Þjóðviljinn - 11.08.1990, Síða 6
ERLENT
Persaflói
Peð í valdataf linu
Allir aðilar Persaflóadeilunnar
forðast að kalla þá hálfu milj-
ón útlendinga sem haldið er í írak
og Kúvæt gísla. Það er þó líklegt
að sú staða komi upp dragist
deilan á langinn og þrengt verði
enn frekar að írökum á alþjóða-
vettvangi.
Staðan sem er komin upp er
mjög séstæð og erfitt að segja
hvernig bregðast eigi við henni.
Utanrikisráðherra Bandaríkj-
anna James Baker vildi ekki kalla
fólkið gísla því hann sagði að það
væri enn verið að reyna að fá leyfi
fyrir fólkið að fara úr landi. Utan-
ríkisráðherra íraks vildi heldur
ekki kalla fólkið gísla og sagði að
ekki væri hægt að líta á fólk sem
byggi á hótelum, drykki bjór og
skemmti sér sem gísla.
Flestir útlendinganna sem
Hussein meinar að fara heim eru
arabar og fólk frá Asíulöndum.
Flest verkafólk eða fólk sem
vinnur þjónustustörf. Vestur-
landabúar eru færri, 3.500
Bandaríkjamenn, 5.000 Bretar,
900 Þjóðverjar, 400 Frakkar og
smærri hópar annarra þjóðlanda
eiga möguleika á að verða peð í
valdatafli Husseins.
Fréttaskýrendur telja enn of
fljótt að segja til um hvað gerist
en eru sammála um að hendur
sérstaklega Egypta og Jórdana
séu bundnar þar sem hundruð
fiúsunda fbúa þessara landa eru í
rak og Kúvæt. Það hefur þó ekki
Bandarískur hermaður styrkir sig á lesefni áður en haldið er til Saúdi-Arabíu.
orðið til þess að þessar þjóðir hafi þetta mál sín á milli. Hann sagði í
ekki mótmælt innrás Irak í Kú- gær á neyðarfundi arabaþjóða í
Kaíró að þessar þjóðir ættu um
tvennt að velja, leysa málið sín á
milli, eða láta erlendum ríkjum
væt. Hosni Mubarak Egypta-
landsforseti hefur einnig barist
fyrir því að arabaþjóðir leysi
Sri Lanka
RkHaraliðið á vettvang
Snemma í gær höfðu tamflskir
skæruliðar bundið 18 músl-
imska þorpsbúa á Sri Lanka og
voru í þann mund að drepa fólkið
þegar sri lanski herinn mætti á
staðinn og stöðvaði tamflana. En í
ágúst hafa tamílar drepið rúm-
lega 200 múslimi sem hafa svarað
fyrir sig með því að drepa 49 ta-
mfla.
Skal skila
sverði
Kólumbískir uppreisnarmenn
gáfu í skyn í vikunni að þeir
kynnu að skila sverði sem var í
eigu sjálfstæðishetjunnar Simons
Bolivars. Hópurinn stal sverðinu
fyrir 16 árum og gerði það að
tákni fyrir vopnaða baráttu sína.
Sverðið var falið og einungis fjór-
ir menn vissu um staðsetningu
þess, nokkrir þeirra voru seinna
drepnir.
Uppreisnarmennirnir sem
kalla sig M-19 buðu fram í síðustu
kosningum og gekk vel. M-19 er
nú stjórnmálaflokkur í Kólumbíu
og formaður hans er heilbrigðis-
ráðherra í ríkisstjórninni. Hann
sagði að 17. des. n.k., þegar 160
ár verða liðin frá dauða Bolivars,
yrðu allir þegnar Kólumbíu
verndarar sverðsins.
í höfuðborg Sri Lanka stóðu
hermenn vörð um moskur islam-
strúarmanna en leiðtogar lands-
ins báðu uppreisnarmenn að
virða helgi bænastundanna. 75
tamílar réðust í gær inn í þorpið
Siyabalagaskande og reyndu að
ræna þorpsbúum þegar herinn
stöðvaði þá. Tamflsku skærulið-
arnir komu í þorpið akandi drátt-
arvélum vopnaðir byssum, hníf-
um og öxum. Þeir flýðu þegar
skotið var á þá og skildu dráttar-
vélarnar og vopnin eftir. Þorps-
búar voru sannfærðir um að
múslimirnir 18 hefðu verið
drepnir ef herinn hefði ekki mætt
á staðinn.
Tamflar hafa hinsvegar neitað
að hafa staðið að morðum á mús-
limum og segja það vera verk
stjórnar landsins sem vilji með
því krækja sér í hernaðar- og pen-
ingaaðstoð frá arabaríkjum.
Sinhalese-menn eru 75 prósent af
íbúum Sri Lanka eða 16 miljónir
en tamflar eru 13 prósent og búa
mestmegnis í norður- og austur
héruðum Sri Lanka. Múslimir
eru sjö prósent og búa víða á
eynni.
Skæruliðaflokkur tamfla, sem
kallar sighina Frelsandi tígra af
Tamfl (FTT), vill stofna sitt eigið
land á norðurhluta Sri Lanka.
Þeir réðust í júní á öryggissveitir
stjórnarinnar eftir að hafa átt í
viðræðum um vopnahlé við hana
í 14 mánuði.
Ríkisstjórn Sri Lanka tók þá
ákvörðun í gær að flytja alla al-
menna borgara frá Jaffna og
koma þeim fyrir í búðum 140 km
frá borginni. Skæruliðarnir tam-
flsku gætu þá ekki falið sig í eld-
húsum venjulegs fólks, sagði full-
trúi stjórnarinnar. Stjórnin
hyggst ná á sitt vald leiðtogum
FTT með því að ráðast inn í Jaf-
fna en þar hafa tamflar sterk ítök.
Ekki var sagt hvenær eða hvemig
þetta ætti að gerast. Reuter/gpm
eftir að leysa deiluna.
Tillaga Egypta til lausnar
deilunnar, sem lak til fjölmiðla í
gær, hvetur arabaríki til að senda
liðsafla til Saúdi-Arabíu til að
verja landið. Lagt var til í tillög-
unni að innlimun íraks á Kúvæt
yrði fordæmd og emírinn kúvæski
kæmist aftur til valda. Lagt var til
að herlið arabalanda hefðist við í
Saúdi-Arabíu og nágrannalönd-
unum þar til írak hyrfi á brott úr
Kúvæt.
Um 20 þjóðir hafa farið þess á
leit við Rauða krossinn að sam-
tökin aðstoði þegna þeirra við að
komast frá írak og Kúvæt. Rauði
krossinn bauðst til þess við íraks-
stjórn að samtökin fengju að
starfa í löndunum strax
innrásardaginn 2. ágúst. En enn
hefur ekki fengist grænt ljós og
hendur Rauða krossins eru því
bundnar. Samtökin telja málið
enn í höndum hinna ýmsu þjóð-
landa því enn hafi ekkert ríki
slitið stjórnmálasambandi við
írak.
Reuter/gpm
Læknisþjónustan
aftur ókeypis
Forseti Kenýa Daníel arap Moi
hefur hætt við átta mánaða gamla
gjaldtöku fyrir læknisþjónustu
þar í landi. Gjaldið var mjög
óvinsælt og höfðu márgir fátæk-
lingar ekki efni á að greiða það.
Það kostaði 26 ísl.kr. að koma í
skoðun hjá lækni og allt að 780
kr. kostaði að gista fæðingar-
deildir í Kenýa.
Það var Alþjóða gjaldeyris-
sjóðurinn sem mælti með því við
Kenýa að tekið yrði gjald fyrir
læknisþjónustu svo ríkið gæti
minnkað útgjöld sín. Vegna óá-.
nægju með gjaldið kröfðust
margir fjölflokkalýðræðis en í
Kenýa er aðeins einn flokkur.
Forsetinn sá sitt óvænna og hætti
við gjaldið. í Kenýa hefur verka-
maður 2.700 kr. í mánaðarlaun.
Kitty Dukakis
fegin að svo
fór sem fór
Kitty Dukakis segir í óútgef-
inni sjálfsævisögu sinni að hefði
maður hennar orðið forseti hefði
hún brotnað undan álaginu. Hún
segist vera eiturlyfja- og áfengis-
sjúklingur og ekki hefði verið
hægt að hjálpa henni á eðlilegan
hátt hefði hún flust í Hvíta húsið í
Washington.
Michael maður hennar tapaði
illilega fyrir George Bush Banda-
ríkjaforseta í kosningum 1988.
Kitty segir að löngun sín í pillur
hafi kviknað þegar hún var 19 ára
og uppgötvaði að hún væri ætt-
leidd. Fíkn hennar í megrunar-
pillur jókst einungis við aukna
áfengisdrykkju. Hún hefur leitað
hjálpar hjá ýmsum afvötnunar-
stofnunum í Bandaríkjunum.
Langþráð
rigning
Hvirfilbylurinn Vinóna gekk
yfir Tókýó í gær og hellti úr sér
mikilli úrkomu en þurrkar voru
farnir að þjaka íbúa höfuðborgar
Japan. Miklar rigningar og aur-
skriður töfðu um 200 þús. lestarf-
arþega og aðra ferðamenn.
í fjöllunum norður af Tókýó
mældist úrkoman allt að 200 mm.
En allt þetta vatn kom sér vel því
uppistöðulón þar voru komin
hættulega nálægt lágmarki sínu
eftir mánaðarþurrk.
Angóla
Myifcur í Lúanda
Skœruliðasamtökin UNITA myrkva höfuðborg Angólu hvað eftir
annað. Vegna aukinna hernaðarumsvifa skæruliðanna hefur
friðarviðræðum við stjórn landsins verið frestað í nokkrar vikur
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát
og útför
Friðrikku Guðmundsdóttur
Færum starfsfólki á deild 11A, Landspítalanum alúðar-
þakkir fyrir góða umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Haukur Einarsson frá Miðdal
Hafsteinn Austmann Guðrún Þ. Stephensen
Rúnar Hauksson Brynja Guttormsdóttir
Erla Hauksdóttir Kjell Gustavsson
Aðalheiður Ólafsdóttir
Friðarviðræðum milli stríð-
andi aðila í Angólu hefur verið
frestað eina ferðina enn. Skæru-
liðar UNITA hafa aukið hernað-
arumsvif í norðurhluta landsins,
var haft eftir forsetanum Jose
Eduardo dos Santos. Viðræðurn-
ar áttu fyrst að hefjast í júlí en
þeim var síðan frestað fram í
fyrstu viku ágústmánaðar og nú
er Ijóst að menn tnunu ekki setjast
að samningaborði fyrr en seint í
mánuðinum.
UNITA sem er stutt af Banda-
ríkjamönnum sækir styrk sinn
helst í suðurhéruð Angólu en
vinstri stjórnin í Lúanda, höfuð-
borginni, er sterkust í norðurh-
luta landsins. Skæruliðarnir hafa
unnið nokkra hernaðarsigra að
undanförnu á yfirráðasvæði
stjórnarinnar.
Þessir aðilar hafa hist tvisvar á
síðastliðnum fjórum mánuðum
og var því mjög fagnað, sérstak-
lega af Portúgölum sem réðu
Angólu til 1975. En átök á
hemaðar- og pólitíska sviðinu
hafa staðið yfir síðan landið varð
sjálfstætt. UNITA hefur hinsveg-
ar tafið framgang mála með því
t.d. að sprengja í loft upp spenni-
stöðvar fyrir utan Lúanda og
þannig myrkvað borgina nokkr-
um sinnum síðastliðna mánuði.
UNITA skæmliðasamtökin
krefjast þess að vera viðurkennd
sem stjórnmálasamtök en ríkis-
stjórn dos Santosar neitar að gera
það fyrr en eftir að skæruliðarnir
hafi lagt niður vopn sín. Háttsett-
ur fulltrúi hersins í Angólu telur
að UNITA ætli að leysa málið
með vopnum og ekki samning-
um. En forsætisráðherra Portúg-
als, Cavaco Silva, er þess fullviss
að vopnahléi verði komið á í
Angólu áður en of langur tími líð-
ur, einsog hann orðaði það í gær.
Reuter/gpm
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
NÁMSMENN ERLENDIS
ATHUGIÐ
Sumarráöstefna verður haldin á morgun
11. ágúst kl. 14.00 í Stúdentakjallaranum.
Stjórn SÍNE