Þjóðviljinn - 05.04.1990, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN j Fiinmtudagur 5. apríl 1990
Níu þingmenn hafa farið þess á
leit að Lagastofnun Haskóla
íslands skeri úr um hvort eðlilegt
sé með tilliti til þeirra sjónarmiða
sem almennt gilda gagnvart rétt-
aröryggi einstaklinga og eða fyr-
irtækja í þróuðum réttarríkjum,
að sjávarútvegsráðherra sjái um
eftirlit með framkvæmd laga um
fiskveiðistjórnun, í Ijósi þess að
hann ákveði leyfilegan heildar-
afla á hverju ári og sjái um að
deila kvóta á einstök skip.
Þingmennirnir hafa skrifað
formönnum sjávarútvegsnefnda
Alþingis þar sem þeir vekja at-
hygli á því að sjávarútvegsráð-
herra geti með reglugerð ákvarð-
að heildarafla, hann úthluti veiði-
heimildum og ákveði einnig
hvaða veiðarfæri einstök skip
noti og veiðiheimildir einstakra
skipagerða.
Annað álitaefni sem þing-
mennirnir vilja að Lagastofnun
gefi álit sitt á, er hvort eðlilegt sé
að ráðherra fái nánast skattlagn-
ingarheimild eins og gert sé ráð
fyrir í 18. grein frumvarps um
stjórnun fiskveiða, til þess að
kosta það eftirlit sem gengið er út
frá að hann hafi með höndum
samkvæmt 17. grein.
Þá vilja þingmennirnir að
Lagastofnun skeri úr um hvort
eðlilegt sé að sjávarútvegsráð-
herra sé heimilt að beita lögum
númer 32 frá 1976, vegna brota á
kvótalögunum, þannig að hann
fái þannig auk
rannsóknarvaldsins sem felist í
eftirlitsheimildinni, heimild til
þess að leggja á meinta brotaað-
ila refsitengd viðurlög. Benda
þingmennirnir á þau nýju sjón-
armið réttarverndar sem felast í
nýlegum dómi Hæstaréttar, um
aðskilnað rannsóknar- og dóm-
svalds.
Að lokum vilja þingmennirnir
fá álit Lagastofnunar á því hvort
tímabundinn og takmarkaöur
afnotaréttur á fiskstofnunum
Orgelpípur
til sölu
Nú er hægt að kaupa orgelpípur
af öllum stærðum og gerðum því
ákveðið hefur verið að selja 5.200
orgelpípur í stærsta orgeli lands-
ins, sem sett verður upp í Hall-
grímskirkju. Orgelið er smíðað af
Klais orgelsmiðjunni í Bonn í
Þýskalandi. Minnstu pípurnar
kosta um tvö þúsund krónur en
þær stærstu 100 þúsund krónur.
Fjáröflun þessi hefst laugardag-
inn 14. apríl með dagskrá í kir-
kjunni frá morgni til kvölds. Þar
munu koma fram margir tón-
listarmenn, organistar, kórar,
einsöngvarar og hljóðfæraleikar-
ar. Kvenfélag Hallgrímskirkju og
Mótettukórinn bjóða kaffi-
veitingar til sölu. Gefin hafa ver-
ið út litprentuð og tölusett gjafa-
bréf og verða nöfn gefenda skráð
á bréfin og færð til bókar í kir-
kjunni. Þeir sem kaupa dýrustu
pfpurnar, sem eru 64 að tölu, fá
nöfn sín skráð á sérstakan skjöld
á orgelinu.
Hlutverk
leikskólans
Fóstrufélag íslands gengst fyrir
opinni ráðstefnu á Hótel Loft-
leiðum um uppeldi og menntun
forskólabarna og hlutverk leik-
skólans í nútíð og fortíð. Ráð-
stefnunni má skipta í þrjá megin
þætti; uppbyggingu, rekstur og
framtíðaráform sveitarfélaga,
fræðilega fyrirlestra um leik-
skólauppeldi og í þriðja lagi fyrir-
lestra um hagnýtt uppeldisstarf á
leikskólum. Fóstrufélag íslands
óskaði eftir samstarfi við þau
sveitarfélög sem nú þegar reka
leikskóla og taka um 40 sveitarfé-
lög þátt í ráðstefnunni. Rúmlega
400 manns sitja ráðstefnuna í
heild auk þess sem margir munu
hlusta á einstaka fyrirlestra. Ráð-
stefnan hefst í dag og henni lýkur
á laugardag.
EB-EFTA og
neytandinn
Neytendasamtökin verða með
fund um EB-EFTA og neytand-
ann á morgun kl. 15 að Borgar-
túni 6. Þeir sem áhuga hafa á að
sækja fundinn eru vinsamlegast
beðnir um að tilkynna þátttöku
fyrir kl. 12 á morgun.
Körfubolta-
úrslitin
Annar leikur KR og ÍBK í úrslita-
leikjunum um íslandsmeistaratit-
ilinn í körfuknattleik fer fram í
Keflavík kl. 20.30 í kvöld. KR
vann fyrstu viðureign liðanna á
heimavelli á mánudagskvöld með
81 stigi gegn 72. Þriðji leikurinn
verður svo á Seltjarnarnesi á
laugardag kl. 15. Ef til fjórða og
fimmta leiks kemur verður leikið
í Keflavík á sunnudag kl. 20.30 og
á Seltjarnarnesi nk. miðvikudag
kl. 20.30.
Sjómenn
Almennt með
veridalls-
heimild
Óskar Vigfússon: Ekkert
félag á móti
„Það er verið að greiða at-
kvæði með eða á móti því að veita
stjórnum félaganna verkfalls-
heimild vítt og breitt um allt land
þessa dagana. Þar sem atkvæða-
greiðslum er lokið hafa sjómenn
almennt séð greitt atkvæði með
verkfallsheimild og ekkert félag
hefur lagst gegn því,“ sagði Óskar
Vigfússon formaður Sjómanna-
sambands íslands.
Á meðan liggja sáttaumleitanir
í deilu sjómanna og útvegsmanna
niðri og er það gert með sam-
þykki beggja aðila. Sjómenn gera
þá kröfu til útvegsmanna að
kostnaðarhlutdeild þeirra verði
endurskoðuð en á það hafa út-
vegsmenn ekki viljað fallast til
þessa.
Yfir 40 sjómannafélög eru í
Sjómannasambandinu og er
stefnt að því að atkvæða-
greiðslum um verkfallsheimild-
ina verði lokið um næstu helgi.
Mörg félög eru þegar búin en af
einstökum landshlutum hafa
Austfirðingar verið einna róleg-
astir í tíðinni og hafa ætlað sér
meiri tíma fyrir atkvæðagreiðslur
en félög í öðrum landsfjórðung-
um. Þegar svo niðurstöður liggja
fýrir verður boðað til formanna-
og sambandsstjórnarfundar hjá
Sjómannasambandinu þar sem
ákvörðun verður tekin um fram-
haldið.
-grh
Alfred Wegener
Alfred Wegener
og landreks-
kenningin
Á föstudag verður opnuð sýning
um ævi og störf hins þekkta þýska
jarðeðlisfræðings og
heimskautafara Alfreds Wegen-
ers, en hann er þekktastur fyrir
landrekskenninguna. Dr. Alfred
á þýsku af þeim dr. Heinz Ko-
hnen, sem fjallar uin efnið Alfred
Wegener og nútímamynd jarðar
og Niels Reeh sem fjallar um
jöklafræðilegar rannsóknir á
Grænlandi. Fyrirlestrarnir verða
á sunnudag og hefjast kl. 16. 24.
aprfl flytur svo prófessor Sigurð-
ur Steinþórsson frá Raunvísinda-
stofnun HÍ fyrirlestur sem hann
nefnir Wegener, ísland og land-
rekskenningin. Sá fyrirlestur
hefst kl. 20.30.
Wegener fórst í Grænlands-
leiðangri árið 1930. Sýningin
verður opnuð með móttöku í
Norræna húsinu kl. 18 á morgun
af sendiherra Vestur-Þýskalands,
Hans Hermann Haferkamp, en
sýningin er haldin af Norræna
húsinu í samvinnu við Þýsk-
íslenska félagið Germania og
sendiráðið. í tengslum við sýn-
inguna verða haldnir fyrirlestrar
Listaskólanemar
vilja
sláturhúsið
Á morgun ætla nemendur og
kennarar við Myndlista- og hand-
íðaskóla íslands, Leiklistarskóla
íslands og Tónlistarskólann í
Reykjavík að minna stjórnvöld á
að nýbygging Sláturfélags Suður-
lands í Laugamesi sé eitt af þeim
húsum sem komið hafa til greina
fyrir listaskólana. Ákveðið hefur
verið að safnast saman kl. 10 í
fyrramálið á Arnarhóli og þar
verður flutt hvatningarræða og
menntamálaráðherra afhent
bréf. Síðan verður gengið fylktu
liði inn að nýbyggingu Sláturfé-
lagsins í Laugarnesi og þar verður
ýmislegt um að vera einsog vænta
má.
60 ára
Halldór Björnsson, Engihlíð,
Vopnafirði, verður sextugur í
dag.
geti nokkurn tíma myndað ein-
staklingsbundna og stjórnar-
skrárákvarðaða eign, hvort sem
kvótalög verði samþykkt tíma-
bundið eða ótímabundið.
Þeir þingmenn sem fara fram á
þetta álit Lagastofnunar em
Hreggviður Jónsson Fh., Skúli
Alexandersson Abl., Jóhann A.
Jónsson Samt., Karvel Pálmason
Alþfl., Danfríður Skarphéðins-
dóttir Kvl., Guðni Ágústsson
Frfl., Geir Gunnarsson Abl.,
Þórhildur Þorleifsdóttir Kvl. og
Kristinn Pétursson Sjfl. -hmp
Verðlaunahafarnir Kristján Leósson, Dagur B. Eggertsson og Þorkell Óttarson. Mynd: Kristinn.
Smásagnasamkeppni framhaldsskólanema
Stórskáld franrtíðarínnar?
Tíu ungum smásagnahöfundum veitt verðlaun
Menntamúlaráðherra afhenti í
gær verðlaun í smásagna-
samkeppni sem haldin var á veg-
um menntamálaráðuneytisins og
Vöku-Helgafells í framhalds-
skólum landsins.
Tilefni keppninnar var 70 ára
rithöfundarafmæli Halldórs Lax-
ness en fyrsta skáldsaga hans,
Barn náttúrunnar, kom út árið
1919.
Alls komu 60 smásögur til
álita. Fyrstu verðlaun hlaut Krist-
ján Leósson, Menntaskólanum í
Reykjavík, fyrir smásöguna
Nótt. Önnur verðlaun hreppti
Dagur B. Eggertsson, úr sama
skóla, fyrir söguna Allt þar sem
það séð úr glugga. Þriðju verð-
laun hlotnuðust Þorkatli Óttars-
syni, Verkmenntaskóla Austur-
lands, fyrir söguna Hvít lilja.
Auk þess voru veitt sjö aukaverð-
laun.
Verðlaun í keppninni voru
vegleg. Svavar Gestsson mennta-
málaráðherra afhenti vinnings-
höfum viðurkenningarskjal og
Ólafur Ragnarsson,
Vöku-Helgafelli, færði þeim
skáldverk Halldórs Laxness að
gjöf-
Dómnefndina skipuðu þau
Þórður Helgason, Samtökum
móðurmálskennara, Þórarinn
Friðjónsson, Vöku-Helgafelli,
og Vigdís Grímsdóttir, Rit-
höfundasambandinu.
BE
Kvótakerfið
Er þetta eðlilegt, Halldór?