Þjóðviljinn - 05.04.1990, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 05.04.1990, Blaðsíða 9
Frá fræðslustjóra Norður- landsumdæmis eystra Lausar stöður við grunnskóla. Umsóknarfrestur til 1. maí AKUREYRI: íslenska, stærðfræði, danska, enska, myndmennt, handmennt, íþróttir, sérkennsla, heimilisfræði, samfélagsgreinar, almenn bekkjarkennsla og kennsla í forskóla. GRUNNSKÓLI HÚSAVÍKUR: sérkennsla, almenn kennslayngri barnaog kenns- la á unglingastigi. BARNASKÓLI ÓLAFSFJARÐAR: Almenn kennarastaða. GRUNNSKÓLINN Á DALVÍK: íslenska, enska, íþróttir, raungreinar, samfélags- greinar, almenn kennsla. GRUNNSKÓLI GRÍMSEYJAR: Staða skólastjóra og almenn kennarastaða. HÚSAB AKKASKÓLI: Staða skólastjóra og almenn kennarastaða. GRUNNSKÓLINN HRÍSEY: Almenn kennarastaða. ÁRSKÓG ARSKÓLI: Almenn kennarastaða. ÞELAMERKURSKÓLI: Handmennt. GRUNNSKÓLI HRAFNAGILSHREPPS: Almenn kennarastaða. GRUNNSKÓLI SAURBÆJARHREPPS: Staða skólastjóra og almenn kennarastaða. LAUGALANDSSKÓLI: Almenn kennarastaða. HR AFN AGILSSKÓLI: Staða skólastjóra og almenn kennarastaða. GRUNNSKÓLI SVALBARÐSSTRANDAR: Hannyrðir, myndmennt. GRENIVÍKURSKÓLI: Stærðfræði, enska, handmennt, almenn kennsla. STÓRUTJ ARN ASKÓLI: Staða skólastjóra og almennar kennarastöður. LITLULAUG ASKÓLI: Almenn kennarastaða. HAFRALÆKJARSKÓLI: Handmennt. GRUNNSKÓLINN KÓPASKERI: Almenn kennarastaða. GRUNNSKÓLINN RAUFARHÖFN: (þróttir, erlend tungumál, samfélagsfræði. GRUNNSKÓLINN SVALBARÐSHREPPI: Staða skólastjóra, almenn kennarastaða. GRUNNSKÓLINN ÞÓRSHÖFN: íþróttir, raungreinar, almenn kennsla. VEÐURSTOFA íslands kynnir NÝJA SÍMSVARA ætlaða landsmönnum öllum Frá og meö 5. apríl 1990 verða á vegum Veöur- stofu Islands og Pósts og síma teknir í notkun nýir símsvarar, þar sem landsmönnum öllum er í sömu símanúmerum og fyrir sama gjald boöiö upp á eftirfarandi upplýsingar: s: 990600: Kynning og allir valkostir. s: 990601: Veður og veðurhorfur fyrir landið í heild. s: 990602: Veðurspá fyrir einstök spá- svæði á landi og miðum. s: 990603: Veður og veðurhorfur á höfuð- borgarsvæðinu. s: 990604: Veðurlýsing fyrir valdar er- lendar veðurstöðvar. s: 990605: Flugveðurskilyrði yfir íslandi að degi til. Símsvarinn s. 17000 verður tekinn úr notk- un. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Bergþóra Jónsdóttir frá Súðavík Hlyngerði 7, Reykjavík sem lést 29. mars I Borgarspítalanum verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 6. apríl kl.13.30. Kristín Ólafsdóttir Jón Hallsson Margrét Olafsdóttir Guðmundur Ámundason barnabörn og barnabarnabörn FLOAMARKAÐURINN SMÁAUGLÝSINGAR Tll sölu lítið notað hljómborð með trommu- heila og statívi. Uppl. í síma 40511 á kvöldin. Vlnnuaðstaða óskast Hönnuðuróskar eftir björtu, rúmgóðu herbergi (eða aðstöðu) undir vinnu- stofu. Aðeins miðbærinn eða næsta nágrenni kemur til greina. Uppl. símar: 678512, 19521 eða 624271 á kvöldin og 22722 til ki. 17. Barnakojur til sölu Hvítar barnakojur frá IKEA til sölu, 2 útdregnar skúffur fylgja. Uppl. í síma 28321 e. kl. 16. Óskast keypt Notuð gönguskíði ca. 180 sm að lengd óskast til kaups. Einnig óskast gönguskíðaskór nr. 39. Uppl. í síma 14807 e. kl. 18. Bíll til sölu Subaru ‘78 til sölu. Selst á mjög lágu verði. Uppl. í síma 613632 eða 17289. Hansahurð óskast keypt, 70 sm á breidd. Uppl. í síma 73668. Bíll í skiptum fyrir vídeóupptökuvél Góður bíll óskast í skiptum fyrir Sony video 8 vídeóupptökuvél. Verð- hugmynd 70.000. Uppl. í síma 11096 e. kl. 16. Silver Cross Svartur, stór Silver Cross vagn til sölu. Uppl. í sima 53654, Margrét. Hópar fyrir konur sem hafa orðið fyrir nauðgun hefjast í þessari viku. Hafið samband við STÍGAMÓT í síma 626868. Grafík - rúm Viljum kaupa dúkpressu fyrir grafík. Gömul bókbandspressa kemur til greina. Á sama stað er til sölu IKEA rúm á sökkli breidd 160 cm. Upplýs- ingar í síma 26128 á kvöldin. Mígrenbyltingin eftir breska lækninn dr. John Mans- field, fæst á eftirtöldum stöðum: Bókabúð Máls og menningar, Lauga- vegi 18, Eymundsson, Austurstræti og Mjódd, Pennanum Kringlunni, Bókabúð Braga við Hlemm, Iðunnar- apóteki og hjá Mígrensamtökunum, Borgartúni 27, sími 623620 á mánu- dögum kl. 17-19. Óskast keypt Óska eftir mjög gömlum svefnher- bergishúsgögnum (dökkum) annað hvort heilu setti eða stökum hlutum úr setti. Uppl. í síma 26128 á kvöldin. Nýtt frá Heilsuvali Banana Boat sólbrúnkufestir f/ Ijósabekki; Hárlýsandi Aloe Vera hárnæring; Aloe Vera hárvörur fyrir sund og Ijósaböð; Hraðgræðandi Aloe Vera gel, græðir bólgur, útbrot, hárlos o.fl; Banana Boat E-gel græðir exem og psoriasis; Aloe Vera nær- ingarkremið Brún án sólar; Græðandi Aloe Vera varasalvi M. m.fl. Póstsendum ókeypis upplýsinga- bækling á íslensku. Heilsuval, Bar- ónsstíg 29, Grettisgötu 64, sími 11275 og 626275; Bláa lónið; Sólar- lampinn, Vogagerði 16, Vogum; Heilsubúðin, Hafnarfirði; Bergval Kópavogi; Árbæjarpótek; Samtök Psoriasis- og exemsjúklinga; Baulan, Borgarfirði; K. Árnadóttir, Túnbrekku 9, Ólafsvík; Apótek ísafjarðar; Ferska Sauðárkróki; Hlíðarsól, Hlíðarvegi 50, Ólafsfirði; Heilsuhornið, Akureyri; Hilma, Húsavík. Einnig í Heilsuvali: Vítamíngreining, orkumæling, megr- un, hárrækt, svæðanudd og andlitss- nyrting. Ég heiti Lotta er 17 ára og langar að eyða 3 mánuð- um (maí, júní og júlí) á íslandi. Ég hef áhuga á saumum, leirkerasmíði, leik- list og íslandi. Mér þætti vænt um að geta dvalið einhvern hluta tímans í sveit og að einhverjum hluta í borg/ bæ. Ég er liðtæk við bústörf og barna- gæslu gegn húsaskjóli, einhverjum matarbita og kannski örlitlum vasa- peningum. Ef einhver getur skotið yfir mig skjólshúsi mætti hugsa sér að ég og foreldrar mínir tækjum á móti ís- lenskum unglingi til okkar í Hilleröd sumarið 1991. Ef þessi klausa vekur áhuga þinn þætti mér vænt um að heyra frá þér. Lotte Nyborg, Grönne Tofte 9,3400 Hilleröd Danmark. Sími 90-45-42-250011. Kolbrún Halldórs- dóttir hjá Bandalagi íslenskra leikfé- laga (s. 16974) getur líka gefið upp- lýsingar um mig. Bílskýli tll leigu frá 1. maí til 1. nóvember. Uppl. í síma 675816. Ullargólfteppi Vel með farið, Ijóst ullargólfteppi, 20 fm, til sölu fyrir lítið. Uppl. í síma 30504 e. kl. 17. ibúð óskast 3ja-4ra herbergja íbúð óskast til leigu. Helst í Laugarneshverfi. Uppl. í síma 34598. Mackintosh tölva Okkur vantar Mackingtosh tölvu til láns eða leigu á kosningaskrifstofu okkar. Ef einhver getur bjargað okkur hafið þá samband í síma 13725, Kvennalistinn. Bílskúrsútsala Ignis ísskápur, skenkur, gamall stofu- skápur, mokkakápa nr. 38, sláttuvél o.fl. Selst ódýrt. Uppl. í síma 689651, Sigluvogi 12. Heimllishjálp 25 ára gömul stúlka óskar eftir að komast í heimilishjálp sem fyrst. Er mjög vandvirk og þrifaleg. Uppl. í síma 71875 e. kl. 17. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýdubandalagið á Akranesi Stefnuskrárumræða fyrir bæjarstjórnarkosningar Vinna starfshópa Mánudaginn 9. apríl kl. 20.30 í Rein. íþrótta- og æskulýðsráð: Stjórnendur Georg V. Janusson og Bryndís Tryggvadóttir. Skólamál: Stjórnandi Stefán Hjálmarsson. Dagvistarmál: Stjórnandi Guðbjartur Hannesson. Umhverfis- og heilbrigðismál. Allir hvattir til að mæta. Bæjarmálaráð ÆFR Opið prófkjör í Reykjavík Prófkjör Nýs Vettvangs og fleiri verður haldið nk. laugardag 7. apríl. Þátttökurétt hafa allir Reykvíkingar sem aðhyllast stefnumál Nýs vettvangs og hyggjast styðja framboðið í vor. Höfum áhrif og tökum þátt. Lýðræði gegn flokksræði. Nánar auglýst síðar. Stjórn ÆFR Alþýðubandalagið á Suðurlandi Ráðstefna um sveitarstjórnarmál Ráðstefna um sveitarstjórnarmál verður haldin í Alþýðubanda- lagshúsinu að Kirkjuvegi 7, Selfossi, laugardaginn 7. apríl. Ráð- stefnan hefst kl. 10 árdegis. Ráðstefnustjóri Jón Gunnar Ottósson. Dagskrá: 1. Jón Hjartarson formaður kjördæmisráðs setur ráðstefnuna. 2. Fulltrúar frá hverju sveitarfélagi gera grein fyrir stöðu mála og helstu áherslupunktum. 3. Jöfnunarsjóður og uppgjör hans við sveitarfélög. Frummæl- andi Unnar Þór Böðvarsson. 4. Skóla- og dagvistarmál. Frummælendur Kolbrún Guðnadótt- ir og Anna Kristín Sigurðardóttir. 5. Fjármál sveitarfélaga. Frummælandi Þorvarður Hjaltason. 6. Þátttaka og vinna í sveitarstjórnum og hvernig fer ákvarðana- taka fram. Frummælandi Ragnar Óskarsson. 7. Kosningastarfið og sameiginlegar áherslur. Frummælandi Úlfur Björnsson. Félögum langt að komnum er boðin gisting og annar viðurgjörn- ingur hjá félögum sínum á Selfossi. Alþýðubandalagið á Suðurlandi Árshátíð Árshátíð Alþýðubandalagsins á Suðurlandi verður haldin á Hótel Selfossi laugardaginn 7. apríl. Húsið verður opnað kl. 19.30. Borðhald hefst kl. 20. Á dagskrá er bæði gaman og alvara og málflutningur ýmist í bundnu eða óbundnu máli, m.a. munu félagar í Leikfélagi Hvera- gerðis flytja atriði úr Lukkuriddaranum. Gestur kvöldsins er Ólafur Ragnar Grímsson. Hljómsveitin Karma leikur fyrir dansi. Miðaverð er 2.500 krónur. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til einhvers eftirtalinna: Jón Hjarfarson, sími 74640. Ármann Ægir, sími 34240. Anna Kristín, sími 22189. Allir velkomnir. Stjórnin Alþýðubandalagið Vestmannaeyjum Vinnufundir - Opið hús Kosningaundirbúningur frambjóöenda Alþýðubandalagsins í Eyjum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar er hafin. Vinnufundir verða haldnir öll fimmtudagskvöld frá klukkan 20.30 í húsi félags- ins við Bárugötu. Stuðnirgsfólk er hvatt til að mæta og hafa áhrif á stefnumótunina. Opið hús verður alla laugardaga frá klukkan 13 - 15. Frambjóðendur AB Alþýðubandalagið Kópavogi Skrifstofa félagsins verður fyrst um sinn opin frá kl. 15-18.30 mánudaga-fimmtudaga. Félagar eindregið hvattir til að koma á skrifstofuna til að fá fréttir af málefnum bæjarfélagsins og greiða félagsgjöldin. Sími 41746: stjórnin Alþýðubandalagið Kópavogi Opið hús í Þinghól, Hamraborg 11 kl. 10-12alla laugardagaframyfirbæjar- stjórnarkosningar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.