Þjóðviljinn - 24.05.1990, Síða 7

Þjóðviljinn - 24.05.1990, Síða 7
AÐ UTAN_________ Mikilvægur árangur í afvopnunar- málum Útrýming efnavopna ogfyrsti samning- urinn um niðurskurð langdrœgra kjarnavopna verða á dagskrá hjá þeim Bush og Gorbatsjov um mánaðamótin. En jafnt í austri sem vestri eru margir kvíðafullir vegna gífurlegra erfiðleika þess síðarnefnda heimafyrir Míkhaíl Gorbatsjov - hans vandræði hafa stórum aukist frá Möltufundi. George Bush - sameinað Þýskaland skal ( Nató. á er að því komið að þeir hitt- ist aftur, Georg og Mikael. Síðasta dag mánaðarins hefjast í Washington viðræður þeirra um gang mála í heiminum frá því að þeir mættust við Möltu s.l. haust. Gert er ráð fyrir að í hönd farandi ráðstefnu þeirra Ijúki 3. júní. Enda þótt fastlega sé við því búist að þeir leiðtogarnir muni ná mikilvægum árangri á þessari ráðstefnu, eru menn ekki eins bjartsýnir fyrir hana og var fyrir Möltufund. Hvað Vesturlöndum viðvíkur eru þær áhyggjur mjög á annan veg en þær sem þau höfðu í Skaut föður sinn 11 ára enskur drengur, sem skaut sjötugan föður sinn til bana með haglabyssu, hefur fyrir rétti verið úrskurðaður til vistar á barnaheimili en til greina kemur að hann verði eftir nokkra hríð sendur heim til móður sinnar. Þótti drengurinn hafa nokkrar málsbætur, þar eð faðir hans, hestakaupmaður í Norður- Englandi, kvað hafa verið drykkjumaður, heimilisharð- stjóri mikill og leikið drenginn illa. Faðirinn er sagður hafa mis- þyrmt drengnum þráfaldlega svo að stórséð hafi á honum og dregið hann á eyrunum. Sem frekari dæmi um hátterni föðurins til- greindi verjandi drengsins að fað- irinn hefði selt gæludýr sonarins til að fá fyrir brennivíni, aukheld- ur sem hann hefði skotið hest konu sinnar og gert sér ösku- bakka úr hófunum. 60 alda gömul fingraför Kínverska rannsóknarlögregl- an hefur nú til athugunar fin- graför á leirkrukku, sem fannst í fylkinu Shaanxi. Talið er að ílát þetta hafi verið gert fyrir um 6000 árum og mun leirkerasmiðurinn, sem var þar að verki, hafi skilið eftir fingraför á krukkunni í óg- áti. Prófessor Zhao Chengwen við tæknideild kínversku rannsóknarlögreglunnar telur að þetta séu elstu fingraför, sem fundist hafi til þessa. kalda stríðinu. t>á óttuðust vest- urlandamenn meintan styrkleika Sovétríkjanna. Nú kvíða menn því að þau séu orðin of veik- burða, jafnvel að upplausn sé þar yfirvofandi. Samkomulag um út- rýmingu efnavopna Allar líkur eru á að á toppfundi þessum muni stórveldum þessum tveimur miða drjúgt áleiðis í af- vopnunarmálum. í heimsókn Bakers utanríkisráðherra Banda- ríkjanna til Moskvu á dögunum náðist samkomulag um efna- vopn, og er búist við að forsetarn- ir tveir undirriti sáttmála um þau er þeir hittast um mánaðamótin. f þeim sáttmála skuldbinda Bandaríkin og Sovétríkin sig til þess að hætta þegar allri fram- leiðslu efnavopna og eyðileggja 80 af hundraði þesskonar vopna sem þau hafa yfir að ráða. Að átta árum liðnum er fyrirhugað að samningsaðilar hafi minnkað birgðir sínar af vopnum þessum niður í tvo af hundraði frá því sem nú er. Eftir tvö ár í viðbót er ætl- unin að stórveldi þessi tvö eyði afganginum af efnavopnum sín- um, að því tilskildu að öll önnur ríki, sem framleitt geta slík vopn (og þau eru allmörg), samþykki algert bann við því að framleiða og eiga þau. í viðræðum Bakers við þá Gor- batsjov Sovétríkjaforseta og She- vardnadze utanríkisráðherra þeirra í Moskvu á dögunum mið- aði einnig verulega áleiðis til samnings um niðurskurð lang- drægra kjarnavopna, og er von- ast til að þeir Bush og Gorbatsjov muni einnig ná góðum árangri þeim viðvíkjandi um mánaða- mótin. Shevardnadze segist vera nánast sannfærður um að samn- ingur um niðurskurð þeirra vopna verði tilbúinn til undirrit- unar fyrir áramót. Gert er ráð fyrir að með þeim samningi á- kveði Bandaríkin og Sovétríkin að skera niður þennan vopna- búnað sinn um þriðjung eða um það bil, en ýmislegt er þó enn óljóst í því sambandi. ....öfl sem hann getur ekki hamið“ Ef af þessu verður, sem ýmsir fréttaskýrendur telja víst, verður þetta í fyrsta sinn sem samkomu- lag næst um niðurskurð lang- drægra kjarnorkuvopna. Þegar stórfelldur niðurskurður á þessu tvennu, eiturgasi og langdrægum kjarnavopnum, er í sjónmáli verður varla annað sagt en að þeir Bush og Baker hafi nokkuð til síns máls erþeir segja viðræður þess síðarnefnda við sovéska ráðamenn hafa orðið tímamóta- markandi um afvopnunarmál. Af öðrum málum, sem koma til með að verða ofarlega á baugi á ráðstefnu þeirra Bush og Gor- batsjovs um mánaðamótin má nefna viðskiptamál og samein- ingu Þýskalands. Varla geta þeir heldur sniðgengið sjálfstæðisbar- áttu Eistlands, Lettlands og Lit- háens, hve fegnir sem þeir vildu. Þessi mál eru óaðskiljanleg frá vandamálum þeim, sem sovésk stjórnvöld eiga við að glíma í heild, en þau eru gífurleg. Þau gera að verkum að í þetta sinn mætir Gorbatsjov ekki eins sterk- ur til leiks og í fyrri skiptin er hann hitti Reagan og síðar Bush. Á þeim ráðstefnum var það hann sem sviðsljósin beindust að fyrst og fremst, enda með réttu á hann litið sem þann sem losaði málin úr hnappheldu kalda stríðsins og kom þeim á hreyfingu. Þá var hann talinn hafa tök á gangi mála; nú heyrast raddir bæði í austri og vestri um að hann hafi „dregist aftur úr atburðunum," eins og prófessor Alexander Dallin, þekktur sovétfræðingur bandarískur, komst að orði ný- lega. „Hann hefur leyst úr læð- ingi öfl sem hann getur ekki ham- ið,“ Þyrnum stráðurvegur markaðskerfis Efnahagsmálin hafa orðið hon- um erfiðust. í þeim hefur Sovét- ríkjunum ekki miðað áfram, heldur farið aftur á þeim fimm árum, sem liðin eru frá því að Gorbatsjov kom til valda að Tsjernenko gamla látnum. Nú hefur forsætisráð Sovétríkjanna tekið ákvörðun um að taka upp markaðskerfi, með því fororði að aðrar leiðir séu ekki færar út úr efnahagsvandanum, en búist er við að þeim breytingum muni fylgja atvinnuleysi og stórfelldar verðhækkanir. Hætt er við að það muni magna óánægju almennings sem þegar er mikil. Sú óánægja er líkleg til að verða sjálfstæðis- og þjóðernishreyfingum lyftistöng og íhaldssamir andstæðingar Gorbatsjovs í kommúnista- flokknum, sem telja að hann hafi farið alltof geyst, reyna trúlega að færa hana sér í nyt. Hið sama á við um herinn. Frá „hreinsunum" Stalíns hefur Flokkurinn að jafnaði haft á hon- um sterk tök, en um þau hefur nú losnað eins og svo margt annað þar eystra, þegar flokksræðið gamla er á undanhaldi. Herfor- ingjarnir kvíða því að afvopnun og fækkun í hernum muni leiða til þess að þeir missi áhrif og sérrétt- indi. Þeim finnst að líkindum að Gorbatsjov hafi gefið of mikið eftir fyrir Vesturlöndum án þess að fá nokkuð að gagni í staðinn. Bandaríkjamenn þykjast nú merkja aukna tregðu Sovét- manna í viðræðum um niður- skurð hefðbundinna vopna og líklegt er að þrýstingur frá hern- um valdi þeirri tregðu. Friðsamleg sjálfstæð- isbarátta - en spennan eykst Sovéska stjórnin heldur enn fast við þá afstöðu að sameinað Þýskaland verði hlutlaust, gangi ekki í Nató. í því máli er sú stjórn einnig undir þrýstingi frá hern- um, sem í því sambandi er gram- ur og uggandi út af því að Var- sjárbandalagið er því sem næst gufað upp. Á í hönd farandi ráð- stefnu kemur Bush sennilega til með að sækja það fast að Sovétr- íkin Iáti undan í þessu efni, og bandarískir ráðamenn virðast sannfærðir um að það muni þau um síðir gera. Vegna almenningsálits á Vest- urlöndum, sérstaklega í Evrópu, á Bandaríkjastjórn erfitt með að láta málefni Eystrasaltsríkjanna þriggja með öllu afskiptalaus. f Moskvu lagði Baker að viðmæl- endum sínum að fara vægt í sak- irnar gagnvart sjálfstæðisbaráttu þjóða þessara þriggja og hið tama gerir Bush sennilega er þeir Gorbatsjov ræðast við. En í þeim efnum á Gorbatsjov undir högg að sækja gagnvart íhaldsmönnum í kommúnistaflokknum, herfor- ingjum og rússneskum þjóðernis- sinnum, því fremur sem líkur eru á að ef Eystrasaltsþjóðirnar fengju sjálfstæðiskröfum sínum framgengt yrði enn erfiðara en nú er að standa gegn kröfum sjálf- stæðissinna í öðrum sovétlýð- veldum. Eistir, Lettar og Litháar hafa barist fyrir sjálfstæði sínu af still- ingu og friðsemd og forðast öfgar og ofbeldi, sem svo oft fylgja slíkri baráttu. En spennan er þar- lendis orðin mikil milli þjóða þessara annarsvegar og sovéskra hersins og innfluttra Rússa hins- vegar. Ekki virðist mega mikið út af bera til að upp úr sjóði. Beiti sovéska stjórnin grímulausu her- og lögregluofbeldi gegn þessum þremur smáþjóðum, sem í sjálf- stæðisbaráttu sinni njóta víðtækr- ar samúðar einkum í Norður- Evrópu, hefði það að öllum lík- indum stórfelldan afturkipp í för með sér í þeirri þróun til eðlilegra samskipta Vesturlanda og So- vétríkjanna, sem átt hefur sér stað síðustu árin. Ófyrirsjáanlegt er hve afdrifaríkur sá afturkippur yrði. Bréf fiá Bandaríkjastjóm Bréf frá Bandaríkjastjórn til stjórna arabaríkja í tilefni i hönd farandi ráðstefnu þeirra í Bagdað hefur vakið meðal þeirra úlfaþyt mikinn. Sérstaklega hefur íraks- stjórn brugðist illa við og segir bréfið sýna að Bandaríkin komi fram við arabaríkin eins og þau væru óþægir skólakrakkar. í bréfinu er mælst til þess af írak að það gæti hófs í orðum og verkum og látin í ljós von um að önnur arabaríki reyni að hafa áhrif á það í þeim tilgangi. Er í því sambandi vikið að „ábyrgðar- lausum yfirlýsingum“ íraks um hugsanlega beitingu eldflauga og efnavopna. Eins og kunnugt er hafði Saddam Hussein ír- aksforseti fyrir skömmu við orð að tortíma hálfu ísrael með ger- eyðingarvopnum „ef ísrael réðist á írak“. Bandaríkin sökuðu írak ekki alls fyrir löngu um að reyna að smygla til sín tækjum, er nota mætti sem gikki á kjarnavopn. Tæki þessi eru framleidd í Banda- ríkjunum. I bréfinu er einnig skorað á ara- baríkin að fara að dæmi Frelsis- samtaka Palestínu (PLO) í því að viðurkenna fsrael og fordæma hryðjuverk. Einnig skyldu araba- ríki hætta að beita sér gegn því að sovéskir gyðingar flytji til lsraels sjálfs. Eins og sakir standa er Eg- yptalánd eina arabaríkið, sem ekki fordæmir flutning sovéskra innflytjenda til bæði ísraels og svæða hersetinna af því. íraksstjórn gerir mikið úr efni þessa bréfs og leggur áherslu á að það sé auðmýking af hálfu Bandaríkjanna í garð arabaríkja. Er talið að á ráðstefnunni muni írak reyna að hagnýta sér þetta í baráttunni um forustuna í araba- heiminum við hófsamari araba- ríki. Egyptaland, Marokkó og Saúdi-Arabía vilja til dæmis helst hiiðra sér hjá að fordæma Banda- ríkin af þessu tilefni, en eiga þá á hættu að verða stimpluð sem leppar Bandaríkjanna.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.