Þjóðviljinn - 05.04.1990, Blaðsíða 12
—SPURNINGIN-
Ertu stressuö, stressað-
ur?
Sigurbjörn Birkir Lárusson
nemi
Nei, ég læt ekkert stressa mig.
Ekki skólann. Ég á að fermast
eftir fjóra daga en læt það ekki
stressamig.
Alda Hjartardóttir
fulltrúihjápóstinum
Alls ekkert stressuð. Það gengur
allt bara Ijómandi vel.
Ónefnduraðili
á hlaupum
NEEEEEEEIIIIIII.
Ólafur Eyjólfsson
forstöðumaður
Nei, ég er mjög afslappaður.
Þorlákur Runólfsson
lögreglumaður
Það veit ég ekki. Nei, alla vega
ekki í dag. Er maður annars ekki
alltaf eitthvað stressaður? Ég er í
fríi í dag, hvíld frá starfinu.
þlÓÐVIUINN
Fimmtudagur 5. aprfl 1990. 66. tðlublað 55. ároanour
SÍMI 681333
SÍMFAX
681935
Sveitarstjórnir
Konur vilja
gera
svo
Mér fannst erfitt hversu lítinn
stuðning ég hafði af sam-
starfsfólki mínu fyrst í stað. Ég
hafði búist við að þetta starf væri
allt öðruvísi. Það er mjög erfitt
starf að vera í bæjarstjórn. Starf
sem krefst þess að fólk helgi sig
því aiveg ef vel á að vera, segir
Bryndís Friðgeirsdóttir, efsti
maður á lista Alþýðubandalags-
ins til bæjarstjórnar á ísafirði í
vor.
Komið hefur í ljós að konur í
sveitastjórnum hætta oft eftir eitt
kjörtímabil. í ljósi þessara upp-
lýsinga var leitað til tveggja
kvenna, önnur þeirra hefur starf-
að í sveitarstjórn, hin er í fyrsta
sæti á sínum lista í kosningunum í
vor.
Bryndísi leist ágætlega á að
taka að sér starf bæjarfulltrúa.
Hún var varamaður í bæjastjóm
síðasta kjörtímabil og varð óvænt
að taka sæti í bæjarstjórn er bæj-
arfulltrúinn fór í frí.
Skelfingu
lostin
„Ég var skelfingu lostin fyrst,“
segir Bryndís. „Eg hélt að ég
þyrfti að hafa mjög góða þekk-
ingu á öllum málum. En skjálft-
inn hvarf þegar ég uppgötvaði að
ef ég hafði ekki næga þekkingu
var ekkert að gera annað en að
leita til sérfræðinga.“
Bryndís sagði að konur í
sveitarstjórnum væru oft í fullri
vinnu með starfinu í bæjarstjórn.
Hún taldi að það væri of mikið
fyrir þær flestar enda biðu þeirra
auk þess störfin á heimilinu þegar
heim kæmi á kvöldin.
„Að þessu leyti horfir málið
öðruvísi við karlmönnum því þeir
eiga konur sem hugsa um heimil-
in. Þeir geta líka margir notað
símann í vinnunni til að sinna
verkefnum fyrir bæjarstjórnina.
Maður þarf líka að hafa geysi-
lega harðan skráp. Sérstaklega í
svona litlu bæjarfélagi þar sem
maður hittir fólkið á hverjum
degi. Að sjálfsögðu skapar það
einnig aðhald, en maður verður
að vera alveg viss um að maður sé
að gera rétt. Það háir konum
hversu vel þær vilja gera alla
allt
vel
hluti. Þær myndu aldrei taka
ákvörðun nema að vel athuguðu
máli.
Það er líka svolítið sérstakt að
vinna með konum á fundum þar
sem eru karlmenn líka, því þær
tala allt öðruvísi þegar þær eru
einar.“
Ekki að gefast upp
Heiðrún Sverrisdóttir er gömul
í hettunni því hún hefur starfað í
bæjarstjórn Kópavogs í átta ár.
Heiðrún hefur ákveðið að gefa
ekki kost á sér aftur í ár. Hún var
spurð hvort hún væri að gefast
upp.
„Nei ég er ekki að gefast upp.
Mér finnst persónulega að átta ár
séu nægur tími í einu starfi fyrir
hvern sem er, karl eða konu. Ég
held að það sé ekki gott að sama
fólkið sé of lengi í einu í bæjar-
stjórnum. Ég er alveg tilbúin að
koma aftur seinna."
Heiðrún taldi að aðalástæðan
fyrir hversu stutt konur endast í
þessu starfi væri að þjóðfélagið
gerði alls ekki ráð fyrir að þær
sinntu svona störfum. Dagheim-
ili, skólar og vinnustaðir eru alls
ekki tilbúnir að koma til móts við
þarfir kvenna í ábyrgðarstöðum.
„Karlar í þessu þjóðfélagi
vinna mjög langan vinnudag svo
þeir geta oft lítið komið til móts
við eiginkonuna. Sjálf hef ég
mjög góðar heimilisaðstæður.
Það er líka þess vegna sem ég hef
enst svona lengi.
Fundir í bæjarstjórn eru á
öllum tímum, klukkan fimm,
klukkan sjö, o.s.frv. Karlamir
sitja rólegir og eru ekkert að
hugsa um hvort þeir komi of seint
í mat eða ekki. Konurnar þurfa
oft að elda og slíkt, svo þær eru
eðlilega ekki eins rólegar.
Karlar komast oft upp með að
sinna ábyrgðarstörfum illa. Þeir
láta sig bara hafa það að hlaupa
úr vinnu og annað til að sinna
málefnum bæjarstjórnar. Nú eða
koma illa undirbúnir á fundi af
því að mikið var að gera í vinn-
unni. Konur gera þetta ekki, þær
vilja gera allt svo vel.“
Það er ljóst að það er engin ein
ástæða fyrir að konur endast ekki
lengur í bæjarstjórnum. Þetta eru
Bryndís Friðgeirsdóttir
margir samverkandi þættir, en þó
vegur greinilega þyngst það gífur-
lega vinnuálag sem félagsmála-
starfi fylgir. Vinnuálag sem bæt-
ist við það sem fyrir er. Því um
það voru viðmælendur okkar
sammála að starfið væri mjög
skemmtilegt og gefandi þó það
væri erfitt.
—ss