Þjóðviljinn - 01.08.1990, Síða 3
FERÐABLAÐ
Náttúrufegurð
Tv&r staðir
sem vert
erað
Náttúrufegurð á Suðurlandi er
flestum kunn. Þegar ekið er um
þjóðveg eitt um Suðurland er far-
ið f ramhjá mörgum stöðum sem
búa yfir mikilli náttúrufegurð. Ekki
eru allir þessir staðir þó þekktir
skoða
og margir aka framhjá þeim án
þess að vita af tilvist þeirra.
Leifur Þorsteinson fararstjóri
hjá Ferðafélaginu benti okkur á
tvo staði við þjóðveg eitt sem vert
er að skoða. Fyrst nefndi hann
Nauthúsagil, en það gil er að
finna á leiðinni inn f Þórsmörk.
Þegar ekið er áleiðis inn að Mörk
er gilið á hægri hönd, en úr því
rennur Nauthúsaá. Gilið má
þekkja á reynihríslu sem vex út úr
nyrðri gilbarmi þess. Leiðin í átt-
ina að gilinu frá þjóðveginum er
örstutt og öllum bflum fær, en
ganga verður smáspöl frá þeim
vegi til að komast í gilið.
I árbók Ferðafélagsins frá 1972
er sagt frá gili þessu og fer frá-
sögnin hér á eftir:
Reynihrísla afar mikil vex út úr
nyrðra gilbarminum. Eru stofnar
hennar margir og mjög gildir.
Hrísla þessi er fræg enda talin eitt
mesta tré þessa lands. Er hún
mjög tilkomumikil og fögur,
einkum er hún er í fullum blóma,
breiðir lim sítt vítt til lofts, en
einkum þó til suðurs, því að
stofnar hennar hallast mjög fram
yfir gilið, eru næstum láréttir
sumir. Hefur jafnvel verið gengið
yfir gilið á sumum þeirra. Hríslan
Það er það þröngt innst inni í
Nauthúsagili að ekki er hægt
að mynda í heilu lagi hinn æg-
ifagra foss sem þar er að
1 finna. Mynd Leifur.
Til að komast inn eftir Fjarðarárgljúfri þarf að vaða ár, en það ættu ferðamenn ekki að láta á sig fá, því að
náttúrufegurð er þar einstök. Mynd: Leifur.
hefur vaxið þama í ágætu skjóli,
og hefur það eflt þroska hennar
og einnig hitt, að skammt frá
hríslunni hefur lengi verið fjárból
og komið þar teðsla mikil. Hefur
hríslan vafalaust sótt þangað nær-
ingu eigi alllitla. Aldur hríslunnar
vita menn að sjálfsögðu ekki, en
árið 1937 brotnaði einn stofninn,
og við rannsókn þótti sýnt, að
hann væri eigi yngri en 90 ára
gamall. Hríslan á sér marga af-
komendur. Þannig eru t.d.
reynitrén í hinum fræga garði í
Múlakoti flutt þangað úr
Nauthúsagili, þá sem litlar
plöntur. En þótt þessi hrísla sé
mest þar í gilinu eru þar fleiri
gildir stofnar, m.a. mjög fagrar
birkihríslur.
Nauthúsagil er örþröngt og
afar djúpt. Ganga má nokkuð inn
eftir því, en vaða verður ár eða
stikla hvað eftir annað.
Þegar kemur nokkuð inn eftir
gilinu, verður fyrir lítill foss, en
komast má fram hjá honum og
innar í fjallið, uns komið er að
öðrum fossí, feikna háum. Þá
verður eigi komist lengra, og er
þar inni hálfrökkur, þótt dagur sé
hábjartur. Er ævintýrlegt að vera
þarna langt inni í berginu, sjá að-
eins upp í himin yfir höfði sér, en
gróður hallast út yfir brúnir
beggja vegna, berg á allar hliðar,
og rétt má henda í fossinn sem
steypist þar niður hátt úr hæðum.
Er sem maður sé bergnuminn,
horfinn inn í álfabýli. En ofar er
enn annar foss, er sá miklu mest-
ur. Þannig eru þrír fossar í gilinu
hver upp af öðrum, og hefur hver
sinn stall að sarga niður og lengja
þannig gilið inn í fjallið.
Þannig lýkur frásögn um
Nauthúsagil í árbók Ferðfélags-
ins. En snúum okkur að hinum
staðnum sem Leifur benti okkur
á. Hann á það sameiginlegt með
Nauthúsagili að vera í námunda
viðþjóðvegeitt. Fjarðarárgljúfur
nefnist sá staður og við höldum
næst til. Leifur sagði að vert væri
að eyða heilum degi til að skoða
það gljúfur.
1 Arbók Ferðafélagsins frá því
árið 1983 er grein eftir Jón Jóns-
son sem ber nafnið Um fjöll og
heiðar, en þar fjallar hann um
þennan fallega stað sem er að
finna skammt frá Kirkjubæjar-
klaustri Til að komast á staðinn
er leiðin inn að Lakagígum ekin.
En látum Jón hafa orð:
Vestan við veginn er Fjarðar-
árgljúfur, en það er eitt af mörg-
um stórkostlegum sköpunarverk-
um náttúrunnar í þessu héraði.
Það er grafið í gráleitt móberg og
er meira en 100 m djúpt. Hægt er
að ganga inn eftir gljúfrinu en að
vísu verður þá að vaða ána nokk-
uð oft. Sú ferð borgar sig þó
margfaldlega, því að gljúfrið er
stórhrikalegt og af botni þess sést
ekki nema í heiðan himininn.
Innst í gljúfrinu eru fossar sem
loka leið upp úr því inn með ánni.
Þetta látum við vera síðustu
orðin um þessa tvo fallegu staði
sem enginn ætti að láta framhjá
sér fara.
-sg
Borgfirðingar - ferðafólk
*1~ /\
Núgrillum við...
Safaríkar steikur,
þurrkryddað og marinerað kjöt
Frábærar grillpylsur
á tilboðsverði
Frábær grillbrauð
Ennfremur sósur, salöt,
ídýfur og allt meðlæti
grílTilboð
Sértilboð
á K.B. grillpylsum
í allt sumar
Sumartilboð
á ís-cola
1 Vi lítri á 95 kr.
Verið veikomin
Vöruhús VQsturlands, Borgarnesi, sími 93-71200