Þjóðviljinn - 31.05.1990, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 31.05.1990, Blaðsíða 9
MINNING Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, - líf mannlegt endar skjótt. (Hallgr. Pétursson) Jóhann Hjálmarsson fra Ljósalandi Með nokkrum og fátæklegum orðum langar mig að minnast Jó- hanns frænda míns Hjálmars- sonar, fyrrum bónda og síðar húsvarðar í Menntaskólanum við Hamrahlíð, sem lést í Landspítal- anum þriðjudaginn 22. maí sl. Jóhann Hjálmarsson fæddist 27. nóvember 1919 að Gríms- stöðum í Svartárdal. Hann var sonur hjónanna Guðrúnar Jóns- dóttur frá Hömrum í Lýtings- staðahreppi og Hjálmars Jóhann- essonar bónda á Grímsstöðum í Svartárdal. Guðrún, móðir Jó- hanns var systir Friðriks afa míns, þannig að við vorum skyldir að öðrum og þriðja. Guðrún og Hjálmar eignuðust ellefu börn sem komust á legg og var Jóhann níundi í röðinni. Jóhann hóf bú- skap í Brekkukoti en bjó síðan lengi á Ljósalandi hjá Skíðastöð- um. Þrátt fyrir náinn skyldleika kynntist ég Jóhanni ekki fyrr en ég hóf nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð haustið 1976. Jó- hann og María, kona hans Bene- diktsdóttir frá Skálholtsvík í Strandasýslu, voru þá húsvarðar- hjón við skólann og bjuggu í lítilli íbúð í skólanum. Á menntskóla- árunum átti ég þess kost að vera tíður gestur á heimili þeirra, meðal annars vegna töluverðra afskipta af félagsmálum náms- manna, sem höfðu í för með sér mikil samskipti við húsvarðar- hjónin. Þannig skapaðist vinátta sem leiddi mig oft í heimsókn til þeirra hjóna í Hamrahlíðar- skólann, einnig eftir að stú- dentsprófið var í höfn og eins þegar ég kom heim í fríum meðan á námsárum erlendis stóð. Þá voru tíðum sagðar sögur af fólki og fénaði af heimaslóðum í Skagafirði, en frásagnarlistina kunni Jóhann með miklum ágæt- um. Þeir sem til hans leituðu mættu ávallt mikilli hjálpsemi og átti það ekki síst við um nemend- ur í skólanum sem iðulega þurftu á aðstoð húsvarðanna að halda. Jóhann var sérstakt ljúfmenni er átti auðvelt með að öðlast traust gáskafullrar æsku, sem síst var gefin fyrir að láta eldri kynslóð- ina segja sér hvað væri rétt og rangt. Með hlýju viðmóti laðaði hann að sér unga fólkið og naut virðingar hinna eldri. Sjálfur sat ég í stjórn skólans um tíma og veit af starfi mínu þar að Jóhann þótti leysa starf sitt af natni og kostgæfni. Heimsóknirnar til Jó- hanns og Maríu voru lær- dómsríkar en ekki síður mikil upplyfting sem seint verða full- þakkaðar. Jóhann og María eignuðust átta syni, þar af tvenna tvíbura. Söknuður þeirra er mikill, en ljúfar minningar mega vera hugg- un harmi gegn. Ég kveð Jóhann Hjálmarsson frá Ljósalandi með virðingu og sendi Maríu mínar innilegustu samúðarkveðjur, sem og sonum þeirra, tengdadætrum og bama- börnum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Árni Þór Sigurðsson FLÓAMARKAÐURINN SMÁAUGLÝSINGAR Til sölu vegna flutnlnga brauðkassi úr tró, Ijósblár klappstóll (úr járni frá IKEA), Ijósakróna frá Lín- unni (stór bambushjálmur), rimla- gluggatjöld frá Pílurúllugluggatjöld- um: svört gardína breidd 130 cm, koksgrá breidd 130 cm, koksgráar 3 stk. 90 cm breið hver, silfurlit 70 cm, Ijósblá 160 cm, gönguskíði og skór (ca. 40-41) sama sem ónotað, furu- eldhúsborð sem hægt er að stækka með felliplötu og 6 stólar (Rebecka frá IKEA, kostar nýtt samtals 67.500 selst kr. 20.000 ). Uppl. í síma 36718 ákvöldinog 681331 ádaginn, Olga. Einstaklingsíbúð óskast Helst eitt herbergi, eldhús og bað eða lítil tveggja herbergja íbúð. Uppl. í síma 678028. Eldhúsborð og 6 stólar Til sölu furueldhúsborð (má líka nota í borðstofu) frá IKEA (hægt að stækka upp í 8 manna með felliplötu) og 6 stólar úr furu (Rebecka frá IKEA). Uppl. í síma 681310 og 681331 á daginn og 36718 á kvöldin, Olga. Óskast til lelgu 1-2ja herbergja íbúð óskast til leigu sem fyrst. Uppl. í síma 17161 á dag- inn og 40667 og 46538 e. kl. 18. Þakjárn Notað þakjárn í mjög sæmilegu ástandi fæst gefins. Uppl. i síma 74179. Þríhjól óskast Óska eftir að kaupa þríhjól. Uppl. í síma 42397. Til sölu v/flutninga Til sölu er 2ja ára gamall afruglari (stærri gerðin) í fullkomnu lagi. Kost- ar nýr 21.400 stgr. Selst á 14.000. Uppl. í síma 681310 og 681333 á skrifstofutíma og 36718 á kvöldin, Olga. Pennavinur á Spáni Spænskur maður óskar eftir að skrif- ast á við íslenskar stúlkur og konur á öllum aldri. Helsta áhugamál: Island. Skrifið til: German Franco Diaz Calvo Sotelo, 52-3° - i 27600 Sarria (Lugo) Spain Tll sölu göngugrind og Chico bakburðarpoki. Einnig svalavagn. Á sama stað er óskað eftir regnhlífarkerru, helst með skermi og svuntu. Upplýsingar í síma 43246. Nýleg Silver Cross kerra lítið sem ekkert notuð til sölu. Verð ca. 17.000. Upplýsingar í síma 33438 eftir kl. 18.00. ni söiu Silver Cross bamavagn með bogn- um stálbotni, ferðavagn fyrir ung- börn, lítill ísskápur, kínverskt selló, skápur fyrir hljómflutningstæki og Elna saumavél. Upplýsingar í síma 19638. fbúð óskast Óskum eftir ódýrri 2-3ja herbergja íbúð. Má þarfnast lagfæringar. Or- uggar greiðslur. Upplýsingar í síma 76586 eftir kl. 18.00, Jóhanna og Vala. Wlnchester rifflll \ Kal 222 með kíki til sölu. Upplýsingar í síma 72096 eftir kl. 18.00. Óska eftlr vel með farinni barnakerru, Simo eða Emmaljunga. Upplýsingar í síma 98- 21973. 3 fallegir kettlingar fást gefins. Upplýsingar I síma 14988. Tjald til sölu Fimm manna fellitjald til sölu. Upplýs- ingar í síma 642012 eftir kl. 17.00. Tll sölu stofuskápur, antik, stærð 70x1,35, rúm með náttborði, bókahillur, nokk- ur stykki, blómahillur, homhillur á gólfi og fleira. Upplýsingar eftir kl. 17.00 í síma 33094. Furusófasett og borð Til sölu furusófasett með ársgömlu, Ijósdröppuðu leður-look áklæði. Sett- ið samanstendur af þriggja sæta sófa og tveimur stólum. Furusófaborð fylgir. Verð ca.25.000. Upplýsingar í síma681310og 10099 eftirkl. 17.00. Lada til sölu Til sölu Lada Lux árg. ‘84. Skoðaður í maí ‘90. Upplýsingar í síma 19129 eftir kl. 17.00. Winther drengjahjól Blátt og hvítt 20“ Winther drengjahjól til sölu. Selst á kr. 10.000. Upplýsing- ar í síma 20381. Halló! Vill einhver gefa okkur eða selja fyrir lítinn pening tvær islenskar kanínur? Við lofum að vera góð við þær. Krakkarnir á Skóladaghelmillnu Dalbrekku 2, Kópavogi, sfml 41750. Fjölærar plöntur t.d. burkni, reyniblaðka o.fl. til sölu. Upplýsingar í síma 17193. Grasrótin óskar eftir sjálfboðaliðum i úthringingar á kvöld- in og um helgar til að afla stuðnings- áskriftar fyrir Útvarp Rót. Upplýsingar ( síma 24439 eða 622460 (Sigvarð- ur). Félagssamtök og einstak- llngar sem vilja vera með þætti vins- amlegast talið við Soffíu útvarps- stjóra í síma 622460 eða heima í síma 39517. Leikarar 17. júní Okkur vantar 10 stráka á aldrinum ca. 16-20 ára til að leika Batman í götu- leikhúsi á 17. júní. Upplýsingar í símum 12388, 18189 og 17768. Tölva óskast Óska eftir að kaupa Apple 2E tölvu. Upplýsingar í síma 79470. AUGLÝSINGAR Til sölu vegna flutninga 2ja ára gamall afruglari í fullkomnu lagi, furueld- húsborð frá Ikea (stækkanlegt með felliplötu) og 6 stólar (Rebecka), Ijósakróna frá Línunni (stór bambushjálmur), rimlagluggatjöld frá Pílu- rúllugluggatjöldum í ýmsum stærðum og litum úr áli (ekki plasti), gönguskíði og skór nr. 41 -42, brauðkassiúrtréog ýmislegtfleira. Upplýsingar í síma 681331 og 681310 á daginn og 36718 á kvöldin. Olga. AUGLÝSINGAR - íslands Við Tækniskóla íslands eru lausar eftirtaldar kennarastöður: AUGLÝSINGAR ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Reykjavík Aðalfundur ABR verður haldinn fimmtudaginn 31. maí kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Úrslit borgarstjórnarkosninganna og staða ABR. 3. Önnur mál. tækniskóli 1 staða í byggingadeild 1 staða í rafmagnsdeild 1 staða í véladeild Óskað er eftir tæknifræðingum eða verkfræð- Félagar fjölmennið. Tillögur kjörnefndar um stjórn liggja frammi á skrifstofu félagsins. Frestur félagsmanna til að koma með aðrar tillögur rennur út í kvöld (miðvikud.) kl. 20.30. Stjórnin frá menntamálaráðuneytinu Innritun nemenda ífram- haldsskóla í Reykjavík fer fram í Miðbæjarskólanum í Reykjavík dagana 31. maí og 1. júní n.k. frá kl. 9.00 -18.00. Umsóknum fylgi Ijósrit af prófskírteini. Þeim nemendum 9. bekkjar sem þess óska er gefinn kostur á persónulegri námsráðgjöf fyrir og samhliða innrituninni. Námsráðgjöfin fer fram í Miðbæjarskól- anum og hefst miðvikudaginn 30. maí kl. 9.00 og stendur til kl. 18.00 föstudaginn 1. júní. Þeir sem óska eftir að tala við námsráðgjafa þurfa að skrá sig í viðtal með nokkrum fyrirvara. Skráning í viðtöl fer fram á sama tíma og sama stað, sími 16491. ingum í framangreind störf, og starfsreynsla á viðkomandi sviðum er æskileg. Kennslan er á háskólastigi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags tækniskólakennara. Rektor og deildarstjórar viðkomandi deilda veita allar nánari upplýsingar. Umsóknir berist skólanum fyrir 10. júní n.k. og upphaf ráðningar miðast við 1. ágúst n.k. Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi launaskatts fyrir maí er 1. júní n.k. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til innheimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík toll- stjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Vopnafjörður-Neskaupstaður-Seyðisfjörður Almennir fundir Almennir fundir verða með Hjörleifi Gutt- ormssyni alþingismanni. Á Vopnafirði: I Miklagarði þriðjudaginn 5. iúní. I Neskaupstað: Egilsbúð miðvikudaginn 6. júní kl. 20.30. Á Seyðisfirði: í Herðubreið fimmtudaginn 7. júní kl. 20.30. Allir velkomnir. Alþýðubandalaglð Alþýðubandalagið á Akureyri Félagsfundur verður haldinn í Lárusarhúsi fimmtudagskvöldið 31. maí kl. 20.30. Fundarefni: 1. Niðurstöður sveitarstjórnarkosninga. 2. Þreifingar um meirihlutasamstarf. 3. önnur mál. Fjármálaráðuneytið Stjómin Fimmtudagur 31. maí 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.