Þjóðviljinn - 05.04.1990, Blaðsíða 5
VIDHORF
(Ráns)fengnum verður að skipta
Benedikt Sigurðarson skrifar
Ég hefi kosið að velja þessum
orðum mínum yfirskrift sem vís-
að getur til sögunnar af Hróa
Hetti - útlaganum vaska sem
áður fyrri hirti illa fenginn auð af
hrokagikkjum og valdsmönnum í
Skírisskógi og skipti á milli hinna
snauðu. Astandið á íslandi nú er
með þeim hætti að illa fenginn
auður hefur safnast á fárra hend-
ur - um leið og valdið hefur fjar-
lægst venjulegan íslending.
Vonandi berum við í næstu
framtíð gæfu til að ná breiðri
samstöðu um að „ránsfeng verð-
bólgugróða, vaxtaokurs og fyrir-
greiðsluspillingar verði skipt“,
því honum verður að skipta.
Kjarasamningarnir
- já þeir...
Allt mitt mál á eftir snýst með
einum eða öðrum hætti um kjar-
asáttina sem sumir vilja kalla.
Ekki vegna þess að mér þyki
mikið til koma - heldur vegna
þess að mér finnst sáttin ranglát -
og bitna á þeim sem síst skyldi -
Enginn skilji mál mitt samt svo að
ég sé á móti lækkun verðbólgu
eða vaxta - sei sei, nei, en ég er á
móti þeirri forræðishyggju og
ægilegu miðstýringu sem svokall-
aðir aðilar vinnumarkaðarins -
ásamt stjórnvöldum- hafa komið
á, þar sem sumir eða bara fáeinir
valdamenn semja um kjör fjöld-
ans.
Par sem áróðurinn er farinn að
bera skynsamleg skoðanaskipti
ofurliði. Engum valkostum velt
upp af sanngirni og heiðarleika -
heldur er afskræmisleg einföldun
á efnahagslegum óförum þjóðar-
innar síðustu áratugina notuð
sem svipa á venjulegan íslending
- svona svo hann samþykki sjálf-
ur hvernig hann fær að deyja.
Átti sáttin kannski allan tím-
ann að vera um að þeir snauðu
héldu stöðu sinni og hvergi yrði
hróflað við forréttindum eða ríki-
dæmi þeirra sem lifa í skjóli kerf-
isins og ósanngjarnrar efnahags-
stjórnar?
Mér finnst að mikið skorti á að
ólikir hópar íslendinga sýni hver
öðrum skilning sanngirni og sam-
stöðu - mér finnst of algengt að
menn neyti aflsmunar og að-
stöðumunar út í æsar og fari með
áróðri og jafnvel upphlaupum í
garð náunga síns.
Samskipti forréttindafóiksins -
valdamanna og venjulegra borg-
ara þessa lands eru ekki byggð á
virðingu eða gagnkvæmu trausti.
Samskipti höfuðborgarbúans
og dreifbýlingsins eru samskipti
aðstöðumunarins og aflsmunar-
ins.
Samskipti ákveðins hóps pólit-
íkusa (sem sumir hafa hreiðrað
um sig í svokölluðum neytenda-
samtökum) og fjölmiðlamanna
við landbúnað á íslandi eru sam-
skipti áróðurs og upphlaups.
Sjálfsagt snýst þetta svo allt um
valdastreitu - um löngun til yfir-
ráða yfir öðru fólki - jafnvel um
einhverskonar hefnigirni þar sem
allir vilja fá að sparka í „hinn
fallna" - og sýna hvað þeir geti
sparkað fast.
Kannski felst lykillinn að þess-
um klofningi í því hvernig við
hugsum um annað fólk - hversu
lítið mark við höfum tekið á sið-
ferðisboðskap kristindómsins og
hversu langt við eigum í land með
að rækta með okkur virðingu
fyrir lýðræðinu - hugsun sem er
tilbúin að setja einkahagsmuni
aftur fyrir sjálfsagðar leikreglur í
samskiptum jafngildra einstak-
linga.
Islendingar eru enn í hópi allra
rikustu þjóða - við höfum tekjur
sem ættu að nægja til að skapa
almenningi betri lífskjör heldur
en þekkjast annars staðar - þrátt
fyrir nokkurn samdrátt. Það er
þess vegna grátlegt að nú skuli
hafa verið sköpuð breið samstaða
valdamanna um að staðfesta
kjaramismuninn sem er við lýði.
Það er ennþá grátlegra að hugsa
til þess að uppskriftin að þessu
öllu saman skuli e.t.v. komin
utan af landsbyggðinni þar sem
miðstýring - að sunnan - er að
verða búin að draga allan kraft úr
atvinnulífinu. Niðurlæging lands-
byggðarbúans er að sumu leyti
nær algjör - þess fólks sem valda-
menn og fjölmiðlagengið í
Reykjavík eru að verða búin að
stimpla í eitt skipti fyrir öll sem
óvini þjóðfélagsins númer eitt.
Niðurlæging
dreifbýlisins
Dreifbýlismenn hafa verið
kallaðir til ábyrgðar á öllu sem
aflaga fer - offjárfestingu í sjáv-
arútvegi - háu verði á landbúnað-
annað en reyna að hafa útgerðar-
valdið gott.
Og allar veiðar verða leyfis-
skyldar.
Það kemur því ekki á óvart þó
að Færeyingar telji sig geta lært
það af reynslu íslendinga að kvóti
sem afhentur er útgerðaraðilum
án allra kvaða að heitið getur - sé
ekki í samræmi við þær þarfir sem
færeyskt samfélag hefur. Það er
reyndar efni í miklu meira en 20
mínútna spjall að gera upp við
fáránleik fiskveiðistjórnunar á ís-
landi og það rosalega miðstjórn-
arvald sem sjávarútvegsráðherra
hefur komið sér upp.
Allir þræðir suður: Hjá okkur
virðist sannleikurinn endanlega
hafa tekið sér bólfestu fyrir sunn-
an - í ráðuneytunum - í bönkun-
um - í lánasjóðunum. Og alþing-
ismenn eiga það erindi eitt útá
land að segja okkur hvernig
sannleikurinn líti út (séður að
„Mérfinnst að mikið skorti á að ólíkir hópar
Islendinga sýni hver öðrum skilning, sann-
girni og samstöðu - mérfinnst ofalgengt að
menn neyti aflsmunar og aðstöðumunar út í
œsar ogfari með áróðri og jafnvel upphlaup-
um í garð náunga síns“.
um að slá á forræðishyggjuna sem
alls staðar og ævinlega hefur
reynst grundvöllur spillingar í
valdakerfum - og við verðum Iíka
að bregðast við því ofurvaldi sem
hagfræðilegar „kreddur“ hafa
náð á umræðu um efnahagsmál á
íslandi nútímans.
Kvótakerfi - eignaupptaka: fs-
lenska þjóðin á eftir að gera upp
við kvótakerfin í sjávarútvegi og
landbúnaði. Ég tel að þau stand-
ist tæpast þá skilgreiningu sem
eignarréttarvernd stjórnarskrár-
innar krefst. Þessum kerfum fylg-
ir eignaupptaka en um leið eigna-
afhending sem ekki hefur verið
tekið stjórnskipunarlega á. Þing-
menn hafa á hinn bóginn verið að
leika sér með útdeilingu þessara
gæða til lands og sjávar án þess að
fella meðferð þeirra eigna að því
sem gildir um aðrar eignir í
samfélaginu.
„Veskú“: Þannig er fiskikvót-
inn sem fyrst var skilgreindur
arvörum - gjaldþroti í fiskeldi og
loðdýrarækt - jafnvel halla á rík-
issjóði. Og í dreifbýlinu hafa
meira að segja einstakir (flokks-
hollir) framámenn tekið undir
þennan söng.
Þar er útlendum kenninga-
kreddum um hagfræði gefinn for-
gangur umfram raunveruleika
mannlífsins. Það er heimtaður
niðurskurður á opinberri þjón-
ustu en ekki spurt hvað verði um
möguleika t.d. skólakerfisins til
að gegna sínu hlutverki og heldur
ekki spurt hverjir eigi að annast
um sjúka og aldraða sem ekki fá
inni á stofnunum.
Það er ekki spekúlerað í því
hverjir þurfa að borga meira en
áður fyrir lyf og læknishjálp þeg-
ar sparnaðaræðið fer af stað - það
er . ekki spurt um afkomu
neytandans eða möguleika hans
til að lifa mannsæmandi lífi - oft
við skömmtuð kjör.
Þó það kunni að hljóma fjar-
stæðukennt þá er ég þeirrar skoð-
unar að okkar vandamál séu af
samskonar toga og þau vandamál
sem nú eru efst á baugi í A-
Evrópu. Því betur eru okkar mál
ekki á því ofbeldisstigi sem alræði
lögregluríkisins skóp, en okkar
vandi liggur engu að síður í við-
horfum sem eiga sér engan einn
persónugerving.
Hvernig sem á allt er litið þá er
það lærdómsríkt fyrir okkur að
hlýða á mál forseta Tékkóslóvak-
íu - Vaclav Havel - þegar hann
segir sem svo að einstaklingarnir
séu ekki vandamálið - jafnvel
ekki skipulagið - heldur viðhorf-
in - það er hugsunarháttur alræð-
isins. Þar sem mannamunur er
skapaður í gegn um yfirráð eins
yfir öðrum - þar sem
„sannleikurinn“ er búinn til og
boðaður í krafti valds.
Miðstýring: Á sama tíma og
þeir fyrir austan eru að slást við
forræðishyggjuna vex slíkum við-
horfum fiskur um hrygg á íslandi.
Alit gangverk efnahagslífsins er
fellt í fjötra miðstýringar undir
yfirskini „hagræðingar“.
Kvótakerfi undir stjórn fá-
mennrar yfirstéttar í sjávarútvegi
- þar sem hagsmunaaðilar sjálfir
fjalla næstum einir um málið og
alþingismenn þora a.m.k. ekki
sunnan) - og hversu erfitt sé að
útvega fjármagn til að fram-
kvæma þetta eða hitt þar sem það
verði auðvitað að skera niður.
Alþingi íslendinga er í vaxandi
mæli að færa sig inn á verksvið
framkvæmdavaldsins í landinu -
er að vasast í rekstri fyrirtækisins
íslands - og Alþingi er einnig að
fjalla um rekstur einstakra fyrir-
tækja. Nú síðast leggur fjárveit-
inganefnd Alþingis fram frum-
varp um að hún verði gerð að
sérstökum yfirráðherra - að ráð-
herra skuli leita leyfis til allra
fjárveitinga sem ekki er fyrirmælt
í fjárlögum og nú síðast telur fjár-
veitinganefnd að menntamála-
ráðherra þurfi að leita leyfis til að
nýta samþykktir fjárveitingar til
endurnýjunar Þjóðleikhúss - ja-
hérna - var ekki einhversstaðar
kennt að einn af hornsteinum
stjórnskipunarinnar væri þrísk-
ipting valdsins?
Þrískipting valdsins: Og þó
ráðherra hafi á umliðnum árum
e.t.v. skort aga og tilhlýðilega
virðingu fyrir fjárlögum þá má
ekki ganga með þessum hætti
gegn þrískiptingu valdsins eins og
það er markað í stjórnarskránni.
Það kann að vera ástæða til að
breyta henni, en menn mega ekki
vera svo valdafíknir að þeir
gleymi stjórnarskrárbundnum
takmörkunum á valdsviði ein-
stakra stofnana samfélagsins.
Það kann líka að vera að ósiðir
ráðherranna við afgreiðslu auka-
fjárveitinga stafi eins af því að
Álþingi hafi sjálft ekki tekið hlut-
verk sitt nógu alvarlega og ekki
reiknað kostnað við rekstur lög-
skipaðrar þjónustu í samræmi við
gildandi kjarasamninga - né
heldur að Alþingi hafi skapað
forstöðumönnum einstakra
stofnana vald til að skilgreina
starfsemina þannig að kostnað-
inn megi takmarka við fjár-
veitingar.
Lýðræði er fyrir fólkið: Al-
menningur verður að halda vöku
sinni og við megum aldrei láta
valdagræðgi einstaklinga á Al-
þingi skekkja þá mynd sem
stjórnarskráin skóp af deilingu
valdsins. Vera má að siðvæðingar
sé þörf, en hún verður að eiga sér
stað í gegn um breytt viðhorf -
breyttan hugsunarhátt. Við verð-
kominn núna býsna langt frá
upphaflegri úthlutun. Þannig er
hið upphaflega búmark í land-
búnaðarframleiðslunni óraveg
frá fullvirðisrétti sl. árs. Enginn
hefur samt greitt eignaskatt af
sínum kvóta.
Kvótann hafa menn leigt og
selt eins og ekkert væri, - án þess
að eiga hann - en þegar komið
hefur til gjaldþrotaskipta þá er
verðið á kvótanum ótrúlega
mikið háð skuldastöðu fyrirtækj-
anna - og verðið á fyrirtækjunum
virðist ráðast af kvótastöðu
þeirra.
Þetta mál er óuppgert og eins
og fyrr er sagt snertir það grund-
vallarskilgreiningu eignarréttar-
ins eins og stjórnarskráin kveður
á um. Það væri því verðugra verk-
efni fyrir þingmenn okkar að
huga að slíku heldur en að velta
því fyrir sér hvernig þeirra eigin
fyrirtæki geti gert út á opinbert
framfæri.
Alþingismenn og einka-
hagsmunirnir: Það kom nú að
öðru máli - dálítið skyldu -
hvernig alþingismenn komast
upp með það að standa sjálfir í
rekstri og forsvari fyrir hagsmun-
afélög á meðan þeir eru á þingi.
Sjálfsagt er að launa þessa menn
vel en gera um leið skýra kröfu til
þeirra um að höggva á tengsl við
rekstur fyrirtækja og forystu fyrir
hagsmunafélögum. Einnig ætti
að skilgreina mjög ákveðnar regl-
ur um hagsmunaárekstra í störf-
um þingmanna og sveitar-
stjórnarmanna. Það er greinilega
þörf á að kveða skýrar á en nú er
til að fækka þeim tilfellum þar
sem menn fjalla um eigin
hagsmuni á lýðræðislega kjörn-
um vettvangi. Og ekki megum
við gleyma þeim freistingum sem
alþingismenn hafa fallið fyrir
þegar þeir hafa skilgreint sín kjör
- fríðindi og lífeyrisrétt - nú um
margra ára bil. Það er ekki bara í
Austur-Evrópu sem menn standi
frammi fyrir því að forréttinda-
hyggja valdamanna leiðir þá til
að skilgreina aðrar leikreglur
fyrir sig og vini sína heldur en
fýrir nafnlausa menn af lands-
byggðinni eða úr blokk í Reykja-
vík.
Hvað finnst ykkur t.d. um við-
horf forsætisráðherrans og borg-
arstjórans í Reykjavík til skatt-
lagningar á bílafríðindi?
Siðfræði - lögfræði: Einnig
kann að vera ástæða til að hafa
áhyggjur af þeirri siðferðilegu af-
neitun sem nokkrir íslenskir lög-
fræðingar hafa tjáð t.d. í tengsl-
um við brennivínsmál hæstarétt-
arforsetans fv. Afneitunin felst í
þeirri lögskýringu „að það sem
ekki er beinlínis bannað sé leyfi-
legt“. Af því ekki er hægt að vitna
í tiltekna lagagrein sem segir að
forseta Hæstaréttar sé óheimilt
að kaupa hundruð - eða þúsund -
flöskur af áfengi framhjá útsölu-
verði þá sé ekki hægt að refsa
fyrir slík kaup. Svipað siðferði
virðist einnig verða ofaná í sam-
bandi við innheimtulögfræðina.
Þar eru flest mál látin ganga sinn
ýtrasta veg - og það er ástæða til
að muna að sprottið hefur upp
stétt umsvifamikilla lögfræðinga
sem fást nær eingöngu við skulda-
skil og uppgjör gjaldþrotamála í
ótrúlegu bróðerni. Þar er eitt af
öðru ljósara og það er að enginn
þeirra virðist bera skarðan hlut
frá borði - hvað sem líður af-
komu þolendanna. Það er ekki
nokkur vafi að þessi praxís sem
hin nýja sétt hefur þróað býður
heim hættu á spillingu sem einnig
heggur nærri embættum fóget-
anna.
Að gera út á gjaldþrotin: Þegar
það hefur áhrif á tekjur viðkom-
andi embættismanns hvernig
hann sjálfur afgreiðir mál þá er
fjandinn laus. Það siðferði sem
tekjustofnar fógetaembættanna
styðjast við er rotið og ég heid
það mundi hljóta almenna for-
dæmingu umheimsins ef uppvíst
hefði orðið í Rúmeníu. Ekkert
síður en sá fáránleiki sem við-
gekkst til skamms tíma við að
hafa lögreglustjórn og dómsvald
á einni hendi. E.t.v. þurfum við
prófmál fyrir virtum alþjóðlegum
dómstóli til að færa okkur heim
sanninn um nauðsyn breytinga.
Launakerfl lækna: Það er einn-
ig kvíðvænlegt að frétta af því að
tekjur sérfræðinga í heilbrigðis-
stéttum kunni í auknum mæli að
ráðast af því hvaða meðhöndlun
þeir velja fyrir sjúklinga sína. Slík
þróun er e. t. v. í samræmi við
viðhorf þeirra sem mennta sig til
forréttinda, en þegar við bætist sú
„sjálftaka" launa sem gagnrýnd
hefur verið hlýtur að vaxa hætta á
að græðgi verði siðferðisviðmið-
unum yfirsterkari. Það hlýtur því
að vera sameiginlegt faglegum
hagsmunum stéttarinnar og
heilbrigðishagsmunum almenn-
ings að koma í veg fyrir að læknir
hafi fjárhagslegan ávinning af
„sjúkdómsgreiningu“. Vaxandi
einkapraxís og aukin kostnaðar-
þátttaka sjúklinga kann að auka á
hættuna á því að slík kerfi þróist
hér, en við verðum aðeins að
vona að evrópskar viðmiðanir
verði hagfræðikreddunum yfir-
sterkari þegar kemur að heilsu-
gæslunni.
Hagsmunaárekstrar - siðferði
stétta: Fjárhagslegur ávinningur
getur verið hæpinn hvati til verka
ekki síst ef við ætlumst til þess að
sanngirni og réttlæti séu mönnum
heilagar viðmiðanir. Krafa dags-
ins um að lifa hátt og lifa hratt er
ekki líkleg til eflingar góðu sið-
ferði valdsmanna fremur en al-
mennings. Þess vegna er okkur
nú meiri þörf en nokkru sinni á að
efla opinskáa og hreinskiptna
umræðu um leikreglur samfélags-
ins. Við þurfum öll á því að halda
að okkur sé sett aðhald - bæði
formlegt og óformlegt - einfald-
lega til þess að við höldum okkur
Benedikt Sigurðarson er skólastjóri
Barnaskólans á Akureyri. Grcin þessi
er byggð á ereindi „Um daginn og veg-
inn“ í Ríkisútvarpinu i mars 1990.
Framhald á bls. II
Fimmtudagur 5. apríl 1990 ÞJÓÐVIUINN - SlÐA 5