Þjóðviljinn - 22.09.1990, Side 5
ÞJOÐMAL
Mataræði
Blessuð sauðkindin
og grænmetið góða
Hófu börn sauðfjárrœktina? Sauðkindin er eitt fyrstu dýranna sem
maðurinn tamdi. Hver er forsaga kindakjötsneyslu?
Og hvað býr að baki grœnmetisáti?
fiiglar, hross og fleiri skepnur
gera gjaman. Þannig hafi þau
vanist manninum og haldið sig í
námunda við hann. Og að
minnsta kosti er ekki erfitt að
ímynda sér, að sambandið við
hundinn, elsta húsdýr mannsins,
hafi átt þessa forsögu.
Húsdýrin hafa breyst
Flest dýr virðast hafa minnk-
að við tamningu, sé borið saman
við beinagrindur sams konar teg-
unda sem lifðu fyrir 10 þús. árum.
1 öðm lagi virðist villiliturinn
dofna eða hverfa. Sum húsdýr-
anna em nær litarlaus núorðið. I
þriðja lagi hefúr beinabygging
margra dýra breyst og beinin orð-
ið ótraustari og viðkvæmari. I
íjórða lagi breytist hlutfallið milli
búks og höfúðs, þannig að haus-
kúpan minnkar. Mörg dýranna
hafa misst homin og heilabúið
hefúr smækkað. Loks em tömdu
dýrin yfirleitt feitari eða geta
myndað þykkari fitulög en villtu
dýrin af sama stofni.
Ef hófdýrin em skoðuð sér-
staklega kemur í ljós, að nú nem-
ur fita um 30% af líkamsþyngd
sauðfjár, svina og nautgripa sem
alin em erlendis, en hjá villtum
hófdýmm er fitan aðeins um 5%
af þunganum, eða sexfalt minni.
Islensk húsdýr em ekki jafn feit
og ættingjar þeirra á suðlægari
breiddargráðum, enda vilja ýmsir
kenna lambakjötið íslenska við
villibráð og hafa að þessu leyti
nokkuð til síns máls.
Jurtafæðið
Mikill minnihluti jarðarbúa
nærist á dýraskrokkum. í grófum
dráttum má segja að mannkynið
sé á grænmetis- og jurtafæði. I
siðum og trúarbrögðum margra
þjóða er bannað eða varað við því
að snæða ljótar skepnur eins og
svín eða ránfugla. Helgi getur lika
verið á kúm eins og á Indlandi, og
furðu skammt er síðan hrossa-
kjötsát var saknæmt á Islandi og
eitt hlutverk presta að fylgjast
með því hvort sóknarböm leidd-
ust út i slíkar syndir.
Skýring þess að mannkyn lifir
á jurtafæði er hins vegar ekki af
siðrænum eða trúarlegum toga,
heldur er einfaldlega óhagkvæm-
ara að rækta búfé til slátmnar og
kjötneyslu. Gróflega áætlað þarf
Sumir álíta að böm hafi hrundið siðmenningunni af stað með heimaalningum
undan felldum veiðidýrum. Mynd: ÓHT
um 3 kg úr jurtarikinu til að ffam-
leiða 1 kg af kjöti. Þeir sem halda
fram hlut jurtafæðis í þróunar-
löndum staðhæfa margir , að það
henti líkama okkar og meltingar-
fæmm betur að kljúfa grænmeti
og kom heldur en vöðva og fitu
alidýranna.
I mismunandi þróuðum iðn-
aðarþjóðfélögum samtímans búa
um 30% jarðarbúa, en þar er samt
notaður um helmingurinn af öllu
komi jarðar, mest sem dýrafóður
en einnig til áfengisffamleiðslu.
Svo dæmi sé tekið af Dönum,
þá nota þeir um 80% af komupp-
skem sinni sem dýrafóður, en
flytja þar að auki inn kom með
próteini sem nægja mundi þörfúm
9 milljón manna þjóðar, eða nær
helmingi stærri en'nú býr i Dan-
mörku.
Landbúnaður,
upphaf menningar
Landbúnaðurinn leikur eitt
aðalhlutverkið í þróunarferli
menningarinnar, enda þýðir orðið
„agriculture", sem í ýmsum
myndum er alþjóðaheiti landbún-
aðar, ekkert annað en akur-menn-
ing. Þegar regluleg og skipulögð
akuryrkjan kom í stað ávaxta-,
berja- og rótatínslu, opnuðust
augu manna betur fýrir ákveðnum
gangi árstíðanna, mikilvægi vatns
og ffæja. Menn lærðu að hagnýta
ér áveitur og reiknuðu út komu
vorsins og flóðanna í ánum. Níl,
Indus, Tígris, Effat, þetta em
startholumar.
Umhyggjusemi og nákvæmni
í háttum urðu gmndvallarfor-
sendur þess að lifa góðu lífi. Fólk
tók að velja sér búsvæði með til-
liti til ræktunarmöguleika, en
ekki veiða.
Svona reis menningin. Sam-
anburður var gerður. Ráðist var í
endurbætur, leit og nýjungar.
Grófúm og lítt skipulögðum veið-
um linnti, en við tóku ræktun og
hjarðmennska, umhyggjan fyrir
velferð bústofns og jarðargróða á
öllum árstímum. Um leið tók
hugmyndaheimur manna að skýr-
ast og eílast. Þeir lærðu að hag-
nýta sér mjólk með ýmsum hætti,
ull, bein, hom og loks flest nema
jarm, baul, gagg, hrín og hnegg.
Sem varð þó hins vegar efniviður
söngs og kveðskapar siðar meir.
ÓHT
Bandaríska biskupakirkian
um homma
Sláturtíð. Matarkisturnar
fyllast. Mestallt grænmeti
hefur trúlega verið tekið úr
jurtagörðum, þótt grænkálið og
fleiri tegundir þoli ágætlega
frostið og geti staðið upp úr
snjónum fram á vetur. En slát-
urtíðin fer að ná hámarki.
Við emm svo vön því hér á Is-
landi að sláturtíð sé ákveðin, af-
markaður árstími, að við gleym-
um því stundum hversu mikil sér-
staða felst í þeirri tilhögun. Stutt
er síðan stórgripaslátmn tók æv-
inlega við af sauðfjárslátran á
haustin, en núna fella íslendingar
nautgripi og hross á öllum árstím-
um og sala á fersku nautakjöti
hefúr breytt markaðsaðstæðum
og aukið vinsældir þess.
Með öðmm þjóðum er verið
að slátra búfé nokkuð jafnt allan
ársins hring, enda mikið kapp lagt
á að hafa ferskt kjöt á boðstólum.
Til dæmis flytja Ný- Sjálendingar
í síauknum mæli ferskt, kælt
lambakjöt á Evrópumarkað og
neysla á kindakjöti fer vaxandi á
því svæði.
Reyndar hefúr talsverð breyt-
ing orðið á þessu hérlendis með
tilkomu svína- og alifúglaræktar í
stómm stíl og mikilli neyslu þess
miðað við það sem áður var.
Hvers vegna
sauðkindin?
Langt er siðan mannskepnan
tók upp á þvi að rækta sauðfé til
matar. Og þá má ekki gleyma því,
að mjólkin hefúr víða verið helsta
afúrðin. Islenski sauðfjárstofninn
hentar samkvæmt eðli sínu etv.
betur til mjólkur- en kjötffam-
leiðslu, miðað við þá erlendu
stofna sem menn rækta. Talsvert
fram á þessa öld tíðkuðust ffáfær-
ur á íslandi og fyrstu rjómabúin
miðuðust við framleiðslu á sauða-
smjöri til útflutnings.
Ef við skoðum það tímaskeið
í heild, sem álitið er að menn hafi
hagnýtt sér tamið sauðfé, kemur i
ljós að um 90% af þeim tíma var
liðinn, ,þegar landnámsmenn
komu til Islands. Talið er að sauð-
kindin sé eitt fyrstu húsdýranna
sem maðurinn tamdi, og munu þó
margir efast um að íslenska féð sé
fúlltamið enn, og er þó haft á húsi
helming ársins eða meir. En trú-
lega em um 9000 ár síðan menn
byijuðu að halda sauðfjárhjarðir.
Kýrin, hænan og svínið bættust
mun seinna í hópinn.
Allt sauðfé sem menn rækta
mun komið af stofni þeim sem
líkist mest villifénu sem enn reik-
ar um fjöll Sardiníu og Korsíku í
Miðjarðarhafi og Mufflon-fé
nefnist. Þessi dýr ganga til beitar
á graslendi í opnum skógum og
fjallshlíðum. Og það var raunar
ekki fyrr en búið var að ryðja
skógana í Evrópu, að sauðfé fór
að breiðast út. Það var þannig
ekki sauðféð sem útrýmdi skóg-
unum, heldur olli útrýming skóg-
anna útbreiðslu sauðfjárins á
meginlandinu. Það var eina bú-
fjártegundin sem var nógu nægju-
söm til að geta þrifist á berangri
þeim sem opnaðist þegar skógur
hvarf af hólum og heiðalöndum.
Upphaflega hafa menn efiaust
fyrst og ffemst hagnýtt sér kjötið
af sauðkindinni, en lítill vafi leik-
ur á því að ullin gerði hana svona
eflirsótta þegar tímar liðu ffam,
hún einangraði vel og var til
margs nytsamleg, ekki siður en
gæran. Og má þá minna á, að
ásamt brennisteininum var ís-
lenska ullin hluti af hergagna-
ffamleiðslu heims, meðan hún
var flutt út héðan til þess að brú-
kast sem tróð í framhlaðninga
Evrópuherja.
Nú er svo komið að flestir
þaulræktaðir sauðfjárstofnar
þjóðanna hafa misst togið úr ull
sinni, ysta lagið sem enn er á reifi
fjallabúa eins og íslenska fjárins
og villikindanna. Á flestum er-
lendum stofnum hefúr þelið,
innra og mýkra lag ullarinnar,
hins vegar aukist og hárin lengst.
Reynt hefúr verið að rækta hér á
landi sem annars staðar stofna
með þykkt og mikið þel.
Villifé og hálftamið fé eins og
það íslenska gengur úr reifinu ár
hvert, en langræktaðir feldfjár-
stofnar hafa lagt af slíkan villi-
dýrshátt.
Hvernig byrjaði þetta?
Öll dýr sem maðurinn hefur
tamið eiga það sameiginlegt að
lifa i hópum í ffjálsri náttúm,
mynda hjarðir. Oft em karldýr í
forystu, en hvað varðar íslenska
sauðféð er forystuféð ekki síður
æmar. Þar reynir meira á eðlislæg
hyggindi af einhveiju tagi en lík-
amsstyrk. Og dýr sem í náttúmnni
lúta forystu em lika vel til þess
fallin að komast undir umsjón
smala eða hirðis, sem veitir þeim
aðhald og vemd, fóður, skjól og
öryggi.
Menn hafa mikið velt því fyr-
ir sér hvemig maðurinn fór að í
fyrstu þegar hann hóf tamningu
dýranna. Fjórir kostir koma helst
til greina:
1) Dýrahópur var króaður af
eða girtur inni á einhvem hátt.
Þegar dýrin höfðu verið geymd í
slíkri prísund um hríð spektust
þau og afkvæmin vöndust mann-
inum. Hann gat því fellt þau í ró-
legheitunum þegar hann lysti og
þurfti ekki að leggja á sig löng og
óviss ferðalög til að afla fjöl-
skyldunni eða hópnum matar og
hráefna í áhöld og klæðnað.
2) Tamning sauðkindar og
annarra húsdýra gæti líka hafa
byijað á þann hátt að menn drápu
fúllorðnu dýrin, en gómuðu ung-
viðið og ólu það á fóðri, annað
hvort til að slátra þeim síðar eða
nota þau sem agn, þegar haldið
var á veiðar. Með þvi að brúka
spaka, hálftamda gripi gátu veiði-
menn komist nær villtum veiði-
dýmm og lokkað þau forvitnu
nær.
3) Þess hefúr verið getið til,
að böm hafi kannski byijað tamn-
ingu húsdýranna, vegna þess að
þau hafi fengið að eiga lömb, kið,
kálfa, folöld og önnur lítil og ljúf
afkvæmi veiðidýra sem felld
vom. Þannig er hugsanlegt að
leikir og ástúð krakkanna við lítil
dýr, eins og alþekkt er hvarvetna,
hafi orðið kveikjan að húsdýra-
haldi mannkyns.
Heimaalningar bamanna hafa
þá byrjað að æxlast og myndað
stofninn að þeim húsdýmm sem
við höfúm næst okkur enn.
4) Loks hafa fræðimenn gisk-
að á, að tamning húsdýra hafi ef
til vill byijað eftir að þau leituðu í
sorp og matarleifar við bústaði
manna, eins og þekkt er að svín,
Styr
Biskupar bandarísku bisk-
upakirkjunnar (Episcopal
Church) samþykktu á ársfundi
sínum á þriðjudag með litlum
meirihluta atkvæða að óviðeig-
andi væri að hommar og lesbíur
fengju prestvígslu, nema þau
lifðu einlífi. Hefur þetta mál
undanfarið valdið hörðum deil-
um í Episcopal Church, sem um
2,4 miijónir manna aðhyllast.
Bandariska biskupakirkjan er
ein af anglíkönsku kirkjunum, en í
fomstu meðal þeirra er enska rík-
iskirkjan. Leitast kirkjur þessar yf-
irleitt við að hafa á sér virðuleika-
snið með meira móti og geta má
þess að meðal Bandaríkjamanna
þeirra, sem em í biskupakirkjunni
þarlendis, er George Bush forseti.
Eijur þær er hér um ræðir í
þeirri kirkju hófust fyrir alvöm í
des. s.l. John Spong, biskup kirkj-
unnar i Newark í New Jersey og
liðsoddur frjálslyndra í henni,
vígði til prests Robert nokkum
Williams, sem hafði látið að sér
kveða í samtökum samkyn-
hnéigðra. Létu íhaldssamari menn
í kirkjunni, klerkar og aðrir, sér
það miður vel líka, og út yfir
fannst þeim taka er séra Williams
hafði háð og spott um boðskap
kirkjunnar um skírlífi og ein-
kvæni. Ennfremur hélt hann því
fram að Móðir Teresa, öldruð
nunna sem mikla frægð hefúr þlot-
ið fyrir líknarstörf, væri við betri
i
heilsu en raun bæri vitni um ef hún
hefði lifað kynlífi.
Spong biskup svipti þá Willi-
ams kjóli og kalli en lýsti því jafn-
framt yfir að hann væri áfram
þeirrar skoðunar að ekki væri rétt
að halda hommum og lesbíum ut-
an prestastéttarinnar, hélt því
raunar ffam að margir hommar
hefðu hlotið prestvígslu undanfar-
in ár, án þess að veður hefði verið
út af þvi gert. Er svo að heyra að
margir aðrir biskupar kirkjunnar
séu svipaðrar skoðunar um þetta,
enda þótt þeir séu í minnihluta.
Einnig í ensku ríkiskirkjunni hefur
staðið talsverður styr um það
hvort samkynhneigðir fái að ger-
ast prestar eður ei. Reuter/-dþ.
Laugardagur 22. september 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5