Þjóðviljinn - 24.05.1990, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 24.05.1990, Blaðsíða 9
G-listinn og hinir Þegar fólk sem hefur átt sam- leið lengi í pólitík efnir í flokka- drætti, eins og gerst hefur í að- draganda borgarstjómarkosninga í Reykjavík, þá hlýtur slik uppá- koma fyrst og síðast að hafa lam- andi áhrif á marga. Þeim mun fremur sem þessu fylgir að per- sónustríð magnast og skyggja á stefnumótun og málefni, maður vill ekki dansa með í svo leiðin- legum dansi. Helst vill maður náttúrlega hjálpa öllu sæmilegu fólki að komast þangað sem það ætlar sér eins og eftirlitsmaðurinn í Brekkukotsannál. En það gengur ekki upp í kosningum, þótt ekki væri nema af þeirri augljósu á- stæðu að atkvæðið er eitt. Og hvað ætlar þú að gera við það lagsi? Ég ætla að kjósa G-listann hér í borg og þar með gleyma hvorki kosningasjóði né hálíðinni í Op- erunni í kvöld - því annaðhvort lætur maður sig kosningar varða eða ekki. Nú er að svara því hvers vegna þessi afstaða er tekin. Tætingskenn- ingin og fleira Sumir segja: það var ágrein- ingur um það hvort Alþýðu- bandalagið ætti að bjóða fram sinn lista í vor, meirihlutinn ákvað að gera það og þá er sjálf- sagt að íylgja slíkri ákvörðun eft- ir. Skiljanleg röksemd, en ekki sérlega freistandi. Vegna þess að lögfræðileg formfesta af slíku tagi er mér ekki að skapi - auk þess sem Alþýðubandalagið var stofnað með það í huga að þar ríkti ekki sú fræga harðstjóm meirihluta yfir minnihluta. Margir sem hafa mælt með G- lista og þá gegn því að menn styðji Nýjan vettvang, H-listann, hafa lagt á það tölverða áherslu að sá Iisti sé tætingslegur. Maður viti ekki vel hvar maður hefur slíkan lista. Það er líka skiljanleg gagn- rýni (maður hugsar til Ásgeirs Hannesar og fleiri) en hún er ekki pottþétt frekar en annað í pólitík. Hugsið ykkur til dæmis, að það hefði tekist að búa til stóru sam- fylkinguna hér í Reykjavík, sem flestir voru inni á en Kvennalist- inn hafnaði fyrstur: einhver „tæt- ingsbragur” hefði líkast til verið á honum. Það verður ekki á allt kosið í þeim efhum. Enn eru þær raddir sem stend- ur stuggur af því, hvað kynni að vera gert við árangur H-listans í landsmálapólitík. Og enn skal þessi kjósandi hér lýsa skilningi á slíku viðhorfi: þar er vissulega margt í nótt og þoku, og H-lista- fólkið sjálft sem heild á engin svör við því. En þótt ég vilji ekki afskrifa hlutverk hinnar pólitísku veðurstofu fmnst mér heldur leið- inlegt að festa sig í slikum áhættuspám um það sem gæti gerst ef það hvessir á morgun eða hinn daginn. Svo er það mannlegi þátturinn, sem enginn skyldi gera lítið úr. Þar er ekki átt við vantrú á eða ofsatrú á einstaklingum, heldur gamalt og gott siðferði. Með öðr- um orðum: vinir þínir margir eru í vanda staddir (eða svo segja skoðanakannanimar) og þú hleypur ekki frá þeim vegna þess að það kynni að vera þægilegast. Segir sig sjálft. Samhengiö í tilverunni En það er annað sem skiptir mestu um þetta efni. Það er sá mannlegi þáttur sem tengist við samhengi í pólitík. Um leið og þetta er sagt vekj- ast upp glósur: jæja karlinn, þú ert enn á valdi þeirrar flokkshyggju- sálarffæði sem vill eiga sér eitt- hvert athvarf fyrir Sannleikann. Reyndar ekki. Þeir bemsku tímar em löngu liðinir þegar mað- ur hélt (eða vildi halda) að sósi- alistar og Alþýðubandalagsmenn hefðu rétt fýrir sér í flestum grein- um eða þá einkarétt á góðum mál- um. Slíkt hugarástand er freist- andi en það er mengað sjálfs- blekkingu. Vitanlega gera Okkar Menn vitleysur og þurfa að end- urskoða marga hluti og tekst mis- jafnlega: vonbrigði em fastur hryggjarliður í pólitíkinni. En með samhengi er átt við þetta hér: Það er á þeim vettvangi sem Alþýðubandalagið og deildir þess eru sem menn hafa lengst og mest og af skástri fýlgni beitt sínu hug- viti og þolinmæði til að vinna pólitiskt úr þeim hugmyndum sem nærkomnastar em hveijum vinstrisinna. í borgarstjómarmál- um til dæmis: þar hafa menn og konur úr okkar hópi verið þrautseigir tillögusmiðir um flest það sem gera má borgina að betri stað og manneskjulegri, um að koma á meira jafnræði með þegn- um hennar, unnið að því að sem best málsvöm sé fundin gegn hroka valdsins og sjálfumgleði þeirra best settu. Þau hafa unnið að þeirri hugarfarsbreytingu sem hefur i ýmsum dæmum neytt valdflokkinn til að breyta sinni hegðun, þau hafa lagt mestan og ósérplægnastan skerf til nauðsyn- legs samstarfs við aðra andstæð- inga íhaldsins. Þau hafa haldið uppi því andófí sem nauðsynlegt er til að einhver reisn sé yfir sam- félagi, til að óttinn við þá sem „eiga borgina” breiði ekki út frá sér allsherjar fylgispekt við þá sem fara með bæði vald og auð hér í bæjafélagi hálfrar þjóðarinn- ar. Sem fýrr var að vikið: ekki bám allir sem hér hafa nokkuð lagt til gæfu til að standa saman í þeim kosningum sem nú fara fram. En hvað um það: það er á G-lista og umhverfís hann sem obbann af þessu liði er að finna, sem á þakkir skildar okkar hinna sem fúll löt emm í pólitiskum gjömingum. Það samhengi sem áðan var á minnst, það er ekki á- vísun á hugsunarlausa fýlgisemi, heldur á traust: þessum treystir þú öðmm fremur til góðra hluta. Og þá til dæmis: niiklu betur treysti ég Guðrúnu Ágústsdóttur til að halda þeim málum fram á borgar- þingi en öðmm þeim sem helst til greina koma á þessu méli. Fimmtudagur 24. maí 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.