Þjóðviljinn - 02.10.1990, Qupperneq 7
FRETTIR
Ömggt kynlíf skemmtilegt
Kvikmyndafélagið Nýja bíó
hefur framleitt fræðslumynd um
öruggara kynlíf og kynsjúkdóma
og smitleiðir þeirra. í myndinni
er aðallega lögð áhersla á að
fræða unglinga um alnæmi, út-
breiðslu sjúkdómsins, smitleiðir
og leiðir til varnar sjúkdómnum.
„Þessi mynd lýsir því á hispurs-
lausan hátt hvernig unnt er að lifa
öruggu, en jafnframt skemmti-
legu kynlífi þrátt fyrir hættuna á
að smitast af þessum sjúkdóm-
um,“ segir á hulstri myndbands-
ins. En myndin fjallar um smit-
leiðir og einkenni algengustu
kynsjúkdóma, ásamt alnæmi. Þá
segir að þeir sem séu í mestri
hættu hvað alnæmi og aðra kyn-
sjúkdóma varði, séu unglingar
frá þrettán ára til tvítugs og einh-
leypt fólk á öllum aldri. Það
komu margir að gerð myndarinn-
ar, en þau Guðmundur Kristjáns-
son og Sonja B. Jónsdóttir voru
hvatamenn að gerð hennar.
Sonja skrifar handritið með kyn-
fræðingunum Marki Schoen og
Jónu Ingibjörgu Jónsdóttur.
í myndinni er m.a. sýnd áhrif-
arík áströlsk sjónvarpsauglýsing,
þar sem fólk er minnt á að allir
geti smitast af alnæmi. Sigurður
Guðmundsson læknir skýrir frá
smitieiðum, einkennum sjúk-
dómsins og meðgöngutíma. En
talið er fullvíst að smitleiðirnar
séu einungis þrjár, samfarir í leg
og endaþarm, blóðblöndun og
þegar smitaðar konur ganga með
börn og smita þau. Við samfarir
smitast sjúkdómurinn með
blöndun líkamsvökva, blóðs,
sæðis og leggangaslíms. f tnynd-
inni er fólk minnt á að það þurfi
ekki að hræðast smit í sund-
laugum, með mataráhöldum eða
almennri umgengni við smitaða.
Nýja bíó naut engra fjárhags-
legra styrkja hins opinbera við
gerð myndarinnar, sem kostaði
4-5 miljónir króna í framleiðslu,
að sögn aðstandenda. Meiningin
er að dreifa myndinni í skóla
landsins en hún verður einnig
seld á almennum markaði, þar
sem hún mun kosta um 2.900
krónur. —hmp
__________MINNING___________
Eva María Sævarsdóttir
F. 12. nóvember 1982 - D. 25. september 1990
Hún vaknaði um morguninn
og brosti á móti lífi sem var í ár-
roða nýs dags. Úti gerði haustið
vart við sig með kuldalegu nauði
vindsins og regnið barði rúðuna.
í huga barnsins er hver árstíð
sneisafull af ævintýrum; veturinn
með snjóinn, frostið, stjörnublik
og norðurljós. Á vorin vakna
blómin til lífsins og landið breytir
um lit. Á sumrin suða flugur í
sólskininu og landið iðar af lífi;
undra heimur vaknar til lífsins í
grasi og mold. Á haustin fær rök-
krið á sig dulúðugt yfirbragð og
skólinn hefst.
Daginn áður tíndi hún blóm
handa mömmu sinni í garðinum;
„skyldu þau lifa?“ „Og skyldu
pabbi og mamma hafa hengt upp
fínu myndina sem hún teiknaði í
skólanum í gær?“ Slíkar spurn-
ingar eru svo merkilegar og svör-
in svo óumræðilega þýðingar-
mikil.
í huga lítillar manneskju sem
er að feta sig fyrstu skrefin inn í
óræða veröld, er ekkert haustlegt
þótt vindurinn nauði og regnið
lemji rúðurnar. Vindurinn syng-
ur og rúðurnar gráta og lífið er
svo óskiljanlegt og forvitnilegt.
Skólinn er að byrja og vinir hitt-
ast í ærslafullum leikjum. Best af
öllu er þó að eiga ailtaf öruggt
athvarf hjá pabba, mömmu og
eldri systkinum, sem gefa sér
tíma til að taka þátt í sorg og gleði
lítillar stúlku.
En lífið í þessum heimi er svo
hverfult og örlögin stundum svo
óskiljanlega grimm. Litla stúlk-
an, hún Eva María, var hrifsuð
burt fyrirvaralaust. Bráðum átta
ára og hrifsuð burt á leið í
skólann. Yndislegt barn með
svarrbrúna hárið sitt og dökku
augun sem í senn gátu lýst af
barnslegri einlægni og djúpri
íhygli þess sem sér lengra og
dýpra en flestir aðrir.
Það er ekki hægt að sætta sig
við að hún Eva litla sé dáin. Við
eigum heldur ekki og aldrei að
sætta okkur við að lítil börn séu
fórnarlömb óskiljanlegra tilvilj-
ana og slysa. Við verðum hins
vegar að lifa áfram og beygja
okkur fyrir þeiri óræðu gátu,
dauðanum sem við öll stöndum
frammi fyrir í nakinni einsemd.
Frammi fyrir lífinu stöndum við
og spyrjum og fáum stundum
svör. Andspænis dauðanum
stöndum við einnig og spyrjum
en fáum engin svör. Getum við
tekið undir með rómverska heim-
spekingnum Lucretiusi sem sagði
að „hið dauðlega líf væri upp-
skera hins ódauðlega dauða“?
Eða eins og Jónas Hallgrímsson
orðaði hugsunina:
Ekkert að ending,
eilífur dauði!
Sálin mín blíða
berðu hraustlega,
sárt þótt sýnist
sanninda ok.
Trúum við heldur orðum
Krists á fjallinu forðum, að
hjartahreinir muni Guð sjá? Eða
óttumst við ef til vill að vonar-
snauð viskan valdi „köldu svari“?
Þegar fegursta blóm vallarins
er rifið upp fyrir slysni þyrlast
upp í hugann alls kyns spurningar
sem flestar eru án svars. Hvers
vegna? Hvers vegna? En hverjar
svo sem spurningarnar eru breyta
þær engu um þá nöturlegu stað-
reynd að hún Eva litla frænka
mfn var hrifsuð frá okkur að
morgni líf síns. Og hvort sem hún
hefur horfið inn í hinn ódauðlega
dauða eða eilíft líf þá getum við í
það minnsta trúað því að hún þjá-
ist ekki. En eftir stendur fólk með
frosin orð á vörum og flein í
hjarta. Og ekkert getur linað
sársaukann nema tíminn. Megi
hann leggja lfkn með þraut þeim
sem þjást.
Sá sem eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pétursson)
Þorleifur FriSriksson
Vinningstölur laugardaginn
29. sept. ‘90
23 ]
22
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 0 2.154.041
2.4 sm 2 187.211
3. 4 af 5 78 8.280
4. 3af 5 3.026 498
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
4.681.251 kr.
UPPLÝSINGAR:
SÍMSVARI 681511 -
LUKKULINA
991002
Frá og með gærdeginum eiga allirfarþegar í aftursæti bifreiða að nota
bílbelti og börn yngri en sex ára eiga að nota barnabílstól eða púða
sem er festur með bílbelti einsog þessi snáði notar. Þá er bannað að
hafa börn laus í framsæti bifreiðar eða fyrir framan framsætið í akstri.
Mynd Kristinn.
TONLISTIC
REGNBOGAN!
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT
ÍSLANDS
Sala áskriftarskírteina er hafin. Miðasala er opin alla
virka daga frá 9-17 á skrifstofu hljómsveitarinnar í
Háskólabíói, sími 622255.
cr styrktaraðili Sf starfsárid 1990-1991.
letðatfvf;
itV£tVVvmS
et,Bta^s’
ab^ndiá;^og
_______=_ 'utn
Grænir tónleikar
Tónleikar tengdir árstíðunri Vínar
Bláir tónleikar wennir
Sissssr-*
Við bjóðum alla tónlistamnnendur
velkomna til að njóta góðrar tónlistarmeð okkur.