Þjóðviljinn - 08.08.1990, Page 4
ÞJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
Þjóðarsáfttin
og sheikamir
Innrás (raka í Kúvæt og spennan viö Persaflóa hafa
samstundis áhrif á olíuverö í heiminum. Svo samtengd er
nú heimsbyggðin, aö ísland kippist líka umsvifalaust með
í sveiflum þeim sem veröa í efnahagsmálum á alþjóða-
vettvangi. Island er ekki einangtaö eyland, heldur hluti af
stærra efnahagssvæði. Þannig er þjóðarsáttin um kjara-
mál í meiri hættu, ef verulegar hræringar verða úti í heimi,
heldur en vegna þeirra atvika sem eiga upptök sín hér á
heimavelli.
Það hefur nú komið á daginn, að sannmæli fólust í
þeirri aðvörun sem birtist í leiðara Þjóðviljans 3. febrúar,
daginn eftir undirritun febrúarsamninganna svonefndu.
Þar sagði svo: „Nokkurn ugg vekur, hve samningafólkið
telur íslendinga einráða um það efnahagslega umhverfi
sem hér mun ríkja á næstu 18 mánuðum. Yfirlýsingar um
fast gengi, lágt verðbólgustig, lækkun raunvaxta og
stöðugleika eru allar út í hött, ef hagkerfi heimsins hegðar
sér eins og það er vant, tekur sveiflum. Hagfræðingar
okkar treysta greinilega á spárnar um stöðugt gengi á
alþjóðagjaldeyrismörkuðum næstu 12 mánuði. Þeirtaka
hins vegar að því er virðist ekki mark á ótta ýmissa
iðnríkja um hækkandi verðbólgustig, hækkun raunvaxta
og jafnvel stórfenglegar sveiflur á verðbréfamörkuðum,
ef órói eykst í alþjóðamálum... Við íslendingar erum á
sama hátt háðari erlendum sveiflum en svo að við getum
hér treyst jafnvel fegurstu stórmeistarajafnteflum í kjara-
málurn."
Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, taldi í sjónvarps-
fréttaviðtali í fyrrakvöld, að þótt útgerð hérlendis og efna-
hagslíf í heild væri vissulega viðkvæmt fyrir verðbreyting-
um á olíu og afurðum úr henni, væri svo um hnúta bundið
m.a. með rauðum strikum og nokkrum sveigjanleika í
samningunum, að þjóðarsáttin þyldi hina ytri skelli. En
eftir er að sjá hvort stjórnvöld, bændur og atvinnurekend-
ur eru sama sinnis um það svigrúm sem fyrir hendi er.
Bændur fórnuðu mestu af stundarhagsmunum, þegar
febrúarsamningarnirvoru gerðir, og afarósennilegt verð-
ur að teljast að þeir geti enn haft biðlund, ef orka og
aðföng hækka verulega í verði. Hækkun á framleiðslu-
verði kallar þá á auknar niðrugreiðslur, ef þjóðarsáttin á
að halda hvað varðar loforðin til bænda og neytenda um
stöðugt verð á búvörum.
Ef svo fer sem horfir, eykst verðbólga í öllum vestræn-
um ríkjum vegna atburðanna við Persaflóa. Efna-
hagssérfræðingar spáðu því fyrir helgi, að hækkaði verð
á olíufati upp í 25 dollara, myndi verðbólga í heiminum
hafa aukist um 2-2,5% í lok næsta árs. Vextir munu
hækka og hagvöxtur dvína enn. Hækkunin á olíuverði í
heiminum er ekki eina hættan að utan sem steðjar að
stöðugleika þjóðarsáttarinnar. Breytingarnar í Austur-
Evrópu og víðar í heiminum hafa þegar aukið eftirspurn
eftir fjármagni og haft áhrif á vaxtakjör. Ekkert bendir til
annars en að sú þróun haldi áfram. Feiknarlegar fram-
kvæmdir og fjárfestingar í Austur-Evrópu munu valda því
að lánsfé okkar verður dýrara. Harðari löggjöf um um-
hverfismál kallar á nýjar og dýrar aðgerðir á Vestur-
löndum.
Stundum hafa Vesturlandamenn hyllst til að ofmeta
áhrif ýmissa hræringa í arabaheiminum. Og hugsanlega
dvína áhrif þessara nýjustu atburða ef þróun þeirra verð-
ur á friðsamlegri veg en virst hefur blasa við. Hins vegar
er augljóst, að styrkur Vesturlanda til að stýra þróun þar
eystra er takmarkaður. Hafnbönn og herkvíar, frysting
innistæðna í bönkum og fordæming á alþjóðavettvangi,
allt eru þetta aðeins viðbrögð við orðnum hlut. Árásaraðil-
inn í þetta skiptið, írak, hefur verið góður viðskiptavinur
vopnaverksmiðjanna og efnafyrirtækjanna árum saman.
Feiknarleg hervæðing Iraks hefur reynst ábatasöm fyrir
mörg ríki, sem nú keppast við að fordæma Saddam
Hussein. Slík er hræsni hergagnaframleiðslunnar í
heiminum. Meðan enginn notar vopnin, eru þau hag-
kvæmuriðnaðurfyrirframleiðslulandið. En þegarþau eru
brúkuð til þess sem hönnuðurinn ætlast, fyllast fram-
leiðendurnir vandlætingu. ÓHT
KLIPPT OG SKORIÐ
Hverju trúa
íslendingar?
Guðfræðistofnun hefur sent
frá sér bók sem nefnist „Trúarlíf
Islendinga”. Þar gera höfundam-
ir, Bjöm Bjömsson og Pétur Pét-
ursson, grein fyrir mikilli skoð-
anakönnun um trúarhugmyndir
og siðferðisleg viðhorf Islendinga
nú um stundir, sem þeir síðan
leggja út af með ýmsum hætti.
Þetta er mjög fróðlegt rit,
enda em menn famir að leggja út
af því óspart í fréttum. Eitt blaðið
setur það upp í rokufrétt, að í bók-
inni komi það fram, að karlar séu
hlynntari framhjáhaldi en konur.
Og mundu margir segja: vissu
fleiri og þögðu þó. Það er eitt
fastaeinkenni skoðanakannana af
því tagi sem hér um ræðir, að þær
staðfesta það sem menn vita. Eins
og til dæmis það, að vinstrisinnar
em ögn vantrúaðri en hægrisinn-
ar, að eldra fólk er trúhneigðara
en yngra, konur hollari guði en
karlar.
Er þjóðin kristin?
En það kemur lika margt fram
í þessari bók sem ekki liggur
kannski í augum uppi. Eins og til
dæmis það, hve fáir telja sig trú-
lausa með öllu - og svo það hve
fáir taka undir við kristna upp-
risutrú (þeas. þann skilning á ei-
lífu lífi að menn rísi upp til sam-
félags við guð). Það má líka þykja
nokkmm tíðindum sæta, að þeir
em fleiri sem segjast trúa „á per-
sónulegan hátt” (42%) en þeir em
sem gangast við þvi að þeir séu
trúaðir á kristna vísu (37%). Og
þegar við þetta bætast upplýsing-
ar um að nokkum veginn jafn-
margir láta sér nægja að telja
Jesúm „einn af fremstu trúar-
bragðaleiðtogum sögunnar”
(41 %) og þeir em sem skrifa und-
ir kristna kenningu um að Jesús sé
„sonur guðs og frelsari” (44,5 %)
- þá er ekki nema von menn
spyiji, hvort þjóðin sé yfirhöfuð
kristin, hvað sem aðild að þjóð-
kirkjunni líður.
Margtáseyðiísenn
Þetta er ekki ritdómur um all-
stóra bók: hér skal látið nægja að
taka það fram, að höfundar um-
gangast tölur sínar skynsamlega
og gera vel grein íyrir því hve
erfitt er að fá skýr svör í trúarefn-
um. Það er reyndar einmitt þetta
sem einn leikmaður telur sig svo
oft verða varan við. Það er feikna-
algengt á íslandi að menn gangi
með margskonar hugmyndir í
kollinum, allar í senn: þar em brot
úr bamalærdómi um Krist Biblíu-
sagnanna, glefsur úr spíritisma, á-
væningur af sálnaflakki - og síð-
ast en ekki síst: viðleitni til að
koma sjálfum sér þægilega fyrir í
eilífðinni.
Hver maður sinn guð
Það þarf til dæmis ekki að-
koma þeim á óvart sem blaðar í
íyrmefndu riti, hve margir þeir
em sem segjast „trúa á sinn hátt”.
Aðhyllast einhverskonar einka-
trú: það er nú eitthvert afl til, það
er eitthvað sem tekur við - annars
liði MÉR illa. Mann gmnar líka
(án þess að hafa það endilega úr
þeirri bók sem hér er flett) að
einkatrúin sé mjög tengd al-
mennri þægindasókn samtímans.
Sem mætti þá lýsa á þessa leið
hér: Ég verð mér úti um guð sem
passar mér og reyni að fá hann til
að vera mér þénugur - en það
kemur náttúrlega ekki til mála að
hann sé mér óháður og erfiður og
fari kannski að gera einhveijar
kröfur til mín, nei svoleiðis geng-
ur ekki nú til dags. Ekkert ofstæki
hér!
Eða hvað haldið þið?
Skemmtilegri
guðsþjónustur
Annars em bækur af því tagi
sem hér um ræðir alltaf mjög
fróðlegar um þann eilífðarvanda,
að það er erfitt að spyija og erfitt
að greina hvað í svömnum felst í
raun og vem.
Grípum til dæmis niður í þann
kafla bókarinnar sem heitir „Af-
staða til kirkju og presta”. Þar
greinir frá því, að þegar mörland-
ar vom spurðir að því hvort þeir
teldu að þjóðkirkjan ætti að taka
upp nýja starfshætti, þá svömðu
um 35% því játandi. Um 200
manns sem játandi svömðu gerðu
grein fyrir því með eigin orðum
hvað þeir ættu við með breyting-
um. Þær þijár breytingatillögur
sem urðu efstar á blaði em þessar:
91 kváðust vilja ftjálslegri,
líflegri og léttari guðsþjónustur.
51 mæltu með meim fyrir
böm og unglinga og sérþarfir
þeirra.
47 vildu virkja söfhuðinn bet-
ur í guðsþjónustunni og öðm
starfi.
Er presturinn
skemmtikraftur?
Við skulum ekki rekja listann
lengur að sinni (nema hvað næst
koma 45 manns sem vilja að
kirkjan fjalli um dagleg vandamál
og sé alþýðlegri). Það er ekkert ó-
eðlilegt við þessar breytingatil-
lögur. En það er eftirtektarvert, að
þær sem vinsælastar em snúa
ekki að trúarlegum vandamálum
sem svo mætti nefna. Menn em
fyrst og fremst að svara því, hvað
þeir vilji að þjónustustofnun geri
og em ekki alveg klárir á því
hvort hún er klúbbur (það á að
virkja söfhuðinn betur segja þeir
eins og í öllum félögum). Eða
viðbót við almennt unglingastarf.
Það er fastaliður í allri umræðu,
að það þurfi að gera meira fyrir
unglinga og böm, það er eitthvað
sem menn setja á blað eins og ó-
sjálfrátt. Og síðast en ekki síst:
menn vilja að lífið sé skemmtilegt
og þægilegt. Eins og fram kom
áðan, þá em það næstum því
helmingi fleiri sem vilja hafa
„ftjálslegri, léttari og Iíflegri
guðsþjónustur” en þeir em sem
dettur eitthvað annað fyrst í hug,
þegar þeir vilja breyta kirkjunni.
Satt best að segja: það er engu
líkara en fólkið sé að svara spum-
ingalista um sjónvarpsdagskrána,
en eins og allir vita af ótal skoð-
anakönunum er hún aldrei nógu
létt og lífleg. Þessi svarabunki er
áreiðanlega tengdur áhrifum frá
þessum áhrifasterkasta fjölmiðli
tímans: menn fara strax að hugsa
eins og ósjálfrátt um það, hvort
presturinn dugi sem skemmti-
kraftur.
íslendingar em vafalaust und-
ir sterkum áhrifum kristninnar
með einum eða öðmm hætti. En
þau áhrif em mjög öðmm málum
blönduð. Og það viðhorf sem
manni finnst af ýmsum vitnis-
burði einna áleitnast nú um stund-
ir er blátt áfram trúin á það sem
þægilegt er og auðvelt í tíma og
eilífð.
ÁB
ÞJQÐVILJINN
Síðumúla 37 —108 Reykjavík
Sími: 681333
Símfax: 681935
Útgefandi: Utgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Rrtstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason.
Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson.
Aðrir blaðamenn: Bergdís Ellertsdóttir, Dagur
Þorieifsson, Sias Mar (pr.), Garöar Guðjónsson,
Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson,
Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn
Ingvarsson (Ijósm.), Vilborg Daviðsdóttir, Þröstur
Haraldsson.
Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir.
Skrifstofa: Guörún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson.
Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður
Ingimundardóttir.
Útbreiöslu- og afgrelðslustjórí: Guðrún Gísladóttir.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna
Magnúsdóttir, Þorgerður Siguröardóttir.
Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Skrífstofa, afgreiðsla, ritstjóm, auglýsingar:
Siðumúla 37, Rvík.
Sími: 681333.
Simfax: 681935.
Auglýsíngar: 681310, 681331.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Oddi hf.
Verð f tausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr.
4 S(ÐA — ÞJÓÐVIUINN Miðvikudagur 8. ágúst 1990