Þjóðviljinn - 22.09.1990, Page 2
FRETTIR
Háskólinn
Stundakennaradeilan fyrir Félagsdóm?
BHMR íhugar að stefna fjármálaráðherra fyrir Félagsdóm vegna deilna um laun stundakennara. Þegar hafa fallið niður
námskeið á líffrœðiskor. Dökkt útlit með kennslu á hjúkrunarfrœðibraut, verði deilan ekki leyst
Launamálaráð BHMR hefur
falið stjórn bandalagsins að
leita heimildar til að undirbúa
málsókn á hendur fjármálaráð-
herra fyrir félagsdómi vegna
launadeilu stundakennara við
Háskóla íslands.
Þá hefur launamálaráðið
stofnað kjaramálráð stundakenn-
ara í BHMR, sem ætlað er það
hlutverk að knýja á um samnings-
rétt stundakenna innan BHMR og
til að samræma kröfur þeirra.
Við Háskólann starfa nú um
eitt þúsund stundakennarar sam-
kvæmt upplýsingum háskólarekt-
ors. Launakjör þeirra eru mis-
munandi eftir því hvort þeir eru í
Félagi háskólakennara eða í öðr-
um stéttarfélögum.
Þannig fá stundakennarar sem
starfa við skólann borgað fýrir
sína stundakennslu sem yfir-
vinnu, en kennarar sem ekki hafa
kennslu við skólann sem aðalstarf
fá borgað eftir taxta sem fjár-
málaráðuneytið og menntamála-
ráðuneytið hafa samið. Sá taxti er
allt að 30-35% lægri en sá sem
fastráðnir kennarar fá.
Þessi deila hefur þegar sagt til
sín þar sem Félag íslenskra nátt-
úrufræðinga hefur hvatt sína Té-
lagsmenn til að sinna ekki
kennsluvið skólann, og hefur það
haft í for með sér að kennsla í
nokkrum skyldugreinum á lí-
fræðiskor hafa fallið niður.
Þá er ljóst að kennsla við
námsbraut í hjúkrunarfræðum
raskast verulega. Félag háskóla-
menntaðra hjúkrunarfræðinga
hefúr hvatt sína félaga til að sinna
ekki kennslu á vormisseri 1991.
í bréfi sem stjóm námsbraut-
arinnar í hjúkrunarftæðum hefur
sent fjármálaráðherra og mennta-
málaráðherra segir að komi
stundakennarar ekki til starfa á
vormisseri muni það hafa afdrifa-
rík áhrif á starf námsbrautarinnar,
en um 70% kennslunnar þar eru
kennd af stundakennurum. Þá
segir að falli þessi kennsla niður á
þeim tíma sem gert er ráð fyrir að
hún verði, skapist alvarlegt
ástand þar sem ekkert svigrúm sé
til þess að bæta þessum nám-
skeiðum inn í stundaskrá; eini
kostur sé að færa þessi námskeið
yfir á sumar, en þá séu flestir
nemendur við hjúkrunarbraut í
störfum á spítölum við afleysing-
ar.
Stúdentaráð hefur einnig sent
frá sér ályktun þar sem ráðið
hvetur fjármálaráðherra til að
ganga til samninga við stunda-
kennara.
Fram til þessa hefúr fjármála-
ráðuneytið neitað að ræða við
stundakennara um kröfur þeirra á
þeim forsemdum að um aukastarf
sé að ræða. Að sögn Þorsteins
Gunnarssonar í menntamálaráðu-
neytinu hefúr hans ráðuneyti ekk-
ert með launamál að gera, og vís-
aði hann á fjármálaráðuneytið í
því sambandi.
í samþykkt launamálaráðs
BHMR segir að það hljóti að vera
sjálfsögð krafa að þeir sem taki að
sér stundakennslu njóti þeirra
launa sem greidd séu íyrir þá
kennslu til þeirra sem hafa haft
aðstöðu til að semja um þær
greiðslur, og vísa þá til þess, að
þeim finnst eðlilegt að þeir fái
sömu laun og kennarar sem eru í
Félagi háskólakennara.
-sg
Þrátt fyrir sæmilega fúndarsókn á öryggismálaráðstefriu sjómanna mættu, einhverra hluta vegna, færri starfandi sjó-
menn en búist hafði verið við. Mynd: Kristinn
jr Örvggi siómanna
Avallt á varðbergi
Uttekt á'stöðu öryggismála sjómanna og úrbœtur íþeim efnum
Ráðstefna um öryggismál
sjómanna hófst í gær en
henni lýkur seinnipartinn I dag.
Þetta er í þriðja sinn sem ráð-
stefna sem þessi er haldin frá
1984, þar sem leitast er við að
gera úttekt á stöðu öryggismála
sjómanna og fjalla um úrbætur
i þeim efnum.
I setningarræðu sinni í gær
sagði Magnús Jóhannesson sigl-
Verðlag
Austurland dýrast
Verðlag er 7,6% hcerra á Austurlandi en á höf-
uðborgarsvœðinu. Verðlag hækkar um 0,83%
við hverja 100 km sem jjarlœgð eykst frá
Reykjavík
Verðlag á mat- og drykkjar-
vörum og hreinlætis- og
snyrtivörum er 7,6% hærra á
Austurlandi en á höfuðborgar-
svæðinu, og 7,2% hærra á Vest-
fjörðum en á höfuðborgarsvæð-
inu.
Þetta kemur fram í könnun
sem Verðlagsstofnun gerði á vöru-
verði í hátt á annað hundrað versl-
ana víða um land. Alls staðar á
landinu hefur vöruverð hækkað frá
því í október í fyrra, þegar Verð-
lagsstofnun gerði samskonar
könnun, nema á Suðumesjum. Þar
hefúr vöruverð lækkað úr 2,3% í
1,2% samanborið við höfuðborg-
arsvæðið.
Meginniðurstaða könnunar-
innar er að verðlag í matvöruversl-
unum er 4,5% hærra á lands-
byggðinni en á höfúðborgarsvæð-
inu, en það var 3,8% í október sl.
Verðmunur milli landsbyggðar og
höfuðborgarsvæðis hefur því auk-
ist.
I könnuninni kemur fram að
mikil tengsl eru á milli verðlags í
ákveðnum landshluta og fjarlægð-
ar hans frá höfúðborgarsvæðinu.
Verðlag hækkar að jafnaði um
0,83% við hveija 100 kílómetra
sem fjarlægðin eykst frá Reykja-
vík. Undantekning frá þessu er
Akureyri.
Hins vegar vekur athygli að
verðlag getur verið mjög misjafnt
á stöðum sem liggja nærri hver
öðrum. Til dæmis er verðlag á
Húsavík 5,4% hærra en á Akur-
eyri, verðlag í Borgamesi er 3,1%
hærra en á Akranesi og verðlag á
Hvolsvelli er 2,8% hærra en á
Heilu.
Astæður þessa verðmunar eftir
landshlutum em ýmsar, til dæmis
leggst flutningskostnaður ofan á
vömverð. Þá er ljóst að samkeppni
verslana á höfuðborgarsvæðinu er
mikil við stórmarkaði á sama
svæði. Sú samkeppni er minni eft-
ir því sem fjær dregur og það gef-
ur auga leið að samkeppni er
ósköp lítil þar sem ein verslun er í
byggðarlagi.
ns.
ingamálastjóri meðal annars að
vissulega hefði margt áunnist í ör-
yggismálum sjómanna, en árang-
ur í þeim efnum væri ekki tryggð-
ur til ffambúðar án stöðugrar ár-
verkni. Magnús sagði að ef slakað
væri á eða sofnað á verðinum
væri fljótt að glatast það sem áður
hefði áunnist.
Siglingamálastjóri sagði að
veruleg fækkun hefði orðið síð-
ustu ár á dauðaslysum um borð í
fískiskipum og tjón af völdum
eldsvoða í skipum hefði einnig
minnkað. Ýmislegt benti þó til
þess að nokkur fjölgun hefði orð-
ið á tíðni vinnuslysa, einkum á
fiskiskipaflotanum.
Siglingamálastjóri sagði einn-
ig að færa mætti sterk rök að því
að vissar breytingar á notkun
skipa leiddi af sér aukna slysa-
hættu fyrir sjómenn ef ekkert
væri að gert. í því sambandi
nefndi hann aukna fullvinnslu
sjávarafla um borð í skipum,
aukna sókn smábáta á þeim árs-
tíma þegar veður og sjólag væru
hvað vályndust og vaxandi frá-
hvarf bátaflotans frá hefðbundn-
um línu- og netaveiðum yfir í tog-
veiðar. -grh
Efnisgiöld
Áliti um-
boðsmanns
fagnað
Skólastjórar ogyfir-
kennarar: Löngu
tímabært að athuga
hvernig staðið er að
rekstri grunnskólanna
Stjórn Félags skólastjóra og yf-
irkennara fagnar framkomnu
áliti umboðsmanns Alþingis að
óheimilt sé að krefja grunn-
skólanemendur um námsbóka-
og efnisgjald. Stjórnin telur
samt sem áður eðlilegt að for-
eldrar og kennarar geti tekið
höndum saman um að útvega
skólunum ýmiss þau gögn er
nýtast í skólastarfinu og koma
nemendum til góða.
Það er skoðun stjómarinnar
að ríkinu beri að veita til Náms-
gagnastofnunar því fé sem nægir
til að útvega grunnskólum allt það
námsefni sem þeir þurfa til að
halda uppi kennslu í samræmi við
Aðalnámsskrá grunnskóla. Þá er á
það minnt að grunnskólar og
kennarar geti eftir sem áður valið
þau námsgögn sem þeir telja best
fallin til kennslu hveiju sinni.
Jafnframt bendir stjómin á að
löngu tímabært sé að taka til at-
hugunar hvemig ríki og sveitarfé-
lög standi að rekstri gmnnskól-
anna. Slík athugun eigi ekki síst
við nú í kjölfar nýrra laga um
verkaskiptingu ríkis og sveitarfé-
laga.
-rk
Stiórnarráðið
Pappírsflóðið endurunnið
Starfshópur um notkun endurunnins pappírs í ráðuneytum og stofnun-
um: Má nota endurunninn pappír að stórum hluta
Við erum sammála um að
hægt sé að nota endurunn-
inn pappír í Stjórnarráðinu að
stórum hluta. Hins vegar er
ljóst að það verður að nota
gæðapappír fyrir skjöl sem
hafa varðveislugildi, segir
Kristín Jónsdóttir, skrifstofu-
stjóri í menntamálaráðuneyt-
inu, í samtali við Þjóðviljann.
Kristín leiðir starfshóp sem
ríkisstjómin setti á laggimar til
þess að móta stefnu um notkun
endurunnins pappírs, að tillögu
Svavars Gestssonar menntamála-
ráðherra. Hópurinn hefúr ekki
gengið frá endanlegum tillögum,
en náðst hefur samstaða um að
pappírsflóðið í ráðuneytunum og
stofnunum þeirra verði að stómm
hluta endurunnið.
Kristín segir að þar sem end-
urunninn pappír varðveitist að-
eins í 30-40 ár, verði að nota
gæðapappír í skjöl sem hafa varð-
veislugildi.
Gert er ráð fyrir að Þjóð-
skjalasafnið setji reglur um í
hvaða tilvikum eigi að nota gæða-
pappír.
En stór hluti af pappímum
sem notaður er em umslög, riss-
pappír og skjöl sem enda í rusla-
fötunni áður en langt um líður.
Kristín nefnir einnig að til dæmis
mætti prenta samræmd próf á
endurunninn pappír. Þá er ótalinn
hreinlætispappír.
Starfshópurinn hefúr sem fyrr
segir ekki gengið endanlega frá
tillögum um notkun endumnnins
pappírs í stjómarráðinu, en niður-
stöðu er að vænta innan skamms.
-gg
2SÍÐA—ÞJÓÐVIUINN
Keflavíkurflugvöllur
Framtíðarnýting könnuð
Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra hefur skip-
að sex manna nefnd til að kanna
möguleika á framtíðarnýtingu
Keflavíkurflugvallar.
Nefndinni er falið að athuga í
ljósi reynslunnar hvaða breytingar
þurfi á fyrirkomulagi og aðstöðu
til að örva flugumferð og auðvelda
flutningsaðilum afnot af flugvell-
inum og flugstöðinni. Einnig að
kanna þann möguleika hvort er-
lendir aðilar hafi áhuga á að nota
flugvöllinn fyrir hvers kyns starf-
semi á sviði iðnaðar og þjónustu.
Þá er nefndinni falið að at-
huga hvemig aðrar þjóðir hafa nýtt
sér alþjóðlega flugvelli og að at-
huga áhuga flutningsaðila á að
nota flugvöllinn sem birgðastöð
eða umskipunarhöfn. Stefnt er að
því að nefndin ljúki störfum eigi
síðar en 1. mars á næsta ári. Áætl-
að er að nefndin hafi samvinnu við
Atvinnuþróunarfélag Suðumesja
og aðra hagsmuna- og áhugaaðila
um málið.
ns.