Þjóðviljinn - 19.05.1990, Qupperneq 8
X-GRUNDARFJÖRÐUR
r
AGrundarfirði bjóða fratn þrír
listar fyrir sveitarstjórnark-
osningarnar þann 26. maí nk.
Það eru G-listi Alþýðubandalags,
B-listi Framsóknarflokks og D-
listi Sjálfstæðisflokks. Við síð-
ustu kosningar árið 1986 buðu
óháðir einnig fram lista og fengu
þá 59 atkvæði en engan mann
kjörinn. Arið 1986 vann Sjálfs-
tæðisflokkur mann af Alþýðu-
bandalagi og um ieið meirihlut-
ann í hreppsnefnd sem skipaður
var af tveimur fulltrúum Alþýðu-
bandalags og einum fulltrúa
Framsóknarflokks.
Vantaði átta
atkvæði
D-listinn jók fylgi sitt úr 159
atkvæðum í 205, Framsókn fékk
117 atkvæði en hafði fengið 131
árið 1982 og Alþýðubandalagið
fékk 122 en hafði fengið 140 árið
1982. Lítið skorti þó á að Alþýðu-
bandalagið héldi öðrum mannin-
um inni, aðeins átta atkvæði, og
var fylgistapið skýrt meðal ann-
ars með því að framboð óháðra
hefði tekið töluvert frá G-
listanum.
Á þessu kjörtímabili hafa því
Sjálfstæðismenn haft þrjá menn í
meirihluta en í minnihluta eru
Alþýðubandalag og Framsókn
með einn mann hvor.
Efstir á lista Alþýðubandalags
eru þeir Ólafur Guðmundsson,
Ragnar Elbergsson og Jóhannes
G. Þorvarðsson. Ragnar situr í
hreppsnefnd nú en Ólafur var
varamaður G-lista fyrir nokkrum
árum. Jóhannes hefurekki verið í
framboði áður.
í fyrsta sæti á lista Framsóknar-
flokksins er Friðgeir V. Hjaltal-
ín, í öðru sæti Guðni Hallgríms-
son og í þriðja sæti Kristján Guð-
mundsson. Þeir hafa allir verið á
Þrír listar í framboði
G-listi þarf lítið til að vinna meirihlutann aftur
Grundarfjörður. Alþýðubandalagið leggur áherslu á að staðurinn tengist nágrannabyggðarlögum á
norðanverðu Snæfellsnesi. Mynd gg
framboðslistum áður en hafa
skipst á sætum í gegnum árin.
Guðni sat m.a. í hreppsnefnd
árin 1982-1986. Gunnar Krist-
jánsson sem nú er í hreppsnefnd
fyrir Framsókn er ekki í framboði
í vor.
Miklar fram-
kvæmdir 82-86
Á D-lista Sjálfstæðisflokksins
eru efstir Kristján Guðmunds-
son, Ásgeir Valdimarsson og
Árni Halldórsson. Kristján situr í
sveitarstjórn nú. Þau Árni Emils-
son og Sigríður A. Þórðardóttir
sem leitt hafa D-listann allar göt-
ur frá því 1978 eru bæði flutt af
staðnum.
f fjórða sæti listans er Sigríður
Gísladóttir sem einnig var í því
sæti síðast. Hún hefur setið í
sveitarstjórn síðan Ámi Emils-
son flutti fyrir þremur ámm.
„Þetta kjörtímabil hefur mót-
ast af því að við vorum að koma
út úr stórum og miklum fram-
kvæmdum sem fóru í gang kjört-
ímabilið 1982-1986 þegar Al-
þýðubandalag og Framsókn vom
í meirihluta,“ sagði Ragnar El-
bergsson fulltrúi Alþýðubanda-
lagsins í samtali við Þjóðviljann.
„Hafnarmál og gatnafram-
kvæmdir tóku stóran toll þá og
kölluðu á talsverða skulda-
aukningu á meðan á þeim verk-
um stóð. En hafnarframkvæmd-
irnar sem stóðu yfir þessi ár eru í
dag farnar að skila arði.
Við sem skipuðum meirihlut-
ann þá höfðum fulla yfirsýn yfir
það sem var verið að gera og við
sögðum í síðustu kosningabar-
áttu að það tæki okkur tvö til þrjú
ár að komast út úr þessum fram-
kvæmdum. Málið var að enda
þótt lausafjárstaðan væri ekki
góð þá átti ríkissjóður eftir að
greiða sinn hlut í framkvæmdun-
um og það hefur gengið eftir.
Framkvæmdagleii
haldiö í hðfi
Sveitarstjórn ákvað í upphafi
kjörtímabils að halda fram-
kvæmdagleðinni því í hófi og það
hefur tekist ágætlega. Við í minn-
ihlutanum erum þó ekki sáttir við
hvernig var staðið að því á ýmsan
hátt.
Til dæmis má nefna að allt
íþróttastarf hér er svo til lamað,
enda þótt tekið hafi verið í gagnið
íþróttahús á síðasta hausti, vegna
þess að íþróttavöllurinn eyðil-
agðist á kjörtímabilinu og hefur
ekki verið lagfærður.
Frjáls félagasamtök hafa unnið
hér að ýmsum málum sem
sveitarsjóðum ber yfirleitt að
taka einhvern þátt í og nægir þar
að nefna stórt og glæsilegt dvalar-
heimili. Um það var stofnað sjál-
fseignarfélag og sveitarsjóður
kom þar hvergi nærri,“ sagði
Ragnar.
-vd.
G-listinn
Þurfum átak í umlwerfismálum
Ólafur Guðmundsson efsti maður G-listans:
Höfum lokið miklumframkvœmdum. Núþarf að taka til hendinni
umhverfis þær
Ólafur Guðmundsson skipar
fyrsta sæti G-lista Alþýðubanda-
lagsins á Grundarfirði. „Á listan-
um er mikið af ungu fólki sem
hefur lengi haft mikinn áhuga á
hreppsmálunum,“ sagði Ólafur.
„Það má segja að Alþýðubanda-
lagsfélagið hafi lengi verið eina
virka pólitíska félagið hér á milli
kosninga. Þessi hópur hefur því
haft mun meiri áhrif en kjörtölur
gefa til kynna. Við höfum meðal
annars séð um að gefa út fjórum
sinnum á ári blað okkar sem
heitir Birting. Við höfum gefið
þetta blað út í tíu ár án þess að
blað falli úr og ég vil geta þess að
nafn þess á ekkert skylt við Birt-
ingarfélagið í Reykjavík.
Af stefnumálum okkar næsta
kjörtímabil ber fyrst að telja um-
hverfismálin. Þar þurfum við að
taka verulega á. Við viljum að
strax í upphafi kjörtímabilsins
verði mörkuð stefna um að
ákveðinn hundraðshluti af tekj-
um sveitarfélagsins fari til um-
hverfismála. Við höfum ekki
fastsett ákveðna tölu en höfum
talað um að tvö prósent væri gott
hlutfall.
Við búum í mjög ungu byggð-
arlagi og hér hafa verið í gangi
miklar framkvæmdir undanfarin
ár en umhverfisþátturinn hefur
gleymst og setið á hakanum.
Það þarf að taka til hendinni,
ganga frá opnum svæðum og
ljúka frágangi í kringum eigur
sveitarfélagsins, meðal annars
við samkomuhúsið og skólann.
Höfnin dýrar
Gatnamálin eru í nokkuð góðu
ástandi því að árin 1982-1986,
þegar Alþýðubandalagið var í
meirihluta, var gert mikið átak í
þeim og lagt bundið slitlag á nán-
ast allar götur sem voru þá tilbún-
ar. Gangstéttafrágang og annað
því um líkt þarf þó að athuga
frekar.
Sveitarsjóður stendur ágætlega
og hefur reyndar aldrei staðið
illa, enda þótt lausafjárstaðan
væri bágborin um tíma á meðan
beðið var eftir framlögum ríkisins
vegna hafnarframkvæmdanna.
Þær framkvæmdir voru mjög dýr-
ar og til skýringar má nefna að
höfnin kostar á núvirði 120 milj-
ónir en tekjur sveitarfélagsins
yfir kjörtímabilið eru um 100
miljónir. Þar af er framkvæmdafé
um 60-70 miljónir. En við
sögðum þá að við gætum unnið
okkur út úr þessu á fáum árum
með því að hægja á framkvæmd-
um og það hefur komið á daginn.
Bygging leikskóla
nauðsynleg
Á stefnuskrá okkar eru nýjar
áherslur í vatnsveitumálum. Við
viljum skoða þann möguleika að
hreinsa vatn með geislun eins og
gert er á Akranesi, Seyðisfirði og
í Bolungarvík. Vatnsveitan hér
gefur of lítið vatn og á síðasta
kjörtímabili jukust skuldir henn-
ar úr tveimur miljónum í tíu
vegna þess að meirihlutinn eyddi
miklu í gagnslausar tilraunabor-
anir. Við viljum skoða þessi mál
upp á nýtt. Sé vatnið geislað get-
um við tekið sjálfrennandi vatn
sem við eigum nóg af.
í dagvistarmálum viljum við
gera skurk. Hér er biðlisti við
leikskólann sem hægt væri að láta
hverfa með því einu að opna til
bráðabirgða leikskóladeild í
húsnæði samkomuhússins á með-
an við byggjum nýjan leikskóla.
Samkomuhúsið er í næsta húsi
við leikskólann og þar þarf ekki
að kosta miklu til. Viljinn er allt
sem þarf.“
Langtíma-
áætlanir í
fjármálum
Ólafur er stjórnarformaður
sjálfseignarfélags sem stofnað
var um byggingu vist- og hjúkr-
unarheimilis aldraðra árið 1983.
Þar eru vistrými fyrir 17 manns.
Framkvæmdir fóru af stað árið
1986.
„Einu fyrirgreiðslurnar sem
við höfum fengið frá hinu opin-
bera eru styrkur frá Fram-
kvæmdasjóði aldraðra og fram-
kvæmdalán frá Húsnæðisstjórn,"
sagði Ólafur.
„Að öðru leyti höfum við
fjármagnað framkvæmdirnar
með frjálsum framlögum heima-
manna. Við ætluðum okkur að
byggja þetta án þátttöku sveitar-
félagsins og ætlum okkur ekki að
afhenda sveitarsjóði þessa fram-
kvæmd en hins vegar kemur að
því mjög fljótlega að hann þarf að
koma inn í þennan rekstur með
einhverjum hætti.
Nú, áfram um stefnumálin.
Við viljum að gerðar verði lang-
tímaáætlanir fyrir hvert kjörtíma-
bil. Við viljum gera okkur grein
fyrir því hve mikið sjálfsaflafé við
höfum til ráðstöfunar á kjörtíma-
bilinu og hvað sé skynsamlegt að
taka mikið af lánum til nýfram-
kvæmda. Þannig getum við náð
skynsamlegu aðhaldi í fjármál-
Ragnar Elbergsson skipar bar-
áttusæti G-listans.
Mynd gg
um, raðað verkefnum niður í
forgangsröð og gert áætlanir um
framkvæmdir næstu ára. Þannig
fær sveitarstjórn ávallt yfirsýn
yfir þau verkefni sem í gangi eru.
Horfumtilframtíðar
Með nýju verkaskiptalögunum
er það á könnu ríkisins að byggja
okkur nýja heilsugæslustöð. Sú
gamla er í alls endis ófullnægj-
andi húsnæði og ef við fáum að-
stöðu til munum, við knýja á um
að loforð um nýja stöð verði efnt
sem fyrst.
Sama gildir um samgöngumál.
Það þarf að þrýsta á stjórnvöld
um stórfelldar úrbætur á þeim.
Við leggjum mikla áherslu á sam-
tengingu byggðar á norðanverðu
Snæfellsnesi. Framtíðarlausn
hlýtur að vera að bora í gegnum
Búlandshöfðann, sem er aðalfa-
rartálminn milli Grundarfjarðar
og Ólafsvíkur, eða að leggja veg
fyrir framan hann. í öðru lagi
þurfum við fjallveg yfir Vatna-
heiðina í stað leiðarinnar um
Kerlingarskarð og í þriðja lagi
þarf að brúa Kolgrafarfjörð sem
Ólafur Guðmundsson efsti mað-
ur á G-listanum: Viljum að
ákveðnu hlutfalli af tekjum
sveitarfélagsins verði varið til
umhverfismála.
er á milli Grundarfjarðar og
Stykkishólms.
Allt eru þetta miklar fram-
kvæmdir og verða eflaust ekki á
fjárlögum alveg á næstunni en við
horfum til framtíðar og viljum
halda þessum málum vakandi.
Norðanvert Snæfellsnes er mjög
þéttbýlt, mun þéttbýlla en menn
gera sér kannski grein fyrir í
fljótu bragði, og þegar búið er að
tengja saman þessa staði þá verð-
ur hér nánast 6-7000 manna
byggðarlag."
-vd
G-listi Alþýðu-
bandalagsins
1. Ólafur Guðmundsson 2.
Ragnar Elbergsson 3. Jóhannes
G. Þorvarðsson 4. Hrafnhildur B.
Guðbjartsdóttir 5. Ingi Hans
Jónsson 6. Þórunn Kristinsdóttir
7. Kristberg Jónsson 8. Elísabet
Árnadóttir 9. Helga Haf-
steinsdóttir 10. Kristján Torfason
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. maí 1990