Þjóðviljinn - 05.04.1990, Blaðsíða 3
Ferskfisk-
útflutningur
Halldór
lætur
undan
Sjávarútvegsráðherra gaf út í
gær nýja reglugerð um meðferð,
frágang, geymslu og flutning á
ferskum fiski. Samkvæmt henni
má flytja út hausaðan, flattan og
flakaðan fisk með skipum komist
hann í hendur viðtakenda eigi síð-
ar en viku frá því fiskurinn var
veiddur.
Þessi nýja reglugerð tekur gildi
á mánudag og leysir þar með af
hólmi þá reglugerð sem ráðherra
gaf út 2. mars. í þeirri reglugerð
var bannað að flytja út flattan,
flakaðan og hausaðan fisk nema
því aðeins að hann væri tafarlaust
tekinn til frekari verkunar er
lengdi geymsluþol hans.
Akvörðun sjávarútvegsráð-
herra er byggð á niðurstöðum til-
rauna sem Rannsóknastofnun
fiskiðnaðarins gerði nýlega á
geymsluþoli á flöttum fiski í ís.
Niðurstaða þeirra tilrauna er sú
að flattur þorskur hefur svipað
geymsluþol og flök. í skýrslu RF
kemur fram að á 10. degi er kom-
in skemmd í fiskinn samkvæmt
skynmati.
-grh
Sjávarútvegur
Nær
samfellt
tap
Þjóðhagsstofnun: Halli
var á sjávarútvegi öll árin
frá og með 1980-1987að
undanskildu árinu 1986
Halli var á sjávarútvegi öll árin
frá og með árinu 1980-1987 að
undanskildu árinu 1986. Hér
veldur mestu hallrekstur fisk-
veiðanna árin 1980-1985, en fisk-
vinnslan var rekin með hagnaði
árin 1981-1982. Þar skiptir miklu
að afurðalán báru neikvæða
raunvexti allt árið 1982 og mestan
hluta ársins 1983.
Þetta kemur fram í nýrri at-
vinnuvegaskýrslu Þjóðhagsstofn-
unar um sjávarútveginn á árun-
um 1986-1987. Aðalatriði þeirrar
skýrslu fjallar um rekstrar- og
efnahagsyfirlit fiskveiða og fisk-
vinnslu á þessum árum, auk
margvíslegra annarra upplýsinga
um afla, framleiðslu, markað-
sverð og útflutning sjávarafurða
undanfarin ár.
í skýrslunni kemur einnig fram
að talsverð breyting hefur orðið á
samsetningu botnfiskaflans frá
byrjun 9. áratugarins. Hlutur
þorsks hefur minnkað en hlutur
verðminni tegunda eins og ufsa,
karfa og grálúðu hefur vaxið stór-
um. Þannig var þorskur um 65%
botnfiskaflans árið 1980 en var
kominn niður í um 54% aflans
árið 1988. Á móti þessari óhag-
stæðu þróun í samsetningu aflans
vegur að landanir veiðiskipa er-
lendis og vinnsla aflans um borð
hefur stóraukist.
Sem dæmi, nefnir Þjóðhags-
stofnun að árið 1980 námu land-
anir veiðiskipa erlendis um 51
þúsund tonnum eða um 8% botn-
fiskaflans. Árið 1988 nam þessi
útflutningur botnfiskafla með
skipum og gámum um 114 þús-
und tonnum eða um 16% alls
þess botnfiskafla sem þá veiddist.
Að auki voru um 85 þúsund tonn
af botnfiski unnin um borð í
frystitogurum ýmist sem heil-
frystur fiskur eða flök.
-grh
FRETTIR
Fíkmejm
Hass selt í gmnnskólum
Framboð á hassi hefur aukist mikið og verðið verið óbreytt í rúmt ár. Fíknó
hefur verið upptekin afhörðumfíkniefnum ogþvíorðið að slaka á klónni í
baráttunni við hassið. Lionshreyfingin kynnir námsefni til forvarnar
Verð á hassi hefur haldist
óbreytt í rúmt ár vegna þess
að framboð á efninu hefur aukist
mjög mikið. Þess eru jafnvel
dæmi að hass hafi verið selt í
grunnskólum borgarinnar.
Fíkniefnalögreglan hefur vegna
skorts á mannafla og fé ekki getað
sinnt veikari fíkniefnum einsog
hassi vegna þess að stór mál hafa
komið upp þar sem sterkari fíkni-
efni hafa átt í hlut.
„Kókaínmálin voru það tíma-
frek að það gafst ekki tóm til þess
að sinna öðrum málum sem
skyldi," sagði Bjöm Halldórsson
hká fíkniefnalögreglunni við
Þjóðviljann í gær. Hann sagði að
fíkniefnalögreglan hefði unnið að
kókaínmálunum óslitið frá janú-
ar til september í fyrra.
Á kynningarfundi Lionshreyf-
ingarinnar á svokölluðu „Lion
Quest“ kennsluefni fyrir eldri ne-
mendur grunnskóla, sem haldinn
var á þriðjudag, kom fram í máli
Eiríks Becks hjá fíkniefnalög-
reglunni, að framboð á hassi
hefði aukist mjög mikið og þess
væru jafnvel dæmi að það væri
selt í grunnskólum borgarinnar.
Ástæðu þessa aukna framboðs
sagði hann vera þá að fíkniefna-
lögreglan hefði orðið að einbeita
sér að harðari fíkniefnum, en
jafnframt benti hann á að þeir
sem neyta vægari efna leiðast
margir smámsaman út í neyslu
harðari efna.
„Lion Quest“ námsefnið miðar
að því að styrkja sjálfsmynd ung-
linganna og gera þá sjálfstæðari.
Kennsluefnið byggir á niðurstöð-
um rannsókna sem sýna helstu
orsakir þess að unglingar leiðast
út í fíkniefnaneyslu. Unnið er að
því að fyrirbyggja það með því að
byggja upp sterka einstaklinga
sem taka yfirvegaðar ákvarðanir.
Kenna þeim að segja nei þegar
fíkniefni eru boðin.
Að sögn Björns Magnússonar,
formanns vímuvarnarnefndar
Lions, er hér á ferðinni öflugt
forvarnarstarf og skora Lions-
menn á yfirvöld menntamála að
taka höndum saman og nota
þetta námsefni í grunnskólum.
-«s/Sáf
Sigrún Davíðsdóttir og Herdís Egilsdóttir við verðlaunaafhendinguna. Mynd: Kristinn.
Barnabóka-
verðlaun
Silfur
Egils
íHöfða
Barnabókaverðlaunum
Skólamálaráðs Reykja-
víkur úthlutað
Sigrún Davíðsdóttir hlaut
verðlaun Skólamálaráðs í ár fyrir
bókina Silfur Egils, sem út kom í
fyrra. Verðlaunin, 150 þúsund
krónur, voru afhent í Höfða í
gær.
Þá var Herdís Egilsdóttir
heiðruð fyrir sérstakt framlag sitt
á sviði barnabóka og hlaut hún
einnig 150 þúsund krónur.
Þetta er í fyrsta skipti sem höf-
undur er heiðraður sérstaklega.
Áður hafa og verið veitt verðlaun
fyrir þýðingar og myndskreyting-
ar barnabóka.
Verðlaun Skólamálaráðs fyrir
best frumsömdu barnabókina
hafa verið veitt síðan 1973 og hef-
ur Skólasafnanefnd Reykjavíkur
valið bækurnar frá árinu 1977.
BE '
Atvinnurekstur
Lftið eftirlit með útlendingum
Fyrirtæki með einhverri eignaraðild útlendinga greiddu 1,4% launa í landinu árið 1987.
Enginn einn aðili skráir ogfylgistmeðfyrirtækjum með eignarhlutdeild útlendinga
Iskýrslu forsætisráðherra til AI-
þingis um fjárfestingu erlendra
aðila í atvinnurekstri hér á landi
kemur fram að fyrirtæki sem að
einhverjum hluta voru í eigu út-
lendinga greiddu 1,4% af öllum
greiddum launum í landinu á ár-
inu 1987. f skýrslunni er tekið
fram að vegna skorts á upplýsing-
um og eftirliti sé líklegt að þetta
hlutfall sé eitthvað hærra og allt
bendi tii þess að það fari vaxandi.
Enginn einn aðili fylgist með
eignaraðild útlendinga í íslensk-
um fyrirtækjum samkvæmt
skýrslunni.
Eignaraðild útlendinga í at-
vinnurekstri hér á landi er mjög
misjöfn eftir greinum og þarf
ekki að koma á óvart að hún er
mest í ál- og kísiljárnframieiðslu.
En álverið í Straumsvík er að öllu
leyti í eigu útlendinga og 45%
Járnblendiverksmiðjunnar eru í
eigu útlendinga. Samanlagt
greiða þessi tvö fyrirtæki 88%
allra launa í þessari atvinnugrein.
Hlutur útlendinga í launa-
greiðslum í öðrum greinum er
miklu minni. Næst á eftir kemur
fiskeldið með tæp 14%, efnaiðn-
aðurinn er með 2,5% og veitinga-
og hótelrekstur með 2%. í skýrsl-
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
unni er ítrekað að tölurnar séu frá
árinu 1987 en á þeim þremur
árum sem liðin séu síðan hafi út-
lendingar fjárfest töluvert hér á
landi ma. í olíuviðskiptum og
tölvufyrirtækj um.
Þá segir í skýrslunni að í tölun-
um frá 1987 sé rík ástæða til að
ætla að um visst vanmat sé að
ræða. Ástæðan er að hjá
hlutafélagaskrá er lögð áhersla á
nýskráningu hlutafélaga en
breytingar á eignaraðild fyrir-
tækja er ekki skráð sérstaklega.
Erlendir aðilar geta því keypt
hlut í starfandi fyrirtækjum eða
aukið hlut sinn í þeim án þess að
það sé skráð hjá hlutafélagsskrá.
í skýrslu forsætisráðherra segir
að afar brýnt sé að koma upplýs-
ingaöflun af þessu tagi í fast form
þannig að unnt verði að fá góða
heildarmynd af umsvifum er-
lendra aðila í íslensku atvinnulífi
hverju sinni og þróun þeirra
mála. Eðlilegt virðist að gera
fyrirtækjum skylt að tilkynna til
einhvers opinbers aðila allar
breytingar á eignaraðild útlend-
inga, hvort um sé að ræða
hlutafélög eða önnur rekstrar-
form. Nærtækast virðist að Seðla-
banki íslands sjái um þessa
skráningu.
-hmp
Endurvinnsla
Umhveifisvemd og spamaður
að er mjög brýnt að við ís-
lendingar endurvinnum hluta
þess pappírs sem við notum og
jafnframt að við flytjum inn
endurunnar pappírsvörur. Það
er til að mynda fráleitt að mínu
mati að flytja inn eggjabakka
þegar hægt er að fá þá endurunna
hér, segir Svanhildur Skaftadótt-
ir, framkvæmdastjóri Land-
verndar, í samtali við Þjóðvilj-
ann.
Þjóðviljinn hefur skýrt frá þvi á
undanförnum dögum að íslend-
ingar eru eftirbátar annarra Evr-
ópuþjóða hvað það snertir að
nota endurunnar pappírsvörur og
að endurvinna pappír sem til fell-
ur. En nú eru uppi hugmyndir um
að auka endurvinnslu hérlendis
verulega.
„Endurvinnsla hefur marga
kosti. Með henni minnkum við
það magn úrgangs sem þarf að
farga eða urða og drögum þar
með úr mengun og kostnaði. í
víðara samhengi má benda á að
með þessu spörum við líka auð-
lindir jarðar og orku. Við notum
pappír mikið og berum því sið-
ferðilega ábyrgð í þessum efnum.
Það er ekki síður mikilvægt að
flytja inn endurunnar vörur, en
við gerum allt of lítið af því. Það
er þó hægt að kaupa til dæmis
salernispappír, eldhúsþurrkur,
kaffipoka og fleira sem hefur ver-
ið unnið úr úrgangspappír og er
óbleikt. En þar sem þessar vöru.
eru á boðstólum er allt of lítið
gert til þess að halda þeim að
fólki. Það þarf líka að merkja
r vöru: mun betur og gera
rolki ljóst að þarna er um að ræða
vörur sem eru mun heppilegri
fyrir umhverfið," segir Svanhild-
ur Skaftadóttir.
-gg