Þjóðviljinn - 29.05.1990, Síða 3

Þjóðviljinn - 29.05.1990, Síða 3
Sigurjón Pétursson Nýr vettvangur búinn Sigurjón Pétursson: Atlagan aðAlþýðu- bandalaginu mistókst. Flokkurinn hefur traustan grunn að byggja á Alþýðubandalagið í Reykjavík heldur velli og hefur greini- lega traustan grunn til að byggja á öflugt félag, atlagan að Alþýðu- bandalaginu mistókst, segir Sig- urjón Pétursson efsti maður á lista flokksins við borgarstjórnar- kosningarnar á laugardag. Sigur- jón sagði flokkinn hafa tapað miklu fylgi en það hefði verið fyrirsjáanlegt. Það væri einnig íjóst að Nýr vettvangur væri ekki kominn tÚ að vera. í samtali við Þjóðviljann í gær vakti Sigurjón athygli á því að skoðanakannanir sem teknar hefðu verið viku til tíu dögum fyrir kjördag, hefðu sýnt fylgi Al- þýðubandalagsins á bilinu 5-6%. En í kosningunum á laugardag fékk flokkurinn 8,4% greiddra atkvæða. Sigurjón sagði sömu kannanir hafa spáð Nýjum vett- vangi 25% fylgi en það fylgi hefði hrapað niður, ekki bara í Reykja- vík, heldur hjá bræðingsfram- boðum annars staðar á höfuð- borgarsvæðinu. Þessi niðurstaða sýnir að mati Sigurjóns að framboð Nýs vett- vangs var ekki tímabær aðgerð. Þá væri hægri sveifla í gangi og senniiega mætti skrifa útkomu minnihlutaflokkanna að ein- hverju leyti á hana. Augljóst væri að Alþýðuflokksmenn í Reykja- vík hefðu flutt sig yfir til Sjálf- stæðisflokksins og af viðbrögðum manna væri einnig ljóst, að Nýr vettvangur væri fyrirbrigði sem ekki yrði endurtekið. Allar hræringar í stjómmálum og ekki hvað síst í kosningum þar sem óvæntir atburðir gerðust, hafa óhjákvæmilega pólitískar af- leiðingar, að sögn Sigurjóns. Hann teldi óhjákvæmilegt að Al- þýðubandalagið mæti niðurstöð- ur þessara kosninga og stöðu flokksins og þá atburði að flokk- urinn sundraðist í höfuðstaðnum. „Niðurstaðan hér á svæðinu er satt að segja heldur dapurleg,“ sagði Sigurjón. Hann reiknaði með að þessi mál yrðu tekin upp innan stofnana flokksins, en þau yrðu ekki leyst á næstu vikum og mánuðum og því ástæðulaust að gefa stórar yfirlýsingar. „Það gefur augaleið að sundr- ungin hjá minnihlutaflokkunum var vatn á myllu Sjálfstæðis- flokksins,“ sagði Sigurjón Pét- ursson. -hmp Alþýðubandalagið Stórsigur í Gmndarfirði Alþýðubandalagið í Grundarfirði jókfylgisitt um helming og hnekkti meirihluta Sjálfstœðis- flokksins. ABá Egilsstöðum bætti við sig bœjarfulltrúa etta er alveg einstakur árang- ur og við erum auðvitað him- inlifandi yfir þessu. Við höfum ákvcðið að leita eftir meirihluta- samstarfi við Framsóknarflokk- Sveitarstjórnir Dró úr þátt- töku kvenna Ef miðað er við Reykjavík, kaupstaði og kauptúnahreppa, er hlutfall kvenna í sveitarstjórnum nú aðeins tæplega 23 prósent en var 26 prósent á síðasta kjörtíma- bili. Alþýðubandalagið stendur best að þessu leyti því konur eru tæplega þriðjungur sveitar- stjórnarmanna flokksins. Þó hef- ur hlutfall kvenna á meðal sveitarstjórnarmanna AB lækk- að. Af hefðbundnu stjórnmála- flokkunum cr staða kvenna verst f Framsóknarflokknum. Fækkun kvenna er í góðu sam- ræmi við könnun Stefaníu Traustadóttur félagsfræðings á hug sveitarstjórnarkvenna til starfsins. Þar kom fram að konur endast illa í sveitarstjórnum og hafa frekar neikvæða reynslu af starfinu þar. Þátttaka kvenna í sveitar- stjórnum á íslandi er mun minni en annars staðar á Norður- löndum. Konur standa sterkast að vígi í Svíþjóð að þessu ieyti. inn, segir Ólafur Guðmundsson, oddviti Alþýðubandalagsins í Grundarfirði, sem vann stórsigur í kosningunum á laugardaginn. Alþýðubandalagið jók fylgi sitt um 50 af hundraði í Grundarfirði og hnekkti þar með meirihluta Sjálfstæðisflokksins í hrepps- nefnd. Raunar munaði aðeins þremur atkvæðum á Alþýðu- bandalaginu og Sjálfstæðis- flokknum, sem er alveg einstök staða í Grundarfirði. Sjálfstæðis- flokkurinn hafði þrjá fulltrúa, en hefur nú tvo eins og Alþýðu- bandalagið. Alþýðubandalagið hafði einn fulltrúa á síðasta kjör- tímabili. Framsóknarflokkurinn er í oddaaðstöðu með einn full- trúa. En Alþýðubandalaginu tókst að synda gegn straumnum á fleiri stöðum. Flokkurinn bætti við sig bæjarfulltrúa á Egilsstöðum, en þess ber að geta að fyrir fjórum árum tapaðist verulegt fylgi og einn bæjarfulltrúi. „Við endurheimtum talsvert af því fylgi sem við misstum síðast og ég held að ástæðan fyrir vel- gengni okkar nú sé fyrst og fremst sú að við vorum með góðan lista. En hér er enn allt óráðið um myndun meirihluta," segir Sigur- jón Bjarnason, bæjarfulltrúi Al- þýðubandalagsins á Egilsstöð- um, í samtali við Þjóðviljann. Alþýðubandalagið hefur starf- að með Sjálfstæðisflokki og óháðum í meirihluta undanfarin fjögur ár og sá meirihluti hélt velli. -gg -gg FRÉTTIR___________ Umdeild útkoma samfylkinganna Sínum augum lítur hver á silfrið. Ólína Þorvarðardóttir segist ekki vera óánægð með tvo borgarfulltrúa og fagnar því að H-listinn skuli hafa náð forystu innan minnihlutans í Reykjavík. Aðrir segja útkomu H- listans og annarra sameiginlegra framboða það slaka að Ijóst megi vera að þau eigi ekki framtíð fyrir sér. Mynd Jim Smart. Skoðanir eru mjög skiptar um gengi sameiginlegu framboð- anna og draga menn ýmist þá ályktun af niðurstöðum kosning- anna að sameiginleg framboð eigi ekki framtíð fyrir sér eða að þau hafí sannað tilverurétt sinn. Þó er greinilegt að þessi framboð náðu yfírleitt ekki þeim árangri sem aðstandendur þeirra væntu. Þetta á ekki síst við í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn vann glæsilega sigra. Slæmt gengi sameiginlegra framboða er þó ekki einhlítt. Ótvíræður sigurvegari þeirra á meðal er H-listi félagshyggju- fólks í Hveragerði, sem tókst að fella meirihluta Sjálfstæðis- flokksins þar. Listi óháðra á Siglufirði fékk einnig góða útkomu. Listinn fékk fjóra bæjarfulltrúa á meðan bæði Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn töpuðu manni. Al- þýðubandlagið bauð ekki fram á Siglufirði, en lýsti yfir stuðningi við óháða. Fylgistap á Selfossi Einnig má nefna að Krían á Höfn í Hornafirði hélt sínu bara vel ef miðað er við H-listann í kosningunum 1986. Krían fékk þrjá fulltrúa á móti tveimur full- trúum Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks. Tindar á Seyðis- firði héldu einnig fulltrúatölu flokkanna sem að því framboði stóðu, en Framsókn og Sjálfstæð- isflokkur héldu sínu. K-listi félagshyggjufólks á Sel- fossi tapaði verulegu fylgi miðað við fylgi A-flokkanna og Kvenna- listans 1986, en hélt fulltrúafjölda flokkanna þriggja. Þorvarður Hjaltason, bæjarfulltrúi K- listans, segir í samtali við Þjóð- viljann að fylgistapið hafi valdið honum vonbrigðum, en bendir á að flokkarnir þrír unnu verulega á í síðustu kosningum. „Ég er sannfærður um að ein- hver þessara þriggja flokka hefði misst bæjarfulltrúa ef við hefðum ekki boðið fram sameiginlega. Annars er erfitt að draga ályktan- ir um sameiginlegu framboðin þegar á heildina er litið,“ segir Þorvarður. Bjarni segir A Önnur sameiginleg framboð fá dapra útkomu. Það á sérstaklega við um framboðin á höfuðborgar- svæðinu og þar ber fyrst að nefna Nýjan vettvang í Reykjavík. H- listinn fékk tvo borgarfulltrúa og náði þar með forystuhlutverki í stjórnarandstöðunni, en ljóst er að hugur Nýs vettvangs stefndi mun hærra en raun ber vitni um. Auk þess stendur Nýr vettvangur frammi fyrir því að Sjálfstæðis- flokkurinn í Reykjavík er sterk- ari en nokkru sinni fyrr. Þessi niðurstaða hefur þegar leitt til ágreinings í forystuliði Nýs vettvangs. Bjarni P. Magn- ússon, fyrrverandi borgarfulltrúi Alþýðuflokksins, náði ekki kjöri og er að vonum óánægður með það. Hann hefur lýst því yfir að hann telji að Alþýðuflokkurinn eigi að bjóða fram A-lista að minnsta kosti í næstu þingkosn- ingum. Bjarni stefndi að þvf að hafa forystu fyrir Nýjum vettvangi en náði aðeins þriðja sæti í próf- kjöri. Hann þóttist þá þegar sjá það fyrir að miðað við þátttöku í prófkjöri væru litlar líkur á að hann næði kjöri í borgarstjóm. Það hefur gengið eftir. Ólína ekki óánægð Guðmundur Árni Stefánsson tekur undir með Bjarna og segist telja það ljóst að „sambræðslu- samlögin" hafi ekki náð tilgangi sínum, að minnsta kosti ekki eins og staðið var að þeim nú. í BRENNIDEPLI Slæmt gengi sameigin- legraframboða er ekki einhlítt. Ótvírœður sigur- vegari þeirra á meðal er H-listifélagshyggjufólks í Hveragerði, sem tókst aðfella meirihluta Sjálf- stœðismanna Ólína Þorvarðardóttir segist þó alls ekki vera óánægð með út- komuna og túlkar hana þannig að Nýr vettvangur sé kominn til að vera. Hún vill heldur ekki gera mikið úr sigri Sjálfstæðisflokks- ins í borginni í ljósi yfirburða- stöðu hans í fjölmiðlaheiminum og andstöðu hans við ríkisstjórn- ina. Hins vegar hefur komið greini- lega fram að fulltrúar annarra minnihlutaflokka í Reykjavík hlakka yfir útkomu Nýs vett- vangs og telja hana ekki benda til þess að kjósendur vilji sameigin- legt framboð gegn Sjálfstæðis- flokknum. Ekki dauðadómur Sjálfstæðisflokkurinn vann einnig sigra í Garðabæ, á Sel- tjarnarnesi, í Mosfellsbæ og í Stykkishólmi, en á öllum þessum stöðum urðu til sameiginleg framboð á vinstri vængnum. Listi Einingar í Garðabæ fékk aðeins einn fulltrúa, en Sjálfstæð- isflokkurinn fimm. Fyrrverandi bæjarfulltrúi Alþýðubandalags- ins, Hilmar Ingólfsson, skipaði annað sætið á lista Samstöðu, en náði ekki kjöri. í efsta sætinu var fulltrúi Framsóknarflokksins. Hilmar fellst þó ekki á að þessi úrslit séu dauðadómur yfir sam- eiginlegum framboðum. „Staðreyndin er sú að í Reykjavík og flestum nágranna- sveitarfélögum er mikil hægri bylgja og því enn meiri ástæða en fyrr til þess að menn sameini krafta sína. Það er alveg óvíst hvort við hefðum fengið nokkurn mann kjörinn ef við hefðum boðið fram hreinræktaða Alþýðubandalags- eða Framsóknarflokkslista. Deilurnar í Alþýðubandalag- inu í Reykjavík og illindi Ólafs Ragnars Grímssonar og Sigur- jóns Péturssonar gerðu okkur einnig erfitt fyrir. Annað hvort verður að skipta algjörlega um forystu í Alþýðubandalaginu og endurreisa flokkinn eða leggja hann niður,“ segir Hilmar. G-listarnir Sameiginlegu framboðin í Mosfellsbæ, á Seltjamarnesi og í Stykkishólmi fengu einnig mjög slaka útkomu. Til dæmis má nefna að Nýtt afl á Seltjarnamesi fékk jafnmarga fulltrúa nú og Al- þýðubandalagið fékk eitt fyrir fjórum árum. Jafnaðarmannafélagið á Dal- vík fékk einnig slæma útreið. Al- þýðubandalagið fékk tvo bæjar- fulltrúa á Dalvík 1986, en nú fékk N-listi jafnaðarmanna aðeins einn mann kjörinn. Hins vegar má benda á að þar sem G-listi var boðinn fram í friði var útkoman yfirleitt þolanleg miðað við aðstæður. Þannig hélt Alþýðubandalagið á Akureyri tveimur bæjarfulltrúum þrátt fyrir framboð Kvennalistans og Þjóðarflokksins. Alþýðubanda- lagið vann góða sigra í Neskaup- stað, á Egilsstöðum, í Hafnarfirði i og í Grundarfirði. Það hélt stöðu sinni á ísafirði, í Ólafsvík, í Grindavík, á Sauðárkróki og á Eskifirði. Auk þess munaði ekki miklu að flokkurinn endurheimti bæjarfulltrúa sinn í Keflavík. Hins vegar tapaði flokkurinn illa á Akranesi og í Borgarnesi. Annar tveggja bæjarfulltrúa tap- aðist á Akranesi og í Borgamesi þurrkaðist flokkurinn hreinlega út. í Kópavogi tapaðist maður, en það má líklega rekja til fram- boð- Kvennalistans, sem ekki he.ur boðið fram í Kópavogi áður. Jafnframt tapaðist maður í Vestmannaeyjum. -gg/Sáf Þriöjudagur 29. mai 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.