Þjóðviljinn - 05.04.1990, Blaðsíða 1
Siglingamálstjóri segiraðþað hafi komið ítrekað íIjós að sjómenn eru hœttir að hlusta á neyðarrásina. Farsíminn eina neyðarfjar
skiptatœkið. Slysavarnafélagið: Víðtcekt og erfitt viðureignar. ÓskarVigfússon: Ber aðfordœma slíkt athœfi. Útvegsmenn: Rásin
er heilög bylgja. Tilkynningaskyldan: Skrúfað fyrir neyðarrásina til að hlusta á útvarp
Svo virðist sem það sé að færast
í vöxt að skipstjórnarmenn
séu hættir að hlusta á neyðarrás-
ina, rás 16 og veldur það
hagsmunaðilum í sjávarútvegi
sem og þeim sem vinna að örygg-
ismálum sjómanna verulegum
áhyggjum. Dæmi eru um að ekki
hafi verið hægt að ná í menn úti á
sjó til að hjálpa nauðstöddum
nema í gengum farsíma þar sem
neyðarrásin var lokuð.
Magnús Jóhannesson siglinga-
málastjóri segir að það hafi kom-
ið ítrekað í ljós að sjómenn ei
hættir að hlusta á neyðarrásina.
Magnús segir að það virðist vera
vegna þess að sjómenn séu farnir
að nota hana í alls skonar sam-
skiptum sem ekki tengjast
neyðarfjarskiptum. „Þá veit ég
að dæmi eru um að það hefur
þurft að nota farsímann til að ná í
menn til að hjálpa öðrum. Það er
afar leitt til þess að hugsa að far-
síminn sé orðinn eina neyðarfjar-
skiptatækið um borð í skipun-
um,“ sagði Magnús Jóhannesson
siglingamálastjóri.
Á dögunum þegar vélbáturinn
Hjördís sökk skammt undan
Sandgerði náðist ekki í Hafnar-
bergið sem var næsta skip við
slysstaðinn nema í gegnum far-
símann. Sem betur fer fyrir skip-
verjana á Hjördísi, sem þá voru
komnir á kjöl, var farsíminn í
sambandi. Óþarfi er að fara
mörgum orðum um afleiðingam-
ar fyrir þá ef farsíminn hefði verið
fyrir utan þjónustusvæðis, á tali
eða hreinlega verið slökkt á hon-
um.
Óskar Vigfússon formaður
Sjómannasambands íslands segir
að það beri að fordæma slíkt at-
hæfi sé neyðarrásin ekki notuð.
„Ég trúi því varla að menn hlusti
ekki á rásina. Ef svo er þá er þetta
stórkostlega vítavert afhæfi sem
verður að berjast gegn með öllum
ráðum,“ sagði Óskar Vigfússon.
Jónas Haraldsson skrifstofu-
stjóri Landssambands íslenskra
útvegsmanna sagði að neyðarrás-
in væri algjörlega heilög bylgja og
algjörlega ótækt ef ekki væri
hlustað á hana. „Þetta er kæm-
leysi og virðingarleysi fyrir sjálf-
um sér og öðrum,“ sagði Jónas
Haraldsson.
Hálfdán Henrýsson deildar-
stjóri hjá Slysavarnafélagi ís-
lands segir að þetta sé víðtækt
vandamál og erfitt úrlausnar og
sé mikið áhyggjuefni fyrir þá sem
og aðra sem vinna að örygismál-
um sjómanna. „Við bmgðum á
það ráð fyrir nokkru að láta fram-
leiða sérstaka límmiða sem festir
hafa verið upp í brú skipa til að
minna skipstjórnarmenn á að
hafa neyðarrásina opna og hlusta
á hana en ekki nota í neinum öðr-
um tilgangi," sagði Hálfdán.
Slysavarnafélagið hefur reynt
að vekja athygli sjómanna á
þessu ófremdarástandi sjálfra
þeirra vegna en án lítils árangurs
til þessa. „í fyrradag þurftum við
að ná sambandi við bát hér úti á
ytri höfninni í gegnum neyðarrás-
ina en án árangurs,“ sagði Hálf-
dán.
Ólafur Ársælsson hjá Tilkynn-
ingaskyldunni segir að með fjölg-
un útvarpsrása gæti þeirrartil-
hneigingar meðal sjómanna að
draga niður í neyðarrásinni á
meðan hlustað sé á útvarp. „Rás-
Nýja Breiðafjarðarferjan. i gær var nýja Breiðafjarðarferjan Baldur afhent eigendum sínum frá skipasmíðastöð
Þorgeirs og Ellerts og seinnipartinn var hún til sýnis í Reykjavíkurhöfn. Með tilkomu nýju ferjunnar er brotið blað í
samgöngum um Breiðafjörð og við Vestfirði. Mynd: Jim Smart.
Sorpinnflutningur
Kemur ekki til greina
Svanhildur Skaftadóttir hjá Landvernd: Alvarlegt að erindiDanans
skuli hafafarið svona langt ístjórnkeifinu. ÓlafurPétursson hjá Holl-
ustuvernd: Innflutningur kemur ekki til greina. Sorpmál okkar í mesta
Við teljum það alvarlegt mál að
erindi eins og þetta frá Danan-
um skuli fara svona langt. Sá
grunur læðist að manni að
mönnum finnist þetta þess virði
að gefa því gaum. En ég held að
við ættum að leysa sorpvanda
okkar sjálf í stað þess að taka við
sorpi annarra. Það er verðugt
verkefni fyrir íslensk stjórnvöld
að koma sorpmálum okkar í gott
horf.
Þetta segir Svanhildur Skafta-
dóttir, framkvæmdastjóri Land-
verndar, um erindi Danans Bents
Laybourns um risavaxna sorp-
eyðingarstöð í samvinnu íslend-
ólestri
xnga og fjölþjóðafyrirtækisins
Superburn, sem Þjóðviljinn hef-
ur sagt frá í fréttum í vikunni.
Erindi Layboums hefur ekki
verið afgreitt í heilbrigðisráðu-
neytinu, en engar líkur eru á að
það fái jákvæða afgreiðslu.
„Fullyrðing Layboums í blað-
inu í gær um hreinleika þess sem
kemur út úr sorpeyðingarstöðv-
um stenst alls ekki. Þar safnast
einmitt saman hættulegur úr-
gangur," segir Ólafur Pétursson,
forstöðumaður mengunarvama-
sviðs Hollustuvemdar ríkisins, í
samtali við Þjóðviljann.
„Mér finnst það ekki koma til
greina að flytja inn sorp annarra
þjóða. Hins vegar era sorpmál
okkar í mesta ólestri og hafa ver-
ið. Það gildir sérstaklega um
förgun ýmiss konar efnaúrgangs
og það fyrsta jákvæða sem hefur
gerst í því er opnun móttöku
Sorpeyðingar höfuðborgar-
svæðisins á efnaúrgangi,“ segir
Ólafur.
Hann er fulltrúi Hollustu-
verndar í starfshópi sem á að skila
tillögum til heilbrigðisráðherra
um förgun hættulegra efna. Þau
em nú flutt til förgunar í Dan-
mörku, enda er engin aðstaða til
þess að farga þeim hérlendis.
Ólafur segir starfshópinn meðal
annars vera að skoða hvort rétt sé
að koma upp aðstöðu til þess að
farga vissum hluta hættulegs úr-
gangs. Til þess að geta fargað öllu
sem til fellur hér þarf gífurleg
fjárútlát.
„En það er ekki bara förgun
efnaúrgangs sem við þurfum að
laga. Mjög víða um land er sorp
urðað eða brennt á algerlega
ófullnægjandi hátt. Það er til
dæmis algengt að sorp sé brennt
við opinn eld og við það myndast
eiturefni sem berast út í andrúm-
sloftið,“ segir Ólafur Pétursson.
-gg
ina á meðal annars að nota til að
tilkynna sig. Við höfum margoft
lent í því að þurfa að nota far-
símann til að ná sambandi við þá
sem hafa ekki tilkynnt sig þar sem
neyðarrásin hjá þeim var lokuð,“
sagði Ólafur Ársælsson.
-grh
Álverið
Áfram
launa-
uppbót
Samninganefnd starfsmanna
álversins og samninganefnd
Vinnuveitendasambandsins sætt-
ust á svo kallaða innanhússtillögu
Guðlaugs Þorvaldssonar ríkis-
sáttascmjara eftir um 27 kiukku-
stunda samfelldan samningafund
í gær. VSÍ gaf eftir andstöðu sína
við að 3. grein kjarasamnings
yrði framlengd eins og aðrar
greinar samningsins.
Samningamenn vildu ekkert
segja um samninginn að loknum
fundi, fyrr en hann hefði verið
lagður fyrir félaga í einstökum
verkalýðsfélögum í álverinu og
verður það gert í dag. Þriðja
grein samningsins gerði ráð fyrir
tveimur eingreiðslum á síðasta
ári sem starfsmenn vildu að yrðu
einnig inni í framlengdum samn-
ingi og fékkst það í gegn. Að
öllum líkindum hefur samninga-
nefnd starfsmanna á móti sam-
þykkt endurskoðun á ýmsu í
rekstri og mannahaldi álversins.
-hmp
Forval ABR
Sigurjón
áfram
oddviti
Sigurjón Pétursson verður
áfram oddviti Alþýðubandalags-
ins í Reykjavík. Hann fékk 197
atkvæði í fyrsta sæti í forvali
ABR, en gild atkvæði vora 262.
Guðrún Ágústsdóttir varð í öðra
sæti, en fékk flest atkvæði sam-
tals. Hún útilokar ekki að hún
muni færa sig neðar á listann.
Stefanía Traustadóttir varð
þriðja í forvalinu, Guðrún Kr.
Óladóttir fjórða og Ástráður
Haraldsson fimmti. Forvalið er
bindandi fyrir fimm efstu sætin.
-fig
Sjá síðu 7