Þjóðviljinn - 23.06.1990, Page 5
ERLENDAR FRETTIR
Hvítahaf
Þriðjungi
dyralífs
útrymt?
Grunur um meirihátt-
ar mengunarslys í Se-
verodvinsk
Umhverfisverndarsamtökin
Greenpeace héldu því fram í gær
að um þriðjungur alls dýralífs I
Hvítahafi hefði tortímst, að lík-
indum af völdum mengunarslyss í
sovésku kafbátahöfninni I Severo-
dvinsk, skammt frá Arkangelsk.
Segist Björn Ökern, fram-
kvæmdastjóri Greenpeace í Nor-
egi, hafa heimildir fyrir því að um
100,000 selir hafi drepist af völd-
um slyssins.
Ökern telur líklegt að eld-
flaugaeldsneyti, sem lekið hafi í
sjóinn frá kafbátastöðinni, hafi
valdið dauða selanna og einnig
gífurlegu tjóni á öðrum sjávar-
dýrum. Hann kvaðst telja að slík-
ur leki væri algengur, en í þetta
sinn hlyti hann að hafa verið
óvenjumikill.
Ökern hafði eftir sovésku
heimildamönnunum að um 29
km langur fjörukafli væri þakinn
20 sentimetra þykku lagi af
dauðum krossfiski og telur að
miljónir af þeirri tegund hafi
drepist. Einnig muni hafa orðið
gífurlegt tjón á þorski, flatfiski og
fleiri fiskistofnum. Greenpeace
mun hafa fengið fyrstu fréttir af
ósköpum þessum snemma í maí.
Reuter/-dþ.
Efnahagssameining
Þýskalands
Jafnaðar-
menn
samþykkir
Síðustu hindruninni í vegi cfna-
hagslegrar sameiningar þýsku
ríkjanna var rutt á brott í gær er
Bundesrat, efri deild vesturþýska
þingsins sem setin er fulitrúum
fylkjanna 11, samþykkti samein-
inguna fyrir sitt leyti. Sameining
efnahags- og atvinnulifs ríkjanna,
sem formlega tekur gildi 1. júlí
n.k., var samþykkt með yfir-
gnæfandi meirihluta atkvæða í
neðri deild vesturþýska þingsins
og í austurþýska þinginu í fyrra-
dag.
Jafnaðarmenn, sem hafa
meirihluta í Bundesrat, hafa vilj-
að flýta sameiningunni hægar en
stjórnarflokkarnir en ákváðu þó
um síðir að samþykkja efnahags-
legu sameininguna í byrjun næsta
mánaðar, þótt þeir séu ekki með
öllu ánægðir með þær ráðstafan-
ir. Með efnahagslegu sameining-
unni verður vesturþýska markið
gjaldmiðill í Austur-Þýskalandi
og markaðsbúskapur verður inn-
leiddur þar. Þetta er fyrsta form-
lega skrefið í átt til pólitískrar
sameiningar þýsku ríkjanna.
Reuter/-dþ.
Tígrar myrða
Skæruliðar í liði Tamíltígra
réðust í gær inn í sjávarþorp í
Amparaihéraði, á austurströnd
Sri Lanka, og drápu 62 þorpsbúa
með hnífum. Gáfu tígrar þorps-
búum, sem eru múslímar, að sök
að hafa aðstoðað stjórnarherinn,
sem nú hefur að eigin sögn að
mestu náð austurhéruðunum úr
höndum tígranna. í norðurhérð-
unum er áfram barist og m.a.
gera tígrarnir harðar atlögur að
stjórnarhermönnum, sem um-
setnir eru í 350 ára gömlum kast-
ala í hafnarborginni Jaffna. Virki
þetta byggðu Hollendingar á
sinni tíð þar á eynni.
Rússland
Harðar deilur um Lenín
„Hver maður á rétt á kristilegri greftrun “
Harðar umræður hafa orðið
um Lenín á ráðstefnu
rússneska kommúnista í Kreml
og áttust þar við íhaldsmenn og
róttækir. Vilja þeir fyrrnefndu í
engu hvika frá rétttrúnaðarlenín-
isma en þeir róttæku vísa á bug
gagnrýnislausri dýrkun á hinum
löngu látna leiðtoga, sem öllum
öðrum fremur telst vera stofn-
andi Sovétríkjanna.
Á síðustu árum hafa ýmsir so-
véskir sagnfræðingar vikið frá
þeirri reglu, að Lenín væri hafinn
yfir alla gagnrýni, og kennt hon-
um að nokkru um vaxandi harð-
stjórn á þriðja áratugnum. í ræðu
á fyrrnefndri ráðstefnu, sem varð
um leið stofnþing rússnesks kom-
múnistaflokks, hvatti einn liðs-
odda þeirra róttæku, Vladímír
Lysenko, til gagngerra breytinga
á Kommúnistaflokki Sovétríkj-
anna, sem frá upphafi sínu hefur
haft hugmyndafræði Leníns að
leiðarljósi. Spurði þá einhver
Lysenko, hvort hann vildi láta
fjarlægja lík Leníns úr grafhýsinu
á Rauðatorgi í Moskvu.
„Ég lít svo á að hver og einn
hafi rétt á kristilegri greftrun,"
hreytti Lysenko út úr sér.
Sumra sagnfræðinga mál er að
Lenín hafi sjálfur óskað eftir að
verða lagður til hinstu hvflu við
hlið móður sinnar, sem var af
þýsk-sænskum ættum og uppalin
í Volguhéruðum.
Styttur af Lenín eru á áberandi
stöðum í flestum sovéskum borg-
um og óteljandi götur, byggingar
og garðar heita eftir honum. Ekki
líður svo dagur að þúsundir
manna séu ekki í biðröð eftir því
að horfa á hann, þar sem hann
sefur svefninum langa í rauðri og
svartri marmaraleghöll. En í
Austur-Evrópu hafa styttur af
honum víða verið felldar af stalli
síðustu mánuði og götur, sem
hétu eftir honum, endurskírðar.
Marx hefur raunar ekki alveg
sloppið við þesskonar heldur;
þannig hefur borgin Karl Marx-
Stadt í Austur-Þýskalandi nú aft-
ur fengið sitt fyrra nafn, Chemn-
'tz- Reuter/-dþ.
Lenín er enn allsstaðar ná',xsgur í
Sovétríkjunum, eins og hér
í Kreml. Sá í miðið
er Gorbatsjov.
Jarðskjálftinn í íran
35.000 taldir látnir
Um 29.000 lík höfðufundist síðdegis ígœr. Um 400.000 heimilislausir
Utanríkisráðuneyti írans til-
kynnti síðdegis í gær að talið
væri að um 35.000 manns hefðu
farist í jarðskjálftanum mikla
sem varð norðvestan til þarlendis
á miðvikudagsnótt. Að sögn frétt-
astofunnar IRNA höfðu þá alls
28.950 lík fundist. Mun þetta vera
mannskæðasti jarðskjálfti hing-
að til í sögu írans.
Eftir því sem vitað var í gær
varð manntjónið langmest í hér-
aðinu Gilan við Kaspíhaf, en þar
höfðu yfir 25.000 lík fundist síð-
degis í gær. Talið er að um
100.000 manns hafi slasast og að
um 400.000 misst heimili sín. Ótt-
ast er að fjölmargt fólk liggi enn-
þá látið eða slasað undir húsa-
rústum.
Hjálp berst nú til írans víða að
og meðal þeirra sem hafa boðið
fram aðstoð eru Bandaríkin, ís-
rael, írak og Saúdi-Arabía, en á
milli þeirra annarsvegar og írans
hinsvegar eru sem kunnugt er iitl-
ir kærleikar. Vitað er að írans-
stjórn hefur þegar þegið hjálpar-
boð Bandarfkjanna. Af hjálpar-
gögnum kvað vera hvað mest
þörf á lyftikrönum, vélskóflum
og jarðýtum, til að hraða megi
leit í rústum að þeim, sem enn
kynnu að vera þar á lífi, en einnig
er mikil þörf á lyfjum, tjöldum,
teppum, matvælum, flutningabfl-
um o.fl. Franskir björgunarmenn
eru komnir til hinna hartleiknu
héraða með hunda, sérþjálfaða í
að leita að mönnum undir ruðn-
ingi.
Gilan og Zanjan, héruð þau er
verst urðu úti, eru meðal helstu
landbúnaðarsvæða landsins. Er
þar ræktað mikið af ávöxtum,
hrísgrjónum og hveiti. Meðfram
þessvegna er líklegt að tjónið af
völdum jarðskjálftans verði al-
varlegt áfall fyrir efnahag írans.
Reuter/-dþ.
Kosovo-Albanir
krefjast sjálfstjómar
ing júgóslavneska sjálfstjórn-
arsvæðisins Kosovo, sem að
mestu er byggt fólki af albönsku
þjóðerni, samþykkti í gær eftir
harðar umræður tillögu um nýja
stjórnarskrá. Er gert ráð fyrir að
samkvæmt henni verði Kosovo
slitið úr stjórnarfarslegum tengsl-
um við Serbíu, en undir hana
heyrir sjálfstjórnarsvæðið.
Jafnframt var samþykkt á þing-
inu að neita að taka til umræðu
uppástungu frá serbnesku stjórn-
inni, þess efnis að dregið verði úr
sjálfstjórn héraðsins.
í Kosovo búa um 1,7 miljónir
Albana og um 200.000 Serbar og
Svartfellingar. Um 50 manns
biðu bana í óeirðum í héraðinu
s.l. ár, er Albanir þar andæfðu
tilraunum serbnesku stjórnarinn-
ar til að skerða sjálfstjórn þess.
Serbar með mynd af Tito lands-
föður á fundi til liðssinnis löndum
sínum í Kosovo - hætta á vax-
andi átökum þará ný.
Sovésk tillaga um Þýskaland
Eiiendur her brott á þremur árum
Vilja einnig takmarkanir á stœrð hers sameinaðs Þýskalands. Vesturveldi á móti
Stjórn Sovétríkjanna lagði til í
gær að Bandaríkin, Bretland,
Frakkland og Sovétríkin kveddu
heim hersveitir sínar í Þýskalandi
að mestu eða öllu á næstu þremur
árum. Ennfremur skuli stærð
hers sameinaðs Þýskalands tak-
mörkuð með samþykkt ríkja
þessara fjögurra og þýsku ríkj-
anna beggja og þýski herinn
skipulagður einungis til varnar.
Eduard Shevardnadze, utan-
ríkisráðherra Sovétríkjanna,
lagði tillögu um þetta fram í gær á
fundi með fulltrúum hinna her-
námsveldanna þriggja og þýsku
ríkjanna, sem fram fer í Austur-
Berlín og hefur alþjóðamál í
tengslum við sameiningu Þýska-
lands til meðferðar. Sovétríkin
og vesturveldin þrjú hafa sem
kunnugt er haft her í Þýskalandi
frá lokum heimsstyrjaldarinnar
síðari, er landinu var skipt á milli
þeirra í hernámssvæði.
Á fundinum andmæltu utan-
ríkisráðherrar Bandaríkjanna,
Bretlands og Vestur-Þýskalands
þegar sovésku tillögunni og lögðu
áherslu á að sameinað Þýskaland
yrði að hafa í einu og öllu sömu
réttindi og önnur Evrópuríki og
þar með fullan rétt til að ákvarða
sjálft stærð hers síns. Utanríkis-
ráðherrar vesturveldanna sögðu
ennfremur að ákvarðanir um
stærð herja fjórveldanna í Þýska-
landi yrðu að verða teknar í Vín-
arviðræðunum um niðurskurð á
hefðbundnum vígbúnaði.
Fyrr um daginn, þegar þeir
Baker utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna mættu á samkomu í til-
efni þess að verið var að loka
þeirri frægu landamæravarðstöð
Checkpoint Charlie, stakk She-
vardnadze upp á því í ávarpi að
fjórveldin, sem skipt hafa Berlín
á milli sín í hernámssvæði frá
ósigri Þýskalands 1945, kalli
heim allt sitt lið í borginni innan
sex mánaða frá sameiningu
Þýskalands og hætti um leið
öllum afskiptum af stjórn borgar-
Arið 1989 veitti Japan öðrum
ríkjum meiri efnahagsaðstoð
en nokkurt ríki annað, og er þetta
I fyrsta sinn sem það fer fram úr
Bandaríkjunum á þeim vett-
vangi. Hjálp þessi af Japans hálfu
nam á árinu 8,95 miljörðum doll-
ara.
Bandaríkin eru nú hvað þetta
varðar í fyrsta sinn í öðru sæti
með 7,66 miljarða dollara.
Frakkland er í þriðja sæti með
7,44 miljarða dollara.
Talsmaður japanska fjármála-
innar, en formlega hafa þau þar
enn æðstu völd. Fögnuðu nær-
staddir Berlínarbúar þá ákaflega.
Reuter/-dþ.
ráðuneytisins kallaði þetta tíma-
mótamarkandi og telur athyglis-
verðast í því sambandi hve fram-
lög Bandaríkjanna til annarra
ríkja lækkuðu frá 1988. Það ár
nam efnahagsaðstoð Bandaríkj-
anna við önnur ríki 10,14 milj-
örðum dollara.
Umskipti þessi vitna ásamt
með öðru um sívaxandi mátt Jap-
ans í efnahagsmálum og aukin
umsvif þess á alþjóðavettvangi í
samræmi við það.
Reuter/-dþ.
Japan
Fram úr Bandaríkjum í efnahagshjálp
ÞJOÐVILJINN Laugardagur 23. júní 1990