Þjóðviljinn - 08.08.1990, Side 3

Þjóðviljinn - 08.08.1990, Side 3
FRETTIR Tvær höfuöpersónur BHMR-deilunnar, Ólafur Ragnar Grímsson og Páll Halldórsson, sjásf hér funda í fjármálaráðuneytinu. Mynd: Jim Smart. Öxarfjörður Frekari rann- sókna þörf Guðmundur Pálmason for- stöðumaður jarðhitadeildar Orkustofnunar segir að við rann- sóknir í Öxarfirði hafi komið gas úr borholum, sem samkvæmt greiningum í Bretlandi hefur sömu samsetningu og jarðgas eða olía. Hins vegar sé ekki ljóst hvort það sé nýtanlegt, því rannsóknir á þessu séu á byrjunarstigi. „Við höfum gert tillögur fyrir næsta ár um að þarna verði haldið áfram rannsóknum og þær til- lögur sendum við í iðnaðarráðu- neytið. Við teljum fulla ástæðu til að rannsaka þetta að einhverju marki áfram, til að ganga úr skugga um hvaðan þetta jarðgas kemur. Hins vegar er spurning hve langt á að ganga í þessum rannsóknum vegna þess að eftir því sem lengra er haldið vex kostnaðurinn,“ segir Guðmund- ur. í tillögum Orkustofnunar er lagt til að dýpkuð verði sú hola sem fyrir er til að byrja með og að það verði gert á næsta ári. Guð- mundur segir að ekkert sé vitað um hvort jarðgasið sé nýtanlegt, en það sé tiltölulega óvænt niður- staða að fá þetta gas upp úr hol- unum. „Okkur finnst þess vegna alveg sjálfsagt að reyna að kanna betur uppruna þess með viðráð- anlegum kostnaði. Hins vegar erum við ekki komin á þann stað í rannsóknunum að geta spáð fyrir um hvort gasið sé nýtanlegt. Þess vegna verður að fara varlega í þetta og blása það ekki upp um of, því þetta er kannski bara loft- bóla,“ segir Guðmundur. ns. Reykjavík Tap hjá Raf- magnsveitunni Rafmagnsveita Reykjavíkur tapaði 99,4 miljónum króna á síð- asta ári og er það veruleg breyting frá árinu á undan þegar 63 milj- óna króna hagnaður varð af rek- strinum. í ársskýrslu Rafmagns- veitunnar segir að afkoman eftir afskriftir en eftir greiðslu afgjalds til borgarsjóðs hafi verið lakari en árið áður. Hagnaður af starfseminni hafi þó verið 85 milj- ónir en eftir greiðslu afgjalds sem var rúmar 184 m. kr. hafi tap árs- ins verið 99,4 miljónir. Afgjald er eignaskattur sem Rafmagnsveitan greiðir til borg- arsjóðs Reykjavíkur og nam skatturinn í fyrra 2 prósentum af hreinni eign í árslok 1987. Aðalsteinn Guðjohnsen raf- magnsstjóri segir í ársskýrslu Rafmagnsveitunnar að nauðsyn- legt sé að Rafmagnsveitan sé sjálfstætt fyrirtæki. „Bein íhlutun ríkisins, með skattlagningu eða afskiptum af verðlagningu orkunnar, torveld- ar fyrirtækinu þetta ætlunarverk. Óbein íhlutun eiganda með sterkri miðstýringu, hvort heldur er í fjármálum, innkaupum eða launamálum, getur einnig tor- veldað ætlunarverkið. Meðal annars ætti kröfum um greiðslu arðs eða afgjalds því að stilla í hóf,“ segir Aðalsteinn Guðjohn- sen. Rafmagnsstjóri segir ennfrem- ur að verði fallist á áðurnefnd sjónarmið um minni miðstýringu og aukið sjálfstæði Rafmagns- veitunnar, kunni að vera eðli'iegt að athuga þann kost að Rafmagnsveitan verði rekið sem hlutafélag, að fullu í eigu Reykja- víkurborgar. el Nú eru komin ákveðin kaflaskil í langa deilu á milli ríkisins annars vegar og Bandalags há- skólamanna hins vegar. Ríkis- stjórnin hefur sett lög sem taka af 4,5% launaleiðréttingu til BHMR og koma eiga i veg fyrir að þessi hækkun hafi víxlverkunaráhrif til hækkunar launa hjá öllu launa- fólki. Þegar deila eins og BHMR- deilan kemur upp, spyrja menn oft hver sé sigurvegari þegar upp er staðið, eins og um glímu hafi verið að ræða. í einföldum deilum eru vangaveltur af þessu tagi réttlætanlegar, en í flókinni og langri deilu eins og BHMR- dcilunni hafa hugtökin sigurveg- ari og tapari takmarkaða merk- ingu. Hvað á ríkið að gera? ísland er ungt lýðveldi og lýð- ræðisleg hefð í nútíma skilningi á sér því stutta sögu í landinu. Það kemur margoft fram í allri um- ræðu, að ætlast er til eins og ann- ars af ríkinu. Það á að hlaupa undir bagga með atvinnuvegun- um og redda ýmsu sem afvega hefur farið. Þetta hljómar stund- um eins og krafan um betra korn á einokunartímanum, þótt vissu- lega eigi kröfur um frumkvæði ríkis á stundum mikinn rétt á sér. í allri umræðu um lýðræði, frá því sú umræða hófst í Evrópu, hefur verið deilt um hlutverk og þátt ríkisvaldsins í hinu lýðræðis- lega kerfi. Menn hafa skipst nið- ur í þá sem vilja þátt ríkisins sem minnstan og þá sem vilja að af- skiptin séu frekar mikil, og hér er þá aðeins átt við þá sem viður- kenna vestrænt lýðræði á annað borð eins og flestir skilja það. Hér er ekki átt við þá sem aðhyll- ast eins flokks kerfi eða eitthvert annað fyrirkomulag en lýðræði. Það er hins vegar nokkurn veg- inn sama hvar menn standa í þessari umræðu þegar kemur að veruleikanum sjálfum, eða greiningu á einstökum atburðum sem gerast í kerfinu eins og það er nú. Þegarstéttir erufáaríþjóðfé- lagi er einfalt að greina í sundur hagsmuni og togstreitan á milli aðila verður frekar augljós. Eftir því sem þjóðfélagið verður flókn- ara er aftur á móti erfiðara að greina hagsmunina og ólíkir hóp- ar geta átt misjafna samleið á ól- íkum tímum. í stjórnmálafræði- legri umræðu er talað um að ein- stök þjóðfélög séu að þróast í átt til meiri „corporatisma“ eða séu að þróast frá honum. Með þessu er í megindráttum átt við að samfélagið sé í ríkari mæli að þró- ast upp í hagsmunablokkir sem síðan geri samninga sín á milli um til dæmis skiptingu þjóðarköku- nnar á ákveðnu tímabili. f þjóðfélagi sem hefur ein- kenni „corporatisma" gefur augaleið að ríkisvaldið siglir ekki sinn sjó án tillits til annarra stærða í þjóðfélaginu. Ríkisvald- ið verður við slíkar aðstæður að í BRENNIDEPLI Sem hagsmunaaðili er ASÍmiklu stœrra en BHMR og við spilaborð BHMR-deilunnar var ASÍ greinilega stærð sem virkaði taka tillit til vilja og aðgerða ann- arra „blokka“ og meta viðbrögð sín og aðgerðir út frá því. Ef við gleymum því hvaða merkimiðar, ASÍ, BSRB, BHMR, VMSÍ, VSÍ og svo fram- vegis, eiga heima í ákveðnum blokkum og einföldum hlutina þannig að hægt sé að tala um ríkisvald, verkalýðshreyfingu og atvinnurekendasamtök, getum við afmarkað umræðuna um hvað gerðist í BHMR-deilunni. Ríkisvaldið hafði gert kjara- samning við ákveðinn hluta verkalýðshreyfingarinnar, þe. BHMR. í mati sínu á innihaldi þessa samnings gekk ríkisvaldið út frá ákveðnum efnahagslegum forsendum, miðað við efnahags- stefnu ríkisstjórnarinnar. Þegar samningarnir voru undirritaðir virtist ríkisstjórnin þeirrar skoð- unar að samningarnir við BHMR myndu ekki raska efnahagsstefn- unni, sem ma. fól í sér markmið um verðbólgu á bilinu 20-25%. Þegar BHMR og ríkið undirrit- uðu samning sinn átti stærsta hreyfing launafólks, Alþýðusam- bandið, eftir að semja við sinn viðsemjanda. Þeir samningar voru síðan gerðir í febrúar. Ríkis- valdinu var ætlað stórt hlutverk í þessum samningum og í raun og veru settu ASI og Vinnuveit- endasambandið sér hærra mark- mið varðandi verðbólguþróun en ríkisstjórnin hafði gert. Sumir vilja segja að þarna hafi „aðilar vinnumarkaðarins“ tekið tauma efnahagslífsins úr höndum ríkis- stjórnarinnar, en það má líka segja að þarna hafi ríkisstjórninni bæst óvæntur stuðningur tveggja blokka úti í samfélaginu í barátt- unni gegn verðbólgunni. í kjölfar febrúarsamninganna fylgdi síðan samningur við Bandalag starfs- manna ríkis og bæja, sem var á sömu nótum og fyrrgreindi samn- ingurinn. Þegar þessi staða var komin upp var ríkisvaldið í raun komið í ákveðinn vanda vegna samnings- ins við BHMR, sem eins og áður segir gekk út frá allt öðrum for- sendum en seinna gerðist. Ef horft er yfir þetta svið og skipt- ingunni í blokkir haldið áfram og síðan skoðað hver er meirihluta- vilji innan þessara blokka, kemur í ljós að mikill meirihluti var á móti 4,5% launaleiðréttingu til BHMR. ASÍ-félagar eru um 50 þúsund, BSRB-félagar eru um 17 þúsund og samtök vinnuveitenda standa heil að „þjóðarsáttinni". Félagar BHMR eru hins vegar aðeins um þrjú þúsund. Það hefur mikið verið rætt um það hvort ASÍ hafi „óskað eftir lögum á BHMR“. Þetta er í raun og veru óþörf umræða. Stað- reyndin er sú að ASÍ studdi ekki sérstaka 4,5% leiðréttingu til BHMR, vegna þess að ASI gerði kröfu um sams konar hækkun til sín. Því yrði augljóslega ekki um neina leiðréttingu að ræða gágnvart öðrum, þar sem há- skólamenn á hinum almenna vinnumarkaði yrðu áfram 4,5% hærri í launum en félagar þeirra hjá ríkinu. Sem hagsmunaaðili er ASÍ miklu stærra en BHMR og við spilaborð BHMR-deilunnar var ASÍ greinilega stærð sem virkaði. Að segja og ekki segja af sér Hvort sem menn styðja ríkis- stjórnina eða ekki er ljóst að hún stóð frammi fyrir því að láta efna- hagsstefnuna fjúka eða finna leiðir til að láta hana ganga upp. Ef ríkisstjórnin hefði fórnað efnahagsstetnunni en setið áfram, hefði mátt kalla hana tækifærisstjórn, og þá hefði verið eðlilegt að hún segði af sér þar sem hún væri farin að framfylgja annarri efnhagsstefnu en kynnt var þinginu. Ríkisstjórnin áícvað hins vegar að halda í efnahagss- tefnuna og setja bráðabirgðalög. Síðan má deila um siðferði bráða- birgðalaga, sem verður ekki gert hér. Kostir ríkisstjórnarinnar varðandi þetta voru amk. tveir. Hún hefði nefnilega líka getað látið 4,5% til BHMR standa en sett bráðabirgðalög á ASÍ og VSÍ. En þegar spurningin er um að gera slíkt gagnvart smáum hóp eða stórum, er valið oftast auðvelt. Það efast enginn um að í samn- ingum BHMR stóð að banda- lagið ætti að fá leiðréttingu á sín- um launum. Þar stóð líka að ná- kvæmur launasamanburður ætti að fara fram. Við þær aðstæður sem kallaðar hafa verið „þjóðar- sátt“, hefði BHMR hins vegar mátt leggja ríkari áherslu á að kynna sín sjónarmið, þannig að öllum þætti eðlilegt að þessi leiðrétting færi fram. Blokkirnar í kerfinu voru greinilega ekki þeirrar skoðunar og ríkisvaldinu því settir þröngir kostir. Hér er ekki meiningin að verja efnahagsstefnu ríkisstjómarinn- ar né þjóðarsáttarsamningana. í þeim efnum skiptir höfuðmáli að sú skipting þjóðarkökunnar sem þar endurspeglast verði ekki fest í sessi, þar sem venjulegu vinnandi fólki er vægast sagt skömmtuð lítil sneið. Þjóðarsáttin verður að vera vopnahlé, þar sem „illa stöddum atvinnuvegum“ er gef- inn kostur á að rétta úr kútnum þannig að þeir geti greitt eitthvað sem með réttu má kalla laun en ekki sárabætur. Ef að lokum er síðan aftur vik- ið að hlutverki ríkisvaldsins í lýðræðislegu kerfi: Það má vissu- lega með rökum deila á formann stjórnmálaflokks sem kennir sig við sósíalisma, fyrir að gera samning eins og gerður var við BHMR. Á bakvið samninginn hvílir nefnilega sú hugmynda- fræði að nokkru leyti, að hið frjálsa markaðsverð vinnunnar eigi að ráða því hvað ríkið greiðir í kaup. Ríkið sjálft á ekki að hafa skoðun á verðgildi þeirrar vinnu sem unnin er fyrir það. Látum þá umræðu bíða annarra dálksentí- metra. -hmp Miðvikudagur 8. ágúst 1990 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.