Þjóðviljinn - 11.08.1990, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 11.08.1990, Qupperneq 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Um við- brögð við innlimun Kúvæt Innrás íraka í Kúvæt og innlimun þessa auðuga smárík- is hefur vakið upp eindregnari og samstilltari fordæmingu rikja heims en dæmi eru um. Það er ekki mörg önnur dæmi um það að finna, að vestræn stórveldi flytji her til átaka- svæða án þess að nokkur hreyfi andmælum. Heimsbyggð- in virðist nokkumveginn sammála um að það megi ekki láta einræðisherra, sem hótar að beita efnavopnum og hefur þegar beitt þeim gegn Kúrdum í eigin landi, komast upp með að innlima grannríki - og gerast í leiðinni mestur áhrifa- maður um orkuverð í heiminum. Þessi nýja staða vekur líka upp nýjar spumingar. Sú fýrsta er blátt áfram þessi: Duga þær refsiaðgerðir sem Sameinuðu þjóðimar hafa samþykkt til árangurs, dugir við- skiptabannið til að knésetja Hússein og bjarga Kúvæt? Það getur vel verið að það takist, en menn verða að hafa það í huga að hingað til hefur það reynst mjög erfitt að láta við- skiptabann ná tilætluðum árangri, og skiptir þá ekki máli hvort til þess var efnt í hinum besta tilgangi (eins og til að vinna gegn apartheid í Suður-Afríku) eða ekki. Það er að sönnu meiri samstaða um viðskiptabann á írak en náðst hefurfýrr í dæmum sem skyld mega heita. En gleymum því ekki, að Hússein íraksforseti er hættulegur orðinn vegna þess, að margir hafa orðið til að aðstoða hann við hemaðaruppbyggingu. Til dæmis birti vikuritið Spiegel á dögunum skýrslu yfir arðvænleg og Ijósfælin viðskipti þýskra fýrirtækja við Hussein - en þau hafa m. a. hjálpað til við framleiðslu efnavopnanna sem mjög eru í fréttum þessa daga og þau hafa líka stytt írak leið til að eignast eigin kjam- orkusprengjur. Margir fleiri hafa grætt drjúgum á hemaðar- uppbyggingu íraka - og hér er að þessu alvörumáli vikið, að það gæti reynst enn erfiðara að glíma við hugvitssemi hins samviskulausa gróða þegar stöðva þarf mann eins og Hussein en pólitískar freistingar stórvelda til að snúa stað- bundnum deilum sér í hag. Eins og að líkum lætur beitir Saddam Hussein fýrir sig herskárri arabískri þjóðemishyggju og gömlum og nýjum draumum um sameiningu Araba. Enda er á þeim vettvangi helst eitthvað það að finna, sem gæti aflað honum nokkurr- ar samúðar í öðrum arabískum ríkjum. En sem fyrr segir: menn vona að honum verði ekki kápan úr því klæðinu og að þau verði málalok að hann verði að leggja niður sitt eitur- vopnaða skott. Hitt er svo annað mál, að hver sem málalok nú verða í Persaflóaríkjum, þá kann Kúvætmálið að verða forboði margra ótíðinda annarra. Menn hafa svo lengi haft allan huga við fjandskap risaveldanna tveggja í austri og vestri, að mönnum hefur hætt til að gleyma því að heimsins vandi var ekki allur þeim bundinn. Margir hafa spáð því, að nú þegar jámtjaldið er hrunið og búið að selja það í minja- gripi, þá muni fljótt rísa nýttjámtjald og í þetta sinn milli suð- urs og norðurs. Milli þeirra ríkja, flestra fátækra, sem til þessa hafa einkum verið kennd við þriðja og jafnvel fjórða heiminn, og svo sæmilega vel stæðra iðnríkja í norðri. Og deiluefni sem hlaðið gætu undir slíkt jámtjald eru ótalmörg: þau lúta að verðlagi á hráefnum, að viðskiptastefnu sem hefur lengst af verið mjög hagstæð iðnríkjum, að yfirráðum yfir hráefnum og verðlagi á þeim, að aðgangi að ríkum og oft vemduðum mörkuðum. Og í þeim dæmum verður sektin ekki jafn eindregið hjá landfrekum harðstjóra fyrirsunnan og í dæmi Saddams Husseins - það er eitt af því sem menn ættu að gera sér Ijóst og vera við búnir. lnmöMbesðron iögð ? herofcr lfaWæformaro»sms. Óiína geríst flokkshundur Straumurínn Hggur fll Alþýðuflokksins Ótti við Ólínu? Olína Þorvarðardóttir, borgar- fulltrúi Nýs vettvangs í Reykja- vík, gekk í Alþýðuflokkinn á dög- unum með lúðraþyt og söng. Við- brögð hafa verið með eindæmum snörp, svo spuming vaknar hvort hinir flokkamir sjá í henni einn skeinuhættasta stjómmálakafbát- inn núna. Tíminn reyndi að hæð- ast að þessu 8. ágúst: „...vildi svo heppilega til að flokksformaður- inn var einmitt staddur þar (í aðal- stöðvum flokksins) þegar borgar- fúlltrúinn leit inn með inntöku- beiðni upp á vasann. Og Alþýðu- blaðið, sem ávallt er á vettvangi þegar stórfrétta er von, hitti á óskastundina og náði mynd af Ó- línu og Jóni Baldvin þegar happa- fengurinn mikli var um borð dreginn. - Svona geta ævintýrin enn skeð...” Tíminn helgaði þessum tíma- mótaatburði dágott pláss, síst minna en Alþýðublaðið, en Stak- steinar Morgunblaðsins bæta svo um betur í gær og spandera öllu plássi sinu á inngönguna undir fyrirsögninni: „Ólína gerist flokkshundur”. Verður ekki ann- að séð en Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafi fengið svimakast út af fjölguninni í Alþýðuflokknum, því mikið kapp er lagt á að gera Ólínu sem hallærislegasta í þessum mein- homum. Tíminn er beinlínis öf- undsjúkur: „Að minnsta kosti hafði núkratinn Ólína aldrei heyrt á önnur eins ódæmi minnst og þegar verið var að núa Nýjum vettvangi því um nasir að vera hallur undir Alþýðuflokkinn fyrir kosningamar...er nýlunda að kjörinn fúlltrúi kljúfi sig inn í stjórnmálaflokk og fer kjamakon- an Ólína Þorvarðardóttir hvergi troðnar slóðir í framasókn sinni”. í staðinn fyrir „framasókn” Iangaði Tímann ömgglega til að geta skrifað „í Framsókn sinni”, því margsinnis hefur Ólína verið bendluð við þann flokk og jafnvel framboð hjá frændgarði sínum af Framsóknarkyni á Vestfjörðum á vegum hans, en hún ævinlega sagt allt úr lausu loffi gripið. En kannski menn muni, að pólitísk greining Tímans í vor gekk út á það, að af ótrúlegri lævísi reyndu Alþýðubandalagið og Alþýðu- fiokkurinn að lauma inn fulltrú- um sínum bakdyramegin gegnum Nýjan vettvang, því flokksmask- ínumar treystu ekki fyllilega á eigin lista. Tveggja kvenna straumur Jæja, en hneykslan Tímans jafnast ekki á við vandlætingar Morgunblaðsins, sem rifjar upp, að á Nýjum vettvangi í vor hafi Ólína Þorvarðardóttir verið „...svo óháð, að í prófkjörsbaráttu listans kallaði hún meðframbjóð- endur sína úr Alþýðuflokki og Birtingu flokkshunda. Ólína hlaut 1. sæti listans og túlkaði hún kjör sitt sem sigur fyrir óháða borgara, sem væm lausir við flokksklaf- ana.” Staksteinar rifja svo upp, að þegar ljóst varð eftir talningu at- kvæða, að í fyrsta skipti í sjötíu ár átti Alþýðuflokkurinn engan full- trúa í stjóm Reykjavíkur, þá lýsti Jón Baldvin því yfir „...að hann teldi báða borgarfúlltrúa Nýs vettvangs verða fullgilda jafnað- armenn áður en yfir lyki. - Ólína svaraði formanni Alþýðuflokks- ins fúllum hálsi og kvaðst vera fulltrúi óháðra og flokkslausra...” Jón Baldvin reyndist hins vegar sannspárri en Ólína sjálf, því nú tveim mánuðum eflir kosningar segir Ólína: Innganga mín í flokkinn er kannski enn ffekari staðfesting á því að Al- þýðuflokkurinn hafi ekki borið skarðan hlut frá borði...(í borgar- stjómarkosningunum). Og við inngönguna í Alþýðu- flokkinn hlýtur væntanlega jafn- harðan að Iinna þeim málflutningi Ólínu sem hófst í sumar, að Nýr vettvangur gæti vel hugsað sér að verða þjóðmálaafl í næstu þing- kosningum. Morgunblaðið grípur á lofti kosningaorð Ólínu um flokks- hundana og segir: Hún birtist 2. ágúst á flokksskrifstofú (eða hundakofa) Alþýðuflokksins og lagði fram inntökubeiðni í hendur flokksformanninum, sem hafði gefið sér tíma til að bregða sér frá á neyðarfúndi ríkisstjómarinnar við setningu bráðabirgðalaga vegna BHMR-deilunnar. Pressan upplýsir svo í gær, að ákveðin öfl reyni nú að fá rótgró- inn Alþýðuflokksmann, Sigurð Pétursson sagnffæðing, til að gefa kost á sér sem formaður Sam- bands tmgra jafnaðarmanna nú í mánuðinum, - en maki hans er Ólína Þorvarðardóttir. Frægur Bandaríkjamaður jók útbreiðslu fréttablaðs síns á síð- ustu öld með því að prenta ævin- lega í því nöfn nýrra áskrifenda. Pressan hefúr m.a. lært af þessu og birtir í hverri viku myndir af nýfæddum bömum í þættinum „velkomin”. Og fóstra þess Al- þýðublaðið hefúr svo tekið upp sömu venju hvað varðar pólitíska hvítvoðunga: 2. ágúst kom mynd af endurfæðingu Olínu í Alþýðu- blaðinu og í gær, 10. ágúst, var þar í seríunni afbragðs góð skím- armynd af næstu persónu sem Al- þýðuflokknum fæddist, Valgerði Gunnarsdóttur Schram, sem var reyndar férlagi Ólínu og stjómar- maður í Samtökum um nýjan vettvang í vor. Tóku þær Ólína og Jóhanna Sigurðardóttir við inn- tökubeiðninni. Og eftir þessar tvær inntökubeiðnir NV-kvenna er það eðlilegt, í hlutfalli við stærð flokksins væntanlega, að rita í fyrirsögn eins og blaðið ger- ir: „Straumurinn liggur til Al- þýðuflokksins.” Blessuð séu Bandaríkin DV og Morgunblaðið em ekki að skafa utan af því þegar þau lýsa aðdáun sinni á Bandaríkjun- um eftir að Bush forseti lét til skarar skríða í Kúvæt-málinu. Um stund hafði sól Bandaríkj- anna dalað nokkuð í heimsmálun- um og fátt af þeim frést nema mistök í geimferðaáætluninni, fjárlagahalli og dvínandi hag- vöxtur ásamt boðuðum samdrætti í herafla, svo ekki sé minnst á uppljóstranir um ófaglega og óhreinlynda starfsemi leyniþjón- ustunnar CIA varðandi austur- blokkina. En Ellert B. Schram skrifar í leiðara blaðsins í gær: „Hagsmunir heimsbyggðar- innar em undir því komnir að Hussein verði stöðvaður. Þar mun atbeini Bandaríkjamanna skipta sköpum. Enn einu sinni kemur í ljós að Bandaríkin gegna forystu- hlutverki í hinum vestræna heimi. Viðbrögð Bandaríkjamanna em vonin og vömin, sem við verðum að treysta á, til að stemma stigu við ofbeldi og yfirgangi.” Morgunblaðið er sama sinnis í leiðara sínum í gær, sem nefnist Markviss forysta Bandaríkja- stjómar: „Hafi einhveijú efast um að áfram sé litið til Bandaríkja- manna eftir forystu, þegar mikið liggur við á alþjóðavettvangi, hef- ur þeim efa verið eytt með við- brögðunum við innrás Iraka í Kú- væt... Bandaríkjamenn einir ráða yfir því afli sem dugar til að bjóða Hussein byrginn og með póli- tískri festu hafa þeir skapað meiri einingu um efnahagsþvinganir gegn Irökum en samtíminn hefúr áður kynnst gagnvart nokkm ríki...Hitt er ljóst að undir forystu Bandaríkjastjómar og Georges Bush hefúr á einstakan hátt tekist að sameina allar þjóðir um að setja Saddam Hussein afarkosti.” Látum það nú vera þótt Ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna og samtök eins og NATÓ hafi líka einróma fordæmt innrás íraka. En öllum má ljóst vera, að sjaldan hefúr hagsmunum Bandaríkjanna verið teflt í þvílíka tvísýnu og nú. Mikla fúrðu hefði vakið, sætu þeir með hendur í skauti núna. ÓHT þJÓÐVILJINN Síðumúla 37 —108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Aðrir blaðamenn: Bergdís Ellertsdóttir, Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiöarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Vilborg Daviðsdóttir, Þröstur Haraldsson. Skrífstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingimundardóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Guðrún Gisladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefria Magnúsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrifstofa, afgreiðsla, ritstjóm, auglýsingar: Siðumúla 37, Rvik. Sími: 681333. Símfax: 681935. Auglýsingar: 681310,681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð f lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Askriftarverð á mánuði: 1100 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 11. ágúst 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.