Þjóðviljinn - 31.07.1990, Side 5
VIÐHORF
Vegið
Það eru sumarfrí. Deildir lok-
aðar, viðgerðarmenn í fríum,
mikið um stopp. Sjaldgæft tóm til
að líta í blöðin. Fyrirtækið meðal
verðmestu á hlutabréfamarkaði.
Samt er allt úr sér gengið, skítur-
inn hleðst upp í framleiðslusöl-
um, eldgamlar framleiðslutöflur
á veggjum. Helmingur starfsliðs
á unglingsaldri. Kaupið lágt.
Framleiðendur með exem og
öndunarfærasýkingu af ryki.
Svitna undir heyrnarhlífum.
Á baksíðu Moggans stendur:
ASÍ krefst sömu hækkunar,
4,5%. Ekki sem verst. Það er
hringt í Iðju. Svör: Það gengur
varla eftir, því BHMR hækkar þá
um sama og þannig koll af kolli.
Um hvað snýst þá þetta hækkun-
artal? Er það útspil í umræðu um
efnahagsmál?
Það var ekki fyrr en degi síðar
að ég áttaði mig á að málið snýst
um samningsréttinn, þegar at-
vinnurekendur (VSÍ) segja:
„Ríkið verður að taka
kauphækkunina af BHMR“.
BHMR háði 6 vikna verkfall
og náði hagstæðum samningi.
Þetta var fyrir tíma þjóðarsáttar-
samningsins síðasta. Segjum að
BHMR sé ekki sammála þeirri
stefnu fyrir sitt leyti. Eiga þessi
sem og önnur félög rétt á að halda
stefnu sinni og samningi til
streitu?
í fyrrahaust, um 4 mánuðum
eftir verkfall BHMR, sagði
Steingrímur Hermannsson á
blaðamannafundi að vinnulög-
gjöfin væri algerlega úrelt, fá-
mennir hagsmunahópar gengju
yfir fjöldann, en hagsmunir
heildarinnar yrðu að ráða. - Segir
fulltrúi n'kisvaldsins.
Þessu var fylgt eftir í leiðara
Morgunblaðsins á þessa lund:
Kröfugerð fámennra hópa er
ekki í þágu annarra launþega;
það væri fróðlegt að sjá rök fyrir
því að verkalýðshreyfingin
verndi aðstöðu fámennra
launþegahópa til að knýja fram
meiri kjarabætur en náðst hafa í
heild. Ennfremur (framkvæmda-
stjóri VSÍ): Það er átakanlega
slæmt að atvinnurekendur geti
að rétti verkalýðsfélaga
Sigurlaug Gunnlaugsdóttir skrifar
ekki lengur hægt sem menn
höfðu áður getað, að leggja niður
vinnu, til dæmis við að afferma
skip. Segjum að sveitamenn hafi
komið inní verkið og fengið
ekki ráðið starfsfólk sem er utan
verkalýðsfélaga.
Hyggst ég nota tækifærið sem
BHMR-deilan hefur fætt af sér til
að reifa þessi mál og vil gjarnan
stjórnin streitist móti að utan-
ríkisverslun lendi í blindgötu og
iðnaður flytjist úr landi, þar sem
á heimsmarkaði er vaxandi sam-
keppni og verðmyndunarstríð
„Pað er ekki reglan að leitað sé viðmiðunar
við hátekjumenn þegarsettar erufram kröfur
um kauphœkkanir. Það er miðað við lífskjör.
Við höfum ekki hag afþví að laun BHMR-
fólks séu lœkkuðu
minna borgað, eða slys átt sér
stað og ósætti orðið um öryggis-
kröfur, eða ekki hafi verið gengið
frá kaupgjaldi (sem var algengt).
Nú þurfti að setj a bréf í póst, gera
fyrirvara. Á meðan var skipið af-
fermt, - eða verkið unnið. A móti
kom samningur.
Slík samkeppni ríkti meðal
verkamanna, að þeir sem buðu
vinnuafl sitt ódýrast fengu vinnu.
Þeir voru utan stéttarfélaga. Fé-
lögin tóku upp aðgerðir gegn
þessu. Innan félaganna gátu
menn náð fram einingu um að
láta ekki bjóða sér ósæmandi
kjör. Það getur verkamaður ekki
einn og sér.
Aðeins tveimur árum áður,
1936, ávann verkafólk sér rétt til
almennra trygginga. Þó barðist
verkafólk og bændaalmúginn á
fjórða áratugnum gegn áþján
kreppunnar miklu. Hagsmunir
launavinnufólks og fyrirtækja í
heiminum „í heild“ fóru þá ekki
saman, því framleiðslu- og pen-
ingafyrirtæki risu á grunni tortím-
ingar alþýðufólks og verðmæta í
heimsstyrjöld.
Vart geri ég ráð fyrir að þjóð-
ræknismenn tali um alþjóðlega
heildarhagsmuni. Það sést að
minnsta kosti af því hve ríkis-
heyra hvað öðru verkafólki þyk-
ir.
Vinnulöggjöfin
Stéttarfélögin eiga rétt á því
samkvæmt lögum að marka sér
stefnu til að verja hagsmuni fé-
laga sinna og fylgja henni eftir
með verkfalli (þótt lögin geri það
að miklu vafstri), og þau eiga rétt
á að gerður samningur sé virtur.
Yfir 300 stéttarfélög af ýmsum
stærðum og gerðum hafa þennan
rétt.
Vinnulöggjöfin (frá 1938):
Stéttarfélögin eru lögformlegur
samningsaðili um kaup og kjör
meðlima sinna. Heimilt er stétt-
arfélögum að gera verkföll í þeim
tilgangi að vinna að framgangi
krafna sinna í vinnudeilum og til
verndar rétti sínum. Félagar
verkalýðsfélaga hafa forgang til
vinnu.
Vinnulöggjöfin varð að lögum
1938 í kjölfar harðrar stéttabar-
áttu nokkurra ára. Hún var ekki
sigursæll endir þeirrar baráttu,
heldur einhverskonar útkoma
sem setti málið niður. Þessi lög-
gjöf takmarkaði rétt verkalýðsfé-
laga til að fara í verkföll. Það var
(tollar og fríverslun). Það sem
gerist á Islandi er hluti alþjóð-
legra efnahags- og stjómmála.
Kaupið
En hvernig geta heildarhags-
munir átt við á lslandi? Allan síð-
asta áratug voru gerðar átaka-
lausar sættir um kjararýrnun
miðað við verðbólgu. Stærsti
hluti landsmanna lifir af launum.
Ég vil setja fram þá staðhæfingu
að lægstu laun hafi mikla þýðingu
fyrir launakjörin í heild. Dæmi er
yfirstandandi BHMR-deila.
Kaup verkafólks sem lifir ekki af
40 stunda vinnuviku er svipa á
BHMR að samþykkja kjararýrn-
un. Annað dæmi eru vinnustaðir
þar sem kaup er af sérstökum
ástæðum betra en t.d. kaup
verkafólks í mínu félagi, Iðju.
Þar vofir stöðugt yfir hótun um
að Iðjutaxtar séu það sem koma
skal. Hótanir sem þessar byggjast
vitaskuld á klofningi sem er fyrir
hendi meðal launavinnufólks.
Hann má yfirvinna með því að
hækka kaup hinna lægstlaunuðu.
Og það er mikilvægt, því það sem
atvinnurekendur komast upp
með að borga okkur, kven-
mönnum, unglingum og innflytj-
endum, gefur tóninn.
Kaup hinna, sem eru hærra
launaðir, hefur ekki samsvarandi
þýðingu. Það er ekki reglan að
leitað sé viðmiðunar við hátekju-
menn þegar settar eru fram kröf-
ur um kauphækkanir. Það er
miðað við lífskjör. Við höfum
ekki hag af að laun BHMR-fólks
séu lækkuð. Verðbólga? Verð-
bólga er í þriggja stafa tölu í
löndum þarsem kaup er nær ekki
neitt. Vérð hefur bólgnað án þess
að kaup hækkaði neitt. Hér er
ekkert ótvírætt samhengi, heldur
ríkir millibilsástand. Árið 1983
greiddi verkafólk niður verð-
bólgu með 30% kaupmætti tekna
sinna. Var hún samt ekki okkur
að kenna?
Á þennan veg eru hagsmunir
meirihlutans. Hagsmuni heildar-
innar skilgreinir ríkisvaldið á
grundvelli heildarvanda atvinnu-
fyrirtækjanna. En lítum á hvers
vegna verkalýðshreyfingin skyldi
verja rétt eins félags eða sam-
bands til að knýja fram kjarabæt-
ur. Það er vegna þess að slíkt
framferði hefur alltaf verið
grundvöllur kjarabóta. Það er
engin önnur leið en þessi. Eitt
félag eða fleiri ganga ekki yfir
fjöldann, það er auðvitað bull.
Það fer fyrir í þessum efnum.
Því er stundum haldið fram að
stéttarfélögin séu sterk, hafi ægi-
vald. Það erekki rétt. Félögin eru
veikari en þau hafa verið á und-
anförnum 20 árum. Þess vegna er
hver einasti kjarasamningur eft-
irgjöf. Statt og stöðugt er verið að
grafa undan ásetningi almenna
tryggingakerfisins. Stéttarfélögin
eru læst í faðmlag ríkisins og sjóði
þeirra á í vaxandi mæli að nýta til
áhættusamrar fjármögnunar.
Þau líkjast þjónustumiðstöðvum
um sumarbústaði, lífeyri, ódýrar
ferðir, líftryggingu og slíkt. Við
þurfum á þeim að halda til fleiri
hluta. Við eigum að styrkja fé-
lögin og það geta aðeins félags-
mennirnir gert.
Sigurlaug Gunnlaugsdóttir fclagi i
Iðju í Reykjavík.
FRÉTTIR
Efnahagsmál
Innlend lánsfjármögnun eykst
Léttari skuldabyrði út á við er í sjónmáli, að mati hagfrœðinga Seðlabankans
í fyrsta heftí JKjármálatíðinda
þessa árs var m.a. gerð grein fyrir
þróun á lánsfjármarkaði, en Hag-.
fræðideild Seðlabanka Islands
hefur dregið meginatriðin saman
í nýútkomnu júlíhefti af Hagt-
ölum mánaðarins.
Innlent fé eða sparnaður
greinist í tvo flokka:
Frjáls sparnaður er innlán,
spariskírteini og þess háttar á
vegum einkaaðila, án lög- eða
samningsbundinna kvaða til
sparnaðar.
Kerfisbundinn sparnaður er
sjóðssöfnun lífeyrissjóða, fjár-
festingalánasjóða og annarra op-
inberra aðila, háð ýmsum
kvöðum.
Tímabilin þrjú
Á árunum 1954-1989, greindist
þróunin á lánsfjármagnsmark-
aðnum í þrjú nokkuð skýrt af-
mörkuð tímabil.
1) 1954-1971. Innlent fjármagn
var yfirleitt 20-23% af þjóðarauði
á þessum tíma. Frjáls sparnaður
nam mun meiri fjárhæðum en sá
kerfisbundni. Lífeyrissjóðirnir
voru veigalítill hluti af kerfis-
bundna sparnaðinum. Erlent
lánsfé sveiflaðist nokkuð. Láns-
fjármagn í heild var um 27-31% í
hlutfalli við þjóðarauð.
2) 1971-1979. Tímabilið ein-
kenndist af kreppu eða hruni lán-
akerfisins. Verðbólga magnaðist
í góðærinu, en lög um verðtrygg-
ingu fjárskuldbindinga voru svo
sett 1979. Innlent lánsfé skrapp
saman og fór niður í 13,6% af
þjóðarauði 1979. Á sama tíma
var erlent lánsfé orðið 7,9% af
þjóðarauði. Það þýddi, að þjóð-
arbúið hafði rúmum fjórðungi
minna lánsfjármagn að tiltölu við
þarfir heldur en þegar best lét,
eða aðeins 21,5% af þjóðarauði.
3) 1979-1989. Endurreisn inn-
lenda lánamarkaðarins hefur
gerst á þessum tíma, með verð-
tryggingu og jákvæðum raun-
vöxtum. Síðan hefur innlent
lánsfjármagn aukist verulega sem
hluturaf þjóðarauði, uppí49,9%
árið 1989.
Um síðustu áramót skiptist
þjóðarauður íslendinga því til
helminga milli skulda og eigin
fjár, en skuldir voru nærri hálf
önnur upphæð landsframleiðsl-
unnar. Það ber að athuga, að út-
lán á íslandi eru lægri sem hlutfall
af þjóðarframleiðslu en í flestum
þróuðum löndum.
Óstjórn lokið,
bjartara framundan
Varðandi samsetningu láns-
fjármagnsins segja hagfræðing-
arnir ma. um þróun undanfar-
inna ára: „Sökum mikils hagvaxt-
ar árin 1984-87 og gengisfestu
1985-87 jókst skuldahlutfall af
landsframleiðslu sáralítið milli
1983 og 1987. Afleiðingar ógæti-
legrar fjárfestingar og skuldsetn-
ingar þessara ára dundu svo yfir
með miklum þunga og afturkipp
og gengisfellingum áranna 1988-
89.“
„Lífeyrissjóðirnir eru vinn-
ingshafar þróunarinnar...“ segir í
greinargerðinni, þeir námu 1,1-
2% afþjóðarauði áárunum 1954-
65, og voru innan við 3% fram til
1980, en fjárstofn þeirra hefur
aukist samfellt frá 1979 og náði
10,2% af þjóðarauði 1989 eða
tæpum 30% af landsframleiðslu.
Niðurstöður sínar orða hag-
fræðingar Seðlabankans m.a. á
þessa leið: „Innlent lánsfé hefur
svigrúm til að vaxa um rúman
helming jafnframt því sem erlent
lánsfé yrði greitt upp, án þess að
skuldahlutfall innlendra aðila
mundi aukast.“ - „Án óvæntra
truflana geta því staðið vonir til,
að þróun sparnaðar geti úr þessu
fremur orðið til að létta skulda-
byrði út á við.“
ÓHT
Þriðjudagur 31. júlí 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
60
50
40
30
20
10
0
1954 1956 1959 1962 1965 1968 1971 1974 1979 1983 1987 1988 1989
■ Lífeyrissjóöir W Annað innlent lánsfjármagn
innlends lánsfjármagns af landsframleiðslu, %--------100
-------------------------------------------------ERH 9o
70
Hlutföll lánsfjármagns af þjóðarauði, %
1954 1962 1971 1983 1987 1988 1989
Erlent fé
Lffeyrissjóðir
11 Annar
kerfisbundinn sp.
Kt Frjáls sparnaður
ÞJÓOVIUINN / ÓHT
Konan mín
Friðrikka Guðmundsdóttir
Þorfinnsgötu 2
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 1. ág-
úst kl. 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði.
Fyrir hönd aðstandenda
Haukur Einarsson frá Miðdal.