Þjóðviljinn - 24.05.1990, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 24.05.1990, Blaðsíða 17
5 I Það er engu líkara en bifreiða- báturinn ætli hér á bólakaf, en það fór betur en ‘ á horfðist. Siglt um Jökulsárlón í síðdegissólinni. Myndir: Kristinn. Þegar menn höfðu þeyst um á snjósleðunum kom yfir þá stóísk ró og lífsins gagn og nauðsynjar voru ræddar um stund. ásamt því að hafa fullkomna hreinlætisaðstöðu og svefnpoka- pláss. Eiríkur Hjálmarsson fréttamaður Aðalstöðvarinnar nartar í kjúklinga- læri í faðmi jökulsins. Tryggvi sagðist sannfærður um að jökullinn gæti bæst í hóp vins- ælla ferðamannastaða eins og Vestmannaeyja og Mývatns. Hann sagði engu að síður hafa skort á skilning hjá ráðamönnum um að hægt væri að virkja jökul- inn sem ferðamannasvæði án áhættu. „Til gamans má nefna að við höfum sótt um styrk hjá Ferð- amálaráði í fimm ár til að byggja þessa þjónustu upp. Við höfum alltaf fengið neitum á þeirri for- sendu að ekki væru fordæmi fyrir því að lána til eða styrkja starf- semi sem þessa,“ sagði Tryggvi. Menn hefðu því haldið áfram á þrjóskunni einni saman. Þetta er að breytast og þakkar Tryggvi það aðallega stuðningi ■Flugleiða, sem hefðu í auknum mæli stutt við bakið á Jöklaferð- um með auglýsingum. Það er enginn munur á við- brögðum Suður-Evrópubúa og íslendinga þegar þeir koma í fyrsta skipti upp á jökul, að sögn Tryggva. Það væri svo furðulegt með landann, að hann keyrði þjóðveginn fram og til baka en gerði lítið að því að koma upp á jökul. Ef hann fengist hins vegar til þess með einhverjum ráðum, heillaðist hann svo af fegurð og kyrrð jökulsins, að enginn munur væri á honum og útlendingum. Tryggvi sagði ráðgátu hvers vegna íslendingar gerðu svo lítið að því að notfæra sér þá þjónustu að komast á jökul. Hann merkti (ió aukinn áhuga og í fyrra hefðu slendingar verið um 20% þeirra sem komu á jökulinn. íslending- ar ættu eftir að uppgötva jökulinn sem paradís. Margir myndu sjálfsagt kalla Tryggva draumóramann. Hann hefur óbilandi trú á fyrirtæki sínu og þeim möguleikum sem eru í ferðaþjónustu og þegar Jökla- ferðir eru loks farnar að skila hagnaði eftir nokkurra ára upp- byggingu, sér hann það aðeins sem upphaf að stærri draumi. „Ég er reyndar svo mikill draumóramaður að ég sé fyrir mér að ferðir á jökulinn eigi eftir að verða skemmtun og ánægju- efni fyrir 10-20 þúsund manns á ári og það er hægt að byggja að- stöðu til að taka við slíkum fjölda,“ sagði Tryggvi. Sem dæmi um þá þjónustu sem Jöklaferðir bjóða fólki eru nýstárlegar veislur eins og kalt jökulborð. Sennilega gerast borð ekki öllu kaldari í öðrum veislum. í þess- um veislum er gert borð úr snjó og það hlaðið köldum sjávarrétt- um. Vínið með matnum er kælt í tilbúinni snjófötu á kalda borð- inu og veislugestir sitja á bekkj- um hlöðnum úr snjó. Þegar komið er ofan af jöklin- um er hægt að halda inn að Jök- ulsárlóni. Hjónin á Hrollaugs- stöðum í Suðursveit bjóða þar upp á siglingu um lónið, ýmist með plastbátum eða bifreiðabát. Bifreiðabátur þessi kemur frá bandaríska hernum og hefur þá eiginleika að geta bæði keyrt á þurru landi og siglt á vatni. Það er sérstök tilfinning að sigla um Jök- ulsárlón innan um stóra ísjaka og kyrrðin við lónið er mikil, þannig að ekkert truflar nema sumar- söngur fuglanna. -hmp Boðið upp á kalt sjávarréttahlaðborð á Vatnajökli og þeyting á snjósleðum. Tryggvi Árnason: Vatnajökuli getur keppt vio vinsæla ferðamannastaði eins og Vestmannaeyjar og Mývatn 1 mlnum huga hafa jöklar verið fyrirbæri sem maður les um í skóla- bókum og sér á landakortum en hefur annars lítil afskipti af. Mér hefur aldrei dottið í hug að Vatnajökull, stærsti jökull í Evrópu, væri staður fyrir aðra en fílelfda fjallgöngugarpa og ævintýramenn að sækja heim. En þeirri hugmynd var vandlega kollvarpað þegar Þjóðviljanum var boðið að slást í för með fríðu föruneyti á Vatnajökul í boði Flugleiða í síðustu viku. hvítrar víðáttunnar á brunandi snjósleðum. Á meðan áð var á jöklinum ræddi Þjóðviljinn við Tryggva Árnason hjá Jöklaferð- um. Tryggvi sagði Þjóðviljanum að Jöklaferðir hefðu hvort tveggja í boði ferðir með snjósleðum og snjóbílum um jökulinn. Ef keypt væri eins dags ferð með flugi frá Reykjavík væri dvalið á jöklinum í tvo til þrjá tíma, en einnig væri hægt að kaupa sér ferð að eigin vali. Mest hefði aukningin á und- anförnum árum verið í sleðaferð- irnar, enda nyti fólk þess að bruna um jökulinn á þeim. Að sögn Tryggva dreymir þá austanmenn um að byggja upp skíðasvæði á Jöklinum. Hann sagði skíðabrekkur í Evrópu óvíða eins góðar og á Skálafells- jökli. Jökullinn væri líka stór- kostlegt útivistarsvæði. Ásóknin í ferðir Jöklaferða virðist ætla að aukast mikið í ár frá fyrra ári. í síðustu viku höfðu um 1,200 manns bókað sig hjá Jöklaferðum en á sama tíma í fyrra höfðu engar bókanir verið gerðar en alls fóru um 2,000 manns á jökulinn síðasta sumar. Tryggvi sagðist reikna með að eitthvað í kring um 3,000 manns færu með Jöklaferðum á Vatna- jökul í sumar. Síðustu tvö ár hefði verið gert átak í markaðs- öflun sem nú væri að skila sér. Nauðsynlegt væri að bæta að- stöðuna á jöklinum og tækjakost- urinn hefði þegar verið aukinn. Jöklaferðir ættu nú tvo snjóbfla og ellefu vélsleða. Þá stæði til að byggja skála sem gæti tekið allt að sextíu til sjötíu manns í sæti, Þegar komið var í 840 metra hæð yfir sjávarmál var boðið upp á veitingar. Áður en haldið er á jökulinn huga starfsmenn Jöklaferða að sleðaflotanum og fylla alla tanka af bensíni. Jöklaferðir er hlutafélag 39 fyr- irtækja og einstaklinga í Austur Skaftafellssýslu og var félagið stofnað 1985. Stærstu hluthafar eru Tryggvi Árnason og kona hans en bæjarsjóður Hafnar í Hornafirði og fleiri hafa sett fé í þetta nýstárlega fyrirtæki sem flytur fólk upp á Vatnajökul því til skemmtunar. Hjá Jöklaferðum er hægt að kaupa sér spennandi ferð upp á Skaftafellsjökul, einn af jöklum, Vatnajökuls. Farið er með rútu upp að jökulrótum en þar er sest á snjósleða og keyrt upp að litlum skála þar sem boðið er upp á veitingar í snæviþaktri eyðimörk- inni og síðan getur fólk notið ^ Ferðaþjónusta Islendingar útlend- inga á Vátnajökli 16 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ , Fimmtudagur 24. maí 1990 Fimmtudagur 24. maí 1990 nÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.