Þjóðviljinn - 19.05.1990, Side 1
Laugardagur 19. maí 1990 92. tölublað 55. árgangur
Náttúrufeguröin er mikii undir Vatnajökli. Ferðamenn geta tekið sór far með bifreiðabátnum Jökli á Jökulsárlóni þar sem James Bond kom við um árið. Hann var þó ekki [ þessari ferð svo vitað sé.
Mynd: Kristinn.
Dagheimili
Astandið versnað í tíð Davíðs
Rúmlega 600 börn biðu eftir heilsdagsvistun íReykjavík í árslok 1989. Aðeins börnforgangshópa skráð á
biðlista. Fœrri dagheimilispláss tekin ínotkun með ári hverju. Upplýsingarfrá Dagvist barna stangast
á við fullyrðingar börgarstjóra
Rúmlega 600 börn voru á bið-
lista eftir heilsdagsvistun hjá
Rcykjavíkurborg í árslok í fyrra
og samkvæmt tölum frá Dagvist
barna hafa sífellt færri dagheimii-
ispláss verið tekin í notkun árlega
síðan árið 1982. Á þessu kjörtím-
abili hafa aðeins 138 ný dagheim-
ilispláss verið tekin í notkun, en í
tíð vinstri manna 1978-1982 voru
226 ný dagheimilispláss tekin í
notkun.
Þegar rætt er um biðlista eftir
heilsdagsvistun á dagheimilum
borgarinnar verður að geta þess
að í fyrra var ákveðið að hætta að
skrá börn giftra foreldra og for-
eldra í sambúð. Á biðlistum eru
því aðeins börn forgangshóp-
anna, einstæðra foreldra og
námsmanna.
Reykjavíkurborg opnaði þrjá
leikskóla í vikunni, Heiðarborg
við Selásbraut, Klettaborg við
Dyrhamra og Gullborg við Reka-
granda. Með opnun þessara hei-
mila fjölgar heilsdagsplássum um
45, en leikskólaplássum eða
hálfsdagsplássum um 280. Á
þessum nýju heimilum er rekstur
og starf dagheimila og leikskóla
sameinaður, en stofnanirnar kall-
aðar leikskólar. Heildarkostnað-
ur við byggingu þessara heimila
nam um 154 miljónum króna.
Samkvæmt upplýsingum frá
borgaryfirvöldum í Stokkhólmi
eiga 60 af hundraði bama á for-
skólaaldri kost á heilsdagsvistun
þar í borg. Sambærilegt hlutfall í
Osló er 41 prósent, 34 prósent í
Helsinki, og 28 prósent í Þórs-
höfn í Færeyjum.
Sambærilegt hlutfall í Reykja-
vík er 14 af hundraði.
Sem fyrr segir hefur
heilsdagsplássum fjölgað um 138
á þessu kjörtímabili. Þar til nýju
heimilin voru tekin í notkun nú í
vikunni hafði ekki verið opnuð
dagvistarstofnun á vegum
Reykjavíkurborgar síðan árið
1988, en þá voru 17 heilsdags-
pláss og 72 hálfsdagspláss tekin í
notkun á Jöklaborg.
Til samanburðar má geta þess
að á tímabilinu 1978-1982 vom
tekin í notkun 226 ný heilsdags-
pláss. Á kjörtímabilinu 1982-
1986 vom 179 dagheimilispláss
tekin í notkun á vegum borgar-
innar. Þróunin hefur því verið
niður á við allt síöan 1982.
Núverandi borgarstjórnar-
meirihluti hefur lagt áherslu á
fjölgun leikskólaplássa og þar
hefur orðið vemleg fjölgun.
Leikskólaplássum í borginni hef-
ur fjölgað um 614 á þessu kjört-
ímabili, en sambærileg tala fyrir
tímabilið 1978-1982 er 362.
Davíð Oddsson borgarstjóri
hefur fullyrt að öll börn í borginni
geti fengið leikskólapláss í haust.
Samkvæmt upplýsingum sem
Þjóðviljinn fékk frá Dagvist
barna er þetta ekki alls kostar
rétt. Hins vegar er reiknað með
að öll börn á aldrinum þriggja til
sex ára geti átt kost á leikskóla-
plássi í haust. Þá eru ótalin böm
yngri en þriggja ára. Heimilt er
að sækja um leikskólapláss fyrir
bam þegar það nær 18 mánaða
aldri, en börn em ekki tekin inn á
leikskóla fyrr en þau hafa náð
tveggja ára aldri.
Iárslok.í fyrra biðu nær 1200
börn eftir plássi á leikskóla á veg-
um borgarinnar og er ekki búist
að sá biðlisti verði styttri í lok
þessa árs. _
Leiktœkjasalir
Tralla lokað vegna þrýstings
Foreldrar í Breiðholti óska eftir lokun leiktœkjasalarins Tralla. Þá
hljóta vandamál unglinga að vera úr sögunni
Við höfum ákveðið að loka
Tralla í Mjódd, en þá hljóta
líka vandamál unglinga í
Breiðholti að vera úr sögunni,
segir Bjarni Vilhjálmsson, annar
eigenda leiktækjasalarins Tralla í
Mjódd, í samtali við Þjóðviljann.
Foreldrafélag Breiðholtsskóla
óskaði nýlega eftir því við fél-
agsmálaráð að staðnum yrði lok-
að.
Félagsmálaráð tók undir sjón-
armið foreldra og í samþykkt
ráðsins frá í síðustu viku segir að
það komi „alvarlega til álita að
óska eftir lokun staðarins." Þor-
björn Broddason, fulltrúi Al-
þýðubandalagsins í ráðinu tók
fyllilega undir sjónarmið for-
eldra.
„Tralli er eflaust hvorki betri
né verri en aðrir leiktækjastaðir.
En á meðan unglingar í
Breiðholti hafa ekki almennilega
félagsaðstöðu finnst okkur ekki
ástæða til þess að leyfa þessari
starfsemi að þrífast," segir Unnur
Halldórsdóttir, formaður For-
eldrafélags Breiðholtsskóla í
samtali við Þjóðviljann.
Umkvartanir vegna starfsemi
leiktækjasala em ekki ný bóla, en
spjótin hafa einkum beinst að
Tralla í Mjódd.
Foreldrar og kennarar
Breiðholtsskóla hafa kvartað
mjög vegna þess að krakkar hafa
haldið til í Tralla á kostnað
kennslunnar. Gmnur hefur
leikið á að krakkar fjármagni
leiktækin með þjófnaði í nær-
liggjandi verslunum og í grein um
Tralla í Þjóðviljanum í mars stað-
festa unglingar þann gmn í sam-
tali við blaðamann.
Unnur Halldórsdóttir segist
hafa ömggar upplýsingar um áf-
engisneyslu unglinga í Tralla,
einkum á föstudagskvöldum. Þá
hefur verið kvartað yfir því að
unglingar undir 14 ára aldri hafi
„hangið“ á staðnum.
„Vandamálið er náttúmlega
fyrst og fremst skortur á félagsað-
stöðu fyrir unglinga í Breiðholti,“
segir Unnur í samtali við Þjóð-
viljann.
Nú hafa eigendur Tralla sem
sagt ákveðið að loka staðnum í
sumar. Þar til lokað verður end-
anlega verða dyr staðarins læstar
á föstudagskvöldum, frá og með
gærkvöldinu.
gg