Þjóðviljinn - 12.09.1990, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 12.09.1990, Qupperneq 11
IDAG LESANDi VIKUNNAR ^jörgPálsdóltÍPhjúknjnarfræðingurog Ijósmóðir. Mynd: Jim Smart. GÓÐAFERÐ!!! Hvað ertu að gera núna? Ég er í óða önn að gera það sem gera þarf fyrir átta mánaða útiveru. Og hvert er ferðinni heitið? Til Kabúl í Afganistan til þess að vinna á stríðssjúkrahúsi sem Alþjóða Rauði krossinn rekur þar. Hvernig er tilhugsunin um að vera að fara þangað sem stríð ríkir? Ég hef áður unnið á landa- mærum Kambódíu og Tælands, en þar varð ég ekki vör við stríð- ið sjálft heldur afleiðingar þess. Maður veit auðvitað ekki hvem- ig þetta er fyrr en komið er á staðinn. Þetta er erfiðasta svæð- ið sem Alþjóða Rauði krossinn er með starfsemi á og ég geri ráð fyrir að þetta verði mjög stremb- ið og bý mig undir það. Auðvit- að er þetta mikil einangmn þessa sex mánuði, maður er og verður á staðnum og kemst ekkert í burtu. Vetumir em líka mjög kaldir og harðjr, frostið milli 20 og 30 gráður. Á stríðssvæðum er líka auðvitað allt meira og minna í lamasessi; vatnsleysi og rafmagnsleysi em daglegt brauð, þannig að maður er langt ffá þeim lífsins þægindum sem við eigum að venjast hér. Á- standið er líka mjög ótryggt þama miðað við það sem maður á að venjast og enginn veit hvort þessu linnir bráðlega eða hvort ástandið versnar. En er þetta ekki þakklátt starf? Jú, þetta er geysilega gef- andi, svo gefandi að það togar alltaf í mann að fara aftur. Ég hef áður starfað í Eþíópíu og Tælandi og það er ótrúleg upp- lifun að vinna þama og geta gert gagn. Fólkið sem maður sinnir í þessu starfi er algerlega óvant þvi að eitthvað sé gert fyrir það, og það tekur allri aðstoð sem væri það gjöf að ofan. Það er sama hvort það er í formi hlýs viðmóts, umönnunar eða ein- hvers annars. Það finnur sig ör- uggt undir merkjum Rauða krossins, finnur þar skjól og von um bata, eða hreinlega að kom- ast lífs af, hvort sem það gerir það á einum fæti eða engum; fómarlömb stríðs em öll meira eða minna limlest. Fólk sem býr við strið lifir í svo miklu óör- yggi, það veit ekkert hvað bíður og kann svo vel að meta allt sem fyrir það er gert. Hvernig eru svo viðbrigðin að koma heim aftur? Þau em óneitanlega mjög mikil. Venjulega þarf maður að taka gott frí á eftir til að komast aftur inn i þennan vestræna heim sem við búum í. Fyrstu við- brigðin em hraðinn og stressið, í þessum löndum þar sem svona er ástatt er tíminn ofi það eina sem fólk á nóg af. Ég tek líka alltaf sérstaklega eftir framkomu fólks þegar ég er nýkomin heim. Maður verður meira var við hvað fólk getur verið hrokafullt og ég rek mig á það hvað við emm oft á tíðum vanþakklát og kröfuhörð. Nú, eftir að hafa kynnst lifnaðarháttum, menn- ingu og trúarbrögðum annarrar þjóðar, tengist maður því fólki á ákveðinn hátt og þegar heim kemur hugsa ég oft um þennan tíma og dvölina og leiði hugann að því hvað fólkið sem ég hef hitt á í vændum, hvemig ffamtíð þess verður. Ekki þar fyrir að ég detti ekki sjálf fljótlega inn í það munstur sem maður er alinn upp við og fer á fulla ferð með hin- um í straumnum og lifi jafn hratt og aðrir. Þótt maður vilji berjast á móti því að láta lífsgæðakapp- hlaupið hafa of mikil áhrif á sig þá tekst það kannski ekki eins og maður hefði óskað. En það er gott að fara burt, það hristir upp í manni þegar maður sér hvað hægt er að komast af með lítið án þess að fmna til óánægju. Þetta eru allt aðrar áherslur, ann- að lifsmat. Ég er þó alls ekkert betri en aðrir; bæði tækja- og verkfærasjúk, með algjöra bíla- dellu og ýmislegt fleira. Hvað varstu að gera fyrir tíu árum? Þá var ég í Hjúkrunarskóla Islands að byrja síðasta árið þar. En ffá árinu 1980 man ég sér- staklega eftir kosninganóttinni þegar við kusum okkur nýjan forseta. Þeirri nótt eyddi ég með góðum vinum sem ég hitti svo allt í einu aftur núna eftir að hafa aðeins haft lauslegt samband þessi tíu ár. Við vorum einmitt að tala um það að ef maður nær einu sinni saman á traustum grunni, þá er vináttan sú sama. Þótt maður þroskist, breytist og eldist þá erum við sömu bömin inni við beinið. Hver er uppáhaldsbarna- bókin þín? Ég hef alltaf haldið mikið upp á Öskubusku. En hvaða bók ertu að lesa núna? Hún heitir Veistu hver ég er? eftir Betty Fairchild og Nancy Hayward, ég er mjög hrifin og get mælt með henni. Hvaða eiginleika þinn viitu helst vera laus við? Það er nú ffekar leiður vani en eiginleiki; ég vil hætta að naga neglumar. Hvaða eiginleika þinn finnst þér skrítnast að aðrir kunni ekki að meta? Ég er hreinskilin, en það em ekki allir sem kunna að meta það, finnst það ekki alltaf eiga við. r Áttu þér uppáhaldsmat? Já, það er soðin ný ýsa í stór- um stykkjum með beinum, roði og öllu saman, kartöflur og smjör og svo mjólk að drekka með. Hvert langar þig til að ferðast? Indland og Suður-Ameríku á ég meðal annars eftir að skoða betur. Hvaða ferðamáti á best við Þ«g? Að ferðast á eigin vegum og helst að komast í samband við innfædda og kynnast lifnaðar- háttum og menningu beint í gegnum fólkið. Hvað er annars að brjótast um í huga þínum daginn fyrir brottfor? Mér finnst lífið og tilveran ofl vera svo óréttlát. Ég botna oft ekkert í þessu öllu saman og velti þvi stundum fyrir mér af hveiju ekki getur ríkt meiri sátt og samlyndi þar sem við erum öll bara gestir á þessari jörð um takmarkaðan tíma. Guðrún Þjóðviuinn FYRIR50 ÁRUM Togaraeigendur gætu af árs- gróða sínum greitt öll útsvör í Reykjavík og alla skatta i ríkis- sjóð og haft yfir 20 milljónir króna gróða samt. Hvað á skattfrelsishneykslið enn að standa lengi? Churchill telur þýzka innrásartilraun yfirvof- andi. Þjóðveijar hafa safnað miklum fjölda skipa í hafnar- borgimar gegnt Bretlandi. Stórkostleg loftárás á Berlín í fyninótt. 12. september miðvikudagur. 255. dagur árs- ins. Sólaiupprás í Reykjavik kl. 6.41 -sólarlagkl. 20.06. Viðburðir Þjóðhátíðardagur Eþíópíu, Grænhöfðaeyja og Gíneu- Bissau. DAGBÓK APÓTCK Reykjavík: Helgar- og kvöldvarsla lyfja- búða vikuna 7. til 13. september er I Laugavegs Apóteki og Holts Apóteki. Fyrmefnda apótekiö er opiö um helgar og annast næturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til 10 á fridögum). Síðamefnda apó- tekið eropið á kvöldin kl. 18 til 22 virka daga og á laugardögum kl. 9 til 22 sam- hliða hinu fyrmefhda. LÖGGAN Reykjavík.... Kópavogur..... Seltjamames. Hafnarfjörður. Garðabær..... Akuneyri..... 1 11 66 .»4 12 00 .» 1 84 55 .» 5 11 66 .»511 66 .» 2 32 22 Slökkvilið og sjúkrabílar Reykjavik.................. » 1 11 00 Kópavogur...................» 1 11 00 Seltjamames.................»111 00 Hafnarfjörður..............» 5 11 00 Garðabær........................» 5 11 00 Akuneyri.......................» 2 22 22 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjamar- nes og Kópavog er i Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 8, á laugardögum og helgidögum allan sól- arhringinn. Vitjanabeiðnir, simaráðlegg- ingar og timapantanir i» 21230. Upplýs- ingar um lækna- og lyfjaþjónustu eru gefhar i símsvara 18888. Borgarspital- inn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans. Landspítalinn: Göngudeild- in er opin frá kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarspítalans er opin allan sólarhring- inn,» 696600. Hafnarfjöröur Dagvakt, Heilsugæslan, » 53722. Næturvaktlækna,» 51100. Garöabær Heilsugæslan GanðaflöL » 656066, upplýsingar um vaktlækna, »51100. Akureyri: Dagvaktfrá kl 8 til 17 á Lækna- miðstööinni,» 22311, hjá Akureyrar Apóteki, « 22445. Nætur- og helgidaga- vakt læknis frá kt 17 til 8 985-23221 (farsfmi). Keflavik: Dagvakt, upplýsingar f » 14000. Vestmannaeyjan Neyðarvakt lækna, » 11966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartíman Landspítalinn: Alla daga Id. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar- spítalinn: Virka daga kl. 18:30 til 19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftir samkomu- lagi. Fæðingardeild Landspitalans: Alla daga Id. 15 til 16, feðratími kl. 19:30 til 20:30. Fæðingartieimili Reykjavikur v/Eiriksgötu: Almennurtimi kl. 15-16 alla daga, feðra- og systkinatimi kl. 20-21 alla daga. Öldrunariækningadeild Land- spítalans, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: Virka daga kl. 16 til 19, um helgar kl. 14 til 19:30. Heilsuvemdar- stööin við Barónsstig: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19:30. Landakotsspitali: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19. Bamadeild: Heimsóknir annana en for- eldra kl. 16 til 17 alla daga. SL Jósefs- spítali Hafnarfiröi: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Kleppsspitalinn: Alla daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkra- hús Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahus Akraness: Alla daga kl. 15:30 til 16 og 19 Ul 19:30. Sjúkrahúsið Húsavik: Alla daga Id. 15 til 16 og 19:30 til 20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKl: Neyðarathvarf fyrir unglinga, Tjamargötu 35,« 91-622266, opið allan sólarhringinn. Samtökin 78: Svarað er (upplýsinga- og ráðgjafarsima félags lesbia og homma á mánudags- og timmtudagskvöldum kl. 21 til 23. Símsvari á öðrum tímum. « 91-28539. Sálfræðistöðin: Ráðgjöf í sálffæöilegum efnum,« 91-687075. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laganema, erveitt í sima 91-11012 milli kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum. MS-félagið, ÁJandi 13: Opið virka daga frá kl. 8 til 17,« 91-688620. „Opið hús" fýrir krabbamelnssjúklinga og aðstandendur freirra i Skógartilfð 8 á fimmtudögum kl. 17 til 19. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra í» 91-22400 og þar er svarað alla virka daga. Upplýsingar um eyðni:« 91-622280, beint samband við lækni/hjúknjnarfræð- ing á miðvikudögum Id. 18 til 19, annars simsvari. Samtök um kvennaathvarf:« 91- 21205, húsaskjól og aðstoð við konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum, Vestur- götu 3: Opið þriðjudaga Id. 20 til 22, fimmtudaga kl. 13:30 til 15:30 og Id. 20 til 22,» 91-21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum:« 91-21500, slmsvari. Vinnuhópur um sifiaspellsmál: » 91-21260 alla virka daga Id. 13 til 17. StigamóL miðstöð fýrir konur og böm sem orðið hafa fýrir kynferðislegu ofbeldi. Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar, Vestungötu 3,« 91-626868 og 91-626878 allan sólarhringinn. Bilanavakt rafmagns- og hitave'itu: » 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt í » 686230. Rafveita Hafnarfjarðar. BilanavakL » 652936. GENGIÐ 11. september 1990 Sala Bandarikjadollar.............57,27000 Steriingspund................105,80600 Kanadadollar..................49,06400 Dönsk króna....................9,45990 Norsk króna....................9,35330 Sænsk króna....................9,86140 Finnskt matk................ 15,36420 Franskurfranki................10,78380 Belgiskur franki...............1,75770 Svissneskur tranki............43,37490 Hollenskt gyllini.............32,05350 Vesturþýskt mark..............36,11770 Itölsk líra....................0,04843 Austumskur sch.................5,13980 Portúgalskur escudo........... 0,40750 Spánskur peseti................0,57400 Japanskt jen..................0,40941 (rskt pund....................96,93200 KROSSGÁTA Lárétt: 1 ófríö 4 hluti6 látbragð 7 spil 9 áflog 12 friðsöm 14 ástfólgin 15 leikföng 16 kvendýr 19meis 20niska21 sterkan Lóðrétt: 2 gælunafn 3 rífi4stykki5okkur7 eftirtektarsamur 8 yfir- höfn10furða11 ílát 13 flakk17hljóða18eira Lausnásiðustu krossgátu Lárétt: 1 veigduftSeir 7rist9óhóf 12lauga 14 iða 15 nía 16 Kóran 19ukum20leki21 rafts Lóðrétt:2efi3geta4 dróg5fró7reikul8 slakur10Hannes11 flatir13urr17óma18 alt Miðvikudagur 12. september 1990 ÞJÓÐVIUINN — SÍÐA11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.