Þjóðviljinn - 24.05.1990, Side 29

Þjóðviljinn - 24.05.1990, Side 29
SKÁK AT HELGI ÓLAFSSON Níu líf Viktors Kortsnojs Viktor Kortsnoj er ótrúlegur skákmaður. Alltaf annað slagið þykjast menn finna merki þess að nú sé hann alvarlega farinn að gefa eftir, en jafnharðan rís hann upp og bindur enda á slikar vangaveltur. Hann er nú 59 ára gamall eða á sama aldri og Mik- hael Botvinnik var þegar hann hætti opinberri keppni. Fyrir u.þ.b. viku síðan bætti Kortsnoj enn einum sigrinum í stórt safn. Þá lauk í Amsterdam minningar- móti um Max Euwe sem Hol- lendingar halda ár hvert og stefna þangað vanalega fjórum afburð- askákmönnum sem tefla tvöfalda umferð. í ár var þátttakendalist- inn skipaður Jan Timman, Nigel Short, Mikhael Gurevic og Kortsnoj. Þó Timman sé varla búinn að jafna sig eftir afhroðið sem hann galt í einvíginu við An- atoly Karpov í Kuala Lumpur var hann þó álitinn sigurstranglegast- ur, Short hefur verið í öldudal upp á síðkastið og fremur lítið borið á Gurevic. Úrslit: 1. Korts- noj 4 v. 2. Gurevic 3V5 v. 3. Tim- man 4. Short 1 Vi Kortsnoj tefldi eins og sá sem valdið hafði og sigrar hans yfir Gurevic og Short í þriðju og fjórðu umferð voru gullfallegir. Lítum á skákina gegn Short. Það hefur verið grunnt á því góða milli þessara tveggja. Kortsnoj er lítið gefið um unga skákmenn og skákir hans við Short bera þess glögglega vott. Short hefur marg- sinnis kvartað yfir framkomu Kortsnojs við skákborðið sem leikur mönnunum jafnan afar ruddalega nái hann betri stöðu. 3. umferð: Viktor Kortsnoj - Nigei Short Enskur leikur 1. c4 e5 (Fáir meðhöndla enska leikinn betur en Kortsnoj og því orkar val Shorts tvímælis. Hann á það til að tefla byrjanir sínar hálf hirðuleysislega.) 2. g3 Rc6 3. Rc6 g6 4. Bg2 Bg7 5. e3 d6 6. Rge2 h5 (Peðaframrás f anda Petrosjan sem tefldi þannig með árangri gegn Portisch í Tilburg 1982.) 7. d4 h4 8. d5 Rce7 (Petrosjan lék 8. .. Rb8 og síð- an fór riddarinn til aó og b4.) 9. e4 f5 10. Rgl! Rf6 Viktor Kortsnoj og sígarettan. Nú er búið að banna reykingar á skákmótum. vinningsmöguleika. Þessi mögu- leiki er einnig fyrir hendi í næsta leik.) 33. Be3 c5 34. Rh4+ Kf6 35. f5 (Keppendur voru báðir í tíma- hraki en svörtu stöðunni verður ekki bjargað.) 35. .. Be7 36. Hfl Kg7 37. Hgl+ Kf6 38. Bf4 Bd8 39. Kc2! a6 40. Hg2! - Short gafst upp. Hann getur sig hvergi hrært. Hótunin er 41. Kd3 og við henni er í raun og veru ekkert að gera t.d. 40. .. b5 41. Kd3 d5 42. cxd5 Rd6 43. Hg6+ Ke7 44. f6+ Kf8 45. Bh6 mát. Karpov í þriðja sæti í Hanninge Getur það verið að yfirburðir Kasparovs og Karpovs séu ýktir? Hér á árum áður heyrði það til undantekningartilvika ef Karpov vann ekki þau mót sem hann tók þátt í. Nú er þetta að snúast við. Hann varð efstur, ásamt Kaspar- ov á einu móti í fyrra og á skák- mótinu í Reggio Emila um ára- mótin mátti hann láta sér lynda þriðja sætið. Þegar ein umferð var eftir á skákmótinu í Hanninge í Svíþjóð var Karpov í þriðja sæti á eftir góðkunningjum okkar, banda- ríska stórmeistaranum Yasser Seirawan og Eistlendingnum Jaan Ehlvest. Staðan að loknum 10 umferðum: 1. Seirawan 8 v. 2. Ehlvest 7V4 v. 3. Karpov 7 v. 4. Polugajevskí 6 v. 5.-6. Andersson og Sax 5 v. 7.-8. Karlsson og Hector 4 v. 9.-11. Hellers, Van der Wiel og Wojtkewicz 3'/2. 12. Flacnik 3 v. 32. .. Re4 (Peðið á e6 er friðhelgt: 32. .. Hxe6 33. f5+! Kxf5 34. Rd4+ og hvítur vinnur skiptamun á góða 11. Bg5 hxg3 12. hxg3 Hxhl 13. Bxhl Kf7 14. De2 Dh8 15. Bg2 Bd7 16. 0-0-0 Dh5 17. Dxh5 Rxh5 18. Rh3 Hh8 19. Hhl Bf6 20. Bd2 Kg7 21. Rb5 fxe4? (Svartur á við taisverða erfið- leika að etja eftir þennan leik. Hann gat leikið 21. .. Bxb5 en eftir 21. .. cxb5 á hann dálítið erfitt með að verja peðin á drottningarvæng.) 22. Rc3! Rg8 23. Rxe4 Be7 24. Rhg5 Rgf6 25. Re6+ Bxe6 26. dxe6 c6? (Betra var 26. .. Rxe4 27. Bxe4 c6 en eftir 28. Bc3! er svarta stað- an erfið viðfangs því 28. .. Rf6 strandar á 29. Hxh8 Kxh8 30. Bxg6.) 27. Rg5 He8 28. BB Bf8 29. Bxh5 gxh5 30. f4 exf4 31. gxf4 Kg6 32. RB! Frábær árangur Vals og Sigurðar Besta par á íslandi í dag eru þeir Valur Sigurðsson og Sigurður Vil- hjálmsson. Þeir urðu íslandsmeistar- ar í tvímenningskeppni 1990, eftir mikla baráttu undir lokin við þá Hrólf Hjaltason og Ásgeir P. Ásbjörnsson (fslm. 1988 í tvfm.) Er upp var staðið, kom í ljós að Valdur og Sigurður höfðu skorað 237 stig en Hrólfur og Ásgeir 235 stig. Öllu jafnara gerist það nú ekki. Parið sem leiddi mest allt mótið, Björn Eysteinsson og Guðmundur Sv. Hermannsson urðu að bíta í það „súra“ epli að hafna í 3. sæti með 193 stig. Landsliðsparið Guðmundur Páll Arnarson og Þor- lákur Jónsson urðu í 4. sæti og Gylfi Baldursson og Sigurður B. Þorsteins- son náðu 5. sæti (sér til mikillar furðu, að sögn). 32 pör tóku þátt í úrslitakeppninni, sem fór vel fram undir öruggri stjórn Jakobs Kristinssonar og Kristjáns Haukssonar, sem annaðist tölvuút- reikning á skori. Þetta er í áttunda skiptið frá upp- hafi, sem sömu aðilar sigra í lands- mótinu í tvímenning og sveitakeppni, en eins og kunnugt er voru þeir Valur og Sigurður liðsmenn í sveit Modern •Iceland, sem sigraði í sveitakeppninni á dögunum. Frá upphafi hafa eftir- taldir spilarar náð þessum merka áfanga: BRIDDS 1959: Gunnlaugur Kristjánsson - Stefán Guðjohnsen (í sv. Eggerts B.) 1960: Símon Símonarson (í sv. Halls Sím.) 1971: Ásmundur Pálsson - Hjalti Elíasson (í sv. þess síðarnefnda) 1972: Jón Ásbjörnsson - Páll Bergs- son (í sv. Hjalta Elíassonar) 1975: Guðmundur Pétursson - Karl Sigurhjartarson (í sv. Jóns Hjalta.) 1980: Guðlaugur R. Jóhannsson - Örn Arnþórsson (í sv. Hjalta Elías- sonar). 1982: Jón Baldursson - Valur Sig- urðsson (í sv. Sævars Þorbjörnss.) 1990: Sigurður Vilhj. - Valur Sig- urðsson (í sv. Modern Iceland) Frá upphafi hafa þessir spilarar oft- ast sigrað íslandsmótið í tvímenning (frá 1953): Ásmundur Pálsson og Hjalti Elíasson 7 sinnum. Símon Símonarson 4 sinnum (á móti 2 félögum). Jón Baldursson 4 sinnum (á móti 3 félögum). Valur Sigurðsson 3 sinnum (á móti 2 félögum. Þórarinn Sigþórsson3 sinnum (á móti 3 félögum) Guðlaugur R. Jóhannsson - Örn Arnþórsson - Eggert Benónýsson - Óli Már Guðmundsson 2 sinnum. Ótalinn er þá aðeins Þorgeir heitinn Sigurðsson, sem sigraði mótið 3 sinnum. f lokin má geta þess, að aðeins 1 par hefur unnið þrefalt, þ.e. einnig Bikarkeppni Bridgesambandsins, í þeirri mynd sem hún er í dag (frá 1977), en það eru þeir Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn Arnþórsson. Sigur þeirra Vals og Sigurðar á ís- landsmótinu í tvímenning, á íslands- mótinu í sveitakeppni, á Reykjavík- urmótinu í tvímenning og þriðja sætið á Bridgehátíð, er með besta árangri sem íslenskt par hefur náð frá upp- hafi. í ljósi þessa vekur það æ meiri undrun manna, að landslið okkar í dag hefur ekki þörf fyrir krafta þeirra, í því verkefni sem framundan er. Með þessum orðum er ég ekki að varpa rýrð á þá spilara sem skipa nv. landslið. Síður en svo. Þeir hafa allir sannað hæfni sína og koma eflaust vel undirbúnir til leiks. En aðferðin og undirbúningur á vali til landsliðs er fyrir neðan allar hellur og ekki sæm- andi fyrir þjóð, sem telur sig hafa getu til að gera enn betur. Að spilarar eins og þeir félagar og Jón Baldursson og Aðalsteinn Jörgensen, sem nú um helgina náðu 2. sæti á Cavendish- stórmótinu í New York, besti árangur bridgespilara frá fslandi frá upphafi, skuli ekki koma til greina eða ekki gefa kost á sér í landslið, er stór- hneyksli. Landslið héðan gætu verið án ýmissa, en ekki þeirra félaga. Ólafur Lárusson Meira um þá félaga Aðalstein og Jón. Þeir félagar náðu 4. sætinu í sveitakeppninni á Cavendish- mótinu, eftir að hafa leitt mest allt mótið. Enn ein skrautfjöðrin í hatt- inn, en 12 sterkar sveitir tóku þátt í mótinu. Með þeim í sveitinni voru undrabarnið Robson frá Englandi og heimsmeistari kvenna, Kirsty Bethe. Búast má við að Sumarbridge í Reykjavík hefji göngu sína næsta þriðjudag. Umsjón með Sumarbri- dge var boðin út af hálfu stjórnar Bri- dgesambandsins. Hæsta tilboðið af þremur átti Jón Baldursson. Skagfirðingar og Hjónaklúbburinn áttust við í vikunni. Spilað var á 8 borðum. Þeir fyrrnefndu sigruðu með 134 stigum gegn 103. Og ástæða er til að hvetja spilara til að skrá sig í Bikarkeppni Bridge- sambandsins. Skráning stendur yfir þessa dagana á skrifstofu sambands- ins. 1. umferð á að vera lokið fyrir 24. júní nk. Einnig er ástæða til að hvetja menn til að skila inn meistarastigum, áunnum á þessu starfsári. BSÍ mun gefa út stöðulista nú í maí, áunnin stig frá áramótum. Einnig að greiða ár- gjöld félaganna. Ein landfrægasta sagnvenja okkarl dag er kennd við þá fyrrum félaga, Jón Ásbjömsson og Símon Símonar- son. Hún kallast einfaldlega „Jón og Símon“. Hún byggir á opnun á 2 hjörtum eða spöðum, sem lofa fimmlit í við- komandi opnunarlit og minnst fjórlit í öðrum láglitnum. Annað heiti yfir þessa opnun (frá Ítalíu) er „Tartan two“. Þó nokkuð er um að pör beiti þess- ari sagnvenju. Nýbakaðir fslandsmei- starar í tvímenning, þeir Valur Sig- urðsson og Sigurður Vilhjálmsson fengu að kenna á sagnvenjunni undir lokin á íslandsmótinu: S: DG852 H: 9 T: 7 L: D97632 S: Á106 S: K3 H: KDG75 H: 86432 T: 83 T: Á62 L: ÁG4 L: 1085 S: 974 H: Á10 T: KDG10954 L: K Norður hóf sagnir á Jóni og Símoni, með 2 spöðum. Austur pass og Suður 2 grönd (kröfumelding og spyr um lágtitilinn). Valur Sigurðsson er þekktur fyrir flest annað en að passa á spilin sín, og gaf 3 hjörtu. Norður pass, og Sigurður lyfti (rétti- lega) í 4 hjörtu. Suður taldi að spil sín væru lítils virði í þeim samningi og sagði því 4 spaða. Valur doblaði og þar við sat. Nú, vörnin var hnökra- laus hjá þeim félögum og uppskeran 300 (tvo niður). Fyrir þá skor fengu þeir nánast ekkert, því flest pörin 4 salnum fengu að spila sín 4 hjörtu, ódobluð eða dobluð. Setuna t tieild unnu þeir félagar með plús 5 sttgum og tveimur setum seinna voru þeir fslandsmeistarar. Fimmtudagur 24. maí 1990 NÝTT HELGARBLAB - SÍBA 29

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.