Þjóðviljinn - 24.05.1990, Page 8

Þjóðviljinn - 24.05.1990, Page 8
Utgefandi: Utgáfufélag Þióðviljans Framkvæmdastióri: Hallur Pall Jónsson Ritstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason Umsjónarmaður Helaarblaðs: Ólafur Gíslason Fréttastjóri: SigurðurA. Friðþjófsson Útlit: Þróstur Haraldsson Auglýsingastjóri: Olga Clausen Afgreiðsla: ® 68 13 33 Auglýsingadeild: « 68 13 10 - 68 13 31 Símfax: 68 19 35 Verð: 150 krónur í lausasölu Setning og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Síðumula 37,108 Reykjavík Lýðræði og peningar Sumir dulhyggjumenn em svo róttækir í hugleiðing- um sínum um samhengið í tilvemnni, að þeir em tilbún- ir að halda því fram að ef kría blakar vængjum yfir Kjal- amesi þá komi það Kínverjum líka við. Slíkt dæmi er hér til tekið svo sem til að undirbúa aðra tengingu hógværari en þó kannski full langsótta fyrir ýmsa menn: hún liggur á milli ágæts kanadísks sjónvarpsþáttar um lýðræði og kosninga hér í Reykjavík og öðrum sveitafélögum. í myndaflokknum kanadíska nú á þriðjudagskvöldið var með fróðlegum og ögrandi hætti vakin athygli á samhengi milli lýðræðis og peninga. Ekki þá aðeins á því samhengi, að efnuð þjóðfélög em að öðm jöfnu lýð- ræðislegri en þau sem skortur herjar á. Heldur og á því, að það vald sem auði fylgir er undireins pólitískt vald, sem grefur undan lýðræðislegum réttindum almennings með ýmsum hætti. Það var m.ö.o. minnt á hluti sem vinstrisinnar í nokkmm kynslóðum hafa margsinnis lagt áherslu á: að formleg lýðræðisleg réttindi em ekki nóg vegna þess hve mjög getur spillt þeim uppsöfnun auðs (og þá valds) á fárra hendur. Hér er ekki aðeins átt við það allsleysi sem gerir verkafólk að þrælum í bókstaflegum skilningi, kynslóð fram af kynslóð - hvað sem formlegum lýðræðisréttind- um líður - eins og sýnt var af dæmi steinnámamanna á Indlandi. Þær andstæður sem sýndar vom í þeim hluta þáttarins sem fjallaði um stéttaskiptingu á Bretlandi vom um margt áhrifasterkari og eins og koma okkur meira við. Einna dapurlegast var þó að fylgjast með því hvem- ig íhaldsstjóm hefur beitt freistingum séreignavæðingar á sem flestum sviðum til að skipta alþýðufólki í and- stæðar fylkingar upp á nýtt. Ekki nóg með að við sáum atvinnuleysingja snapa á ruslahaugum Liverpools vegna þess að félagshyggja hefur verið hrakin á flótta og enginn lifir á 30 pundum á viku. Við sáum hvemig launafólki, sem eitthvað betur er sett, er kennt að hugsa í hlutabréfum og um leið að vísa frá sér samstöðu með þeim 20% þjóðarinnar sem hafa verið skilin eftir og verða æ fátækari. Sætta sig við það undir gamalkunn- um formerkjum: hver er sjálfum sér næstur og andskot- inn hirði þann aftasta. Sem betur fer er ekki byggð inn í íslenskt samfélag samskonar þolinmæði gagnvart rammri stéttaskiptingu og í hið breska. Við eigum okkur allöflugar jafnaðarhefð- ir, sem sumpart eru tengdar okkar fámenni og að veru- lega leyti eru að þakka því ágæta fólki sem haldið hefur uppi verklýðshreyfingu og vinstripólitík í landinu. Áhrif sósíalískra viðhorfa og frumkvæðis í samfélaginu hafa dregið stóriega úr afleiðingum þeirrarfreku einstaklings- hyggju, sem hefur orðið að fara sér nokkuð variega, líka í Sjálfstæðisflokknum sjálfum. Það breytir því þó ekki, að til hugmynda breska í- haldsins um það, hvemig beita má samfléttuðu valdi auðs og sérgóðrar eignagleði pólitískt, hafa Sjálfstæðis- menn margir hverjir litið sem eftirsóknarverðrar fyrir- myndar. Þangað vill allur þeirra vaðall um lágmarksríki og víðtæka einkavæðingu, m.a. menningariífs og sem flestra hlutra í félagslegri þjónustu, teyma þá. Og ef kjósendur ætla í einhverjum þeim mæli sem skoðana- kannanir gefa til kynna að láta uppi pólitíska þreytu sína á óvissutímum með því að efla Sjálfstæðisflokkinn - þá eru þeir ekki aðeins að gefa grænt Ijós á það viðreisnar- mynstur í landsmálapólitík sem Morgunblaðið var að boða með mjög ótvíðræðum hætti um daginn. Þeir em einnig að bjóða upp á að íslenskt samfélag sé teygt í átt til þess Thatcherisma sem á sér dapurlega endastöð á mslabingjum Liverpools. Oft var þörf en nú er nauðsyn að hver og einn beiti sér í sínu umhverfi í þá vem að snúa fólki frá þeim kostum og að þeim viðhorfum félags- hyggju og samstöðu sem hafa átt drýgstan þátt í því að gera þetta samfélag byggilegt. Meiðmyndin á opnu tískublaðsins „Elle” af Cyrano-unum tveimur Franskir dómarar töldu það óþolandi fyrir „hetjuímynd” Belmondos að vera sýndur sem löðrungaður ræfill. Nef gegn nefi í Frans Cyrano de Bergerac gerir enn allt vitlaust. Depardieu vann Cannes- verðlaunin — Belmondo meiðmyndar-málið Tveir frægustu leikarar Frakk- lands túlka nú Cyrano de Bergerac á sama tíma. Sviðs- leikarinn Jean-Paul Belmondo reyndist húmoriaus, en Gér- ard Depardieu sigraði í Cann- es. Nefstærð er viðkvæmnis- mál hjá frönskum leikurum. Kvennablaðið Elle var dæmt til skaðabótagreiðslu fyrir niðr- andi myndbirtingu af köppun- um. Nefið á skáldinu og skylm- ingameistaranum Cyrano de Bergerac hefur verið til vand- ræða í Frakklandi í 200 ár. Nóg þótti um nasastríðin meðan hann íifði, en eftir að Edmond Ro- stand samdi vinsælasta Ieikrit sitt 1897 um þennan furðufugl fór sú skriða af stað sem nú hefur endu- rómað um heiminn. Franski leik- arinn Gérard Depardieu er með ágætis nef i hlutverkið og hlaut um daginn viðurkenningu íyrir bestan leik í karlhlutverki á kvik- myndahátíðinni í Cannes, en hann túlkar 17. aldar skáldið Cyrano de Bergerac í nýrri, sam- nefndri mynd um þennan nef- stóra og skapheita ritsnilling og einvígiskappa. Leikstjóri ræm- unnar er Jean-Paul Rappenau og handrit Jean-Claude Carriére fylgir allnáið frumtexta leik- skáldsins Rostands. A sama tíma og kvikmyndin um Bergerac greifa var frumsýnd lék hins vegar franski leikarinn Jean-Paul Belmondo aðalhlut- verkið sem Cyrano de Bergerac á leiksviði í upprunalegri gerð verksins í Théátre Marigny-leik- húsinu í París. Ytri þeffæri De- pardieus hafa af náttúrunnar hendi nokkra yfirburði yfir krambúlerað boxaranef Bel- mondos í þessum efnum. Þurfti nef Cannes-verðlaunahafans að- eins lauflétta yfirferð fyrir tökur, en Belmondo burðaðist með gervinef á sviðinu. Tískuritið Elle gerði síðan þau grafalvarlegu mistök að sýna þá kollegana saman á opnumynd og er Belmondo þar með alls-ó- viðeigandi plastnef í trúðslegri yfirstærð. Hann reiddist heiftar- lega og höfðaði meiðmyndarmál gegn blaðinu fyrir “skemmdar- verk á ímynd sinni”. Að vísu var aðalröksemdin sú, að á myndinni er Depardieu/Cyrano að löðrunga keppinaut sinn Fáscheux , en afmyndaður haus Belmondos límdur á herðar þess sem fyrir högginu verður. Ákærandi bendir á að þetta sé lítillækkandi fyrir hetjuímynd Belmondos, bardagamannsins, sem berji fólk sjálfúr með góðum árangri en liggi ekki undir bar- smíðum annarra. Lögmaður Belmondos segir því í málshöfð- un sinni að myndin gefi til kynna að Depardieu sé „hinn raunveru- legi Cyrano og Belmondo bara einhver aumingi”. Franski dóm- stóllinn var innilega sammála þessu og dæmdi Belmondo einn franka í miskabætur. ÓHT Hvað er hérá seyói? Með síðbúnu vori fær götulífið meiri lit og línu og Ijósmyndavélin kætist yfir nýjum möguleikum. Hún hefur til dæmis fang- að þetta augnablik hér og gert eilíft og það munar um minna. En hvað á svona mynd að þýða? Getum við kannski bætt við hana einhverri merk- ingu með því að smíða á hana texta sem eru hæfi- lega langt út í hött? Eins og til dæmis þessir. Ég er afi minn. Karlveldið viðurkennir van- mátt sinn. Hvem ætlarþú að kjósa væni? Og svo framvegis. Les- endum er boðið að spinna áfram eftir hentugleikum. Jim Smart tók myndina. 8 SÍÐA— NÝTT HELGARBLAÐ Fimmtudagur 24. maí 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.