Þjóðviljinn - 31.07.1990, Síða 12
—SPURNINGIN —
Hvers vegna komstu til
íslands? (Spurt á tjald-
stæðinu í Laugardal)
ÞlÓÐVIUINN
■________Þriðjudagur 31. júlí 1990. 140. tölublað 55. örgans
✓
SÍMI 681333
SÍMFAX
681935
Marcus Gretar
frá Sviss
Aðallega vegna landslagsins.
Iþróttir
Fjögur heims-
met og sjö gull
Frammistaða íslensku íþróttamannanna á Heimsleikumfatlaðra í
Hollandi fór fram úr björtustu vonum
Mathias Dietz
frá Sviss
Ég verð hérna í fjórar vikur og
kem til að sjá hvernig fólkið hérna
býr.
Felix Junemann
frá Vestur-Þýskalandi
Vegna náttúrunnar. Ég hef aldrei
komið hingað áður, en þetta er
alveg frábært.
Tom Norcross
frá Englandi
Alla vega ekki vegna veðursins
eins og það var á Suðurlandi um
daginn og örugglega ekki vegna
verðlagsins. Það er náttúrun sem
dregur mig hingað öðru sinni en
árið 1972 gekk ég þvert yfir
landið.
Picar Martinez Amoros
frá Spáni
Vegna þess að ísland er mjög
ólíkt Spáni, ég vildi sjá landslagið
og eldfjöllin eigin augum. Svo er
viss rómantík sem rekur mann
hingað líka.
Atta manna lið fór utan til að
taka þátt í Heimsleikum fatl-
aðra í Assen í Hollandi; sjö sund-
menn og einn hlaupari. Keppend-
ur komu heim með nítján verð-
launapeninga; sjö gull, átta silfur
og fjögur brons. „Þetta var fjar-
lægur draumur sem rættist í Hol-
landi,“ sagði Magnús Sigtryggs-
son formaður íþróttafélags fatl-
aðra í Reykjavík í samtali við
Þjóðviljann í gær.
„Ég trúði þessu vart fyrr en ég
sá alla gullpeningana með eigin
augum. Hæst ber árangur Ólafs
Eiríkssonar, en hann vann þrenn
gullverðlaun og setti jafnmörg
heimsmet í þremur greinum í
skriðsundi. Aðrir gullhafar voru
þau Kristín Rós Hákonardóttir,
Geir Sverrisson, en hann setti
einnig heimsmet, og Sigrún Pét-
ursdóttir, sem hlaut tvenn
gullverðlaun. Haukur Gunnars-
son hlaupari fékk loksins harða
keppni, en hann hlaut að þessu
sinni tvenn silfurverðlaun og ein
bronsverðlaun. Keppnisskap
þessa íþróttafólks er mikið.
Heimsmet Ólafs komu mikið á
óvart úti og ollu uppþoti því að
hann hafði orðið áttundi í milli-
riðli og engan grunaði að hann
gæti farið með sigur af hólmi,
hvað þá orðið heimsmethafi. En
svona er keppnisskapið gífur-
legt,“ sagði Magnús.
Vantar keppnislaug
„Nú taka keppendur sér viku
frí, en taka svo til við að æfa fyrir
Olympíuleikana sem verða
haldnir eftir tvö ár. Við hjá
íþróttafélagi fatlaðra getum ekki
æft í sundlaug Sjálfsbjargar því
að hún er of lítil. Við höfum feng-
ið þjálfara sundliðanna til liðs við
okkur, og sundfólkið æfir og
keppir með ófötluðum sund-
mönnum, sem hvetur þau til afr-
eka. En það væri æskilegra að við
hefðum okkar eigin keppnislaug
því að þá væri sundfólkið ekki
tvístrað um allt eins og nú. Þegar
keppni eins og Heimsleikarnar
standa fyrir dyrum æfir lands-
liðsþjálfarinn Erling Jóhannsson
með krökkunum einn tíma á dag,
en annars eru þau hjá öðrum
þjálfurum. Enn höfum við heldur
ekki íþróttahús, en það stendur
vonandi til bóta. Það er draumur
okkar að opna íþróttahúsið við
Hátún um næstu áramót, en nú
vantar aðeins gólfið, böðin og
loftræstinguna. Okkur skortir
fjármagn til að ljúka húsinu, en
Kaffisamsæti var haldið á sunnudag til heiðurs íþróttafólkinu eftir heimkomuna frá Hollandi, þar sem þau
nældu sér í nítján verðlaunapeninga. Myndir: Kristinn.
þróttamennirnir fræknu: Haukur Gunnarsson hlauþari og sundkaþparnir Ólafur Eiríksson, Kristín R.
Hákonardóttir og Sigrún Pétursdóttir í íþróttasalnum við Hátún, sem vonast er til að verði opnaður um
næstu áramót.
við ætlum að reyna hvað við get-
um að þrýsta á stjórnvöld nú um
að leggja til það sem á vantar,“
sagði Magnús að iokum.
Hörð keppni
„Heimsleikarnir voru mjög
skemmtilegir, og keppnin var
hörð,“ sagði heimsmethafinn
Ólafur Eiríksson. „Ég á það
miklum æfingum og góðum þjálf-
urum að þakka hversu vel gekk.
Ég æfði tíu sinnum í viku fyrir
leikana, annars æfi ég sex sinnum
í viku, tvo og hálfan tíma í senn.
Dagskráin á Heimsleikunum var
ströng, við vöknuðum klukkan
fimm á morgnana, og vorum
klukkustund í rútu á leið á sund-
staðinn. Þegar þangað var komið
hituðum við upp í einn tíma, og á
milli níu og tíu fóru undanrásirn-
ar fram. Þá þurftu menn að mæta
tuttugu mínútum fyrr eða voru
ellegar dæmdir úr leik, en það
henti eitt sinn einn hjá íslensku
keppendunum.
Þegar ég fór út grunaði mig
ekki að ég myndi vinna, keppnin
verður sífellt harðari og framfarir
eru örar meðal fatlaðra. Auk
þess fjölgar keppendum sífellt.
Við sem fórum út erum öll mjög
ánægð með leikana og árangur-
inn,“ sagði hinn ungi sundkappi.
í lokin má geta þess að félags-
málaráðherra veitti fötluðum 250
þúsund krónur til framkvæmda
við íþróttahúsið í tilefni af frá-
bærri frammistöðu þeirra á
leikunum. Nú reiknast mönnum
til að enn vanti rúmlega tuttugu
miljónir til að fullgera húsið.
BE