Þjóðviljinn - 01.09.1990, Side 5

Þjóðviljinn - 01.09.1990, Side 5
VIÐHORF Áhrif bráðabirgðalaganna I.Samningar BHMR-félaganna Kjarasamningar aðildarfélaga BHMR við opinbera vinnu- veitendur 1989 voru um margt sérstæðir. 1 fyrsta lagi voru þetta samningar um ítarlega könnun á kjörum háskólamenntaðra launa- manna í því skyni að jafna kjör milli starfsmanna opinþerra aðila og starfsmanna á almennum markaði. I öðru lagi voru þetta samningar um endurskoðun launakerfis sem leiða átti til end- urmats á þætti menntunar og á- byrgðar í launum. í þriðja lagi voru þetta samningar til langs tíma um starfsífið opinberra stofnana og náið samstarf milli aðila í 3 til 5 ár. 2. Ríkisstjómin glataði trausti starfsmanna sinna Forsætisráðherra var ljóst í samningalotunni 1989 að margir félagsmenn BHMR voru vantrú- aðir á að ríkisstjómin myndi standa við samninga við BHMR. Þess vegna ákvað forsætisráð- herra að bóka kjarasamningana í ríkisstjóminni, sem er einsdæmi, og undirstrika þannig að öll ríkis- stjómin stæði á bak við samning- inn. Þrátt fyrir fogur fyrirheit um samstarf fyrir undirritun samn- inga hefur fjármálaráðherra og samninganefnd hans til þessa dags neitað viðræðum við samn- inganefnd samflotsfélaga BHMR um endurskoðun launakerfis há- skólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Fyrstu viðræður sem BHMR fékk við fjármálaráðherra vom hinn 12. júní s.l. þegar hann ásamt starfandi forsætisráðherra til- kynnti stjóm BHMR að ríkis- stjómin hefði ákveðið einhliða að standa ekki við ákvæði samnings- ins um endurskoðun launakerfis og leiðréttingar í samræmi við kjarasamanburð. Þá var tekið fram að þetta þýddi að ríkisstjóm- in ætlaði ekki að greiða 4,5% refsiákvæði 1. júlí 1990, en til þess átti að koma ef kjarasaman- burði yrði ekki lokið. Stjóm BHMR benti ráðherr- um á að annar samningsaðila gæti ekki ákveðið einhliða að rifta samningi. Rikisstjóminni vom kynnt áform BHMR um að knýja hana til að efna samninginn með öllum tiltækum ráðum. Fyrsta beina vanefnd ríkisins á samningnum fólst í því að fé- lagsmenn fengu ekki greitt 4,5% launaálag 1. júlí s.l. FÍN stefndi fordæmismáli fyrir Félagsdóm. Samhljóða úrskurður Félagsdóms var að ríkinu bæri skylda til að greiða 4,5% álag á laun frá 1. júlí 1990. Af hálfu BHMR var áform- að að knýja ríkisvaldið til fúllra efnda á endurskoðun launakerfis og launaleiðréttingu í samræmi við ákvæði samningsins. Að fengnum úrskurði Félags- dóms 23. júlí s.l. óskaði rík- isstjómin eftir viðræðum við BHMR. Þá vom BHMR kynntir tveir valkostir. Sá fyrri var að BHMR féllist á að fresta öllum Ieiðréttingum a.m.k. ffamyfir 15. september 1991. Hinn var sá að „bráðabirgðalagasetningargeng- ið” setti lög á samninga BFIMR og ríkisins. Þegar þama var kom- ið sögu hafði ráðherrum rík- isstjómarinnar tekist að eyða öllu því trausti sem byggt var upp við samningsgerðina 1989 - og gott betur. Birgir Björn Sigurjónsson skrifar 3. „Braðabirgðalaga- setningargengið” Viðræður ríkisstjóminnar við BHMR vom fáránlegar. Sífellt var vísað í „bráðabirgðalagasetn- ingargengið” án þess að nefna nokkur nöfn. Af bréfi ríkisstjóm- arinnar 12. júní mátti ráða að hún ætti við Asmund, forseta ASI, og Einar Odd, forseta VSÍ. Samningur BHMR var samning- ur við ríkið, þjóðarsátt, um að eft- ir 5 ára aðlögunartíma fái félags- menn BHMR sömu kjör og einkageirinn greiðir. Samningur BHMR var ekki um laun umffam aðra heldur leiðréttingu til jafns við aðra. Hvemig má það vera að ASI sem semur í febrúar 1990 getur átt kröfú um það að fúll- komlega lögmætur kjarasamning- miðuðust við verðlag. ASÍ taldi sína félagsmenn samt eiga rétt á öllum launahækkunum BHMR og krafðist sömu hækkana fyrir sína félagsmenn. ASI taldi sig hafa gert samning við VSI um sömu launaþróun fyrir alla - einnig BHMR. Aðferð Asmundar og Einars Odds var sú að VSI myndi veita ASÍ mönnum á papp- imum allar sömu hækkanir og „Krafa félagsmanna BHMR er einföld: „Samningana í gildi". Allt launafólk hlýtur að vera þeirrar skoðunar að vinnuveitendur eigi . að halda gerða samninga, ekki síst ríkið. Ef stéttarfélögin standa ekki saman um þetta grundvallaratriði er samningsréttur allra í húfi..." Málflutningur ASI var þessi: Kjarasamningur ASI og VSI varðar alla launamenn, þar sem hann tekur til verðlags-, vaxta-, gengis- og launamála. Þetta er „þjóðarsátt” sem byggir á þvi að allir launamenn fallist á forsendur samningsins um launaþróun. Fé- lagsmenn BHMR eiga ekki rétt á því að fá eitthvað umfram aðra launamenn, þar sem þeir njóta á- vaxta „þjóðarsáttar” varðandi verðlag, vexti og annað. Þetta eru falsrök. Samningur ASÍ og VSÍ er frá febrúar 1990 en samningur BHMR ffá maí 1989. ur milli allt annarra aðila ffá 1989 verði numinn úr gildi ? En ASI-forystan hafði fleiri rök máli sínu til stuðnings: Þeir sögðu að samningur BHMR leiddi af sér endalausar víxlhækk- anir launa; - að hann væri „mgl” og stæðist ekki. Einnig þessi röksemd er til- búningur. BHMR gerði sinn samning 1989 með gildistima til ársloka 1994. Þennan samning varð að verðtryggja með ein- hverjum hætti. Samið var um verðtryggingu miðað við launa- þróun annarra. I því fólst engin víxlverkun þar sem laun annanra BHMR fengi en myndi á móti breyta verðlagsforsendum samn- inga ASI og VSI til samræmis. Niðurstaðan yrði sú að kaupmátt- ur allra stæði í stað - einnig kaup- máttur BHMR-manna. Þess vegna gat VSÍ „hótað” ríkis- stjóminni að hækka launin og platað/þvingað hana til að grípa til bráðabirgðalagasetningar. Þrátt fyrir þetta samsæri ASÍ og VSÍ, sem greinilega virða kjarasamninga BHMR jafnlítils, er það ríkisstjómin sem ber á- byrgð á setningu bráðabirgða- laga. En íslensk verkalýðshreyf- ing hefúr orðið fyrir áfalli. LAUN SKV. KJARASAMNINGI BHMR OG BHMR-LAUN SKV. BRÁÐABIRGÐALÖGUM Þúsund krónurdD LAUN SKV. SAMNINGI iHl LAUN SKV. LÖGUM Myndl. KAUPMATTARÞRÖUN BHMR SKV. SAMNINGI OG SKV. BRADABIRGÐALÖGUM kaupmáttur m.v. janúar 1989 Mynd2. 4. Peningaleg áhríf bráðabirgðalaganna Enginn þarf að velkjast í vafa um að samningur BHMR fól í sér raunverulegt loforð um leiðrétt- ingu á kjömm félagsmanna BHMR. Enn Iiggur ekki fyrir nið- urstaða Kjarasamanburðamefnd- ar. Aðrar launakannanir gefa þó ótvírætt til kynna að einkageirinn greiði mun hærri laun en opinberi geirinn. Samkvæmt könnun BHM og BHMR frá 1989 vom launin þessi: Tafla 1: Dagvinniiiaun 1989 og (frainreðaMið) 1990 1989 1990 Starfsmenn á einkamarkaði 159.908 172.205 Opinberir starfemenn 94.990 99.331 Launamunur 68,3% 73,3% Tryggingastærðfræðingur hefur metið kostnað umfram ið- gjöld vegna lífeyrisréttinda 21,75% ofan á dagvinnulaun hjá Lífeyrissjóði starfsmanna rikisins en 14,51% ofan á laun hjá al- mennum lífeyrissjóði. Ef aðeins laun og lífeyrisréttindi em metin í kjarasamanburði er kjaramunur- inn um 63%. Leiðréttingar skv. samningi BHMR og fjármálaráðherra áttu að verða 1. júlí ár hvert í 3-5 ár, frá og með 1. júli 1990. Þijár fyrstu leiðréttingamar áttu að nema minnst 1 launaflokki (3%) en mest 3 launaflokkum (9,3%), en síðustu tvær leiðréttingamar, 1993 og 1994, áttu síðan að ljúka leiðréttingartilefninu. Hefði leiðréttingartilefnið í raun verið 63% má hugsa sér að leiðréttingarferlið hefði orðið svona: Tafla t Leiðréttingar og kjaraskerðing BHMR-nianna Leiðrétt Laun laun skv. lögum maí 1990 86.367 86.367 júlí 1990 94.376 86.367 úlí 1991 103.127 86.367 úlí 1992 112.690 86.367 júlí 1993 126.734 86.367 júlí 1994 140.778 86.367 Tafla 2 sýnir peningalegt inn- tak bráðabirgðalaga ríkisstjómar- innar fyrir félagsmenn BHMR. Mynd 1 sýnir þróunina með súl- um. Annars vegar „leiðrétt með- allaun BHMR” og hins vegar „meðallaun skv. bráðabirgðalög- um”, þ.e. án leiðréttingar. Mynd 2 sýnir kaupmátt fé- lagsmanna BHMR frá janúar 1989 til september 1991. Efri lín- an frájúlí 1990 sýnir kaupmáttinn skv. áætluðum leiðréttingum, sbr. Töflu 2, en neðri línan sýnir þró- unina skv. bráðabirgðalögunum. Myndin dregur skýrt fram stærð- argráðu kjararáns ríkisstjómar- innar á félagsmönnum BHMR á tímabili svonefndrar „þjóðarsátt- ar”. 5. Samningana í gildi Krafa félagsmanna BHMR er einföld: „Samningana í gildi”. Allt launafólk hlýtur að vera þeirrar skoðunar að vinnuveitend- ur eigi að halda gerða samninga, ekki síst rikið. Ef stéttarfélögin standa ekki saman um þetta grundvallaratriði er samningsrétt- ur allra í húfi. Látum ekki vinnu- veitendur villa okkur sýn. Ég hvet því alla launamenn til að standa saman um samningsréttinn. Höfundur er hagfræðingur og fram- kvæmdastjóri BHMR. Laugardagur 1. september 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.