frívakt sinni.
23.00 Hver er næstur? Last Embrace.
Roy Scheider, sem hér leikur starfs-
mann bandarísku leyniþjónustunnar,
verður ásamt konu sinni fyrir óvæntri
skotárás sem grandar eiginkonunni.
00.40 Á elleftu stundu Deadline U.S.A.
Ritstjóri dagblaðs og starfsfólk hans ótt-
ast að missa vinnuna með tilkomu nýrra
eigenda þar sem núverandi eigendur
hlaðaútgáfunnar sjá sér ekki fært að
halda útgáfustarfsemin áfram. Aðalhlut-
verk: Humphrey Bogart, Ethel Barrym-
ore, Kim Hunter og Ed Begley. Leik-
stjóri: Richard Brooks. Aukasýning 14.
maí.
02.05 Hausaveiðarar The Scalphunters.
Þetta er alvöru vestri með fullt af hörku-
áflogum, gríni og indíánum. Aðalhiut-
verk: Burt Lancaster, Shelly Winters,
Telly Savalas og Ossie Davis. Leikstjóri
Sydney Pollack. Bönnuð börnum. Lok-
asýning.
03.45 Dagskrárlok.
RÁS 1
FM,92,4/93,5
6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Sigurður
Pálsson flytur.
7.00 Fréttir.
7.03 „Góðan dag, góðlr hlustendur“
Pótur Pótursson sér um þáttinn. Fréttir
saaðar kl. 8.00, þá lesin dagskrá og
veourfregnir sagðar kl. 8.15. Að þeim
loknum heldur Pótur Pétursson áfram
að kynna morgunlögin.
9.00 Fréttir.
9.03 Litll bamatfminn á laugardegi
Umsjón: Vemarður Linnet. (Einnig út-
varpað um kvöldið kl. 20.00)
9.20 Morguntónar Tveir norrænir dans-
ar og söngvar ettir Christian Sinding.
Kjell Bækkelund og Robert Levín leika
fjórhent á píanó. Þrjú lög eftir Edvard
Grieg. Karlakór Silfurdrengjanna syng-
ja; Torstein Grythe stjórnar. La Cam-
panella, etýða nr. 3 í gís-moll eftir Franz
Liszt. Andrej Gawrilow leikur á píanó.
9.40 Þingmál Umsjón: Arnar Páll
Hauksson.
10.00 Fréttir.
10.03 Hlustendaþjónustan Sigrún
Bjömsdóttir svarar fyrirspumum hlust-
enda um dagskrá Rásar 1, Rásar 2 og
Sjónvarpsins.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Vlkulok Umsjón: Einar Kristjáns-
son og Valgerður Benediktsdóttir.
(Auglýsingar kl. 11.00).
12.00 Auglýsingar.
12.10 Á dagskrá Litið yfir dagskrá laugar-
dagsins í Útvarpinu.
12.20 Hádegisfréttir
12.45 Veðurfregnir. Auglýsingar.
13.00 Hér og nú Fréttaþáttur i vikulokin.
14.00 Leslamplnn Þáttur um bókmenntir
Umsjón: Friorik Rafnsson.
15.00 Tónelfur Brot úr hringiðu tónlistar-
lifsins f umsjá starfsmanna tónlistar-
deildar og samantekt Bergþóru Jóns-
dóttur og Guðmundar Emilssonar.
16.00 Fréttir.
16.05 íslenskt mál Guðrún Kvaran flytur
þáttinn.
16.15 Veðurfregnir.
16.30 Bandarísku „beat-skáldln“ Fjall-
að um strauma í bandarískum bók-
menntum á árunum eftir stríð. Umsjón:
Einar Kárason. (Áður á dagskrá
4.12.1988)
17.30 Tónlist á laugardagssíðdegi Til-
brigði og fúga op. 24 um stef eftir Hánd-
el eftir Johannes Brahms. Gísli
Magnússon leikur. „Poem“ fyrirfiðlu og
píanó eftir Sigurð Egil Garðarsson.
Guðný Guðmundsdóttir leikur á fiðlu og
höfundurinn á píanó.
18.10 Bókahornið - Meira af Marryat
Umsjón: Vernharður Linnet.
18.35 Tónlist. Auglýsingar. Dánarfregnir.
18.45 Veðurfregnir. Auglýsingar.
19.00 Kvöldfréttir
19.30 Auglýsingar.
19.32 Ábíetlr Göte Lovón og Giovanni
Jaconelli leika saman á gítar og klarin-
ettu, lög eftir Evert Taube. Tommy
Reilly leikur nokkur lög á munnhörpu.
20.00 Lltli barnatfmlnn Umsjón: Vern-
harður Linnet. (Endurtekinn frá morgni).
20.15 Vfsur og þjóðlög
21.00 Gestastofan Sigríður Guðnadóttir
tekur á móti gestum á Akureyri.
22.00 Fróttir. Dagskrá morgundagsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Lestur Passfusálma Ingólfur
Möller les 41. sálm.
22.30 Dansað með harmonfkuunnend-
um Saumastofudansleikur í Útvarps-
húsinu. Kynnir: Hermann Ragnar Stef-
ánsson.
23.00 „Seint á laugardagskvöldi" Þátt-
ur Péturs Eggerz.
24.00 Fréttir.
00.10 Um lágnættið
Sigurður Einarsson kynnir.
01.00 Veðurfregnir.
01.10 Næturútvarp á báðum rásum til
morguns.
RÁS 2
FM 90,1
8.05 Nú er lag Gunnar Salvarsson leikur
tónlist frá þriðja og fjórða áratugnum.
10.00 Helgarútgáfan Allt þaö helsta sem
á döfinni er og meira til. Helgarútvarp
Rásar 2 fyrir þá sem vilja vita og vera
með. Umsjón: Árni Magnússon og Skúli
Helgason.
12.20 Hádegisfréttir. Helgarútgáfan -
heldur áfram
15.00 istoppurinn Óskar Páll Sveinsson
kynnir nýjustu íslensku dægurlögin.
(Einnig útvarpað aðfaranótt laugardags
kl. 3.00)
16.05 Söngur villiandarinnar Sigurður
Rúnar Jónsson leikur fslensk dægurlög
frá fyrri tíð. (Einnig útvarpað næsta
morgunn kl. 8.05)
17.00 Tþróttafróttir iþróttafréttamenn
segja frá því helsta sem um er að vera
um helgina og greina frá úrslitum.
17.03 Fyrirmyndarfólk Úrval viðtala við
fyrirmyndarfólk vikunnar.
19.00 Kvöldfróttir
19.32 Blágresið blfða Þáttur með banda-
riskri sveita- og þjóðlagatónlist, einkum
„bluegrass“- og sveitarokk. Umsjón:
Halldór Halldórsson. (Einnig útvarpað I
Næturútvarpi aðfaranótt laugardags).
20.30 Gullskífan: „17“ með Chicago
21.00 Úr smiðjunni - Blústónlist. Halldór
Bragason kynnir gamla og nýja blúsa.
(Einnig útvarpað aðfaranótt laugardags
kl. 7.03)
22.07 Gramm á fóninn Umsjón: Margrét
Blöndal.
00.10 Bltið aftan hægra Umsjón: Lísa
Pálsdóttir.
02.00 Næturútvarp á báðum rásum tll
morguns.
Fréttir kl. 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 12.20,
16.00, 19.00, 22.00 og 24.00.
NÆTURÚTVARPIÐ
02.00 Fréttir.
02.05 Kaldur og klár Óskar Páll Sveins-
son kynnir. (Endurtekinn frá deginum
áður).
03.00 Rokksmiðjan Lovísa Sigurjóns-
dóttir kynnir rokk í þyngri kantinum.
(Endurtekið úrval frá
fimmtudagskvöldi).
04.00 Fréttir.
04.05 Undir værðarvoð Ljúf lög undir
morgun. Veðurfregnir kl. 4.30.
05.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam-
göngum.
05.01 Tengja Kristján Sigurjónsson teng-
ir saman lög úr ýmsum áttum. (Frá Ak-
ureyri) (Endurtekið úrval frá sunnudegi
á Rás 2).
06.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam-
göngum.
06.01 Af gömlum llstum Lög af vinsæld-
alistum 1950-1989. (Veðurfregnir kl.
6.45)
07.00 Áfram ísland Islenskir tónlistar-
menn flytja dægurlög.
08.05 Söngur villiandarinnar Sigurður
Rúnar Jónsson kynnir íslensk dægurlög
frá fyrri tíð. (Endurtekinn þáttur frá
laugardegi)
ÚTVARP RÓT
FM 106.8
BYLGJAN
FM 98,9
STJARNAN
FM 102
ÚTRÁS
FM 104,8
AÐALSTÖÐIN
FM 90,9
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 31. mars 1990
f sjálfheldu heitir laugardagsmynd Sjónvarpsins. Hún fjallar um ung hjón
sem taka á leigu hús fjarri mannabyggðum. Leigusalinn, fyrrverandi her-
maður, reynist vera þeirra eini nágranni og virðist í fyrstu vera indælismað-
ur, en ekki er ailt sem sýnist. Sjónvarpið laugardag kl. 23.15.