Þjóðviljinn - 05.04.1990, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.04.1990, Blaðsíða 6
Israel Pereskveðst getamyndað stjóm Verkamannaflokkur ísraels segist hafa tryggt sér meirihluta á þingi til að mynda nýja stjórn sem hæfl viðræður við Palestínu- menn. En þær viðræður klufu stjórn flokksins og Likudbandal- agsins á dögnunum. Pattstaða hefur verið á þinginu með 60 þingmenn í hvorki blökk. En Peres, formaður Verkamann- aflokksins mun nú geta treyst á stuðning fimm þingmanna Agu- dat Isroel, sem er heittrúarflokk- ur, 10 vinstrisinna, sex kommún- ista og araba - auk þess sem hann hefur gert hosur sínar grænar fyrir fimm óánægðum þing- mönnum úr Likudbandalaginu. Flokkur Peresar á 39 fulltrúa á þingi. Sovétríkin Meira en hálf miljón flystúrlandi Gert er ráð fyrir því að á þessu ári muni 500-600 þúsundir sové- skra þegna flytja úr landi - flestir til Israels, Bandaríkjanna, Vestur-Þýskalands og Grikk- lands. í fyrra voru útflytjendur 235 þúsund, þar af fóru um 100 þús- undirtil Israels. Gyðingarfara nú flestir til ísraels, því eftir að þeim sem vildu var leyft að flytja úr landi, neita Bandaríkin að taka við nema mjög takmörkuðum fjölda gyðinga. Flestir þeirra sem nú sækja um að fara til Banda- ríkjanna (237 þúsundir hafa lagt inn umsókn á þessu ári) eru Arm- enar, sem flýja afleiðingar jarð- skjálftanna og blóðug átök við Asera. Margir sovéskir borgarar þýskrar ættar (afkomendur fólks sem flutti til Volguhéraðanna á 18. öld) sækja nú um að flytja til lands forfeðranna, en á stríðsár- unum galt þetta fólk uppruna síns og var flutt nauðugt austur fyrir Uralfjöll og hefur ekki fengið leiðréttingu sinna mála síðan. áb/apn ERLENDAR FRETTIR Friðarhorfur í El Salvador Loks eru horfur á að ófriði í E1 Salvador linni, en hann hefur staðið í áratug og kostað um 75 þúsundir manna líflð. Hægri- stjórn Alfredo Christiani forseta og fulltrúar hinnar róttæku skæruliðahreyfingar FMLN fél- lust á það á fundi í Genf í gær að taka upp samningaviðæður undir merkjum Sameinuðu þjóðanna. Aðilar undirrituðu samkomu- lag í sjö liðum þar sem gert er ráð fyrir vopnahléi, skrefum til ósvik- ins lýðræðis, virðingu fyrir mannréttindum sem og því að skæruliðar fái lagalega viður- kenningu sem pólitískur flokkur. Viðræðurammi þessi var saman tekinn af Peres de Cuellar, aðal- ritara S.Þ. sem undirritaði skjalið ásamt fulltrúum hinna stríðandi aðila. Við það tækifæri lét aðalsamn- ingamaður skæruliðahreyfingar- innar FMLN, Shafik Handel, svo um mælt, að varla yrði hægt að koma á vopnahléi strax og mundi það ráðast af framgangi viðræðn- anna hvenær af því gæti orðið. Fyrstu alvöru viðræður Inntak skjalsins virðist benda til þess að skæruliðar hafi náð betri árangri í undirbúningsvið- ræðum í Genf en fulltrúum hægri- aflanna gott þykir - og vildu full- trúar stjórnar E1 Salvador reyndar sem fæst um málið segja við fréttamenn. Shafik Handel lét svo um mælt í Genf í gær, að þetta væru fyrstu raunverulegu viðræðurnar milli skæruliða og stjórnvalda. Stríð- andi aðilar hittust síðast í október leið í San José, höfuðborg Costa Rica, en upp úr þeim viðræðum slitnaði. Handel, sem er einn af fimm herstjórum FMLN, lét þá svo um mælt að stjórnin hefði gert fullkomlega óaðgengilegar kröfur: „þeir vildu að við hættum vopnaðri baráttu okkar og póli- tískri baráttu okkar áður en sest væri í alvöru niður við samninga- borð,“ sagði hann. En nú hefur það gerst með stuðningi almenningsálits í heiminum og fyrir milligöngu Sameinuðu þjóðanna, að E1 Sal- vador getur þróast til lýðræðis eftir sex áratuga einræði í ýmsum myndum. Hann lagði áherslu á þá kröfu skæruliða að herinn í Ei Salvador lyti með ótvíræðum hætti stjórnvöldum. Einnig á það, að fram færu nýjar kosningar undir alþjóðlegu eftirliti. Skæruliðar FMLN virðast, með öðrum orðum, færa sér í nyt fordæmi frá Nicaragua með þeim hætti að ekki verði lakara alþjóð- legt eftirlit haft með kosningum í E1 Salvador en þar. FMLN hefur notið stuðnings Sandinista, sem töpuðu í nýlegum kosningaslag eins og mönnum er í fersku minni. En spár um að þar með væru vinstrisinnar í E1 Salvador sem lamaðir hafa ekki ræst. Hlutverk SP Alvaro de Soto, fulltrúi Cuell- ars aðalritara í málefnum Mið- Ameríku, lét í ljós bjartsýni um friðarvilja stríðandi aðila, sem kæmi m.a. fram í því að aðalrit- ara Sameinuðu þjóðanna hefur verið falið lykilhiutverk í þeim erfiðu viðræðum sem nú eru að byrja. Viðræður munu fara fram með leynd og aðeins fulltrúar SÞ hafa rétt til að skýra frá einhverju um gang þeirra. Þessi tíðindi minna á það, að eftir að sambúð risaveldanna batnaði og borgarastríð urðu í æ Sjötíu og fimm þúsundir hafa látið lífið.. minni mæli einskonar stað- genglastríð milli þeirra, hafa möguleikar Sameinuðu þjóð- anna til að sinna sáttagerð með virkum hætti vaxið að miklum mun. Samkomulagið um E1 Slav- dor var undirritað í sömu salark- ynnum og samkomulag um Af- ganistan 1988 og um Indókína 1954. áb/ Reuter Mildari tónn milli Kremlar og Lítháa Enda þótt engin niðurstaða hafl fengist af fundi sendinefndar Litháa og fulltrúa sovétstjórnar- innar í Moskvu, gætir aukinnar sáttfýsi í orðsendingum sem nú fara á milli Kremlar og Vilnius. Landsbergis forseti hefur ítrekað að ekki komi til mála að afturkalla sjálfstæðisyfirlýsingu Litháa, en hann hefur gefið til kynna að hún þyrfti ekki að þýða tafarlaust sjálfstæði og tekið fram að ekki vilji Litháar skaða per- estrojkustefnuna. Sáttatóns gætti og í ummælum fvans Laptéfs í gær, en hann er nýkjörinn forseti Sambandsráðs- ins, annarrar deildar sovéska þingsins. Hann sagði að afstaða sú sem kæmi fram hjá fulltrúum Eystrasaltsríkjanna væri hluti af umbreytingum á þjóðfélaginu og „við erum samþykkir mörgum þeirra. Við erum hinsvegar and- vígir því með hvaða hraða og í hvaða formi breytingarnar eiga sér stað.“ Vikublaðið Moskvufréttir hef- ur gagnrýnt harðlega hlutverk sovéska hesins í Litháen sem hefði verið sendur á vettvang að beiðni minnihlutahóps í Kom- múnistaflokki Litháens eftir að meirihlutinn tók afstöðu með sjálfstæðiskröfum landsmanna. áb/ Reuter. Sovétríkin 0g nú eru það mæður og böm Gorbatsjov forseti vill bœta aðbúnað mœðra og barna og létta lífsbar- áttu kvenna í Sovétríkjunum en þegir þunnu hljóði um jafnrétti í stjórnmálum Míkhaíl Gorbatsjov forseti hef- ur heitið því að bæta aðbún- að mæðra og barna í Sovétríkjun- um, efla fæðingadeildir sjúkra- húsa að öllum búnaði og auka ungbarnaeftiriit. Hann vill enn- fremur að konum verði gert kleift að hætta að vinna slítandi erfiðis- vinnu. Þetta var haft eftir honum í Prövdu á mánudag. Hann hét því að erlendum gjaldeyri yrði varið til kaupa og innflutnings á ung- barnamat, sem ætíð er af skornum skammti í sovéskum verslunum, og ennfremur til þess að endurnýja löngu úreltan bún- að fæðingardeilda. „Nú er svo komið að málefni mæðra og bama verða að sitja í fyrirrúmi enda er það til marks um menningar- og siðferðisstig hvers samfélags hver gaumur er þeim gefinn, einkum og sér í lagi á þetta þó við um sósíalískt samféiag. Ég tel nauðsyn bera til þess að gjaldeyri verði varið til þess að bæta úr brýnni þörf á bún- aði á fæðingardeildir og til kaupa á nauðsynjavörum fyrir börn,“ er haft eftir forsetanum og segir Pravda að þetta hafi verið fyrir- mæli til Æðsta ráðsins. Gorbatsjov fjallaði ennfremur um bág kjör kvenna í Sovétríkj- unum. Þær vinni oft og iðulega tvöfalda erfiðisvinnu, striti í verksmiðjum eða í bygginga- vinnu eða við sveitastörf jafn- framt því sem þær gerði allt sem gera þurfi innan veggja heimilis- ins. Sovétforsetinn vill láta banna konum með börn á brjósti að vinna á næturnar og segir af og frá að konur eigi að strita myrkranna á milli í þungaiðnaði. Hinsvegar minntist Gorbat- sjov ekkert á að æskilegt væri að auka þátttöku kvenna í stjórnmálum eða öðrum þeim störfum sem flétta saman völd og ábyrgð. Jafnrétti kynjanna á enn lengra í land í Sovétríkjunum en víða á Vesturlöndum. Gorbatsjov lét til að mynda ekki svo lítið á dögunum að skipa eina einustu konu í hina valda- Hvar er í heimi hæli tryggt? Dagheimili í Stavropol, en þar var Gorbat- sjov eitt sinn hæstráðandi. miklu forsetanefnd sína. Engin kona er fullgildur félagi í stjórnmálaráði Kommúnista- flokks Sovétríkjanna. Og aðeins ein kona gegnir sendiherraemb- ætti fyrir landið. Hinsvegar er mikið um konur í láglaunastörfum, hvort sem þau krefjast menntunar eður ei. Meirihluti lækna og kennara í So- vétríkjunum eru konur og um 45 af hundraði verkafólks á sam- yrkjubúum, svo dæmi séu tekin. Reuter/ks Vestur-Þýskaland Hessen vill losna við amerískan her Walter Wallman, forsætisráð- herra Hessens, sem er eitt af sam- bandslöndum Vestur-Þýska- Iands, hefur krafist þess að í framkvæmd niðurskurðar her- afla í Evrópu verði það látið hafa forgang að bandarískt herlið verði á brott frá landinu. Hessen hýsir fleiri bandaríska hermenn en flest önnur lönd Sambandslýðveldisins. eða um sextíu þúsundir. I bréfi til Kohls kanslara hvetur Wallman forsætisráðherra til þess að lögð verði niður flugherstöðin Rhine- Main og að bandaríski herinn verði á brott frá Frankfurt. Af 600 þúsundum íbúa Frankfurt eru um 25 þúsund í bandaríska hernum eða honum viðkomandi. Telur Wallman að brottför hers- ins frá borginni mundi skapa henni nýja þróunarmöguleika. Rhine-Main flugstöðin notar sömu flugbrautir og alþjóðaflug- völlurinn í Frankfurt og er hún helsti komu- og brotttfararstaður bandarískra hersveita í Evrópu. Þá hefur forsætisráðherra Hessen lagt það til að lögð verði niður herstöð nálægt Erbenheim, en íbúar þar hafa kvartað yfir um hundrað herþyrlum bandarískum sem þar hafa bækistöð. áb/Reuter. Rúmenía Uppgjafa- kóngur í heimsókn Mihai, síðasti konungur Rúm- eníu, sem neyddur var til að segja af sér fyrir 42 árum, ætlar að heimsækja ættland sitt seinna í þessum mánuði og hyggst m.a. vera við páskaguðsþjónustu í Búkarest. Anna, fyrrum drottn- ing landsins, og þrjár dætur þeirra verða í för með honum. Mihai, sem nú er 68 ára að aldri, hefur lifað í útlegð í Bretlandi, Bandaríkjunum og nú síðast Sviss, eftir að kommúnistastjórn- in rúmenska hrakti hann frá völd- um 1948. Rúmeníukonungur hafði því pólitísku hlutverki að gegna á sín- um tíma, að hann kom með eins- konar hallarbyltingu Rúmeníu út úr heimsstyrjöldinni, en Rúmen- ar börðust þá við hlið Þjóðverja. áb/reuter 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. apríl 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.