Þjóðviljinn - 24.05.1990, Síða 27

Þjóðviljinn - 24.05.1990, Síða 27
Líklega á maður alltaf eftir að tengja kanadísku hljómsveitina Cowboy Junkies við trúarlegan andblæ, vegna þess að jómfrúr- platan þeirra var tekin upp í kirkjuhvelfingu, sem var undir- strikað með upptökunni, og tónl- istin á henni er svo hvíslandi lágvær að það er varla hægt að spila hana í dagsljósi í útvarpinu vegna þess glaðværa og drífandi andrúmslofts sem þar á að ríkja. Skífan sú lendir því í geymsluhill- unni með þungarokkinu, sem líka er að mestu úthýst að degi til í útvarpsstöðvum landsmanna, hversu frjálsar sem þær gefa sig út fyrir að vera. Það eina sem ekki gengur upp í hreinni og göfugri ímynd tónlistar Cowboy Junkies er nafn hljómsveitarinnar Kú- rekadjönkarnir, sem sagt kúrek- ar sem sprauta sig með heróíni, kókaíni eða öðrum eiturlyfjum. Ekki munu félagarnir í Cowboy Junkies standa undir því nafni sem betur fer - „hávært" nafnið líklega valið sem mótvægi við lá- gværa og hreina tónlistina, sem sómir sér í hvaða kirkju sem er. En ég er ekki viss um að öllum líkaði jafnvel að sitja undir því í sinni sóknarkirkju, að margfal- linn „djönkari“, Marianne Faith- full, syngi kynferðislega afbrýðis- emisljóðið Why'dya do it? hrjúf- um rómi, með öllum tilheyrandi DÆGURMÁL grófyrðum, og það þrátt fyrir trúarlegt nafnið. Svo gerði Mari- anne þó í fyrra í Dómkirkju hei- lagar Önnu í Brooklyn sókn í New York, við undirleik fríðs flokks tónlistarmanna - listrænt séð a.m.k. - og þar með erum við komin langan veg að meginat- riðinu í þessari grein: Ut er sem sagt komin ný plata með Mari- anne Faithfull, sem heitir Blazing away og er tekin upp á hljóm- leikum í áðurnefndri kirkju 25. og 26. nóvember í fyrra. Þótt meginatriðið sé komið til skila, get ég ekki á mér setið að vegsama þessa logandi fínu plötu, sem hefur að geyma þekkt lög frá ferli Marianne: As tearsgo by, Sister Morphine, Broken English, Ballad of Lucy Jordan, Why'd ya do it, Working class hero, Guilt, Times Square of Strange Weather. Tvö gömul lög sem líka eru þarna, sem ekki hafa komið með henni á plötu áður: þjóðlagið She moved through the fair og franski söngurinn Les pris- ons du Roy. Loks eru tvö glæný lög á skífunni eftir þau Marianne og Barry Reynolds gítarleikara, sem verið hefur traustur stólpi við hlið Marianne Faithfull síðan hún kom fram á ný, frísklega hás og reið á plötunni Broken Eng- lish árið 1979 eftir að hafa hrist af sér ímynd ljóshærðu engla- píkunnar, fylgikonu Micks Jag- ger, á 7. áratugnum, og heróín- niðurlægingu fallna engilsins á þeim 8. Pau lög eru titillagið, Blazing away, og When Ifind my life, en Marianne segir sjálf að þessi hljómleikaplata sé yfirlit yfir erfiðan lífsferil sinn - það vanti reyndar mörg lög inn í þá mynd, en þessi sem hún valdi á Blazing away lýsi best hvernig hún sér líf sitt fyrir sér nú: „Og hvað sem því líður, þá mundi ég hvort sem er aldrei skrifa bók um eigið líf. Ég sé það bara fyrir mér í myndum og lögum“. Sem sagt, engin hefðbundin sjálfsævisaga væntanleg frá Mari- anne Faithfull, að minnsta kosti ekki á meðan hún heldur áfram að syngja og semja, og sam- kvæmt þessari hljómleikaplötu er mikill tjáningarkraftur enn í þess- ari fíngerðu konu, sem sam- kvæmt öllum eiturkokkabókum ætti að vera löngu dauð... og ein- mitt þess vegna á hún vel heima í kirkju, bara fyrir að hafa lifað af allt svartnættið. Þér getið sem ANDREA JÓNSDÓniR sagt lifað, þótt þér deyið ekki... Marianne stendur sig eins og valkyrja í söngnum, sum lögin flytur hún eins vel og á stúdíó - plötunum, önnur af enn meiri krafti. Og maður verður ekki fyrir neinum vonbrigðum með þessar hljómleikaútgáfur af lög- unum þótt maður kunni þær upp- runalegu út og inn. Enda er undirleikaraflokkurinn líka fríður eins og áður er getið. í hon- um eru: gítarleikarinn Barry Reynolds, sem er orðinn vel kunnugur tón- listarlegum hnútum Marianne, og annar gítarleikari, Marc Ri- bot, sem spilað hefur með Tom Waits, bassaleikarinn Fernando Saunders, fyrrum samstarfsmað- ur franska fiðluleikarans Jeans Luc Ponti, og síðar Lous Reed m.a., trompetleikarinn Lew So- loff, úr Blood, Sweat and Tears, trommarinn Dougie Bowne, sem spilað hefur inn á plötu með John Cale, og síðast en ekki síst gamli jálkurinn Garth Hudson, sem er þarna með sína Band- harmonikku og hljómborð. Auk þess mætir Doctor John Mac Re- benack til leiks á píanó og gítar í laginu Times Square. Þeir félagar fremja hér virki- lega listræna og tjáningarfulla spilamennsku kringum hina lif- andi rokkgoðsögn, Marianne Fa- ithfull, og hún er nú ekki aldeilis að eyðileggja stemmninguna með neinu dómadags bulli, eða spyrja áheyrendur hvort allir séu í þessu óþolandi „stuði“, sem öll skemmtun virðist eiga að byggj- ast á - þrisvar heyrist í henni milli laga: tvö þankjú og athuga- semdin ,Ahh, I feel better now“, að loknum grófum reiðilestrinum í Why'd ya do it. En alþjóð veit auðvitað að það er ekki útvortis gleðistuð sem Marianne Faithfull magnar upp með sinni músík, heldur innvortis ólga, andleg og líkamleg, á dimmu nótunum reyndar, en henni fylgir samt vellíðan, því að með tónlistinni og textunum fæst útrás fyrir innibyrgða reiði og þrúgun... með dimmu skal dökkt út reka... og svo má snúa sér að draumunum um bjartari framtíð, því að jafnvel Marianne Faithfull segir: ...þeir glatast aldrei, leggj- ast bara þarna í dvala... og hún tileinkar öllum konum, sem halda að þær hafi glatað draumum sínum, Ballöðuna um húsmóðurina Lucy Jordan, sem 37 ára fríkaði út á að hafa lifað eingöngu fyrir familíuna, að sjálfri sér undanskilinni. Sem sagt, brot úr píslarsögu Mariönnu Faithful, í söngvum, og það veit Guð að ég vildi fá að kíkja inn á þessa kirkjutónleika hennar með hjálp myndbands- tækninnar til að frásagnarmáti hennar fullkomnist - hlýtur að vera á næstu grösum, ef eitthvert réttlæti er til. Læt ykkur vita. A Fimmtudagur 24. maí 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 27

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.