Þjóðviljinn - 24.05.1990, Page 21

Þjóðviljinn - 24.05.1990, Page 21
VIÐHORF ERLENT NATÓ-kúlur Kvöl eða völ Guðrún Helgadóttir skrifar Máltækið segir að sá eigi kvö- lina sem á völina. Og réttmæti þess kann að sannast mörgum Al- þýðubandalagsmönnum í Reykjavík á laugardaginn kem- ur, þegar menn verða að velja milli tveggja framboðslista. Báða geta menn ekki kosið. Eigum við að setja kross við G-lista eða H- lista? Þessu verður hver að svara fyrir sig. Fæst okkar óskuðu þess að slík staða kæmi upp. Við vor- um fleiri sem töldum að skynsam- legra væri að fylkja liði með þeim minnihlutaflokkum í borgar- stjórn Reykjavíkur sem það vildu og sameina þannig félagshyggju- fólk sem þegar hefði sýnt að það gæti unnið saman. En félagsfund- ur Alþýðubandalagsins í Reykja- vík bar ekki gæfu til að taka þá ákvörðun, þó að ágæt reynsla hefði fengist af slíku samfloti í öðrum sveitarstjórnum víða um land. Og því eru félagar okkar nú á tveimur framboðslistum, og annan hvorn verðum við að kjósa. Það er ekki eðli mitt að afstaða mín svífi í lausu lofti. Þess vegna skal það vera lýðum ljóst að ég mun greiða H-listanum atkvæði mitt í þessum kosningum. Þá ákvörðun tók ég að vandlega yfir- veguðu ráði einfaldlega vegna þess að þeir félagar mínir sem þar fylkja liði standa mér mun nær í viðhorfum til nútímastjómmála en innsti kjarni Alþýðubanda- lagsfélagsins í í Reykjavík, og ég sannfærðist endanlega um ágæti þeirrar ákvörðunar eftir lestur greinar Sigurjóns félaga míns Péturssonar í Þjóðviljanum s.l. þriðjudag þar sem hann boðar grímulaust klofning Alþýðu- bandaiagsins sem stjórnmála- flokks. Samstarf vinstri flokk- anna í Reykjavík kallar hann „óvinafagnað" og formann flokksins „íhaldsafl". Hingað til hefur mér sýnst að umræddur Sigurjón sé í meira uppáhaldi hjá íhaldinu í landinu en Ólafur Ragnar. Hvað sem því líður er aðalat- riðið það, að ég hef ekki í hyggju að kljúfa Alþýðubandalagið. Eg tel að aldrei hafi verið nauð- synlegra en einmitt nú að gera Alþýðubandalagið að öflugum stjórnmálaflokki á vinstri væng stjórnmálanna. Innan vébanda flokksins er stór hópur af fólki sem hefur skilning á þeirri nauð- syn í þeim heimi sem við lifum nú í en hirðir minna um að sitja bak við lokaðar dyr og nöldra yfir ný- jum heimi. Ég tel það heldur eng- an óvinafagnað að vinna með Al- þýðuflokki að betri borg, enda hef ég átt prýðilegt samstarf við þingmenn þess flokks um ýmis framfaramál, og þá ekki síst Jó- hönnu Sigurðardóttur félags- málaráðherra, sem einhver syfj- aður sjálfstæðismaður í Kópa- vogi vogaði sér að kalla „greyið hana Jóhönnu“ í sjónvarpi ný- lega. En varla þarf nú að hugsa um hann frekar. Ég get satt að segja unnið með öllum þeim sem breyta vilja áherslum í meðferð fjármagns Reykvíkinga til hags- bóta fyrir þá sjálfa en ekki fjöl- skyldumar fimmtán sem núver- andi borgarstjórn hlúir að. Og til þess treysti ég þeim félögum mín- um, sem sæti eiga á H-listanum betur en þeim sem G-listann skipa. Svo einfalt er það. Sú afstaða breytir í engu sósí- alistanum í sjálfri mér. Við erum raunar í ríkisstjórnarsamstarfi við nokkra þessa sömu flokka og nú bjóða fram saman ef einhver skyldi vera búinn að gleyma því, án þess að hann hafi beðið hnekki. Ekkert er mér fjær en að kalla það samstarf „óvinafagn- að“. Én ég vil fá úr því skorið hvort Alþýðubandalagsmenn kjósa að ganga fram í víðtækri samfylkingu gegn íhaldinu í Reykjavík eins og gerðist 1978 þegar Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihlutavaid sitt vegna þess að við náðum út til fólksins í borginni, eða hvort þeir vilja eiga fastan áskrifanda að einum hæg- indastól í borgarstjórninni. Menn verða að segja til um hvorn ko- stinn þeir kjósa. Minn kostur er H-listinn. En valið er kjósenda. Hver sem niðurstaðan verður hittumst við öll heil að kosningum lokn- um. Öll munum við hafa dregið einhverja lærdóma af þessum af- drifaríku kosningum, og styrkur öflugs stjómmálaflokks liggur í því að draga lærdóma og nýta sér þá. Guðrún Helgadóttir er þingmaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík og forseti Sameinaðs Alþingis. „Ég getsattað segja unnið með öllum þeim sem breyta vilja þeim áherslum í meðferðfjár- magns Reykvíkinga til hagsbótafyrir þá sjálfa en ekkifjölskyldurnarfimmtán sem núver- andi borgarstjóri hlúir helst að. Og tilþess treysti ég þeimfélögum mínum, sem sœti eiga á H-listanum“ A reiðskapnum kennist... Mörður Árnason skrifar og svarar Svavari Gestssyni Grein mín hér í fyrradag um Tjarnargötu 20, Hrafn Jökulsson og arfinn frá gömlu samfylkingar- mönnunum, Einari og Sigfúsi og Héðni og Magnúsi og Lúðvík - að ógleymdum hinum dyntóttu ís- afjarðarfeðgum - hefur farið al- varlega fyrir brjóstið á þingmanni mínum til nokkuð margra ára, fé- laga Svavari Gestssyni. Og Svavar einhendir sér sam- dægurs uppá stærstu fallbyssuna í vopnabúrinu og drunar í gær yfir landslýð í Þjóðviljagrein helgaðri yðar einlægum. Það er gott að skjóta sjálfur. Þá þarf ekki að stóla á fjarstýringar í gegnum aðstoðarmenn eða venslafólk. En maður þarf þá líka að kunna að stilla byssuna. Blekking - átta dæmi Þetta em undarlegir dagar. ’Ýmsum samtökum vinstrimanna og félagshyggjufólks - þar á með- al tveimur Alþýðubandalagsfé- lögum - í kjördæmi Svavars Gestssonar hefur gengið furðan- lega vel að skapa samfylkingar- framboð sem höfðar til ícjósenda gegn spilltu einveldi Sjálfstæðis- flokksins. Viðbrögð forystu- manna í ABR eru að búa til áróðurslínu sem meðal annars sakar Mörð Árnason um eftirfar- andi: 1. Að vera á móti leikskólum. 2. Að vera á móti hverfalýðræði. 3. Að óska eftir Natóflugvelli á Norðurlandi. 4. Að vilja afsal landsréttinda til Brússel. 5. Að fylgja aronsku í hermál- um. 6. Að vilja borga með stór- iðjufyrirtækjum á íslandi. 7. Að standa gegn þeim grunnrétti kvenna að ráða lík- brögð, nýta sér vopn samtímans. Þá tapa menn orrustunni, og styrjöldinni einnig, nema önnur braut sé rudd í snatri. Sjálfsblekkingin einkennir líka helstu sögupersónu frænda okkar í Noregi, Pétur Gaut. En Ibsen hefur einmitt legið við hliðina á Frakklandsbókinni á náttborðinu hjá mér núna í maí. Og þegar ég las Þjóðviljann í gær og sá þann áróðurslega fararskjóta sem Svavar Gestsson, þingmaður Reykvíkinga frá 1978, núverandi menntamálaráðherra, fyrrver- andi heilbrigðis- og tryggingaráð- „Þannig getur farið um þjóðir, flokka og menn, að blinda á aðstœðurnar, á núið, gerir þeim ókleift að tileinka sér ný vinnubrögð, nýta sér vopn samtímans. Þá tapa menn orr- ustunni, og styrjöldinni einnig, nemaönnur brautséruddísnatri “ ama sínum, sem Magnús Kj art- ansson, Vilborg Harðardóttir og fleiri komu í gegn á síðasta ártug. 8. Að vera vondur hægri krati sem telur lífsnauðsynlegt að kljúfa Alþýðubandalagið. Og fleira. Svona pólitískur áróður er ekki notaður nema við sérstakar að- stæður óvissu og örvæntingar, og ég treysti lesendum til að greina hismið frá kjarnanum. Að öðru leyti staðfestir Svavar það sem segir í minni grein um innan- Blekking - tvö dæmi í viðbót Þessi svargrein var annars að- allega skrifuo til að segja lesend- um frá því að á náttborðinu hjá mér hefur undanfarið legið bók um fall Frakklands í síðari heimsstyrjöldinni. Núna þessa dagana er einmitt hálf öld liðin frá þeirri orrustu, sem ennþá er mikið feimnismál þar syðra og ógjarna rædd í betri manna stof- um. Af mörgum ástæðum sam- flokkstilgang með sérframboði ABR: Áætlunin um lítinn þjóð- legan íhaldsflokk með stór orð en engin áhrif verður sífellt skýrari. Þessvegna beri að hafna öllu sam- starfi við aðra jafnaðarmenn og félagshyggjufólk. Árangur í stjórnmálum lendir í öðru sæti á eftir hagsmunum • hluthafanna í litla flokknum með arfinn. Það eina sem kemur á óvart er í raun og veru að Svavar Gestsson skuli þrátt fyrir allt þetta sitja misserum saman í fjölflokka rík- isstjórn og samþykkja þar álver, evrópskt efnahagssvæði, húsb- réf, nútímahagstjóm, alþjóða- viðskipti, metrakerfi og margt annað útlenskt og óhugnanlegt. tengdum fyrir þeim gífurlega ósigri skín ein í gegn: Sjálfsblekk- ing Frakka vorið 1940, sjálfs- blekking ráðamanna og almenn- ings. Bæði ráðherrarnir í París, æðstu herforingjar á vígstöðvun- um og Monsieur Jón Jónsson á götunni trúðu því statt og stöðugt að franski herinn væri sá öflugasti í heimi. Frakkland væri einfald- lega ósigranlegt. Maginot-línan í austri var hið mikla varnarvirki sem hlaut að standa til eilífðar, og styrjöldin við Þjóðverja þess- vegna einfaldur eftirleikur sigurs- ins frá 1918. Þannig getur farið um þjóðir, flokka og menn, að blinda á að- stæðurnar, á núið, gerir þeim ókleift að tileinka sér ný vinnu-' herra, félagsmálaráðherra, við- skiptaráðherra, fyrrverandi rit- stjóri Þjóðviljans og fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins, hafði valið sér, - þá datt ein- hvemveginn í hugann senan úr Pétri Gaut þegar söguhetjan er kominn í Dofrahöil með þursun- um, og er sestur uppá svínið, og segir sjálfumglaður og aldrei sælli með sitt góða hlutskipti í henni veröld - enda á að fara að festa á hann hala: ,Á reiðskapnum kennist hvar heldrimenn fara.“ Öðruvísi mér áður brá. Mörður Árnason er miðstjórnarmað- ur í Alþýðubandalaginu og fyrrver- andi ritstjóri Þjóðvifjans. Fimmtudagur 24. maí 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21 Sagðar hafa getað sprungið af slysni Komið er fram að sumar af þeim kjarnafallbyssukúlum Bandaríkjamanna, sem staðsett- ar eru í Vestur-Evrópu, flestar í Vestur-Þýskalandi, voru gallaðar og hefðu að sumra sögn þess- vegna getað sprungið ef þær hefðu orðið fyrir verulegu hnjaski. Blaðið Washington Post hafði þetta í gær cftir ónefndum bandarískum embættismönnum og Dick Cheney, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, staðfesti það á fundi með fréttamönnum í Brússel. Cheney hélt því fram að vísu að aldrei hefði verið nein hætta á að gölluðu kúlurnar spryngju, en Washington Post er á öðru máli um það. Gallarnir á kúlunum uppgötvuðust 1988. Bandaríkja- menn segjast hafa brugðist við hart er gallanna varð vart og væru nú engar gallaðar kjarnafallbyss- ukúlur í Vestur-Evrópu. Svo er að heyra að vesturþýsk stjórnvöld hafi ekki verið upplýst um málið meðan gölluðu kúlurn- ar voru ennþá í herbækistöðvum þarlendis. í Vestur-Þýskalandi er fyrir hendi almennur vilji tilað losna við öll kjarnorkuvopn þaðan og er búist við að uppljóstrun þessi verði til þess að kröfur um það færist í aukana. Meira að segja má reikna með að þess verði nú krafist af aukinni eindrægni að Nató fjarlægi úr Evrópu öll þau vígvallakjarnavopn er það hefur þar til taks, og það án þess að bíða þess að Sovétríkin samþykki að gera samskonar fyrir sitt leyti. Sum evrópsku Natóríkjanna eru því hlynnt að svo verði gert. Áhyggjurnar af þessum vopnum eru skiljanlegar, því að hver og ein af kúlum þeim er hér um ræðir hefur aðeins þriðjungi minni sprengikraft en Hiroshim- asprengjan hafði. Talið er að Nató hafi um 2000 slíkar fallbyss- ukúlur í Vestur-Evrópu, flestar þeirra í Vestur-Þýskalandi. Bandalagið hefur þegar ákveð- ið að sprengikúlur þessar verði ekki endurnýjaðar. Reuter/-dþ. Sovétríkin Höfundar gefa sjálfir út bækur sínar I fyrra komu út í Sovétríkjun- um 463 bækur í alls þrem miljón- um eintaka, sem gefnar voru út á kostnað höfundanna sjálfra af hinum ýmsu forlögum. Sovéskir rithöfundar höfðu lengi kvartað yfir því, að þótt glasnost legði niður ritskoðun, þá væru þeir alltof háðir hinum stóru og svifaseinu ríkisforlögum. Því var árið 1988 opnað fyrir þann möguleika að rithöfundar gæfu út bækur sínar sjálfir hjá forlögun- um. Höfundarnir bera þá fulla ábyrgð á textanum, eiga upplagið og ákveða sjálfir verð bókanna, sem þeir geta sjálfir selt, heima eða erlendis, eða samið um sjálfir við bóksölukerfið. Enn er þetta lítill hluti bókaút- gáfunnar, en það segir sína sögu að á einu ári hefur slík útgáfa sjö- faldast - árið 1988 komu aðeins 63 bækur út á kostnað höfunda. Hér er um allskonar bækur að ræða - ljóðakver jafnt sem fræði- rit. Nokkrir erlendar höfundar hafa sjálfir gefið út bækur sínar á rússnesku með þessu móti. Þessi útgáfumöguleiki er talinn hafa góð áhrif á betri siði í útgáfumál- um yfirhöfuð, örva forlögin til skilvirkni og til að læra betur á framboð og eftirspurn. (byggt á apn).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.