Þjóðviljinn - 01.08.1990, Qupperneq 12
I
FEMtUAD
Veðurspá
fyrir hálendið
Veðurstofa íslands hefur tekið
upp á þeirri nýbreytni að spá sér-
staklega fyrir hálendi landsins.
Að sögn Guðmundar Haf-
steinssonar veðurfræðings er spá-
svæðið heldur óskilgreint ennþá.
Þó væri miðað við að spá fyrir
helstu hálendivegina s.s Kjalveg,
Spengisandsleið og Fjallabaks-
leið.
Guðmundur sagði að lítill
munur væri á veðri uppi á hálendi
og niðri í byggð. Þó kæmi það
fyrir að þoka væri t.d. uppi á há-
lendinu þó bjart væri yfir byggð.
Einnig sagði hann að oft væri
mun hvassara þar efra.
Guðmundur sagði að spáin
fyrir hálendið væri lesin upp í
fréttatímum útvarpsstöðvanna á
morgnana og einnig er hægt að
Mýrdalsjökull
Nýtt
sumar-
skíða-
svæði
Ungmennafélagið Drangur ætlar
að opna skíðasvæðið sitt uppi á
sunnanvcrðum Mýrdalsjökli um
verslunar mannahelgina.
- Við ætlum að gera aðra til-
raun með að reka skíðasvæði
uppi á jöklinum í sumar. Við
reyndum þetta í fyrra og gekk
það ágætlega. Að vísu var veðrið
okkur óhagstætt þá, en því miður
er oft þoka á þessum slóðum,
sagði Njörður Helgason forsvars-
maður Ungmennafélagsins.
Njörður sagði að félagið ætti
400 metra langa toglyftu með
diskum og væri hún tilbúin til
notkunar. Brekkurnar við lyft-
una sagði Njörður að væru mjög
góðar og þær hentuðu bæði fyrir
byrjendur og lengra komna.
- Því miður verður að segja
eins og það er, að eina aðstaðan á
jöklinum fyrir skíðafólkið er einn
kamar. Ef þessi tilraun gengur
vel munum við bætta aðstöðuna
smátt og smátt, sagði Njörður og
bætti við að brýnast væri að lag-
færa veginn, en hann er aðeins
fær stórum bflum og jeppum.
Að sögn Njarðar stendur til að
laga veginn í sumar. Verði það
gert, er ekkert því til fyrirstöðu
að bregða sér á skíði einhverja
helgina í sumar þó maður eigi
bara venjulegan bfl.
Ný leiða-
bók
Ný og endurbætt Leiðabók er
komin út hjá Félagi sérleyfishafa.
Leiðabókin hefur að geyma
upplýsingar um áætlanir sérleyf-
ishafa á Islandi ásamt sérferðum
um byggð og óbyggðir landsins.
Einnig eru upplýsingar um gisti-
þjónustu vítt og breitt um landið
s.s. Edduhótel, ferðaþjónustu
bænda, sæluhús Ferðafélags ís-
lands, tjaldsvæði og farfuglahei-
mili.
Upplýsingar eru einnig um
ferjur, flug/rútu ásamt öðrum
hagnýtum upplýsingum er koma
ferðamönnum að gagni.
Leiðabók er dreift ókeypis til
ferðamanna og er hægt að fá hana
í Umferðarmiðstöðinni.
hringja í síma 990600 sem er
númer sjálfsvara Veðurstofunn-
ar, til þess að heyra hvernig
veðurhorfur væru á hálendinu
næsta sólarhringinn, en það verð-
ur að gera fyrir klukkan hálf el-
lefu á morgnana.
-sg
Sú nýbreytni hefurveriðtekin
upp hjá Veðurstofunni, að spá
sérstaklega fyrir hálendið.
Þannig ætti nú að liggja Ijóst
fyrir að morgni hvernig viðri til
baðferða í Landamannalaug-
umað kvöldi.
ÞÚ CÉTUR TREY5T A
OKKUR ALLA LEIÐ
Hvort sem þú leggur stund á fjallgöngur, siglingar, köfun eða
útilegur meö fjölskyldunni getur þú treyst á faglega ráögjöf
okkarí Skátabúöinni. í öllum tilfellum eigum viö til úrvals
búnaö sem hefur verið þrautreyndur viö íslenskar aðstœöur.
Raðgreiðslur
Póstsendum samdægurs
-SMWK fKAMÚR
SNORRABRAUT 60 SÍM112045
KARRIMOR BAKPOKAR
ÁJUNGILAK SVEFNPOKAR
SCARPA GÖNGUSKÓR
KARRIMOR FATNAÐUR
FRANCITAL REGNFATNAÐUR
TENSON FATNAÐUR
BIC SEGLBRETTI
MISTRAL SEGLBRETTI
GAASTRA SEGLO.FL.
GUL BLAUTBÚNINGAR
VIKING KAFARAGALLAR
SHERWOOD KAFARA-
LUNGU O.FL.
TJALDBORG FJÖLSKYLDUTJÖLD
PHOENIX GÖNGUTJÖLD
VANGO GÖNGUTJÖLD
KARRIMOR TJALDDÝNUR
OPTIMUS PRÍMUSAR
GIO STYLE KÆLIBOX O.FL.