Þjóðviljinn - 23.06.1990, Síða 11

Þjóðviljinn - 23.06.1990, Síða 11
I DAG Um tónleika Bobs Dylans - nokkrar útskýringar Einhver órói virðist hafa gripið um sig í bænúm, skilst manni vegna þess að Listahátíð hafi á sínum snærum ótölulegan fjölda „forréttindaborgara‘% sem fái boðsmiða í bestu sæti á tónleika Bobs Dylans, eða hafi notið sér- stakrar fyrirgreiðslu um að panta miða, þótt auglýst hafi verið að engar pantanir yrðu teknar áður en miðasala á tónleikana hæfist. Almenningur megi svo sitja einhvers staðar baka til eða uppi í rjáfri. Málsatvik eru þessi: Strax og spurðist út að Bob Dylan væri ef til vill væntanlegur til íslands varð geðshræring víða um bæinn. Flestir virtust telja fullvíst að hver og einn miði á tónleikana myndi seljast upp nánast samstundis. Símalínur voru glóandi, bæði í miðasölu og á skrifstofu Listahátíðar. Sumir gamlir aðdáendur meistarans (flestir allar götur frá 1962) virt- ust telja það sjálfsagt mál að þeir hefðu forgang að miðum umfram hina yngri aðdáendur. Að end- ingu var brugðið á það ráð að láta þau boð út ganga að ekki yrði tekið við neinum pöntunum - einfaldlega til að tryggja vinnu- frið á skrifstofunni. Þegar nær dró því að miðasalan opnaði var ástandið slíkt að við starfsmenn Listahátíðar urðum að taka heimasíma úr sambandi á kvöldin og yfir nóttina - til að tryggja svefnfrið fyrir fólki sem ætlaði að „redda sér“ miðum gegnum klíku. Á skrifstofunni höfðu menn varla tíma til að undirbúa komu Dylans, sem er ærið verk - svo voru aðdáendurnir áfjáðir. Það var með höppum og glöppum að maður treysti sér til að taka upp símtólið. En það voru ekki skráðar neinar pantanir. Vegna orðróms sem gengur um bæinn verður þó að geta nokkurra undantekninga: Samkvæmt samningi fékk East West Touring Company, fyrir- tæki Bobs Dylans, 50 miða á besta stað í húsinu. Mun það vera venja þegar slíkir tónleikar eiga í hlut. Það verður svo að koma í ljós að hve miklu leyti fyrirtækið nýtir þessa miða. Þegar svo miklir fjármunir eru í húfi er ekki beinlínis gaman fyrir starfsmenn Listahátíðar að út- deila boðsmiðum, enda var ákveðið að halda þeim í algjöru lágmarki. Fyrir okkur sem störf- um við Listahátíð er það auðvitað viss umbun erfiðis að sjá þúsund- kalla streyma inn, en ekki út. Þó er erfitt að komast hjá því að fá- einir aðilar sitji fyrir um miða: Fyrst og fremst eðlilega hópur fólks sem hefur lagt á sig ómælda vinnu við tónleikana og þiggur í mörgum tillvikum ekki önnur laun fyrir en boðsmiða. Án þessa fólks hefðu tónleikarnir líkast til aldrei verið haldnir. í öðru lagi fáeinir fulltrúar ríkis og borgar, sem eru bakhjarlar Listahátíðar og fjármagna hana. í þriðja lagi stjórn Listahátíðar og starfsmenn hennar. Undirrituðum, sem er einn starfsmanna, er reyndar hjartanlega sama um hvar hann situr í húsinu. Allt í allt eru þetta um 50 mið- ar, 100 þegar miðar East West Touring Company eru meðtaldir. Listahátíð stendur í þakkar- skuld við fjölmargt annað fólk sem hefur unnið margvíslegt gagn á ýmsum vígstöðvum. Auðvitað hefði komið vel til greina að bjóða sumu þessu fólki á tónleikana. Hins vegar var ákveðið að gera það ekki. í ein- staka tilfelli fengu þessir hálfgild- ings starfsmenn þó að taka frá miða á tónleikana margumtöl- uðu, miða sem voru greiddir að fullu. Þar 30 miðar, um það bil. Á margumtalað „grátt svæði“ í húsinu voru seldir við opnun miðasölu 100 miðar af 200. Þeir hurfu eins og dögg fyrir sólu - og einmitt það virðist hafa valdið einhverri gremju. Annars er allt tal um „gráa svæðið“ heldur tvírætt. Eftir að hafa rölt um salarkynni Laugar- dalshallar hefur undirritaður komist að því að hér eru tæplega Egill Helgason skrifar bestu sætin í húsinu. Alls ekki. Að kröfu Dylans er sviðið óvenju hátt og gnæfir þarna yfir sætin; aukinheldur hefur hann það víst fyrir vana sinn á tónleikum að standa aftarlega á sviðinu, og því má vel vera að þeir sem fremst sitja sjái ekki nema rétt grilla í ennistoppinn á meistaranum. Fyrir nú utan hvað hljóðgæðin eru miklu betri aftar í salnum. Þetta er allt sukkið með mið- ana - ekki einu sinni fjölmiðlar fá ókeypis inn, sem þó er oftast venjan. Annað mál, þessu ekki alveg óskylt. Miðaverð. Ávæninghefur maður heyrt af því að Listahátíð ætli að stórgræða á tónleikum Bobs Dylans, í því skyni að rétta við hallann á öðrum atriðum. Þetta er fjarri lagi. Ég ætla ekki að rekja kostnað- inn lið fyrir lið, en hann er óheyri- legur. Þó er rétt að nefna nokkur atriði: Þóknunin til listamannsins er rífleg, til dæmis mun hærri en Leonard Cohen fékk í sinn hlut fyrir tveimur árum. Kostnaður- inn við að flytja hljóðfæri og tækjabúnað frá New York til Reykjavíkur og síðan til Kaupmannahafnar flugleiðis vegur þungt. Að auki flugmiðar þessa sömu leið, og ennfremur uppihald, hótel og ferðir hér inn- anlands. Ekki hefur áður verið sett upp fullkomnara hljóð- og ljósakerfi fyrir tónleika hér á Fróni; það kostar sitt, enda er hluti af þessum búnaði í leigu er- lendis frá. Svið hefur verið byggt upp í Laugardalshöll, stærra en nokkurn tíma fyrr eða síðar. Al- menn öryggisgæsla verður um- fangsmeiri en áður eru dæmi til. Launakostnaður - hér leggja hátt í hundrað starfsmanna hönd á plóg. Og það mætti tína til ýmis- legt fleira... Þar við bætist að ekki er hægt að selja nema um 2800 miða á tónleikana, enda er það krafa umboðsmanns Dylans að allir skuli sitja á tónleikunum og hafa gott útsýni á sviðið. Til gamans má geta þess að á blómatímanum góða stóðu um sex þúsund manns upp á endann á tónleikum Led Zeppelin, sællar minningar. Hér er semsagt ekki stefnt í neinn stórgróða, en vonandi heldur ekki tap. Undirbúningstími tónleika Bobs Dylans er óvenju skammur, enda eru ekki nema fáeinar vikur síðan ljóst var að yrði af komu meistarans. Síðustu tvær vikurn- ar hefur starfsfólk Listahátíðar verið að inna af hendi störf, sem undir eðlilegum kringumstæðum hefðu átt að vera fullkomlega frá- gengin fyrir mörgum mánuðum. Á sama tíma þurfti að sjá til þess að umfangsmikil Listahátíð gengi snurðulaust fyrir sig. Árangurinn er sá að Bob Dylan og hljómsveit hans eru á leiðinni til Islands eftir tafsamt samningaþóf. Við viljum helst ekki verða uppvís að neinum sjálfbirgings- hætti, starfsmenn og stjórn Lista- hátíðar, en samt teljum við að við höfum unnið að þessum tón- leikum eftir bestu vitund og af fullum heilindum. Með ósk um góða skemmtun á tónleikunum á miðvikudags- kvöld og von um að allir verði á eitt sáttir þegar hann stígur fram á sviðið, maðurinn sem breytti heiminum, Dylan... Höfundur er blaðafulltrúi Listahátíð- ar. þlÓÐVILHNN FYRIR 50 ÁRUM Vopnahléssamningar milli Frakklands og Þýzkalands undirritaðir í gær kl. 18.15. Franska stjómin gengur að skilmálum Hitlers. Bardagamir hætta þegar samið hefur verið við (tali. Einræðisstjómunum ( Litháen og Lettlandi steypt af stóli. Frjálslyndar lýðræðis- stjómir taka völdin. Alþýöan í Eistlandi krefst lýðræðisstjóm- ar. 23. júní laugardagur. Jónsmessunótt. Eldríðarmessa. Vorvertíðarlok. 174. dagur ársins. Stórstreymi. Sólampprás í Reykjavík kl. 2.55 - sólarlag kl. 24.04. Viðburðir Þjóðhátíðardagur Luxemborg- ar. Keflavíkurganga 1968. DAGBÓK APÓTEK ReykjavíK: Helgar- og kvöldvarsla lyfja- búða vikuna 22. til 28. júní er í Ingólfs Apóteki og Lyflabergi. Fyrmefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til 10 á frídögum). Síðamefnda apó- tekið er opið á kvöldin kl. 18 til 22 virka daga og á laugardögum kl. 9 til 22 sam- hliða hinu fyrmefnda. Bamadeild: Heimsóknir annarra en for- eldra ki. 16 til 17 alla daga. SL Jósefs- spítali Hafnarfirði: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Kleppsspítalinn: Alla daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkra- hús Vestmannaeyja: Alla daga ki. 15 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahúsið Húsavik: Alla daga kl. 15 til 16 og 19:30 til 20. LÖGGAN Reykjavík.... Kópavogur..... Seltjamames. Hafnarflörður. Garðabær..... Akureyri..... .« 1 11 66 ,rr 4 12 00 rr 1 84 55 .« 5 11 66 .«511 66 rr 2 32 22 Slökkvilið og sjúkrabílar Reykjavík.....................« 1 11 00 Kópavogur.....................« 1 11 00 Seltjamames.................1 11 00 Hafnarfjöröur..............« 511 00 Garðabær.....................■" 5 11 00 Akureyri.......................« 2 22 22 LÆKNAR Læknavakt fyrír Reykjavik, Seltjamar- nes og Kópavog er í Heilsuvemdarstöð Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17 til 8, á laugardögum og helgidögum allan sól- arhringinn. Vitjanabeiðnir, simaráölegg- ingar og timapantanir í « 21230. Upplýs- ingar um lækna- og yfjajrjónustu enj gefnar i símsvara 18888. Borgarspital- inn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans. Landspitalinn: Göngudeild- in er opin frá kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarspitalans er opin allan sólarhring- inn, « 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan, tt 53722. Næturvakt lækna, tr 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt, « 656066, upplýsingar um vaktlækna, «51100. Akureyri: Dagvakt frá kl 8 til 17 á Lækna- miðstöðinni,« 22311, hjá Akureyrar Apóteki, « 22445. Nætur- og helgidaga- vakt læknis ffá kl 17 til 8 985-23221 (farsimi). Keflavik: Dagvakt, upplýsingar f « 14000. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna, « 11966. SJÚKRAHÚS Heimsókrrartímar: Landspítalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar- spítalinn: Virka daga kl. 18:30 til 19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftir samkomu- lagi. Fæðingardeild Landspitalans: Aila daga kl. 15 til 16, feðratími kl. 19:30 til 20:30. Fæðingarheimili Reykjavíkur v/Eiríksgötu: Almennurtími kl. 15-16 alla daga, feðra- og systkinatími kl. 20-21 alla daga. Öldmnaríækningadeild Land- spítalans, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspitala: Virka daga kl. 16 til 19, um helgar kl. 14 til 19:30. Heilsuvemdar- stöðin viö Barónsstig: Alla daga kl. 15 til 16og 18:30 til 19:30. Landakotsspitali: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ: Neyðarathvarf fýrir unglinga, Tjamargötu 35,« 622266, opiö allan sólarhringinn. Samtökin 78: Svarað er i upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbia og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum Id. 21 til 23. Símsvari á öðrum timum. « 91-28539. Sálfræðistöðin: Ráðgjöf í sálffæðilegum efnum,« 687075. Lögfræöiaðstoð Orators, félags laganema, erveitt i síma 11012 milli kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum. MS-félagið, Álandi 13: Opiö virka daga frá kl. 8 til 17. tt 688620. „Opið hús" fyrír krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra i Skógartiíð 8 á frmmtudögum kl. 17 til 19. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja smitaða og sjúka og aöstandendur þeirra í« 91-2240 og þar er svarað alla virka daga. Upplýsingar um eyðni:« 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing á miðvikudögum kl. 18 til 19, annars sim- svari. Samtök um kvennaathvarf:« 21205, húsaskjól og aðstoð við konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fýrir nauögun. Kvennaráðgjöfin Hlaövarpa, Vesturgötu 3: Opið þriðjudaga kl. 20 til 22, fimmtu- daga kl. 13:30 til 15:30 og kl. 20 til 22, « 21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum: * 21500, símsvari. Vinnuhópur um sifiaspellsmál: « 21260 alla virka daga kl. 13 til 17. Stígamót, miðstöð fýrir konur og böm sem orðiö hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar, Vestungötu 3, TT 91-626868 og 91-626878 allan sólarhringinn. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: « 27311. Rafmagnsveita: B'rlanavakt i « 686230. Rafveita Hafnarfjarðar: Bilanavakt, tt 652936. GENGIÐ 22. júní 1990 Sala Bandarikjadollar.............60,12000 Steriingspund................103,30700 Kanadadollar.................51,09400 Dönsk króna...................9,40920 Norsk knóna....................9,30650 Sænsk króna....................9,89390 Finnskt mark..................15,22030 Franskur franki...............10,65860 Belgískur firanki..............1,74450 Svissneskur franki............42,45010 Hollenskt gyllini.............31,80870 Vesturþýskt mark..............35,78040 Itölsk líra....................0,04882 Austum'skur sch................5,08650 Portúgalskur escudo........... 0,40880 Spánskur peseti................0,58130 Japanskt jen...................0,38813 Irskt pund....................95,97900 KROSSGÁTA Lárétt: 1 dreifa4kústur 6fríð7hviöa9dá12 yfirhafnir14skera15 hyskin16gramt19fá- tæki 20 peninga21 hagur Lóðrétt: 2 spil 3 konu 4 sæti 5 skemmd 7þættir 8 stika 10 óstöðugur 11 larfar 13 öðlist 17 tré 18 tataefni Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 kvöl 4 sigg 6 ein 7 þrek 9 óhæf 12 nakta14eld15föl16 aftur19tosa 20róin21 trútt Lóðrétt: 2ver3 Ieka4 snót5græ7þreyta8 endast10hafrót11 fæ- Nnn13kot17far18urt Laugardagur 23. júní 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA11

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.